Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 49

Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 49 FÓLK JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist vera tilbúinn til að spila hvar sem er á vellinum, svo framarlega sem hann fái tæki- færi í byrjunarliði Wolves í ensku úrvalsdeildinni. Jóhannes Karl hefur mátt víkja þegar miðjumennirnir Colin Cameron, Paul Ince og Alex Rae eru allir heilir heilsu, og sat t.d. allan tímann á bekknum þegar lið hans mætti Tottenham um síð- ustu helgi. Jóhannes Karl lék hinsvegar sem hægri bakvörður þegar Wolves tapaði fyrir Arsenal í deildabikarnum nokkrum dögum áður. „Ég hafði aðeins spilað þessa stöðu einu sinni áður, í leik í Hollandi fyrir nokkrum árum, en er vanur því að verjast. Stjórinn veit að ég get skilað þessu hlut- verki svo það var ekkert vanda- mál. Þetta var góð reynsla en ég hefði eflaust getað verið sókn- djarfari. Ég sagði stjóranum að ég myndi gera mitt besta, og það geri ég alltaf, sama hvar ég spila,“ sagði Jóhannes við stað- arblaðið Evening Mail í Birm- ingham í gær. Jóhannes Karl hefur leikið átta af tólf deildarleikjum Wolv- es síðan hann kom til félagsins í láni frá Real Betis í lok ágúst, fimm þeirra í byrjunarliði. Jóhannes Karl vill spila hvar sem er Jóhannes Karl MIKHAIL Ashvetia, sóknarmaður Lokomotiv Moskva, segir að það geti reynst sínu liði hættulegt að leika stífan varnarleik gegn Arsenal þegar liðin mætast á Highbury í Meist- aradeild Evrópu í kvöld. Rússunum dugar jafntefli til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. „Ef við leggjumst í vörn er það uppskriftin að tapi,“ segir Ashvetia, sem mætir til leiks ásamt félögum sínum frá Spáni en þar hefur rúss- neska liðið dvalið um hríð. Rússnesku deildakeppninni lauk fyrir fimm vik- um og Lokomotiv hefur ekki spilað leik frá því það vann Dynamo Kiev í næstsíðustu umferð meistaradeild- arinnar 25. nóvember. Rússarnir óttast mest Thierry Henry. „Henry er aðalmaðurinn, sennilega besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir, en ef við látum tvo menn gæta hans, mun það gera okkur auðveldara fyrir,“ sagði Jacob Lekgetho, varnarmaður Lo- komotiv. Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, segir að það sé erfitt að átta sig á því hvaða áhrif hvíldin hefur haft á leikmenn Loko- motiv. „Þeir gætu mætt frískari til leiks fyrir vikið, en eins getur það haft slæm áhrif á þá að hafa ekki tek- ið á í alvöru leikjum að undanförnu.“ Arsenal verður að sigra til að vera öruggt með sæti í 16-liða úrslitunum. Geri liðið jafntefli, verður það að treysta á að sömu úrslit verði í leik Dynamo Kiev og Inter. Hættulegt að leggjast í vörn á Highbury NM 17 ára seinkað um ár BREYTING hefur verið gerð á hvar og hvenær Norð- urlandamót knattspyrnu- landsliða karla 17 ára og yngri verða haldin næstu árin. Þetta er gert að beiðni Finna sem áttu að halda mótið á næsta ári. Þeir hafa hins veg- ar tekið að sér að halda úr- slitakeppni EM kvenna 19 ára og yngri næsta ár og báðust því undan því að halda hitt mótið líka. Færeyingar halda því NM karla næsta ár, Finnar árið 2005 og 2006 verður mót- ið haldið hér á landi, ári síðar en áður var gert ráð fyrir. VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari Íslands- meistara Hauka í handknattleik, hefur fengið góða sendingu frá Degi Sigurðssyni, landsliðsfyrirliða og þjálfara Bregenz í Austurríki. Breg- enz lék gegn Créteil frá Frakklandi í Evrópukeppni bikarhafa fyrir skömmu og Dagur sendi Viggó myndband með leikjum liðanna og tveimur leikjum Créteil til viðbótar. „Þetta var sannkallaður drauma- pakki frá Degi sem ég fékk í hrað- sendingu í gærkvöld. Þetta eru fjór- ir leikir og Dagur er búinn að vinna þetta vel og klippa niður þannig að ég get skoðað einstök atriði í leik Créteil á mjög þægilegan hátt. Þessi sending frá Degi á eftir að koma okkur mjög vel og ég mun grand- skoða franska liðið áður en við höld- um utan,“ sagði Viggó við Morg- unblaðið í gær. Haukarnir fara til Frakklands á föstudaginn en leikur liðanna fer fram í Créteil, úthverfi Parísar, á sunnudag. Að sögn Viggós eru allir leikmenn Hauka heilir og tilbúnir í slaginn við Frakkana, svo fram- arlega sem þeir sleppa í gegnum FH-leikinn í kvöld. Créteil vann báða leikina gegn Bregenz, 24:22 í Austurríki og 19:16 í Frakklandi. Þar á undan unnu Frakkarnir lið Sviesa-Savanoris Vil- nius frá Litháen auðveldlega í tveim- ur leikjum, 27:17 og 28:19, en þeir fóru báðir fram á heimavelli Créteil. FH-ingar þurfa aftur á móti nauð-synlega á stigi eða stigum að halda til að eiga möguleika á að kom- ast í úrvalsdeildina eftir áramótin. Tapi þeir leiknum, er næsta víst að þeir leika í 1. deildinni – nema þeir vinni HK í lokaumferðinni og Stjarn- an tapi stigi eða stigum gegn Breiða- bliki. Fyrir Hauka er óhagstætt að vinna leikinn við FH. Þá fer Stjarnan örugglega áfram en það þýðir að Haukar færu í úrvalsdeildina með 5 stig, á eftir Stjörnunni sem kæmist þangað með 6 stig. Ef leikurinn endar með jafntefli fara Haukar áfram með 6 stig, svo framarlega sem FH tekst að vinna HK í lokaleik sínum. Þá færi FH áfram með 3 stig og staða Hauka í upphafi úrvalsdeildarinnar væri sterkari. „Best að hringja í Tobba“ Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, sagði við Morgunblaðið að þetta væri vissulega sérstök staða. „Ætli sé ekki best að hringja í Tobba (Þorberg Að- alsteinsson, þjálfara FH og fyrrum félaga Viggós hjá Víkingi) og semja um jafnteflið. Nei, við hugsum að sjálfsögðu ekki þannig. Við viljum FH-ingum ekkert illt í þeirra baráttu, en við mætum í leikinn af fullum heil- indum, enda væri annað ekki boðlegt öðrum liðum. Við förum í þennan leik af krafti, ætlum að vinna hann eins og aðra leiki og það á ekki að skipta okk- ur höfuðmáli hvort við förum með 5 eða 6 stig í þessa úrvalsdeild. Þar blasir hvort eð er við okkur að við þurfum að vinna ÍR-inga tvisvar og gera vel gegn öðrum liðum til þess að ná markmiðum okkar,“ sagði Viggó. Hafnarfjarðarslagurinn hefst klukkan 20 á Ásvöllum. Haukar unnu fyrri leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika, 24:23. Morgunblaðið/Ásdís Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, og Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari FH. Haukar tapa á því að sigra FH Viggó fékk drauma- pakka frá Degi HAUKAR eru í þeirri ein- kennilegu stöðu fyrir Hafn- arfjarðarslaginn gegn FH í suð- urriðli Íslandsmóts karla í handknattleik sem fram fer á Ásvöllum í kvöld að þeir tapa á því að vinna leikinn. Jafntefli yrði þeim góð búbót en tap yrði líka óhagstætt. WATFORD datt í lukkupottinn með því að dragast gegn Chelsea í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Liðin mætast á Vicarage Road í Watford hinn 3. janúar og nú ligg- ur fyrir að Watford fær 265 þús- und pund, um 43 milljónir króna, frá sjónvarpsstöðinni Sky vegna beinnar útsendingar. Að auki er öruggt að uppselt verður á leikinn en Vicarage Road rúmar um 21 þúsund áhorfendur. Þetta er kær- komið fyrir Watford sem hefur átt í miklum fjárhagsörðugleikum. Félagið tapaði um 1.300 millj. króna á árinu 2002 en þá um haustið forðuðu leikmennirnir því frá því að lenda í fjárhagslegri gjörgæslu með því að taka á sig 12 prósenta launalækkun. Watford hagnast vel  ÞÝSKA sundkonan Franziska van Almsick, heimsmethafi í 200 metra skriðsundi, hefur hætt við keppni á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem hefst í Dublin fimmtudaginn. Hún er lítillega meidd og verður því ekki með, en hún ætlaði að nota mótið til að búa sig sem best undir Ólympíuleikana í Aþenu næsta sumar, en það verður líklega hennar síðasta mót þar sem hún hyggst hætta keppni eftir það.  MIKLAR líkur eru á því að Ron- aldinho, Brasilíumaðurinn snjalli, geti leikið með Barcelona á ný um næstu helgi þegar lið hans mætir nágrönnum sínum, Espanyol, í spænsku 1. deildinni. Ronaldinho hefur verið frá keppni í fimm vikur og Barcelona hefur ekki unnið leik á meðan.  RONALDINHO reif vöðva í læri í leik gegn Real Betis 9. nóvember og hefur síðan verið frá æfingum og keppni. Á heimasíðu Barcelona í dag kom fram að hann væri orðinn heill heilsu. Auk þess að missa af öllum deildaleikjum á þessum tíma gat Ronaldinho ekki leikið með Brasilíu gegn Perú og Uruguay í undankeppni HM í síðasta mánuði.  JÖRGEN Pettersson, landsliðs- maður Svía í knattspyrnu, er á för- um frá FC Köbenhavn í Danmörku. Hann fer þó ekki langt, rétt yfir Eyrarsundið og gengur þar til liðs við Landskrona, lið Auðuns Helga- sonar, sem leikur í sænsku úrvals- deildinni. Pettersson, sem er 28 ára, hefur áður leikið með Mönchen- gladbach og Kaiserslautern í þýsku 1. deildinni, og hefur skorað 8 mörk í 27 landsleikjum fyrir Svía.  ALEXANDER Walke, markvörð- ur 20 ára landsliðs Þýskalands í knattspyrnu, féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir leik Þjóðverja í heimsmeistarakeppninni í þessum aldursflokki sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um. Alþjóða knattspyrnusamband- ið, FIFA, tilkynnti þetta í gær og jafnframt að í ljós hefði komið að Walke hefði neytt eiturlyfsins marijúana.  WALKE er fyrsti knattspyrnu- maðurinn sem fellur á lyfjaprófi á móti á vegum FIFA frá því Diego Maradona varð uppvís að neyslu alls konar örvandi lyfja á HM í Bandaríkjunum árið 1994.  FIFA staðfesti í gær fyrri ákvörð- un sína um að Fabian Barthez, markvörður Manchester United, fengi ekki að leika með Marseille í Frakklandi fyrr en í janúar, en hann er þar í láni frá enska félag- inu. Marseille áfrýjaði úrskurði FIFA í málinu sem lá fyrir 30. októ- ber. Barthez hefur æft með Mars- eille síðan í haust en hann fór til fé- lagsins eftir 1. september og er þar með ekki löglegur fyrr en um ára- mót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.