Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 50
ÍÞRÓTTIR
50 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
WILLIAM Dreher þjálfari og
leikmaður úrvalsdeildarliðs
Þórs frá Þorlákshöfn hefur
samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins sagt upp störfum
hjá félaginu. Liðið vann
fyrstu tvo leiki sína í Int-
ersportdeildinni en hefur nú
tapað átta leikjum í röð. Að
auki var samningi við Banda-
ríkjamanninn Raymond Lee
Robins rift og mun skarð
hans verða fyllt með banda-
rískum bakverði á næstunni.
Bandaríkjamaðurinn Leon
Brisport verður áfram í her-
búðum liðsins en ekki er vitað
hver verður þjálfari liðsins.
Morgunblaðið hefur heimildir
fyrir því að framherjinn
Svavar Birgisson muni leika
með Tindastól á nýju ári en
Gunnlaugur Erlendsson mun
líklega ekki leika með Þór
það sem eftir er leiktíðar.
Svavar hefur leikið fjóra leiki
með Þór Þ. og skorað að með-
altali 18,5 stig. Svavar lék
með Hamarsmönnum á síð-
ustu leiktíð en hann var áður í
liði Tindastóls.
Ekki náðist í forsvarsmenn
Þórs í gærkvöldi en næsti
leikur liðsins er gegn granna-
liðinu Hamar þann 18. desem-
ber.
Upplausnarástand
hjá Þór Þorlákshöfn
ÚRSLIT
Halldór B. Jónsson formaðurmótanefndar KSÍ og Eyjólfur
Sverrisson, þjálfari ungmennalands-
liðsins, sáu um að
draga í töfluröðina
og sagði Halldór að
keppni í Lands-
bankadeildinni hæf-
ist helgina 16.-18. maí og lokaum-
ferðin yrði á dagskrá helgina 18. eða
19. september.
FH-ingar, silfurliðið frá síðustu
leiktíð, eiga strembið verkefni í
fyrstu umferðunum. Þeir sækja KR-
inga heim í fyrstu umferðinni og
mæta Fylki í Árbænum í 2. umferð-
inni.
Fylkir tekur á móti KR
í lokaumferðinni
Í lokaumferðinni mætast risarnir
Fylkir og KR í Árbænum og enn og
aftur leiða ÍA og ÍBV saman hesta
sína í síðustu umferðinni. Þau mætt-
ust í 18. og síðustu umferðinni í haust
og einnig árið 2001 í hreinum úrslita-
leik í Eyjum þar sem leiknum lyktaði
með 2:2 jafntefli sem dugði ÍA til sig-
urs á mótinu.
Í fyrstu umferð hjá körlum mæt-
ast þessi lið:
ÍA - Fylkir
Grindavík - ÍBV
Fram - Víkingur
KA - Keflavík
KR- FH
2. umferð:
Fylkir - FH
ÍA - Grindavík
ÍBV - Fram
Víkingur - KA
Keflavík - KR
17. umferð:
ÍBV - Fylkir
Víkingur - ÍA
Keflavík - Grindavík
FH - Fram
KR - KA
18. umferð:
Fylkir - KR
ÍA - ÍBV
Grindavík - Víkingur
Fram - Keflavík
KA - FH
„Ég var svona að vonast til að fá
KR-ingana í heimsókn í fyrstu um-
ferðinni en mér varð ekki að ósk
minni og við mætum Fram í Laug-
ardalnum. Það eru hörkuskemmti-
legir leikir á dagskrá strax í fyrstu
umferðinni eins og leikur KR og FH
og ÍA og Fylkis,“ sagði Sigurður
Jónsson, þjálfari nýliða Víkings, en
hann var eini þjálfarinn úr efstu
deild sem var viðstaddur dráttinn.
„Hver einasti leikur hjá okkur í
sumar verður upp á líf og dauða en
að sjálfsögðu ætlum við að tolla í
deild þeirra bestu. Það er auðvitað
ómögulegt að spá um næsta sumar
enda á margt eftir að breytast en ef
ég ætti að tippa á þessum tímapunkti
um hvaða lið koma til með að berjast
um titilinn þá nefni ég KR, Fylki,
FH og ÍA,“ sagði Sigurður.
KR-konur hefja titilvörn
gegn nýliðunum
Hjá konunum hefja KR-ingar tit-
ilvörn sína gegn nýliðum Fjölnis en
átta lið skipa Landsbankadeild
kvenna.
1. umferð:
ÍBV - Breiðablik
FH - Valur
KR - Fjölnir
Stjarnan - Þór/KS/KS
2. umferð:
ÍBV - FH
Valur - KR
Fjölnir - Stjarnan
Breiðablik - Þór/KA/KS
14. umferð:
ÍBV - Valur
FH - Fjölnir
KR - Þór/KA/KS
Breiðablik - Stjarnan
Í 1. deild karla mætast þessi lið í 1.
umferð: Valur - Þór, HK - Fjölnir,
Haukar - Stjarnan, Njarðvík -
Breiðablik, Völsungur - Þróttur R. Í
lokaumferðinni eigast þessi lið við:
Þór - Völsungur, Valur - Fjölnir, HK
- Stjarnan, Haukar - Breiðablik,
Njarðvík - Þróttur R.
Í 2. deild karla mætast þessi lið í 1.
umferðinni:
Víðir - Afturelding, KFS - KS,
Leiknir R. - ÍR, Tindastóll - Víkingur
Ó., Selfoss - Leiftur/Dalvík.
Dregið í töfluröð á Íslandsmótinu
í knattspyrnu fyrir næsta sumar
Titilvörn
KR hefst
gegn FH
KR-ingar hefja titilvörnina á Íslandsmóti karla í knattspyrnu gegn
FH-ingum á heimavelli sínum við Frostaskjól en dregið var í töfluröð
á Íslandsmótinu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í
Laugardal í gær. Íslandsmeistararnir fá þar með gott tækifæri til að
hefna ófaranna frá því í lokaumferð Landsbankadeildarinnar í
haust en FH-ingar gjörsigruðu þá KR-inga í Kaplakrika, 7:0.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
MAGNUS Andersson, fyrrverandi
leikstjórnandi sænska landsliðsins í
handknattleik, hefur tekið fram
skóna um stundarsakir til að hjálpa
liði Nordhorn í þýsku 1. deildinni.
Hann lék með liðinu gegn Flens-
burg í gærkvöldi og verður síðan
með gegn Magdeburg á Þorláks-
messu og Eisenach á annan í jólum.
Andersson, sem er 37 ára, spilar
hins vegar ekki þrjá aðra leiki
Nordhorn á næstu dögum, tvo Evr-
ópuleiki gegn Zeleznicar Nis frá
Serbíu-Svartfjallalandi og deilda-
leik gegn Gummersbach.
Landi Anderssons og samherji í
sænska landsliðinu um árabil,
Ljubomir Vranjers, er frá vegna
meiðsla næstu vikurnar og And-
ersson á að bjarga málunum fyrir
Nordhorn um stundarsakir.
Andersson, sem varð tvisvar
heimsmeistari og þrisvar Evr-
ópumeistari með Svíum, hefur
þjálfað Drott í Svíþjóð undanfarin
tvö ár en hætti að spila sjálfur síð-
asta vor. Hann stýrði liðinu af
bekknum í Evrópuleikjunum tveim-
ur gegn HK í síðasta mánuði.
Ola Lindgren, annar félagi And-
erssons úr sænska landsliðinu um
langt árabil, er þjálfari Nordhorn
og hann taldi Andersson á að koma
og hjálpa sér.
Sjálfur var Lindgren í búningi á
varamannabekk Nordhorn í síðasta
leik, án þess þó að skipta sjálfum
sér inn á.
Magnus Andersson með
Nordhorn á ný um tíma
HANDKNATTLEIKUR
Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin,
suðurriðill:
Ásgarður: Haukar - FH.............................20
KÖRFUKNATTLEIKUR
Bikarkeppni Evrópu, B-riðill
vesturdeildar:
Keflavík: Keflavík - Toulon ..................19:15
Í KVÖLD
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
E-RIÐILL:
Manchester Utd - Stuttgart.....................2:0
Ruud van Nistelrooy 45., Ryan Giggs 58.
- 67.141
Rangers - Panathinaikos .........................1:3
Michael Mols 28. - Raimondas Zutautas 32.,
Angelos Basinas 62., Michalis Konstant-
inou 80. - 48.588.
Lokastaðan:
Man. Utd 6 5 0 1 13:2 15
Stuttgart 6 4 0 2 9:6 12
Panathinaikos 6 1 1 4 5:13 4
Rangers 6 1 1 4 4:10 4
Manchester United og Stuttgart í 16-liða
úrslit, Panathinaikosí UEFA-bikarinn.
F-RIÐILL:
Partizan Belgrad - Marseille ..................1:1
Andrija Delibasic 79. - Ahmed Mido 61. -
35.000.
Real Madrid - Porto..................................1:1
Santiago Solari 9. - Vanderlei Derlei
(vítasp.) 34. - 25.000.
Lokastaðan:
Real Madrid 6 4 2 0 11:5 14
Porto 6 3 2 1 9:8 11
Marseille 6 1 1 4 9:11 4
Partizan 6 0 3 3 3:8 3
Real Madrid og Porto í 16-liða úrslit,
Marseille í UEFA-bikarinn.
G-RIÐILL:
Besiktas - Chelsea ....................................0:2
Jimmy Floyd Hasselbaink 77., Wayne
Bridge 85. - 55.350.
Sparta Prag - Lazio..................................1:0
Marek Kincl 90. - 17.825.
Lokastaðan:
Chelsea 6 4 1 1 9:3 13
Sparta Prag 6 2 2 2 5:5 8
Besiktas 6 2 1 3 5:7 7
Lazio 6 1 2 3 6:10 5
Chelsea og Sparta Prag í 16-liða úrslit,
Besiktas í UEFA-bikarinn.
H-RIÐILL:
AC Milan - Celta Vigo ..............................1:2
Ricardo Kaka 41. - Mora Nieto Jesuli 42.,
Saenz Jose Ignacio 71. - 36.207.
Club Brugge - Ajax...................................2:1
Rune Lange 27., Bengt Sæternes 83. -
Wesley Sonck (vítasp.) 41. - 28.041.
Lokastaðan:
AC Milan 6 3 1 2 4:3 10
Celta Vigo 6 2 3 1 7:6 9
Club Brugge 6 2 2 2 5:6 8
Ajax 6 2 0 4 6:7 6
AC Milan og Celta Vigo í 16-liða úrslit,
Club Brugge í UEFA-bikarinn.
Deildabikarkeppni KSÍ
Dregið hefur verið í riðla í Deildabikar-
keppni KSÍ og eru átta lið í hvorum riðli í
efri deild karla. Liðin sem léku til úrslita í
fyrra, ÍA og Keflavík, drógust saman í riðil.
A-RIÐILL: Fylkir, Grindavík, Haukar, KA,
KR, Njarðvík, Víkingur og Þór.
B-RIÐILL: FH, Fram, ÍA, ÍBV, Keflavík,
Stjarnan,Valur og Þróttur.
NEÐRI DEILD
Neðri deild karla skiptist í fjóra riðla.
A-RIÐILL: BÍ, Fjölnir, Leiknir, Léttir,
Sindri og Víðir.
B-RIÐILL: Breiðablik, ÍR, KFS, Númi,
Reynir Sandgerði og Selfoss.
C-RIÐILL: Afturelding, HK, KS, Skalla-
grímur, Vaskur og Víkingur Ólafsvík.
D-RIÐILL: Fjarðarbyggð, Hetti, Leiftri/
Dalvík, Magna Tindastóli og Völsungi.
KONUR
Hjá konunum er skipt í efri og neðri deild.
EFRI DEILD: Breiðablik, FH, ÍBV, KR,
Stjarnan og Valur.
NEÐRI DEILD: Fjölnir, Keflavík, Sindri,
Tindastóll, Þór/KA/S og Þróttur.
HM U20 í Sameinuðu fursta-
dæmunum
16-liða úrslit:
Brasilía - Slóvakía .....................................2:1
Paraguay - Spánn......................................0:1
Ástralía - Sameinuðu furstadæmin .........0:1
Írland - Kólumbía......................................2:3
Á föstudaginn mætast í 8-liða úrslitum:
Kanada - Spánn og Kólumbía - Sameinuðu
arabísku furstadæmin.
Sigurvegarar mætast í undanúrslitum.
Bandaríkin - Argentína og Japan - Brasilía.
Sigurvegarar mætast í undanúrslitum.
England
1. deild:
Bradford - WBA........................................0:1
Cardiff - Preston .......................................2:2
Crystal Palace - Crewe.............................1:3
Sheffield United - Walsall ........................2:0
West Ham - Stoke City.............................0:1
Staða efstu liða:
WBA 22 13 5 4 33:18 44
Sheff. Utd 22 12 4 6 35:24 40
Norwich 22 11 7 4 30:20 40
Ipswich 22 11 5 6 43:32 38
Reading 22 11 4 7 29:23 37
Cardiff 22 9 8 5 39:25 35
Sunderland 22 9 8 5 25:18 35
Wigan 22 9 8 5 29:23 35
West Ham 22 8 10 4 29:18 34
Preston 22 9 5 8 32:26 32
Crewe 22 9 4 9 25:26 31
Staða neðstu liða:
Watford 22 6 7 9 23:27 25
Stoke City 22 6 5 11 25:32 23
Derby 22 5 7 10 24:36 22
Cr. Palace 22 5 7 10 25:38 22
Bradford 22 4 5 13 19:33 17
Wimbledon 22 4 2 16 23:49 14
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla
ÍS - ÍG.....................................................88:79
Staðan:
Fjölnir 8 7 1 720:576 14
Valur 8 7 1 706:648 14
Skallagrímur 7 6 1 674:557 12
Stjarnan 7 4 3 561:569 8
ÍS 8 4 4 666:662 8
Þór A. 8 3 5 654:712 6
ÍG 9 3 6 753:805 6
Ármann/Þróttur 7 3 4 569:556 6
Höttur 8 1 7 566:678 2
Selfoss 8 1 7 654:760 2
HANDKNATTLEIKUR
HM kvenna í Króatíu
Milliriðill 1:
Spánn - Austurríki ................................27:26
Frakkland - Suður-Kórea.....................25:27
Serbía-Svart. - Rússland ......................31:27
Staðan:
Rússland 3 2 0 1 85:84 4
Frakkland 3 2 0 1 80:77 4
Suður-Kórea 3 2 0 1 88:82 4
Spánn 3 2 0 1 85:71 4
Serbía-Svart. 3 1 0 2 83:87 2
Austurríki 3 0 0 3 71:91 0
Milliriðill 2:
Úkraína - Slóvenía.................................26:25
Noregur - Þýskaland ............................31:30
Rúmenía - Ungverjaland......................27:30
Staðan:
Úkraína 3 2 1 0 84:82 5
Noregur 3 2 0 1 89:81 4
Ungverjaland 3 2 0 1 95:82 4
Þýskaland 3 1 0 2 88:87 2
Slóvenía 3 1 0 2 79:92 2
Rúmenía 3 0 1 2 76:87 1
Hvert lið tók með sér úrslit úr tveimur
leikjum í undanriðli.
Þýskaland
Nordhorn - Flensburg ..........................32:33
Staða efstu liða:
Flensburg 16 13 2 1 512:421 28
Lemgo 15 11 2 2 488:414 24
Magdeburg 14 11 0 3 426:352 22
Kiel 15 10 2 3 453:403 22
Hamburg 14 11 0 3 398:348 22
Essen 15 9 1 5 411:368 19
RÓBERT Gunnarsson, landsliðs-
maður í handknattleik, átti enn einn
stórleikinn með Århus GF í dönsku
úrvalsdeildinni í handknattleik í
gær. Róbert skoraði 12 mörk, þar af
tvö úr vítaköstum, þegar Århus GF
burstaði Bjerringbro, 42:32, á úti-
velli eftir að hafa verið yfir í hálfleik,
21:12. Þorvarður Tjörvi Ólafsson
skoraði eitt af mörkum Århus GF
sem er í sjötta sæti af 14 liðum.
RÓBERT, sem leikur á línunni, er
þar með orðinn markahæstur á nýj-
an leik í dönsku 1. deildarkeppninni
– hefur skorað 99 mörk í 13 leikjum,
sjö mörkum meira en Micke Næsby
hjá Fredricia.
ALFREÐ Gíslason og lærisveinar
hans í Magdeburg voru heppnir þeg-
ar dregið var til 8-liða úrslitanna í
þýsku bikarkeppninni í handknatt-
leik í gær. Magdeburg dróst gegn 2.
deildarliðinu HSG Wanderup. Alex-
ander Pettersons og félagar hans í
HSG Düsseldorf mæta Kiel á heima-
velli, Wilhelmshavener, liði Gylfa
Gylfasonar, leikur við Hamburg og
Flensburg tekur á móti Gummers-
bach. Leikirnir fara fram 11. febr-
úar.
DAGUR Sigurðsson, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins í handknattleik,
og lærisveinar hans í Bregenz í
Austurríki náðu í fyrrakvöld fimm
stiga forystu í 1. deildinni í hand-
knattleik þar í landi þegar þeir sigr-
uðu Linz á útivelli, 31:28. Dagur
skoraði 4 mörk í leiknum. Bregenz
er með 23 stig, West Wien 18 og
meistarar Alpla Hard eru með 17
stig en eiga tvo leiki til góða.
BJÖRN Þorleifsson, tækvondó-
maður, tapaði fyrir heims- og ólymp-
íumeistaranum Matos Fuentes frá
Kúbu á ólympíuúrtökumóti í París
um sl. helgi. Björn, sem keppir að því
að tryggja sér sæti á Ólympíuleik-
unum í Aþenu næsta sumar, keppir
næst á úrtökumóti í febrúar í Azer-
badjan.
FINNBOGI Llorens Izaguirre, 23
ára knattspyrnumaður úr Skalla-
grími, er genginn til liðs við úrvals-
deildarlið ÍA. Finnbogi lék með
Skagamönnum í yngri flokkunum.
HÖRÐUR Arnarsson var á dögun-
um kjörinn formaður IPGA, Sam-
taka atvinnukylfinga á Íslandi, á að-
alfundi samtakanna. Með honum í
stjórn verða Magnús Birgisson, Der-
rick Moore og Ólafur Jóhannesson, í
varastjórn þeir David Barnwell, frá-
farandi formaður og Árni Jónsson.
HIÐ virta bandaríska íþróttablað,
Sports Illustrated, hefur valið
„turnana tvo“, David Robinson og
Tim Duncan frá NBA-liðinu San
Antonio Spurs sem íþróttamenn árs-
ins vestanhafs. Duncan er 27 ára og
hefur tvívegis fagnað NBA-titlinum
á sjö ára ferli en Robinson lagði
skóna á hilluna í sumar er hann varð
meistari í annað sinn á ferli sínum,
37 ára gamall.
FÓLK
FH-ingar halda enn í vonina um að danski
framherjinn Allan Borgvardt, sem var krýnd-
ur leikmaður efstu deildar í lokahófi KSÍ í
haust, leiki áfram með liðinu á næstu leiktíð.
Ólafur Jóhannesson þjálfari FH-inga sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að hann von-
aðist til að Borgvardt kæmi aftur en ekki væri
hægt að slá því föstu. Að sögn Ólafs hafa þrjú
dönsk lið borið víurnar í Borgvadt, þar af eitt
úrvalsdeildarlið, en verði ekkert af samn-
ingum hans við eitthvert þessara liða þá hefur
Daninn gefið FH-ingum góðar vonir um að
leika með þeim á næsta sumri.
Allan Borgvardt sló svo sannarlega í gegn
með Hafnarfjarðarliðinu á síðustu leiktíð.
Leikmenn völdu Danann leikmann ársins og
þá varð hann efstur í einkunnagjöf Morg-
unblaðsins.
Þrjú dönsk lið á
eftir Borgvardt