Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 31 r á menntakerfið og á við- gs til náms. Það er einnig thyglin er farin að beinast aði samfélagsins í heild, at- einstaklinganna sem hlýst a upp námsframboð, sem il boða alla ævi. óst að aukin krafa um sí- í sér stóraukna fjárfestingu órnvöld þurfa að reikna ja mun meiri fjármunum til Það á einnig við um atvinnu- lingana. Þessi þróun er mræðan um umfang verk- s vegar skammt á veg kom- heiminum. Kom þetta m.a. ráðstefnu OECD um sí- st er að það verður eitt gsefni okkar Íslendinga á ð takast á við það verkefni n og endurmenntun er. Það máli hvernig það verður m að mörgu leyti vel að vígi. ekist að koma lífeyrissjóðs- vænlegan farveg. Miklir óðir hafa orðið til sem okkar til framtíðar. Þjóðin á góðs af því, þar sem lífeyr- á hinn bóginn og verða vax- kur nágrannaþjóða okkar svo komið að staða lífeyr- al þess sem farið er að taka efnahagslegur styrkleiki n, og er þá vitnað til nýlegra usambandsins er lúta að gar farin að byggja upp narsjóði. Sú ráðdeild vísar rður kostnaðarsamt að m, sem stendur til boða alla hins vegar flestum ljóst að og nauðsynlegt svar við mans. meiri menntun og þekkingu ar að, frá einstaklingum, frá þjóðfélaginu í heild. Hraður ustu ára hér á landi byggist á aukinni menntun og vax- nda í framleiðslu- og þjón- Heimsvæðing viðskipta og í tækni krefjast aukins og aðlögunarhæfni starfs- sveigjanleika öðlast menn urmenntun. Því viðhorfi vex fylgi að í menntun séu fólg- verð lífsgæði fyrir hvern og vísbendingar eru um að ki undirstöður lýðræðis, efli ki félagslega samheldni. róun í heild, sem beinir at- da, atvinnulífs og háskóla- því hvernig eigi að standa xandi kröfum sem gerðar kerfisins. sting öfur samfara aukinni fjárfest- kerfinu mun fylgja krafa um g markvissari vinnubrögð á gum. Samkeppnishæfni f því hve vel við förum með enskt stúdentspróf er gott ytingunni er ekki ætlað að omið fram jákvætt viðhorf styttingar námstíma til Það er einnig ljóst að at- kólasamfélag líta málið já- m. Hvorugt ber vott um ga úr gildi stúdentsprófsins. er það vott um aukinn skiln- nntunar og mikilvægi þess markvissa menntakosti, g unnt er með tíma og fé, og durshópum upp á fjöl- - og símenntunarkosti. ðstæður þarf að leiða mjög sterk rök að því að Íslendingar eigi að verja mun meiri tíma til undirbúnings stúdentsprófs en nágrannaþjóðir okkar. Þau rök hafa ekki komið fram. 3. Framhaldsskólinn fremur en grunnskólinn Hvort sem litið er til grunnskóla eða fram- haldsskóla verjum við meiri tíma til að undirbúa nemendur undir stúdentspróf en nágrannaþjóðir okkar. Við höfum ekki vís- bendingar um að við náum betri árangri. Ekki þótti ráðlegt að stytta námstíma í grunnskólanum. Lágu til þess ýmsar ástæður. Grunnskólanum hér á landi hef- ur verið gert að axla aukna ábyrgð á upp- eldi barna. Þessi breyting, sem tengist þróun fjölskyldu- og atvinnumála, hefur valdið auknu álagi í grunnskólanum. Þótt skólinn eigi að ýmsu leyti erfitt með að ganga meira en áður var inn á svið for- eldra í starfi sínu, hefur hann axlað þessa ábyrgð eftir bestu getu. Líklegt er að stytting námstíma til stúdentsprófs í framhaldsskólanum leiði til breytinga á áherslum í grunnskólanum. Þá þarf grunnskólinn einnig að bregðast við því viðhorfi sem komið hefur fram af hálfu foreldra að æskilegt sé að námstími sé betur nýttur í grunnskólanum en nú er. Það er hins vegar ljóst að allar frekari kröfur til grunnskólans ber að skoða í ljósi þess aukna hlutverks, sem hann hefur verið að axla. Þegar rætt er um að stytta nám til stúdentsprófs er því ekki skyn- samlegt að stytta skyldunámið. Það hefur lengi verið baráttumál fjöl- skyldna, sem þurfa að senda börn sín að heiman til náms, að gefa þeim kost á að dvelja eins lengi og unnt er í heimahúsum. Hefur þetta baráttumál verið einarðlega stutt af sveitarstjórnum. Af þessu hefur leitt að við göngum lengra en flestar aðrar þjóðir í þeirri viðleitni að bjóða upp á framhaldsnám í fámennum byggð- arlögum. Það gengi þvert á þessa stefnu ef nemendur færu ári yngri til náms í fram- haldsskóla. 4. Umfang verkefnisins Þeim starfshópum, sem mennta- málaráðuneytið hefur sett á laggirnar til að móta tillögur um styttingu náms til stúdentsprófs, hefur miðað vel í starfi sínu og andinn verið góður. Nokkurs misskiln- ings hefur gætt um að þeim væri markað minna svigrúm til starfa en æskilegt væri. Skil milli skólastiga Þótt vinnuramminn miðist við að settar verði fram tillögur um 3ja ára nám til stúdentsprófs í framhaldsskólanum, er að sjálfsögðu eðlilegt að fjallað verði um inn- tak náms bæði í grunnskóla og framhalds- skóla. Svo miklar breytingar á framhalds- skólanum, sem hér er verið að ræða um, hafa áhrif bæði á grunnskóla- og há- skólastigið. Það er því fullkomlega eðlilegt að skoða hvaða áhrif breytingar á fram- haldsskólanum hafa á önnur skólastig og skoða sérstaklega skil milli skólastiga og þá þróun sem átt hefur sér stað und- anfarin ár varðandi þessi skil. Tengsl við starfsnám og gæðamál Margir hafa bent á að breytingar á náms- tíma til stúdentsprófs leiði til þess að end- urskoða þurfi starfsnám sérstaklega. Ekkert er því til fyrirstöðu að tengsl stúd- entsnáms og starfsnáms verði til sér- stakrar skoðunar við þessa tillögugerð. Þá er talið að gæta þurfi sérstaklega að því að draga ekki úr gæðum náms við styttingu námstímans. Þetta er mjög mik- ilvægt, enda stendur ekki til að draga úr gæðum námsins. Það ber hins vegar að gjalda nokkurn varhug við þeirri hugsun að beint samband sé milli gæða náms og námstíma. Öll þau atriði sem hér að framan er get- ið eru til umfjöllunar í starfshópunum sem að störfum eru, en eðli máls samkvæmt eru þessi atriði ekki síst kjarni starfsins sem fram fer í starfshópi um námskrár- og gæðamál. Stytting námstíma til stúdentsprófs varðar hagsmuni margra. Vonandi hafa skrif mín hér að ofan skýrt stöðu verkefn- isins og þann farveg sem það er í. Ég treysti á málefnalega umræðu svo líkur aukist á því að góð lausn finnist. a ptir miklu máli að lningur ríki á því ð er statt. Það er nlegt á þessu stigi ð efna til kross- gn þeim umræðu- li sem lagður hef- ram. ‘ Höfundur er menntamálaráðherra. Kostnaður við stofnfram-kvæmdir vega verða um 7,3milljarðar á næsta ári en ekkitæplega 8,8 milljarðar eins og gert var ráð fyrir í vegaáætlun. Að meg- inhluta til er verið að seinka fram- kvæmdum innan ársins, m.a. vegna þess að undirbúningi vegna þeirra er ekki lokið. Stofnkostnaður vegna vegagerðar á næsta ári verður lækkaður um samtals 1.551 milljón. „Við náum fram þessari lækkun með því að hægja á framkvæmd- um og við færum niður fjárveitingar þar sem er alveg augljóst að þær muni ekki nýtast vegna þess að undirbúningi er ekki lokið,“ sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í samtali við Morg- unblaðið. Framkvæmdir við Gjábakkaveg eru ekki hafnar þar sem hönnun vegarins er ekki lokið og framkvæmdin á eftir að fara í umhverfismat. Fjárframlag til veg- arins er lækkað um 50 milljónir. Sturla sagði að ef allt væri með felldu ætti að vera hægt að hefja framkvæmdir við veginn á næsta ári. Sama á við um Suðurstrandarveg. Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum er hjá Skipulagsstofnun til úrskurðar og verður fjárveiting lækkuð um 250 millj- ónir. Sturla sagði stefnt að því að bjóða út fyrsta áfanga verksins um mitt næsta ár. Framkvæmdir við færslu Hringbrautar að hefjast Sturla sagði að sama ætti við um breikkun Reykjanesbrautar milli Fífu- hvammsvegar og Kaplakrika. Fjárveit- ing yrði lækkuð um 100 milljónir, en þar verða til umráða um 700 milljónir. Sturla sagði að undirbúningur verksins hefði tekið mun lengri tíma en gert var ráð fyrir en kvaðst vonast eftir að hægt yrði að bjóða það út fljótlega eftir áramót. Sturla sagði að stefnt væri að fram- kvæmdir við færslu Hringbrautar færu af stað fljótlega á næsta ári, en til verks- ins færu um 600 milljónir. Upphafleg fjárveiting yrði hins vegar lækkuð um 100 milljónir. Sturla sagði að gert væri ráð fyrir að fresta framkvæmdum við gatnamót Suð- urlandsvegar og Vesturlandsvegar en til þeirra áttu að fara 200 milljónir á næsta ári. Verið væri að bjóða út verkhönnun og sýnilegt að það verkið yrði ekki tilbú- ið til útboðs fyrr en eftir mitt næsta ár. Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum breikkunar Vesturlandsvegar frá Víkur- vegi að Skarhólabraut í Mosfellsbæ er til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun og Sturla sagði ósennilegt að verkið yrði tilbúið til útboðs fyrr en um mitt næsta ár. Fjárveiting til verksins yrði lækkuð um 21 milljón, en fjárveiting til þess á næsta ári er 420 milljónir. Af öðrum framkvæmdum má nefna að fjárveiting í hringveginn frá Borgar- fjarðarbraut að Hrauná er lækkuð um 40 milljónir en ekki er gert ráð fyrir að það tefji undirbúning að framkvæmdinni. 150 milljóna fjárveitingu til Vestfjarða- vegar milli Bjarkarlundar og Flókalund- ar verður frestað. Sturla sagði að þar væri um mjög flókið umhverfismál að ræða og menn þyrftu að gefa sér betri tíma til undirbúnings og ekki síst að skoða vel þær leiðir sem kæmu til greina. Búið er að kæra mat á umhverfisáhrif- um hringvegar um Norðurárdal í Skaga- firði til umhverfisráðherra og sýnt að framkvæmdir tefjast. Sturla sagði gert ráð fyrir að bjóða fyrsta áfanga verksins út á næsta ári. Jarðgöng um Almannaskarð boðin út Þá verða teknar 10 milljónir af inn- sveitarvegi við Akranes og 10 milljónir af Drangsnesvegi. Teknar yrðu 30 milljónir af fjárveitingu til Vatnsdalsvegar. Sturla sagði að þessar framkvæmdir yrðu eftir sem áður settar í útboð. Teknar verða 100 milljónir af fjárveitingu til hringveg- ar frá Biskupshálsi að Skjöldólfsstöðum. Þrátt fyrir það yrði hægt að standa að fullu við skuldbindingar við verktaka. 100 milljóna fjáveitingu til nýrrar Öx- arfjarðarheiðarleiðar yrði frestað. Þar er unnið að gerð skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum og sýnilegt að verkhönn- un verður ekki lokið fyrr en seint á næsta ári. 70 milljóna króna fjárveitingu til Norðfjarðarvegar verður frestað. Gert er ráð fyrir að unnið við svokallaðan Hólmatunguveg á næsta ári, en fjárveit- ing verður lækkuð um 30 milljónir. Þá er fjárveiting til jarðganga lækkuð um 150 milljónir króna. Sturla sagði að eftir sem áður yrði hægt að standa við allar skuldbindingar við verktaka. Gert væri ráð fyrir því að framkvæmdir við jarðgöng undir Almannaskarð færu af stað á næsta ári, en Vegagerðin auglýsti útboð á göngunum í vikunni. Þá er gert ráð fyrir að framkvæmdum við breikkun brúar yfir Brúará hjá Spóa- stöðum nærri Skálholti verði frestað. Auk 1,5 milljarða lækkunar á fé til stofnframkvæmda verða ýmsir þjón- ustuliðir Vegagerðarinnar lækkaðir um 216 milljónir, m.a. til þess að mæta aukn- um útgjöldum vegna fjölgunar ferða Herjólfs. Sturla sagði að þar væri um að ræða rannsóknir og viðhald. Kostnaður við vetrarþjónustu væri minni í ár en áætlað var og því væri hægt að lækka þessa upphæð. Framkvæmdum flýtt fyrr á árinu Ríkisstjórnin samþykkti 11. febrúar sl. að leggja fram 4,6 milljarða til við- bótar í vegagerð. Ákvörðun var tekin til að „bregðast við auknu atvinnuleysi og slaka í efnahagslífinu“. Miðað var við að fjármagnið yrði notað til framkvæmda á næstu 18 mánuðum. Af þessum 4,6 millj- örðum átti að framkvæma fyrir 3 millj- arða á þessu ári og 1,6 milljarða á næsta ári. Þó að Vegagerðin hafi strax farið af stað með undirbúning að þeim fram- kvæmdum sem ákveðnar voru er sjálf vegagerðin við þær allar ekki hafin. Þetta á við um Gjábakkaveg, breikkun Fífuhvammsvegar, breikkun Víkurveg- ar, færslu Hringbrautar, Suðurstrand- arveg, Vestfjarðaveg (Bjarkarlundur- Flókalundur) og jarðgöng undir Al- mannaskarð. Samkvæmt sérstakri ákvörðun ríkisstjórnarinnar í febrúar sl. var ákveðið að flýta þessum fram- kvæmdum. Vegna þess að undirbúnings- vinnan er skemur á veg komin en vonast var eftir hefur nú verið ákveðið að lækka að hluta til fé til þessara framkvæmda. Ekki er gert ráð fyrir að neitt verði dregið úr framkvæmdum við Reykjanes- braut enda er búið að semja við verk- taka. Þrýst hefur hins vegar verið á um að ljúka tvöföldun allrar Reykjanes- brautar fyrr en vegaáætlun gerir ráð fyrir, en engin ákvörðun hefur verið tek- in í þeim efnum. Um 7,3 milljarðar fara til stofnframkvæmda í vegamálum á næsta ári sem er 1,5 milljörðum minna en í vegaáætlun Undirbúningi fram- kvæmda ekki lokið Hægt verður á fram- kvæmdum í vegagerð á næsta ári frá því sem áætl- að var í vegaáætlun. Und- irbúningi við nokkur verk- efni sem unnið hefur verið að í ár er ekki lokið og því hefðu framkvæmdir hvort sem er ekki hafist á þeim tíma sem stefnt var að. Morgunblaðið/Jim Smart Áætlað er að um 7,3 milljarðar fari til stofnframkvæmda í vegamálum á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.