Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 39 KIRKJUSTARF Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku langamma. Ég þakka þér fyrir árin sem við áttum saman. GUÐNÝ ÓLAFÍA EINARSDÓTTIR ✝ Guðný ÓlafíaEinarsdóttir fæddist í Klapparkoti í Miðneshreppi 20. október 1917. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Garð- vangi í Garði 29. nóv- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkur- kirkju 9. desember. Nú líður þér vel hjá afa og englunum hjá Guði. Þinn Viktor Smári Hafsteinsson. Elsku langamma okk- ar, með þessum orðum langar okkur til þess að kveðja þig. Hjartkæra amma, far í friði föðurlandið himneskt á Þúsundfaldra þakka njóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir alvaldshendi falin ver, Inn í landið unaðsbjarta englar drottins fylgi þér. Hvíl í friði. Þín Rúnar Ingi, Ólöf Edda og Eðvarð Már Eðvarðsbörn. Bústaðakirkja. Starf eldri borgara. Kl. 13–16.30. Handavinna, spilað, föndr- að. Óvæntur gestur.Þeir sem óska eftir að láta sækja sig fyrir samverustund- irnar láti kirkjuverði vita í síma 553 8500. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Jólasamvera aldraðra kl. 12.10. Helgistund, jólamatur, happ- drætti o.fl. Aðgangseyrir 1.500 kr. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga, léttur morg- unverður. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Samverustund fyrir 6 ára kl. 14.30. Samverustund fyrir 7–9 ára kl. 15.30. Samverustund fyrir 10– 12 ára kl. 17. Tólf sporin – andlegt ferðalag kl. 20. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöld- bænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 Kyrrðar- stund og bænagjörð með orgelleik og sálmasöng. Kl. 12.30 Súpa og brauð (kr. 300). Kl. 13–16 Opið hús eldri borgara. Söngur, tekið í spil, upplestur, föndur, spjall, kaffisopi o.fl. Allir eldri borgarar velkomnir. Þeir sem ekki kom- ast á eigin vegum geta hringt í kirkjuna og óskað eftir því að verða sóttir. Sím- inn er 520 1300. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadótt- ur. Nýjar mömmur velkomnar með börn- in sín. Gönguhópurinn Sólarmegin legg- ur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðvikudagsmorgna. Kirkjuprakkarar kl. 14.10, jólafundur. Starf fyrir 1.–4. bekk. Umsjón Aðalheiður Helgadóttir, hjónin Kristjana H. Þorgeirsdóttir Heið- dal og Geir Brynjólfsson auk sr. Bjarna. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Lýðheilsa fyrir alla. Þorgerður Ragnars- dóttir framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs fjallar um efnið. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14.30. Sögur, söngur, leikir og fönd- ur. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Upplestur og umræður kl. 17. Umsjón sr. Örn Bárður Jónsson. Fyrirbæna- messa kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í há- deginu kl. 12. Altarisganga. Léttur há- degisverður eftir stundina. Allir vel- komnir. Fríkirkjan í Reykjavík. Í hádegi er fólki boðið til bænastunda í kapellu safn- aðarins á annarri hæð í safnaðarheim- ilinu. Sérstök áhersla er lögð á bæn og íhugun, en einnig flutt tónlist og textar til íhugunar. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bænastund hefst. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há- deginu. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu að stundinni lokinni. Kl. 13– 16 opið hús í safnaðarheimilinu. Þor- valdur Halldórsson kemur í heimsókn fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar, starf fyr- ir 7–9 ára börn, kl. 16.30. TTT-starf fyr- ir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Fyrirbænir og altarisganga. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi á aldrinum 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT (10–12 ára) starf kl. 17. Tólf spora námskeið kl. 20. Lindakirkja í Kópavogi. Unglingadeild KFUM og K í Lindasókn í safnaðarheim- ilinu, Húsinu á sléttunni kl. 20. Allir krakkar í 9. og 10. bekk velkomnir. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyr- irbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. SELA eldri deild kl. 20–22. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalíns- kirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10– 12. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, íhugun, orgelleikur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 12.30 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að kyrrðar- stund lokinni. Opið hús fyrir eldri borg- ara í dag kl. 13. Verið velkomin í viku- legar samverur í safnaðarheimili kirkjunnar í spil, spjall, góðar kaffiveit- ingar og fleira. Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dag- ur kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldra- morgnar eru frá kl. 10–12. Þar koma saman foreldrar ungra barna á Álfta- nesi með börnin og njóta þess að hitt- ast og kynnast öðrum foreldrum sem eru að fást við það sama, uppeldi og umönnun ungra barna. Opið hús eldri borgara er síðan frá kl. 13–16. Dag- skráin verður fjölbreytt en umfram allt eru þetta notalegar samverustundir í hlýlegu umhverfi. Þorlákskirkja. Barna- og foreldra- morgnar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25 – súpa, salat og brauð á vægu verði – allir aldurshópar. Umsjón: Ólafur Oddur Jónsson (síðasta skipti fyrir jól). Myllubakkaskóli kemur til kirkju kl. 10.30 (1.–4. bekkur), Kl. 11 (5.–7. bekkur) og kl. 11.30 (8.– 10. bekkur). Æfing Barnakórs Keflavíkurkirkju kl. 16–17 og Kórs Keflavíkurkirkju frá 19– 22.30. Stjórnandi: Hákon Leifsson. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17.30 TTT yngri og eldri saman, 9–12 ára krakkar í kirkjunni, komnir í jóla- skap. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson, Esther Bergsdóttir og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús í annarri viku aðventu, hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K í félagsheimili KFUM&K. Est- her Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 20 Sorgin og jólin. Fyrirlestur og um- ræður um sorg og sorgarviðbrögð. Sr. Halldór Reynisson prestur og fræðslu- stjóri flytur erindi um sorgina og jóla- tímann. Hann leiðir svo fyrirspurnir og umræður. Allir eru velkomnir. Um er að ræða samstarfsverkefni Fé- lagsþjónustunnar, Heilbrigðisstofnunar og Landakirkju. Hugsanlega verður þetta kvöld upphafið á frekara sam- starfi á þessum vettvangi hér í Eyjum. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10–12. Jólaföndur með börnunum. Glerárkirkja. Hádegissamverur alla miðvikudaga kl. 12. Opin fræðslukvöld eru í kirkjunni á miðvikudagskvöldum kl. 19.30. Léttur kvöldverður, fræðsla, umræður og bænastund. Námskeiðið er ókeypis. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 20 Hjálparflokkur, allar konur velkomnar. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsing- ar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Samvera, lofgjörð, fræðsla og lestur orðsins. Nánari upplýsingar á: www.kefas.is. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. „Undirbúningur hátíðar“ Lúk. 7.24–35. Ræðumaður Kjartan Jónsson. Frásaga um William Carey í umsjón Þorgils H. Þorbergssonar. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf SAMVERA eldri borgara í Laug- arneskirkju er alltaf uppörvandi og skemmtileg. Nú er komið að jóla- fundinum okkar og þá eru allir eldri borgarar hverfisins hvattir til að mæta og njóta, fimmtudaginn 11. desember kl. 14. Samkvæmt venju fáum við höfund einnar jóla- bókarinnar til að koma, og að þessu sinni er það höfundur bókarinnar Frægð og firnindi, Gísli Pálsson, sem les úr verki sínu og greinir frá tilurð bókarinnar. Bók hans fjallar um Vilhjálm Stefánsson land- könnuð og verður áhugavert að heyra það sem Gísli hefur fram að færa. Þá mun flautukór frá Laugarnes- skóla leika listir sínar undir stjórn Sigríðar Ásu Sigurðardóttur, Torfi Jónsson, fyrrv. rannsóknarlög- reglumaður, mun flytja ljóð og Gunnar Gunnarsson leikur á píanó. Þjónustuhópur Laugarneskirkju annast viðurgjörning í samvinnu við kirkjuvörð, en Bjarni Karlsson sóknarprestur fer með Guðs orð og stýrir samkomunni. Helgihald í Stóra- Núpsprestakalli á jólum 2003 Á JÓLANÓTT verður guðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju og hefst hún kl. 23.30. Hátíðarguðsþjónusta verður í Ólafsvallakirkju á jóladag kl 11.00. Sunnudagskvöldið, milli jóla og nýárs, hinn 28. desember verður boðið til „stjörnuljósasunds“ í Nes- laug, kl. 20.30. Það fer þannig fram að synt er með stjörnuljós og hug- anum leitt að þvíhvað það nú er að vera ljós heimsins. Þetta verður skemmtileg og innihaldsrík stund – vatn og eldur, þú og stjörnuljósið. Þeir sem ekki fara ofan í fá einnig stjörnuljós. Frítt ofan í. Á gamlársdag 2003 verður aftan- söngur í Ólafsvallakirkju kl. 16.00. Á nýársdag 2004 verður guðs- þjónusta í Stóra-Núpskirkju kl. 14.00. Ég vil hvetja sóknarbörnin til að sinna helgihaldi á aðventu og um jólin (sem fyrr) hvort sem er með kirkjugöngu eða þá heima fyrir. Megi þið eiga gleðiríka jólahátíð og árið nýja verða okkur öllum bless- unarríkt og bjart. Fjárhagsaðstoð fyrir jólin EINS OG undanfarin ár mun Hjálpræðisherinn leitast við að aðstoða þá sem eru hjálpar þurfi fyrir þessi jól. Til þess að geta orðið öðrum að liði þarf Hjálpræðis- herinn eins og endranær að reiða sig á örlæti almennings. Jólapottur okkar mun vera á Glerártorgi frá 12. desember, þar sem fólk getur sett framlög sín. Þeir sem ætla að sækja um styrk er bent á að hringja mánudaginn 15. og þriðjudaginn 16. desember kl. 19 til 20 í síma 462-4406. Styrkir verða svo afgreiddir fimmtudaginn 18. desember milli klukkan 17 og 19. Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10, Akureyri. Jólafundur eldri borgara í Laugarnes- kirkju Morgunblaðið/Árni SæbergLaugarneskirkja. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. sér. Þegar ég hugsa tilbaka er mér tvennt efst í huga, söknuður og þakk- læti. Ég mun sakna gleðinnar, hlát- ursins og léttleikandi píanóleiksins. Lögin hans Fúsa, söngleikjalög, jass og dægurlög níunda áratugarins, allt gat Gyða numið nánast samstundis og spilað af fingrum fram. Hvílíkt tón- eyra! Ég er þakklátur fyrir spila- mennskuna, bæði fyrir að hafa notið tónlistarflutnings hennar og líka að hafa getað spilað með henni af og til. Tónlist Gyðu endurspeglaði óbilandi jákvæðni og hreina lífsgleði. Mættu margir taka sér hana til fyrirmyndar. Ragnar, Magga og Jón Ágúst: Megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Við getum huggað okk- ur við það að Gyða lifði góðu lífi og gerði okkur öll ríkari fyrir bragðið. Nú er hún Gyða eflaust umkringd góðum hópi, leikandi á hvíta flygilinn í „Paradís“ á himnum. Örn Almarsson. Það er söknuður og tómleiki, Gyða okkar er dáin. Það þykir kannski hár aldur að vera 80 ára en það átti ekki við Gyðu. Þessi yndislega, stórkost- lega og stórmerkilega kona átti sér engan líka. Við unnum saman í 30 ár, vorum vinkonur sem aldrei neitt skyggði á. Gyða var falleg kona, alltaf brosandi og vel tilhöfð. Fyrst unnum við saman í Rammagerðinni á Loft- leiðum, þar var Gyða um helgar. Þótt úti væri snarvitlaust veður mætti Gyða alltaf, stundum varð hún að ganga að heiman frá sér frá Miklu- brautinni, en mín var sko komin fyrir kl. 8. Hún stoppaði aldrei í vinnunni. Ullina handlék hún eins og enginn annar gat gert, þó vinnutíma lyki kl. 2 þá lét Gyða það ekki trufla sig ef eitt- hvað var eftir að gera. Svona var Gyða öll næstu 32 árin. Við unnum saman síðustu tíu árin daglega í Islandiu í Kringlunni og því- lík fyrirmynd. Óstöðvandi lífsgleði, já- kvæðni og dugnaður. Það er bara eitt ár síðan Gyða hætti að vinna og samt kom hún í sumar og hjálpaði mér við verkefni sem enginn annar gat gert eins og hún. Hún stóð mér alltaf við hlið í gegnum súrt og sætt. Ég elskaði Gyðu. Við Bjarni, Hanna og Svana biðjum æðri mátt að vernda Gyðu. Ragnari, Margréti, Magnúsi og Jóni sendum við innilega samúðar- kveðju. Ásta Jóhannsdóttir. Elsku Gyða mín, hvað það er erfitt að trúa því að hún sé farin frá okkur. Hún Gyða mín var alveg einstök. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá hana fyrst, sitjandi á litlu kaffistofunni okk- ar, borðandi vínarbrauð og skellihlæj- andi. Ég kom heim og sagði fjölskyld- unni minni frá því að í nýju vinnunni minni væri svo krúttleg kona með lagt hárið, bleikan varalit, bláan augnskugga og bleiklakkaðar neglur. Svona var hún alla tíð vel til höfð, fal- leg kona sem bar af sér mikinn þokka. Ég var fljótlega sett í ullardeildina til Gyðu þar sem við unnum saman og ég lærði að „klappa“ ullinni eins og Gyða en ég komst þó aldrei með tærnar þar sem Gyða hafði hælana, (svo ég noti nú eitt af spakmælunum hennar). Gyða var sérlega vandvirk og dugleg kona sem vann jafnan með bros á vör. Þegar mikið var að gera vann hún eins og herforingi og þýddi ekki að tala um að hún færi heim fyrr en hún væri búin með sitt, frekar vann hún langt fram yfir sinn vinnutíma og gerði það með glöðu geði. Að vinnu- deginum loknum klappaði hún svo að- eins ullinni og sagði „það væri verra ef það væri betra“ eða „skítt með hæl- ana ef tærnar glansa“. Við Gyða urðum strax miklar vin- konur og unnum nánast öll okkar verk í sameiningu. Á meðan við unn- um sagði hún mér oft sögur af æsku sinni og sokkabandsárunum. Gyða talaði mikið um systur sína sem henni þótti afskaplega vænt um og leit mjög upp til. Hún sagði mér t.d. frá því að systir hennar hefði verið ein af fyrstu konunum á Íslandi til að taka bílpróf og hafði Gyða mikla ánægju af að keyra um með systur sinni. Hún sagði mér frá litla húsinu sem pabbi hennar smíðaði handa henni í garðinum þeg- ar hún var lítil og frá því þegar hún kynntist Ragnari þegar hún var á sokkabandinu, hann þá í löggunni og hún að vinna í Útvegsbankanum. Margt fleira ræddum við og ég á svo sannarlega eftir að sakna þess að heyra hana segja mér hinar og þessar sögur úr Drápuhlíðinni, Lönguhlíð- inni og af Miklubrautinni. Við Gyða hringdumst stundum á á kvöldin og þá hlógum við og blöðr- uðum út í eitt, svo þegar við vorum að kveðjast þá sagði hún, jæja, kyss, kyss, Lilja mín, en þannig kvöddumst við oftast. Ég var einstaklega heppin að fá að kynnast henni Gyðu, þessari hlýju, góðu konu sem smitaði allt í kringum sig með glaðværð sinni og ég verð heppin ef ég kemst einhvern tímann með tærnar nálægt því sem hún hafði hælana. Fjölskyldu Gyðu; Ragnari, Möggu, Magnúsi, Jóni og öðrum aðstandend- um, sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Elsku Gyða, söknuður minn er ólýsanlegur, að ég geti ekki knúsað þig og faðmað er hreynt óhugsandi og það er með miklum trega að ég kveð þig í hinsta sinn og segi kyss kyss, elsku vinkona, þín Lilja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.