Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 28

Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRUNN Guðmundsdóttir sópran syngur við undirleik Antoníu Hevesi á hádegistón- leikum í Hafnarborg kl. 12 á morgun. Á efnisskrá tón- leikanna eru íslensk jólalög. Þórunn stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem hún lauk námi í söng og flautuleik. Hún var í fram- haldsnámi í söng við Indiana University og útskrifaðist það- an með mastersgráðu og dokt- orspróf í söng og söngfræðum. Þórunn hefur sungið inn á geisladiska, m.a. einsöngsdisk- inn „Spjallað við spóa“ og hún hefur komið fram sem ein- söngvari við ýmis tækifæri og sungið með fjölmörgum kórum. Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, hefur í vetur staðið fyrir tón- leikum í hádegi einu sinni í mánuði. Íslensk jólalög í Hafnarborg Ráðhús Reykjavíkur Sýningu finnska listamannsins Mikko Kautto, „My sweat saldo li- mit“, lýkur í dag. Þar gefur að líta málverk og pastelmyndir, enn frem- ur málaða steina og myndir málaðar á steina. Sýningu lýkur Fjaðrafok nefnist ljóðabók eftir Hall- berg Hallmunds- son. Þetta er tólfta ljóðabók höfundar, sem einnig hefur feng- ist allmikið við þýðingar. Í fréttatilkynn- ingu segir m.a.: „Fjaðrafolk er safn stuttra ljóða frá allmörgum und- anförnum árum. Að formi til eru þau nokkuð í stíl við Spjaldvísur sama höf- undar en eru þó ívið lausbundnari. Efnið er margvíslegt og má segja að þar ægi saman skop- og ádeilu- ljóðum, hótfyndnum heimspekilegum athugasemdum og jafnvel sakn- aðarljóðum.“ Hann hefur gefið út aðrar tólf bæk- ur og kver með þýddum ljóðum. Fyrr á árinu vann hann til verðlauna í smá- sagnasamkeppni Menors og tímarits- ins Heima er best. Útgefandi er Brú/Forlag. Dreifingu annast JPV-útgáfa. Bókin er 103 bls., prentuð í Odda. Verð: 2.190 kr. Ljóð Kristinn – Gunn- ar – Jónas á tón- leikum í Salnum nefnist ný geislaplata með söng Kristins Sigmundssonar bassasöngvara og Gunnars Guðbjörnssonar ten- órsöngvara. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó. Platan hefur að geyma aríur og dúetta úr fimm sí- vinsælum óperum; Töfraflautunni, Ástardrykknum, Seldu brúðinni, Faust og Perluköfurunum. Platan var hljóð- rituð á tónleikum í Salnum, Tónlistar- húsi Kópavogs, í febrúar árið 2002 og má heyra gamansamar kynningar þeirra félaga á milli atriða. Allur ágóði af sölu plötunnar rennur í Menningarsjóð Barnaspítala Hrings- ins til minningar um barnalækninn og tónlistarunnandann Halldór Hansen. Platan er fyrsta geislaplata sem Sal- urinn gefur út, en um þessar mundir eru fimm ár síðan hann var vígður. Hljóðritun og hljóðvinnsla: Sveinn Kjartansson og Vigfús Ingvarsson hjá Stafræna hljóðupptökufélaginu. Myndbandavinnslan sá um fram- leiðslu og verslunin 12 tónar á Skóla- vörðustíg 15 sér um dreifingu. Óperusöngur ♦ ♦ ♦ HÖLL minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er „hrífandi“ að mati gagnrýnanda New York Times, í Los Angeles Times segir að sagan sé „minnisstæð“ og á vefritinu mostlyfiction.com sagði að náttúrulýsingar bókarinnar væru „snilldarlega hugsaðar“. Áður hafði Kirkus Re- views sagt að Höll minninganna væri „dýrgripur – hógvært meistaraverk“. Höll minninganna kom út hjá Vöku-Helgafelli árið 2001 og fjallar um Kristján Benediktsson, sem hvarf að heiman um dimma nótt frá fjöl- skyldu sinni og vinum, blómlegu fyrirtæki, og endaði sem einkaþjónn hjá bandaríska auðkýf- ingnum William Randolph Hearst eftir fyrri heimsstyrjöld. Umsögn sem birtist á dögunum í New York Times hófst á því að gagnrýnandinn sagði að Höll minninganna væri „hríf- andi á hljóðlegan hátt“. Í framhaldi af því reifaði hann efni bókarinnar og sagði síðan í lokin: „Eftirminnileg saga um harm og von.“ „Leikbrúðumeistari“ Gagnrýnandi Los Angeles Times segir í umsögn sinni að þar sem Ólafur Jóhann Ólafs- son sé annars vegar sé lesand- inn í höndum leikbrúðumeistara sem togi mis- kunnarlaust í strengi minninga, þrár og örlaga, jafnvel þegar orðin flæði rólega og af ástríðu fram úr pennanum. Niðurstaða hans er sú að Höll minninganna sé „minnisstæð“ skáldsaga. Í vefritinu mostlyfiction.com segir að lesand- inn fái umsvifalaust áhuga á fortíð Kristjáns, að- alpersónu bókarinnar, og ástæðum þess að hann yfirgaf Ísland. Gagnrýnandinn fjallar nokkuð um hliðstæðurnar í sögu Kristjáns og William Randolph Hearst. Samband Kristjáns við Klöru sé ekki ólíkt löngu sambandi hins kvænta Hearst og leikkonunnar Marion Davies, og hin fjárhags- lega spilaborg sem Hearst leiðir hjá sér speglar brothættan rekstur Kristjáns á Íslandi, það sé aðeins stigsmunur á afleiðingunum. Báðir vona þeir að þeim auðnist að skapa sér nýja veröld í San Simeon. „Saga Kristjáns Benediktssonar er hrífandi, náttúrulýsingarnar snilldarlega hugs- aðar og tengslin við sögu William Randolph Hearst eru bæði áhrifarík og eiga vel við fram- vindu sögunnar.“ Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson fær góða dóma í Bandaríkjunum „Hrífandi á hljóðlegan hátt“ Ólafur Jóhann Ólafsson Leikfélagið Fimbulveturfrumsýnir í kvöld kl. 20Ójólaleikrit eftir amerískaleikskáldið Jeff Goode í menningar- og kaffihúsinu Að- alstræti 10, einnig þekkt sem Hús Silla og Valda. „Segja má að gert sé góðlátlegt grín að jólaguðspjallinu í þessu leikriti, enda byggist verkið að stórum hluta á þeim misskilningi og þeirri ringulreið sem ríkti í Betle- hem á jólanótt,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann leikkona og þýðandi verksins. „Í raun segir leikritið sögu fjórða vitringsins sem komst ekki í Biblíuna af því að hann varð viðskila við félaga sína,“ segir Brynja Valdís Gísladóttir leikkona dularfull á svip enda má að hennar sögn ekki gefa of mikið upp um inni- hald leikritsins. „Það er hins vegar óhætt að segja að við höfum það að markmiði að skemmta áhorfendum,“ segir Brynja. „Höfundur verksins vílar ekkert fyrir sér og er fátt heilagt,“ segir Þórdís. „Að sumu leyti má segja að það sé nokkurs konar Monthy Python-stíll hjá okkur í þessari sýningu. Við reynum líka að hafa gaman af þessu og taka okkur ekki of alvarlega. Markmiðið með þessari sýningu er einfaldlega að fólk skemmti sér og hlæi svolítið,“ segir Brynja. Ójólaleikrit er fyrsta uppfærsla leikfélagsins Fimbulveturs, en leik- hópurinn samanstendur auk Brynju og Þórdísar af þeim Guðmundi Inga Þorvaldssyni, Gísla Pétri Hinriks- syni og Friðriki Friðrikssyni. „Fimbulvetur er eiginlega hug- arfóstur okkar Guðmundar Inga. Hann er búinn að vera í leik- húsbransanum í ein sex ár og var farið að lengja eftir því að gera eitt- hvað frá eigin brjósti í stað þess að leika í sýningum annarra. Ég er aft- ur á móti nýútskrifuð leikkona frá University of Georgia og þarf því eins og fleiri leikarar, sem lært hafa erlendis, að skapa mér mín eigin tækifæri. Við fengum síðan val- inkunna leikara til liðs við okkur,“ segir Þórdís. Langar að brjóta upp hið hefðbundna leikhúsform Spurðar hvað framundan sé hjá hópnum svarar Þórdís því til að í augnablikinu séu þau að sanka að sér efni. „Okkur langar sérstaklega til að gera íslensku efni hátt undir höfði og hvetjum alla þá sem munda pennann að koma efni til okkar. Við munum taka öllum góðum hug- myndum opnum örmum. Ætlun okk- ar er að einbeita okkur fyrst og fremst að stuttum þáttum, þ.e. ein- þáttungum, enda er Ójólaleikrit ekki nema rétt rúmur hálftími að lengd,“ segir Þórdís. „Við höfum hugsað okkur að sýna einþáttunga, sem geta verið allt frá 5 mínútum að lengd upp í klukkutíma,“ bætir Brynja við. „Einþáttungurinn er leikhúsform sem hefur ekki verið nýtt sérlega mikið í stærri leikhúsum landsins. Með því að einblína á svona styttri verk má segja að við séum að marka okkar sérstöðu innan leikhúsflór- unnar,“ segir Þórdís og bendir á að hugmyndin sé að frumsýna tvö ný verk í hverjum mánuði. „Auk þess langar okkur líka að brjóta upp hið ríkjandi leikhúsform. Að sumu leyti er íslenskt leikhús oft afar hátíðlegt og þungt fyrirbæri sem krefst þess að maður fari í sparifötin og úði á sig ilmvatni. Við viljum þannig bjóða upp á léttara form þar sem fólk get- ur komið án þess að dressa sig sér- staklega upp til að horfa á styttri leiksýningu í afslöppuðu umhverfi,“ segir Brynja. Dramatíkin í nafninu höfðaði til okkar Að sögn Þórdísar hefur leikhóp- urinn nokkur konsept til hliðsjónar í starfi sínu. „Eitt af því er það sem nefnist „Black box theatre“ sem er vel þekkt fyrirbæri í listalífinu á al- þjóðavísu sem hefur, að mér vitandi, ekki verið starfrækt á Íslandi áður. Eins og nafnið gefur til kynna er það einfalt svart rými þar sem umgjörð og prjál í kringum sýninguna er í lágmarki, þ.e.a.s. leikmynd, bún- ingar, ljós og annað slíkt er allt aukaatriði. En inntak verksins og leikarinn sjálfur fá hins vegar frem- ur að njóta sín,“ segir Þórdís. „Reyndar er þessi jólasýning okkar aðeins öðruvísi í sniðum, því þótt við höfum enga leikmynd erum við vissulega með búninga og gervi sem við fengum að láni frá Þjóðleikhús- inu,“ segir Brynja. „En umgjörð sýninganna mun verða með ýmsu móti í framtíðinni,“ bætir Þórdís við. Spurðar um nafngift hópsins svar- ar Þórdís að það sé komið frá Guð- mundi Inga. „Hann var búinn að ganga með þetta nafn í maganum í lengri tíma. Fimbulvetur vísar til náttúrulegs fyrirbæris sem á sér stað þegar þrettán tungl eru á lofti á einu ári, en á venjulegu ári eru að- eins tólf tungl á lofti. Þetta fyrirbæri er afar óreglulegt og gerist á 50–200 ára fresti. En sagt er að þegar þetta fyrirbæri á sér stað þá verði oft mjög dramatískir atburðir t.d. í nátt- úrunni. Þessi dramatík kitlaði okk- ur, enda snýst leikhúsið jú allt um dramatíkina. Okkur fannst drama- tíkin í nafninu því eiga vel við það sem við ætlum okkur að gera í fram- tíðinni,“ segir Þórdís. Listrænn ráðunautur Ójóla- leikrits er Egill Heiðar Anton Páls- son, en leikstjórn var í höndum hópsins. Næstu sýningar á Ójóla- leikriti verða föstudaginn 12. desem- ber kl. 20 og aftur kl. 21. Sýnt verður allan desembermánuð fram á þrett- ándann. Allar nánari upplýsingar um sýningardaga og tíma má síðan nálgast á vefsíðunni finna.is. Segja má að gert sé góðlátlegt grín að jólaguðspjallinu Morgunblaðið/KristinnÞórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann og Brynja Valdís Gísladóttir í hlutverkum sínum í Ójólaleikriti. silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.