Morgunblaðið - 10.12.2003, Side 27

Morgunblaðið - 10.12.2003, Side 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 27 ÓHÆTT er að segja að Felix Bergsson sé þjóðkunnur fyrir vandað barnaefni ýmisskonar og því er það ekki undrunarefni að hann gefi út barnabók. Ævintýrið um Augastein er dálítið óvenjulega jólasaga sem segir frá litlum dreng sem lendir á ör- lagaríkan hátt í fangi Stekkjarstaurs og í framhaldi af því uppi í helli hjá jólasveinunum þrettán. Náttúruham- farir setja strik í reikning jólaferða- laga sveinanna og síðan gleyma þeir sér allir vegna ástar á Augasteini litla og enginn þeirra fer í sína árlegu ferð til mannabyggða um jólin. Lífshásk- inn er ekki langt undan en í sögulok fáum við alveg nýja skýringu á því hvers vegna jólasveinarnir færa börn- um gjafir í skó úti í glugga. Með sögunni af Augasteini gefur Felix okkur nýja og skemmtilega sýn á gömlu íslensku jólasveinana sem þurfa að takast á við siðferðileg vandamál þegar þeir sitja uppi með krakkaskratta, sem þeir neyðast til að sjá um og taka ábyrgð á. Samtöl þeirra og samskipti eru kostuleg og þeir eru breyskir, rétt eins og mann- fólkið: Sumir huglausir og latir, aðrir hugrakkir og duglegir. En allir læra þeir eitthvað af reynslunni. Og þegar Grýla og jólakötturinn koma til sögunnar fær- ist heldur betur spenna í leikinn og er vel til fundið að láta orðræðu Grýlu vera með stór- gerðu og líkt og hand- skrifuðu letri, sem verð- ur til þess að lesandinn brýnir raustina. Eins beitir Felix skemmti- legum stíl hér og þar í sögunni, þar sem hann lætur orð ríma í miðri prósafrásögn og gefur það sérstakan takt í lesturinn: „Þarna kom hann arkandi, önugur og þreyttur og skítugur og sveittur.“ (bls 19). „Þarna inni ægði nefnilega öllu saman, bókum og myndum og uppstoppuðum kindum.“ (bls 9). Felix er meðvitaður um að börn kunna vel að meta krassandi lýsingar og því er hann blessunarlega ekki með neinn tepruskap í orðavali. Hann er til dæmis óhræddur við að segja að „hellir Grýlu og Leppalúða sé ömur- legt greni, þar sem skítafýla og trölla- fýla og táfýla renna saman í eina risa- skítafýlu.“ (bls 38). Aftur á móti þótti mér ekki fara vel á því þegar höfundur talaði stundum beint til barnanna í fyrstu persónu, því þá spratt fram sögumaður sem truflaði innlifunina. Eflaust stafar þetta af því að Felix skrifaði ævintýr- ið um Augastein upphaflega sem leik- rit fyrir börn í Bret- landi. Og kannski er sama ástæða að baki löngum inngangi (eða annarri sögu) áður en hin eiginlega saga af Augasteini hefst, en þar segir frá Steini gamla sem býr í útlöndum og krumma sem til hans kemur til að láta hann segja sér jólasöguna frá Íslandi. Að mínu viti hefði alveg mátt sleppa þessari sögu af Steini, en hún hefur kannski þjónað tilgangi fyrir bresku börnin til að tengja saman tvo heima. Sagan af Augasteini litla stendur fyllilega fyrir sínu, ein og sér, því þetta er yndisleg saga, alveg mátuleg blanda af hryll- ingi og fegurð. Felix er næmur á það hvernig á að nálgast börn í gegnum texta og skopskyn hans nýtur sín vel þegar hann skapar persónur í bók. Allt um vefjandi einlægni og kærleik- ur gefa bókinni mikið gildi. Felix hef- ur sprellifandi frásagnargáfu og von- andi skrifar hann fleiri bækur í framtíðinni. Myndir Höllu Sólveigar Þorgeirs- dóttur hafa yfir sér hlýlegan og gam- aldags blæ sem gera bókina enn skemmtilegri og hinn ríkjandi mó- rauði tónn á vel við sauðalega svein- ana. Augasteinn í einum skó Kristín Heiða Kristinsdóttir BÆKUR Börn Felix Bergsson. 63. bls, Myndir: Halla Sólveig Þorgeirsdóttir Mál og menning 2003. ÆVINTÝRIÐ UM AUGASTEIN Felix Bergsson LISTASAFN Árnesinga í Hvera- gerði opnaði sl. sunnudag jólasýn- ingu sem stendur til 4. janúar nk. Auk þess að sýna verk í eigu safns- ins eru til sýnis þrjú jólatré skreytt af mismunandi aðilum. 6. bekkur BES, Barnaskólanum Eyrarbakka og Stokkseyri, skreytir eitt tré. Bjarni Kristjánsson tréútskurð- armaður og Guðrún Marinósdóttir textílhönnuður skreyta sitt tréð hvort auk þess að sýna nokkur verk. Sif Ægisdóttir, gullsmiður og dóttir Guðrúnar, sýnir einnig nokk- ur verk. Myndlistarfélag Árnesinga sýnir 27 verk eftir níu listamenn á „Veggnum“ í forstofunni. Vegg- urinn er hlaðinn verkum áhuga- manna í myndlistarfélaginu og er ætlunin að halda honum lifandi með því að skipta út verkum nokkuð ört. Þarna gefur að líta olíu-, vatnslita- og pastelmyndir af öllum stærðum. Allar myndir á „Veggnum“ eru til sölu. Morgunblaðið/Kári Jónsson Frá jólasýningunni í Listasafni Árnesinga. Jólatré barnanna og listamannanna Laugarvatni. Morgunblaðið. Listaháskóli Íslands, Skipholti 1, kl. 12.30 Jóhann Breiðfjörð hönnuður fjallar um skapandi hugsun og hugarstarfsemi. Jóhann starfaði í 5 ár sem hönnuður, hug- myndasmiður og ráðgjafi hjá danska leikfangafyrirtækinu LEGO. Hornið, Hafnarstræti, kl. 21 Listaveislan Skáldið sem dó & skáldið sem lifir. Rúna K. Tetzschner flyt- ur ljóð sín og Rúnars Kjart- anssonar (1955– 1998). Einnig koma fram El- ísabet Jökuls- dóttir og Einar Már Guðmunds- son. Gunnar Randversson, Kristrún Guð- mundsdóttir, Benedikt Jóhann- esson og Benedikt Lafleur lesa ljóð sín og sögur. Jón Sigurðsson leikur á píanó milli lestra. Yfir stendur sýning Rúnu K. í minningu Þor- geirs. Næsti bar kl. 21 Gímaldin og Mar- grét Lóa kynna nýútkominn geisla- disk, Hljómorð. Margrét Lóa les eigin ljóð á geisladiskinum við und- irleik Gímaldins sem samið hefur alla tónlistina. Einnig koma fram Ásgerður Júníusdóttir, Didda, Eg- ill Jóhannsson, Eyvindur P. Eiríks- son, Kristian Guttesen, Mike Poll- ock, Paul Lydon, Sigvarður Ari, Sjón og Vilhjálmur Hjálmarsson. Mál og menning, Laugavegi 18 kl. 17 Hannes Hólmsteinn Giss- urarson les úr bók sinni Halldór. Sýndar verða myndir eftir Pétur Gaut Svavarsson. Í DAG Borgarleikhúsið kl. 10.30 Brot af því besta. Dagskrá ætluð ungling- um. Rithöfundar lesa úr bókum: Sölvi Björn Sig- urðsson og Andri Snær Magnason úr bókum sínum. Margrét Árna- dóttir les úr bókinni Brennd lifandi, Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur R. Björgvinsson fjalla um teiknimyndasöguna Blóð- regn – sögur úr Njálu í máli og myndum. Kl. 20.30 lesa rithöfundar úr bók- um sínum. Hallgrímur Helgason, Hlín Agnarsdóttir, Flosi Ólafsson, Guðmundur Steingrímsson, Ævar Örn Jósepsson og Sigurður Páls- son. Inn á milli leika þeir Davíð Þór Jónsson og Óskar Guðjónsson djass af fingrum fram. Dagskráin er í samvinnu Kringlu- safns Borgarbókasafnsins, Borg- arleikhússins og Kringlunnar. Dagskráin fyrir unglinga verður endurtekin á föstudagsmorgun kl. 10.30. Hressingarskálinn við Austur- stræti kl. 22 Havanasextett Tóm- asar R. Einarssonar flytur lög af nýlegum geisladiskiski hans, Ha- vana, sem hann hljóðritaði í sam- nefndri borg s.l. sumar. Íslenska Havanabandið skipa auk bassaleik- arans Tómasar básúnuleikarinn Samúel J. Samúelsson, tromp- etleikarinn Kjartan Hákonarson, píanistinn Davíð Þór Jónsson, trommuleikarinn Matthías M.D. Hemstock og bongótrommuleik- arinn Þórdís Claessen. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi kl. 20 Aðventukvöld við arineld. Sex skagamenn lesa jólasögur að eigin vali: Bragi Þórðarson, Elín Sigurbjörnsdóttir, Guðjón Brjáns- son, Hallbera Jóhannesdóttir, Ingi- björg Pálmadóttir og Sveinn Krist- insson. Nemendur úr Tónlistaskólanum á Akranesi flytja jólatónlist. Á MORGUN Sölvi Björn Sigurðsson Á ALÞJÓÐLEGA mannréttindadag- inn, sem er í dag, heldur Íslandsdeild Amnesty International tónleika kl. 20.30 í Neskirkju við Hagatorg. Tón- leikar Amnesty International á mannréttindadaginn eru orðnir fast- ur liður á aðventunni og fólk sameinar stuðning við mikilvægt málefni góðri stund með fallegri tónlist. Í þetta sinn munu KK (Kristján Kristjánsson), finnski harmonikkuleikarinn Tatu Kantomaa úr Rússibönunum og Diddú, ásamt Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur píanóleikara, sjá um tónlistarflutninginn. Miðaverð er 1.500 kr. Ágóðinn af tónleikunum rennur óskiptur til mannréttindastarfs Amnesty Int- ernational. Forsala aðgöngumiða er í verslun Skífunnar á Laugavegi 26,og á skrifstofu Amnesty International í Hafnarstræti 15. Jólatónleikar Amnesty Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú. Rúna K. Tetzschner Magnús Ólafsson ljósmyndari „Magnús var ljósmyndari Reykjavíkur og hann veitti okkur fjölþættari sýn á Reykjavík heldur en aðrir ljósmyndarar.“ Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Ólafsson og framlag hans til íslenskrar ljósmyndunar, 2000. „...grein Eiríks um ljósmyndarann og heim hans heyrir til tíðinda í íslenskri menningarrýni. ... Hann dregur saman ólíka þræði tilvísana og kenninga, undirbyggir hugmyndir sínar jafnt á vísunum í Gröndal, Barthes og Sontag, og spinnur úr listavel skrifaðan vef.“ Einar Falur Ingólfsson, Mbl. „...tvímælalaust einn merkasti þátttakandinn í íslenskri ljósmyndasögu“ Einar Falur Ingólfsson, Mbl. Yfir 100 myndir af gömlu Reykjavík er að finna í bókinni ásamt vönduðum greinum á íslensku og ensku eftir Eirík Guðmundsson útvarpsmann og Guðmund Ingólfsson ljósmyndara. K O R T E R

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.