Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM
52 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSK jól eru bókajól og það á
vitanlega einnig við um bækur á
ensku, upplagt að glugga í slíkar
bækur yfir jólin ekki síður en mærð-
arþrungnar ævisögur eða nýstárleg
bókmenntaverk. Ýmsar skemmtileg-
ar bækur komu út á árinu sem von-
legt er og á eftir fylgja nokkrar
ábendingar um forvitnilegar bækur
ársins 2003:
Bill Bryson – A Short History
of Nearly Everything
Bill Bryson er frægur fyrir ferðasög-
ur sem eru lýsandi og skemmtilegar
í senn. Í þeirri bók sem hér er mælt
með er hann aft-
ur á móti með
meira undir, í
stað þess að
ferðast um
ókunnar og
kunnar slóðir
leitast hann við
að varpa ljósi á
ýmislega vísinda-
lega þekkingu, leita svara við ýmsum
spurningum um heiminn og lífið.
Hann lýsir því sjálfur svo að hann
hafi viljað finna svar við spurning-
unni um hvernig mál atvikuðust svo
að frá því að ekkert væri til var allt í
einu til eitthvað og það eitthvað varð
að okkur. Bókin er mikil að vöxtum,
enda krefst viðfangsefni þess að ít-
arlega sé farið í hlutina, en Bryson
leitaði fanga hjá hundruðum vísinda-
manna við efnisöflun. Eins og þeir
vita sem lesið hafa fyrri verk Bry-
sons segir hann skemmtilega frá og
þó sumt af því sem hann segir frá sé
frekar þurr fróðleikur lifnar það við í
meðförum hans.
Harry Potter – Order of the Phoenix
Fjórða bókin í sagnabálkinum um
Harry Potter er þykk og mikil en
hún er líka að segja mikla sögu. Eftir
því sem sögunni
vindur fram,
Harry eldist,
verður frásögnin
líka veigameiri,
meiri alvara und-
ir og atburða-
rásin skelfilegri.
Harry Potter
verður líka sjálf-
ur trúverðugri persóna, ekki eins
óþolandi góður og réttsýnn og í fyrri
bókunum, hann er kominn með netta
gelgju og kominn með skap, oft
ósanngjarn og afundinn eins og ung-
linga er siður. Skemmtileg lesning
fyrir alla.
Jonathan Lethem –
The Fortress of Solitude
Ef marka má bókaumfjöllun í banda-
rískum dagblöðum og netmiðlum er
eitt helsta skáldverk sem kom út
vestan hafs á síðasta ári þessi
þroskasaga frá Brooklyn eftir Jon-
athan Lethem,
sem menn kalla
nú Brooklyn-
skáldið. Í bókinni
segir Lethem frá
ungum hvítum
pilti sem elst upp
hjá foreldrum
sínum í blökku-
mannahverfi í
Brooklyn og gengur í skóla þar sem
hann er eini hvíti nemandinn. Á end-
anum eignast hann vin, blökkupilt
sem er einnig nágranni hans og saga
þeirra tveggja er um margt saga
Brooklyn og New York á áttunda
áratugnum, erfiðum tímum þegar
stóra eplið, eins og borgin er gjarnan
kölluð, rotnaði innan frá, hverfi
borgarinnar urðu fyrir barðinu á eit-
urlyfja- og glæpaöldu, íbúar börðust
við fátækt og vonleysi en náðu þó að
skapa menningu sem fékk hljóm-
grunn víða um heim, pönk, hiphop,
graff og framúrstefnulist. Fín bók og
vel skrifuð.
Neal Stephenson – Quicksilver
Með merkilegustu bókum síðustu
ára vestan hafs er Cryptonomicon,
mikil skáldsaga eftir Neal Stephen-
son sem segir
mikla sögu. Um
það leyti sem
Cryptonomicon
kom út lýsti
Stephenson því
að hann hygðist
skrifa framhald
hennar, sem síðar
varð forleikur í
þremur bindum. Stephenson er rit-
fær vel og duglegur eins og sést af
því að Quicksilver, sem er fyrsta
bindi þríleiksins, er hátt í þúsund
síður og væntanlega verður fram-
haldið annað eins.
Quicksilver hefst árið 1713 þar
sem Enoch Root, sem menn kannast
við úr Cryptonomicon, leitar uppi
Daniel Waterhouse í frumgerð há-
skóla í Massachusetts. Til sögunnar
koma síðan fleiri merkilegri menn,
Robert Hooke, Isaac Newton og
Gottfried Wilhelm Leibniz svo fáein-
ir séu nefndir, en bókin er eiginlega
hugmyndasaga ekki síður en rismik-
ið skáldverk.
Dennis Lehane – Shutter Island
Mikið er nú látið með spennusagna-
höfundinn Dennis Lehane enda
skrifaði hann
bókina sem
myndin magnaða
Mystic River
byggist á. Lehane
hefur notið vel-
gengni fyrir
spennubækur
sínar, ekki síst
fyrir það hve hon-
um hefur verið lagið að koma les-
endum sínum á óvart. Á árinu kom út
bók eftir hann sem vakti mikið umtal
og jafnvel deilur Lethen-áhuga-
manna, enda bregður hann útaf,
skrifar margslungna bók um glæp
og geðtruflanir sem kemur lesend-
um í opna skjöldu. Bókin segir frá
lögreglumanninum Teddy Daniels
sem er á leið til Shutter-eyju
skammt utan við Boston með félaga
sínum, Chuck Aule, að grafast fyrir
um dularfullt mannshvarf. Á eynni
er fangelsi fyrir geðsjúka afbrota-
menn og smám saman kemur í ljós
að ekki er allt sem sýnist, söguper-
sónurnar eru ekki þær sem lesand-
inn heldur í upphafi og allra síst höf-
uðpersónan, Teddy Daniels. Snúin
bók.
Alexander McCall Smith –
The Full Cupboard of Life
Enginn er svikinn af bókunum um
Mma Ramotswe, einkaspæjara í
Botswana, eftir skoska lagaprófess-
orinn Alexander
McCall Smith.
Bækurnar um
Mma Ramotswe
eru orðnar fimm
og óhætt að mæla
með þeim öllum.
Ekki þarf að lesa
þær í röð, en vissu-
lega skemmti-
legra. Söguhetja bókanna, Mma Ra-
motswe, heitir fullu nafni Precious
Ramotswe, en þegar faðir hennar
elskulegur deyr selur hún 180 naut-
gripi hans og notar peningana til að
stofna spæjaraskrifstofu, The No 1
Ladies’ Detective Agency. Glæpirnir
sem Mma Ramotswe leysir eru iðu-
lega ekki glæpir og þó hún hafi ríku-
lega ályktunargáfu skiptir innsýn í
hjörtu manna oftar meira máli en
beinar rannsóknir.
Dan Brown – The Da Vinci Code
Engin spennubók hefur verið eins
umdeild víða um heim og The Da
Vinci Code eftir Dan Brown. Hún
segir frá grimmilegu morði og alda-
gömlu samsæri
sem á sér rætur í
frumkristni, en
hún gengur með-
al annars út á að
Jesú Jósefsson og
María Magdalena
hafi eignast barn
saman og af þeim
sé kominn ætt-
bogi. Söguhetja bókarinnar er
bandaríski táknmyndasérfræðingur-
inn Robert Langdon sem kallaður er
fyrir tilviljun, að því er virðist, til að
aðstoða við morð á forstöðumanni
Louvre-safnins franska. Við sögu
kemur einnig barnabarn forstöðu-
mannsins, Sophie Neveu, dulmáls-
fræðingur frönsku lögreglunnar, og
þau Langdon og Neveu leggja á
flótta undan lögreglunni og morðóð-
um munki.
Bókin er æsispennandi og hin
besta dægrastytting hvort sem er á
ensku eða íslensku.
Jólalesning á ensku
Mikið af bókum hefur borist hingað til lands á árinu og ekki
annað að merkja en að áhugi á erlendum bókum sé að aukast.
Árni Matthíasson mælir með nokkrum.
LAU. 13/12 - KL. 18 UPPSELT
LAU. 13/12 - KL. 22 ÖRFÁ SÆTI LAUS
SUN. 14/12 - KL. 19 UPPSELT
LAU. 20/12 - KL. 15 LAUS SÆTI
SUN. 21/12 - KL. 15 LAUS SÆTI
ATH! SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓTIN
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
Leikhópurinn Á senunni
nýtt barnaleikrit
eftir Felix Bergsson
Sun. 14. des. kl. 14. uppselt
Sun. 21. des. kl. 14.
Lau. 27. des. kl. 14. uppselt
Lau. 27. des. kl. 16. uppselt
Sun. 28. des. kl. 14.
Sun. 28. des. kl. 16. örfá sæti
Miðasala í síma 866 0011
www.senan.is
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Lau 13/12 kl 14 - UPPSELT, Su 14/12 kl 14 - UPPSELT
Lau 27/12 kl 14 - UPPSELT,
Su 28/12 kl 14 - UPPSELT
Lau 3/1 kl 14, Su 4/1 kl 14,
Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14
Su 18/1 kl 14, Lau 24/1 kl 14
Su 25/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 31/1 kl 14
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Fö 9/1 kl 20
Miðasala: 568 8000
Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00
miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00
laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00
KVETCH e. Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Fö 12/12 kl 20 AUKASÝNING
Allra síðasta sýning
SAUNA UNDER MY SKIN
Gestasýning Inclusive Dance Company - Noregi
Su 14/12 kl 20
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
Meira (en) leikhús!
TIL SÖLU ALLA DAGA: LÍNU-BOLIR, LÍNU-DÚKKUR
****************************************************************
LÍNU-LYKLAKIPPUR, HERRA NÍELS, HESTURINN
****************************************************************
GJAFAKORT Á LÍNU LANGSOKK KR. 1.900
BROT AF ÞVÍ BESTA
í samstarfi við KRINGLUSAFN
BORGARGÓKASAFNSINS og KRINGLUNA
Höfundar lesa úr nýútkomnum bókum:
Hallgrímur Helgason, Hlín Agnarsdóttir,
Flosi Ólafsson, Guðmundur Steingrímsson,
Ævar Örn Jósepsson og Sigurður Pálsson
Jóladjass: Davíð Þór Jónsson, Óskar Guðjónsson
Fi 11/12 kl 20:30 -
Aðgangur ókeypis
SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams
Forsýning fö 26/12 kl 20 - kr. 1.500
FRUMSÝNING lau 27/12 kl 20 - UPPSELT
Su 28/12 kl 20, Fö 2/1 kl 20, Lau 3/1 kl 20
JÓLASÖNGVAR
Kammerkórinn
Vox academica
Stjórnandi Hákon Leifsson
Neskirkja v /Hagatorg
laugardaginn
13. desember
kl. 17
Aðgangseyrir 1.000 kr.
Gríman 2003
„BESTA LEIKSÝNING ÁRSINS,“ að mati áhorfenda
sjá nánari upplýsingar á www.sellofon.is
Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700
og sellofon@mmedia.is
IÐNÓ
Fim. 11. des. kl. 21.00. örfá sæti
Þri. 30. des. kl. 21.00. Jólasýning
LOKASÝNINGAR Á ÁRINU
.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
SKEMMUVEGI 36
Sími 557 2000
BLIKKÁS –
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111