Morgunblaðið - 10.12.2003, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.12.2003, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sturla Berg Sig-urðsson fæddist á Bergsstöðum á Pat- reksfirði 16. maí 1946. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítala við Hringbraut 2. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Bergljót Sturludóttir og Sigurður G. Jó- hannsson, sem bæði eru látin. Systkini hans eru: Elfar Berg Sigurðsson, Sigurrós Berg Sigurðardóttir, Kristín Hólm Berg Martino, Lilja Ruth Berg Sigurðardóttir, Hera Garðarsdóttir, Jóhann Berg Sig- urðsson, Hafdís Berg Sigurðardóttir og Sigurbjörn Berg Sigurðsson. Sturla kvæntist 1987 Dagnýju Gloríu Sigurðsson, synir hennar og fóstursyn- ir Sturlu eru Rodney Berg Resgonia og Reynir (Jorey ) Þór Resgonia. Synir Sturlu og Gloríu eru Sigurður Jósef Berg Sturluson og Krist- ófer Berg Sturluson. Útför Sturlu verð- ur gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Sturla. Þú varst svo harður af þér og kjarkmikill í gegnum veikindi þín og svo ákveðinn að lifa lífinu fram á það síðasta. Ó, hvað ég dáðist að kjarkinum þínum, eins og þú varst mikið veik- ur. Þú varst byrjaður að skreyta fyr- ir jólin, svo þjakaður sem þú varst, svo þú gætir skreytt í smáskömmt- um, því þú sagðist geta svo lítið gert í einu, en vildir hafa allt tilbúið og njóta ljósanna og jólaskreytinganna, en jólin voru þinn uppáhaldstími á árinu og þú varst alveg ákveðinn að njóta þessara tíma með fjölskyldu þinni í ljóma jólahátíðar og ljósa. Í sorginni ákváðu Sigurður Jósef og Kristófer að skreyta jólatréð strax og halda áfram undirbúningi jólanna, eins og þú hefðir viljað hafa þau. Ég byrjaði að skrifa niður minn- ingar um þig og það sem er mér í fersku minni meðan ég beið á flug- vellinum í Orlando eftir að komast í flugvél heim til Íslands til að geta setið hjá þér og kvatt þig, þar sem mér hafði verið tjáð að baráttu þinni við sjúkdóminn væri að ljúka. Ég var svo hrædd um að þú kveddir þennan heim áður en ég kæmist heim til að kveðja þig og þakka þér fyrir tíma okkar saman á þessari jörðu. Eftir á að hyggja var það kannski eigingjarnt af mér, því þú varst orðinn svo veikur og kvalinn í lokin. En þú beiðst eftir mér elsku Stulli minn og ég gat kvatt þig. Stulli bróðir var mikil félagsvera, í bernsku var hann sagður mikill fjör- kálfur og þurfti alltaf eitthvað að vera að aðhafast. Sturla var tvegga ára þegar við fluttum frá Patreks- firði til Reykjavíkur. Við skildum þó ekki alveg við Vestfirðina að fullu því snemma fórum við öll systkinin að fara í sveit í sumardvöl á Barða- ströndina. Sturla var á Tungumúla hjá hjónunum Böðvari og Björgu, en þau eru nú bæði látin. Hann átti margar góðar endurminningar frá dvöl sinni á Tungumúla sem hann varðveitti allt sitt líf og hann unni Barðaströndinni. Hann sagði drengjunum og Gloríu eiginkonu sinni frá þessum bernsku- stað sínum og oft talaði hann um að fara vestur með þau og sýna þeim sveitina sína. Þegar veikindi hans komu upp í vor var strax ákveðið að drífa sig á ströndina og sýna fjöl- skyldunni þennan draumastað, þessa fallegu sveit. Barðaströndin heilsaði okkur með bestu veðurblíðu sem hægt var að óska sér og sveitin skartaði sínu feg- ursta. Við heimsóttum Kiddý og Bjarna á Haga en þar eyddi ég nokkrum sumrum hjá Hákoni og Björgu, for- eldrum Bjarna, og þau tóku svo inni- lega á móti okkur öllum, fjölskyldu Sturlu, mér, Ossý systur, Ingimar manni hennar og Elfari og Guðfinnu konu hans. Þar sem Tungumúli er nú nýttur af Hagafólkinu bauð Bjarni okkur að opna bæinn svo að Sturla gæti sýnt drengjunum og Gloríu þennan bernskustað sinn, kvistherbergið sem hann svaf í, þrönga stigann upp á loftið og hvar var leikið með skelj- ar, leggi og kjamma. Hann var svo glaður að geta sýnt þeim þetta allt. Farið var til Patreksfjarðar og urðum við þeirrar hlýju aðnjótandi að Inga Sigurjónsdóttir frænka okk- ar bauð okkur afnot af húsi foreldra sinna, sem bæði eru látin, sem við notuðum sem bækistöð og fórum svo til Bíldudals og Tálknafjarðar. Þetta var yndisleg ferð fyrir okk- ur systkinin sem lánaðist að fara með honum og margar minningar voru rifjaðar upp. Stoppað var þar sem mikil kría var og Sturla fór með strákana sína inn í kríuhópinn og sýndi þeim þeim hvernig þeir ættu að veifa húfunni yfir höfðinu svo krí- urnar gogguðu ekki í kollinn. Í þessari ferð rifjaðist upp fyrir mér eitt sumarið sem ég var á Haga, mig minnir að það hafi verið 1953 en þá var mikill sólmyrkvi. Sturla hafði fengið leyfi til að koma í heimsókn til mín á Haga ef ég labbaði á móti honum, en við áttum að hittast á miðri leið. Skömmu eftir að við lögð- um af stað skall sólmyrkvinn á, sem var móbrún birta og það rétt sást fram fyrir fæturna, og erfitt að átta sig á því hvar ég var stödd á veg- inum og ég gekk og hljóp til skiptis og var mikið hrædd og ímyndaði mér álfa og huldufók á bak við hvern stein og þúfu. Ég gleymi því aldrei hvað ég var glöð þegar ég sá Sturlu birtast úr móbrúnu myrkrinu en hann var álíka glaður að sjá mig því hann var líka hræddur við álfa og huldufólk. Árið 1966 fór ég til Bandaríkjanna í fyrsta skipti að hitta tengdafor- eldra mína og sýna þeim elsta son okkar, Tony jr., Tony þriðja. Sturla kom með og féll alveg inn í fjölskyld- una um leið og ég. Við vorum þarna yfir jólin, en þar sem tengdaforeldr- ar mínir héldu ekki upp á aðfanga- dagskvöld ákváðum við Stulli og Tony að nýta jólasnjóinn sem kyngdi niður og fórum í aðfanga- dagskvöldgöngu og sungum jóla- söngva hástöfum í göngunni og skemmtum okkur konunglega. Sturla bjó hjá okkur þann vetur í Ytri-Njarðvík og stundaði sjóinn frá Keflavík. Sturla stundaði sjó- mennsku í mörg ár frá Vestfjörðum, Suðurnesjum og Færeyjum. Hann var mjög eftirsóttur starfskraftur, enda var hann hörkuduglegur. Sturla og Gloría giftust 28. nóv- ember 1987, Gloría átti tvo syni fyr- ir, þá Rodney og Jorey, sem voru Sturla sem bestu synir og vinir. Síð- an eignuðust þau Sigurð Jósef sem er nú 12 ára og Kristófer sem er 8 ára, þeir hafa verið sólargeislar í lífi hans og sárt fyrir hann að kveðja þá svona unga. Sturla naut þess svo innilega að hafa stóra fjölskyldu í krigum sig og nú voru eldri drengirnir komnir með eiginkonur og börn og því oft mann- margt í Torfufellinu hjá honum og Gloríu. Sturla hafði átt þann draum lengi að koma með fjölskylduna sína til mín í heimsókn til Flórída. Hinn 21. október síðastliðinn varð sá draum- ur að veruleika. Þótt Sturla hafi ver- ið orðinn mikið veikur, þjakaður og orkulítill beit hann á jaxlinn og ákvað að njóta þessarar ferðar út í ystu æsar. Farið var í Disney- og SeaWorld og leigður rafmagnshjóla- stóll fyrir Sturlu, svo hann þyrfti ekki að eyða orku í að labba, hann naut þess vel að keyra um í stólnum. Synir mínir fengu sér frí í vinnunni til að koma með og höfðu gaman af því að fara með drengina í þau tæki sem við þau eldri þorðum ekki að fara í. Gloría villtist þó óvart í rússíbanaröðina og komst ekki út svo hún lét sig bara hafa það og fór ferðina og var mjög ánægð með sig eftir á, en sagðist ekki vilja fara aft- ur. Þau nutu þess líka að sitja í garð- inum hjá mér í rólegheitum og dáð- ust að gróðrinum. Hvern morgun þegar ég kom mér á fætur voru þau komin út og Gloria farin að snyrta til í blómabeðunum fyrir mig. Við fjölskyldan nutum þess svo að hafa þau hjá okkur og hefðum viljað hafa þau lengur, en Sturla átti tíma í krabbameinsmeðferð 6. nóvember svo þau þurftu að fara heim til Ís- lands. Ég fór með þeim heim og stoppaði í tæpa viku og mér datt ekki í hug að ég myndi koma aftur eftir svona skamman tíma til að kveðja elsku bróður minn. Hinn 27. nóvember var Sturla lagður inn á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut og átti ekki afturkvæmt. Hann hafði syni sína ungu, sem héldu í höndina á pabba sínum alveg fram á það síð- asta, Gloríu og fjölskyldu ásamt vin- unum Inga og Sigga sér við hlið. Elsku Sturla minn, þín verður sárt saknað. Ég veit að tekið hefur verið mjög vel á móti þér á þínu nýja til- verustigi. Ég bið góðan Guð að geyma þig og blessa, styrkja Gloríu og drengina þína og allan systkina- hópinn okkar, vini og vandamenn. Þín systir Kristín (Didda). Mig langar að kveðja hann Sturlu bróðir minn, sem lést á krabba- meinsdeild Landspítalans við Hring- braut 2. des. með örfáum orðum. Það er mikið áfall þegar fyrsta skarðið er höggvið í stóran systk- inahóp. Maður hélt í vonina fram á síðustu stund, því alltaf varst þú svo jákvæður og brattur þegar talað var við þig, þú ætlaðir sko að sigrast á þessu hvað sem hver segði. Í gamla daga áttir þú alltaf athvarf hjá okk- ur Ingimar þegar eitthvað á bjátaði og dvaldir öðru hvoru hjá okkur í nokkur ár og er það mér minni- stæðast þegar þú tókst að þér að mála húsið okkar á Grundarstígn- um, við leyfðum þér að ráða litnum á því og sá litur var hvítt, grátt og svart og var sá litur á húsinu meðan við áttum það. En mesta gæfuspor þitt var að giftast henni Gloríu þinni fyrir rúm- un 16 árum og eignast þessa gull- fallegu og velgerðu drengi þína, Sig- urð Jósef og Kristófer og voru þeir augasteinarnir þínir og sakna þín sárt núna, þar að auki fékkstu tvo fóstursyni þá Jorey og Rodney. Það var yndislegt ferðalag sem við fórum systkinin í sumar vestur á Barðaströnd, Patró og Tálknafjörð með þér og þinni fjölskyldu, þar sem þig langaði svo að sýna henni æsku- stöðvarnar og sveitina þína. Eins var það yndislegt að þér skyldi auðnast að heimsækja Diddu systur og fjölskyldu til Flórída eins og þig var búið að dreyma um og að fjöl- skyldan skyldi njóta þess, strákarnir þínir eiga þær minningar um ókomna tíð. Eitt lag minnir mig alltaf á þig sem þú söngst ætíð fyrir okkur, en það voru Hvítir mávar, en það var lagið ykkar Ingimars, því þið voruð hvítir mávar. Elsku bróðir, þú varst alltaf litli bróðir minn og fannst mér alltaf ég vera miklu eldri og þroskaðri þó að árin væru bara þrjú. Ég vil þakka vinum þínum, Inga og Sigga, fyrir alla aðstoð við þig í veikindum þínum. Einnig færi ég öllu starfsfólki á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut, innilegar þakkir fyrir frábæra þjónustu. Guð blessi ykkur öll. Elsku Gloría, Siggi Jósef, Kristó- fer, Jorey og Rodney, megi Guð styðja ykkur og hugga. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín systir Sigurrós Berg. Elsku bróðir. Í gegnum árin höfum við ekki átt margar samverustundir, en mér er ógleymanleg ferðin okkar sl. sumar á okkar bernskuslóðir og mun hún alltaf vera mér í fersku minni. Lífs- hlaup þitt var ekki alltaf dans á rós- um, ýmis lens eða á móti eins og þú þekkir sem sjómaður lengst af ævi þinnar. Mesta hamingja þín var þeg- ar þú fékkst Gloríu og þið eignuðust tvo yndislega drengi. Einnig fórstu í tvö ferðalög sem voru á óskalista hjá þér og erum við systkinin þakklát þeim sem stóðu að því að annað þeirra gæti orðið að veruleika. Elsku bróðir, nú ertu að fara í þriðju ferðina og þá lengstu á stutt- um tíma, við Guðfinna og fjölskylda mín óskum þér góðrar ferðar og sendum Gloríu og drengjunum okk- ar dýpstu samúð. Þinn bróðir Elfar. Hann Sturla er dáinn, þetta var frétt sem við fengum á leiðinni norð- ur á Sauðárkrók 2. desember, þá ný- komin frá því að kveðja hann í hinsta sinni, þar sem hann lá á Krabbameinsdeild Landspítalans, en samt kemur þessi frétt alltaf á óvart. Stulli mágur, eins og ég kallaði hann oft, greindist með mjög alvar- legan sjúkdóm núna í júní sl., þannig að allir vissu að hverju stefndi en við vorum vongóð þar sem hann bar sig alltaf eins og hetja og sagði að sér liði vel og þetta mundi lagast. Ég kynntist Sturlu fyrst í Hátröð- inni í Kópavoginum þegar við Ossý bjuggum þar einn vetur, ég var í Iðnskólanum í Reykjavík og hann í Gagnfræðaskóla Kópavogs, á kvöld- in reyndum við að læra saman en það endaði nú oft með fjörugum samræðum eða spilamennsku fram eftir nóttu. Veturinn eftir var Sturla hjá okk- ur í Sykkishólmi og gaf okkur sófa- borð í jólagjöf sem hann hafði smíð- að í skólanum veturinn áður og var mjög stoltur af, þetta sófaborð var mjög fallegt og var lengi í notkun bæði hjá okkur og eins hjá okkar börnum og fleirum úr fjölskyldunni. Eftir að við fluttum á Sauðárkrók kom Sturla oft í heimsókn til okkar til að hvíla sig eftir langa túra á sjó og víðar, en hann stundaði sjó- mennsku lengst af, bæði á togurum og fiskiskipum víða um land, þó að- allega á Vestfjörðum. Í þessum heimsóknum málaði hann húsið okk- ar á Grundarstígnum tvisvar, í seinna skiptið sagðist hann ekki mála húsið, nema að hann fengi að ráða litnum, sem hann og gerði, því hann var mjög ákveðinn og stóð fast á sínu. Það væri hægt að halda lengi áfram og tala um þig og hvað þú varst okkur, eins og þegar þú komst í sextugsafmælið mitt og fluttir mér frumsamið ljóð sem var alveg frá- bært. Fyrir um sextán árum kynntist Sturla eftirlifandi eiginkonu sinni Gloríu, ættaðri frá Filippseyjum og átti með henni tvo syni, þá Sigurð Jósef og Kristófer Berg, einnig ól hann upp tvo syni Gloríu, þá Jorey og Rodney. Sturla var mjög mikill fjölskyldu- maður, fannst gaman og gott að hitta einhvern úr fjölskyldunni og vera í nánum tengslum við ætt- ingjana. Það var ávallt mannmargt á heimili þeirra Gloríu af ættingjum hennar og vinum, ég spurði hann einhverju sinni hvernig hann kynni við að hafa allt þetta fólk heima hjá sér, þá sagði hann, ég kann svo vel við gamla sveitalífið þar sem fólk bjó þröngt í sátt og samlyndi hvert við annað, mér finnst það svo notalegt. Við Ossý vorum svo heppin að fara í ferðalag vestur á Barðaströnd og Patró í sumar með Sturlu, Gloríu og strákunum, ásamt systkinum hans, þetta var ógleymanleg ferð þar sem maður skynjaði væntum- þykju Sturlu til sinnar heimasveitar og að þetta væri síðasta ferðin sem hann færi vestur, hann ætlaði að sýna Gloríu og strákunum hvar hans rætur lægju. Ég bið góðan Guð að veita Gloríu, Sigga, Kristófer, Jorey, Rodney og fjölskyldum þeirra styrk á þessum erfiðu tímum, Guð blessi ykkur öll. Kæri mágur, mig langar að kveðja þig með erindi úr lagi sem þú söngst svo oft þegar þú komst í heimsókn til okkar, Hvítir mávar: Handan við hafdjúpin bláu, hugur minn dvelur hjá þér, ég vil að þú komir og kyssir kvíðann úr hjarta mér. Hvítu mávar, segið þið honum, að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann, hvítu mávar, segið þið honum, að hann sé það allt, sem ég í brjósti ann. Þótt þú færir burt, ég hugsa enn sem áður, um okkar liðnu tíð, er ég þig fann. Hvítu mávar, segið þið honum, að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann. (Björn B. Magnússon.) Minning um góðan dreng lifir. Farðu í Guðs friði. Ingimar. Þær eru margar góðar minning- arnar sem renna í gegnum hugann þegar ég sest niður til að rita nokkur kveðjuorð til þín, Stulli minn. Þau verða ekki söm föstudags- kvöldin, enginn Stulli til að velta vöngum yfir enska boltanum og draumaliðinu. Það sem við gátum eytt miklum tíma í pælingar um draumaliðið. Helst haldið áfram þar til að sími annars hvor okkar var orðinn batteríslaus. Ekki vorum við nú oft sammála í þessum föstudagssímtölum okkar. Annar okkar hélt með „rétta liðinu“ og hvorugur okkar var í vafa um hver það var. Síðastliðin sjö ár var Stulli í vinnu hjá mér og þeir eru ekki margir mennirnir sem eru jafn duglegir til vinnu eins og hann var. Þau voru ekki fá skiptin sem ég hugsaði með mér „hvernig fer karlinn eiginlega að þessu, hvar fær hann alla þessa orku?“ Ekki var heldur langt í hlát- urinn. Stulli var einhvern veginn alltaf í góðu skapi. Hann stóð eins og klettur við hlið mér, traustur starfs- maður og ekki síst góður vinur. Drengur var hann góður og alltaf var hann fyrstur til að bjóða fram hjálp sína ef einhver þurfti á að halda. Engan mann hef ég þekkt í gegnum tíðina sem gat státað af jafn miklu jafnlundargeði, það þurfti ansi mikið að ganga á áður en það þraut. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá honum Stulla mínum og í júní síðastliðnum greindist hann með krabbamein. Hann fór í gegnum veikindin af þvílíku æðruleysi að eft- ir var tekið og ekki heyrði ég hann vorkenna sér í eitt einasta skipti. Svona var Stulli. Kæri vinur, þín verður sárt sakn- að og ekki síst af drengjunum þínum tveim sem þú reyndist heimsins besti pabbi og af Gloríu sem þú varst kvæntur í sautján ár. Fyrir mér eru það mikil forrétt- indi að hafa kynnst þér. Elsku Gloría, Sigurður Jósep og Kristófer, ég og fjölskyldan mín sendum ykkur góðar hugsanir og megi góður Guð styðja ykkur og styrkja. Finnur. STURLA BERG SIGURÐSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.