Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 25
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 25 Hefðbundið skólastarf íleikskólanum Granda-borg var brotið upp ínóvemberbyrjun og í tvær vikur var eingöngu unnið með þemað „fiskar, fjaran og hafið“. Að sögn Guðrúnar Maríu Harð- ardóttur, leikskólastjóra á Granda- borg, hefur áður verið unnið með ákveðin þemaefni í stuttan tíma í senn sem hefur bæði reynst skemmtilegt og gefandi. Kappkost- að hefur verið að velja verkefni, sem tengjast íslensku þjóðlífi og má í því sambandi nefna íslenskar þul- ur, ævintýri, tröll og álfa. Mark- miðið með þemavikunum fyrir utan að brjóta upp hefðbundið starf er að börnin kynnist menningu og arf- leifð, að börn og starfsmenn vinni saman óháð aldri og staðsetningu í húsinu og að gera starfið fjölbreytt- ara. Undirbúningur hófst með ferða- lagi í Hampiðjuna, þangað sem sótt var fiskinet, sem hengt var í loftið og niður með veggjum í salnum, líkt og um neðansjávarveröld væri að ræða. Elstu börnin fóru í vettvangsferð á Nátt- úru- gripasafn- ið og sáu ýmsa furðufiska. Börnin fóru einnig í vettvangsferðir í fjöruna þar sem þau söfnuðu skeljum og öðru því sem þar finnst og hengdu neðan í netið. Fiskabúr úr pappadiskum Fiskar voru mótaðir úr pappa- massa, málaðir í öllum regnbogans litum og hengdir upp. Farið var í fiskbúð og keyptur karfi, sem börn- in máluðu og gerðu þrykkimynd á lakaléreft. Myndir þessar voru síð- an hengdar upp í öllum leikskól- anum. Börnin gerðu neðansjáv- arveröld á maskínupappír, sem varð að „pappírsveggteppi“. Þar mátti greina furðufiska, hafmeyjar og undur hafsins. Fiskabúr útbjuggu börnin úr ein- nota pappadiskum, en einnig var fengið að láni alvöru fiskabúr með tveimur fiskum í. Þeir vöktu mikla athygli og aðdáun barnanna og þau voru fljót að nefna þá Gunnar og Geir, í höfuðið á fiskunum tveimur í laginu um fiskana. Á meðan á þemadögunum stóð, var mikið sung- ið og lesið um fiska, en verkefninu lauk með því að bjóða foreldrum að koma og sjá afraksturinn. Elstu börnin fluttu stutt leikrit, sem þau höfðu samið sjálf og í lokin sungu allir saman nokkur lög, sem tengd- ust hafinu og íbúum þess.  ÞEMADAGAR|Börn á Grandaborg kynntust hafinu og íbúum þess Fiskar og furðuverur join@mbl.is Börnin: Fóru í vettvangsferðir í fjöru þar sem þau söfnuðu t.d. skeljum. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.