Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 47
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
BOGMAÐUR
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Gættu þess að lofa ekki ein-
hverju í vinnunni sem þú
munt sjá eftir. Þér finnst þú
eiga heiminn í dag og því er
hætt við að þú færist of mikið í
fang.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er erfitt að segja til um
það hvort bjartsýni þín í fjár-
málum sé raunsæ. Þér hættir
þó til þess að ýkja hlutina í
dag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú munt eiga góðar samræð-
ur við maka þinn í dag. Þú ert
tilbúin/n að gefa mikið eftir til
að ná samkomulagi þannig að
hægt sé koma hlutunum í
verk.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur orku og kraft til að
hella þér út í það sem þú ætlar
að gera í dag. Jákvætt hug-
arfar þitt laðar fólk til sam-
starfs við þig.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert örlát/ur og tilfinn-
ingarík/ur í eðli þínu. Mundu
að þú þarft ekki að borga
brúsann fyrir alla þótt þú sért
ákveðin/n í að skemmta þér.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Leggðu þig fram um að skilja
sjónarmið annarra í dag. Þú
ert svo upptekinn af þínum
eigin skoðunum að það er
hætt við þú gleymir að spyrja
aðra álits.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Bjartsýni og framtakssemi
einkenna daginn. Þú færð
góðar hugmyndir og vilt fram-
kvæma þær í hvelli.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Láttu ekki vinn þinn telja þig
á að eyða of miklum peningum
í dag nema þú sért viss um að
þig langi sjálfa/n til þess. Það
er munur á örlæti og óþarfa
eyðslusemi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Gættu þín á hvers konar óhófi
í dag. Það er hætt við að þú of-
metir hlutina.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú gætir fengið metn-
aðarfullar hugmyndir um
ferðalög eða einhvers konar
útgáfustarfsemi í dag. Hafðu í
huga að það getur verið erfitt
að greina á milli þess sem er
raunhæft og óraunhæft í dag.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú munt njóta góðs af árangri
einhvers annars í dag. Hafðu
augun opin fyrir tækifærum
og nýttu þér alla þá fyr-
irgreiðslu sem þér býðst.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú hefur kjark til að ráðast í
verkefni sem þú myndir ekki
alla jafna leggja í. Ef þér mis-
tekst geturðu huggað þig við
það að þú hafir að minnsta
kosti reynt.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Afmælisbörn dagsins:
Þig þyrstir í lærdóm og
skilning á tilgangi lífsins. Þú
átt spennandi ár framundan
sem mun einkennast af alls
konar nýjungum.
VIÐ HREINDÝRAVATN
Úr garði fór eg ungur, en gamall kom eg heim,
frá skóginum og vatninu og skóganna anda.
Þó liðið sé að hausti, er hugur minn hjá þeim,
í heimi sinna gömlu veiðilanda.
Þar reisti eg mér kofa og riðaði mín net,
í skóginum hjá vatninu, hjá vatninu djúpa.
Eg hvíldi þar í grasi og gleymdi hvað eg hét,
en gróðrarregnið fann eg á mig drjúpa.
Og engan skortir forða, sem einn í kofa býr,
í skóginum hjá vatninu, hjá vatninu blíða.
Því í því synda fiskar, og úr því bergja dýr,
sem eiga þarna griðland – milli stríða.
– – –
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 10.
desember, er sjötugur
Snorri Friðriksson fv. skip-
stjóri.
Hann og eiginkona hans,
Steinunn Húbertína Ár-
sælsdóttir, eru að heiman á
afmælisdagin
80 ÁRA afmæli. Sigríð-ur Ágústsdóttir:
Kæru ættingjar og vinir. Í
tilefni af 80 ára afmæli mínu
12. desember ætla ég að
bjóða ykkur að þiggja veit-
ingar í Húsi aldraðra við
Lundargötu á milli 14 og 17.
Hlakka til að sjá ykkur án
blóma og gjafa.
ATVINNUMENNIRNIR á
HM í Monte Carlo hittust
aftur í New Orleans í lok
síðasta mánaðar til að taka
þátt í bandarísku haustleik-
unum. „Takk fyrir síðast,“
hljómaði þar um alla spila-
sali.
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ K10963
♥ 8
♦ G1076
♣K73
Vestur Austur
♠ 872 ♠ 5
♥ KD32 ♥ 109764
♦ 32 ♦ ÁKD95
♣DG82 ♣65
Suður
♠ ÁDG4
♥ ÁG5
♦ 84
♣Á094
Að kveðjum loknum tekur
alvaran við. Ítalirnir Vers-
ace og Lauria spila í sveit
George Jakobs og þeir unnu
opnu sveitakeppnina, en
urðu í þriðja sæti í Reis-
ingerkeppninni. Hér eru
þeir að glíma við bronssveit-
ina í Monte Carlo með
Bobby Wolff í broddi fylk-
ingar.
Vestur Norður Austur Suður
Versace Morse Lauria Wolff
-- -- -- 1 grand
Pass 2 lauf * 2 tíglar 2 spaðar
Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Á hinu borðinu höfðu Jac-
obs og Katz tekið tíu slagi í
fjórum spöðum, en Wolff
gerði einum betur. Út kom
tígull og Lauria tók þar tvo
slagi og spilaði smáum tígli í
þriðja slag. Wolff trompaði
með gosa, fór inn í borð á
trompníu og stakk fjórða
tígulinn með ás. Yfirdrap
svo spaðadrottningu og tók
síðasta tromp vesturs. Næst
tók Wolff ÁK í laufi og svo
síðustu trompin tvö. Vers-
ace réð ekki við þann þrýst-
ing með hjónin í hjarta og
valdið í laufi. Ellefu slagir
og 2-0 fyrir Úlfinn og félaga.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. b3 b6 4.
Bd3 d6 5. O-O Bb7 6. He1
Rf6 7. Bb2 Be7 8. Bb5+ Bc6
9. c4 Bxb5 10. cxb5 e5 11. b4
cxb4 12. d4 exd4 13. Rxd4
O-O 14. Rf5 Rbd7 15. Dd4
Rc5 16. Rd2 Ra4 17. Dxb4
Rxb2 18. Dxb2 He8 19. Rd4
Rd7 20. Rc6 Dc7 21. Hac1
Rc5 22. Dc2 a6 23. a4 Bg5
24. Hcd1 axb5 25. axb5
Bxd2 26. Dxd2 Rxe4 27. Dd4
Rf6 28. g3 d5 29. Ha1 Hxa1
30. Hxa1 h5 31. Kg2 Dd7 32.
Ha7 De6 33. Hb7 De2 34.
Df4 d4 35. Rxd4 Dc4 36. Dc7
Dd5+ 37. Rf3 He2
38. Dc6 Df5 39. Dc4
He6 40. Dc8+ Kh7
41. Hxf7 Dd5
Það kemur oft fyr-
ir skákmenn sem
hafa listina að lifi-
brauði að allt fari í
handaskolum í síð-
ustu umferð. Standa
þá menn uppi slypp-
ir og snauðir frá
mótinu þó að allt hafi
gengið að óskum
fram að lokaumferð-
inni. Hannes Hlífar
Stefánsson (2567)
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
lenti í þessu á alþjóðlegu
móti í Dómíníska lýðveldinu
þegar hann hafði svart í
stöðunni gegn kúbverska
stórmeistaranum Neuris
Delgado (2530). Kúbverjinn
eitraði þjarmaði hægt og
sígandi að svörtum eftir
mistök hans í ellefta leik og
nú var orðið tímabært að
láta þolinmæðina bera
ávöxt. 42. Dxe6! Dxe6 43.
Rg5+ Kg6 44. Hxg7+! Kxg7
45. Rxe6+ hvítur er nú
tveimur sælum peðum yfir
og með gjörunnið ridd-
araendatafl. 45...Kf7 46.
Rc7 Ke7 47. Ra8 Rd5 48.
Kh3 Kd6 49. Kh4 Kc5 50.
Kxh5 Kxb5 51. Kg6 og
svartur gafst upp.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar
um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og
fleira lesendum sín-
um að kostn-
aðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast
með tveggja daga
fyrirvara virka daga
og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf
að fylgja afmæl-
istilkynningum og/
eða nafn ábyrgð-
armanns og síma-
númer. Fólk getur
hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Nú er kominn nóvember.
Lauk ekki sumarfríinu
þínu í ágúst?
BRÚÐKAUP. Gefin
voru saman 30. ágúst
sl. í Háteigskirkju af
sr. Vigfúsi Árnasyni
Berglind Magn-
úsdóttir og Jónas R.
Jónsson. Heimili
þeirra er að Suð-
urhólum 28, Reykja-
vík.
Hugskot, ljósmyndastofa
Ólafur Guðmundsson
sölustjóri,
Sími 533 4040 • Fax 533 4041
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
jöreign ehf
Ármúla 21 • Reykjavík
Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is
FRÓÐENGI - M/BÍLSKÝLI
Góð 5 til 6 herb. íbúð á tveimur
hæðum ásamt stæði í sameiginlegu
bílskýli. Tvennar suðursvalir. Gott
útsýni. Húsið stendur við lokaðan
botnlanga. Stutt í sóla og flesta
þjónustu. Áhv. 7,0 millj. Verð 15,7
millj. Nr. 3583
HAFNARFJÖRÐUR
Fjarðargötu 11 595 9095
halldor@holl.is
Ykkar maður
í Hafnarfirði
Halldór
sími 897 3196
halldor@holl.is Hóll - tákn um traust
í fasteignaviðskiptum
Vantar allar
gerðir eigna
á skrá,
seljum fljótt
og örugglega.
Halldór S.595 90 95
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17:30.
Uppl. veita Bárður 896 5221,
Ingólfur, 896 5222 og Þórarinn, 899 1882
Klukkuberg Hf. - Falleg 2ja herb.
m. sérinngangi og frábæru útsýni
Laus strax
Í einkasölu falleg nýleg 2ja herb. íb. á jarðhæð með sérinngangi á
frábærum stað í Hafnarfirði. Parket, flísar, þvottaaðstaða á baði,
afgirt suðvestur timburverönd o.fl. Laus strax. Áhv. húsbréf ca 5,6
m. Verð 9,5 m.
FRÉTTIR
HALDIN verður samverustund á
aðventu í Grensáskirkju sem er
sérstaklega ætluð þeim sem misst
hafa ástvin og vilja staldra við á
aðventunni. Samveran er öllum
opin og fer fram á fimmtudaginn
klukkan 20.
Jólin geta verið erfiður tími fyr-
ir fólk sem misst hefur ástvini
vegna þess að það er svo margt
sem getur minnt okkur á þá sem
fallnir eru frá, margir siðir sem
tengjast þessum árstíma sem
tengdir eru við ákveðið fólk. Þess
vegna er það tilvalið að staldra að-
eins við og undirbúa sig fyrir
þennan tíma, segir Ragnheiður
Sverrisdóttir, verkefnisstjóri á
Biskupsstofu.
„Ég finn að þetta gerir rosalega
mikið gagn,“ segir Ragnheiður.
Viðbrögðin frá fólki hafa verið
mjög góð, og þetta er í fimmta
skiptið sem þessi samverustund er
haldin.
Á samverustundinni verða
sungnir jólasálmar, hlýtt á hug-
vekju og jólasagan sögð. Einnig
verður höfð minningarstund þar
sem kveikt er á kertum og beðið
fyrir látnum ástvinum. Organisti
kirkjunnar og fiðluleikari spila,
auk þess sem söngvarar syngja
þrísöng.
Að þessari samveru standa
Heimahlynning Krabbameinsfé-
lags Íslands, Hjúkrunarþjónustan
Karítas, Landspítali - háskóla-
sjúkrahús, Grensáskirkja og Bisk-
upsstofa.
Samverustund fyrir þá sem misst hafa ástvin
„Finn að þetta gerir
rosalega mikið gagn“