Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 54

Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 3D gleraugu fylgja hverjum miða Sýnd kl. 8 og 10.10. Stranglega bönnuð innan 16 ára!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV Kl. 4, 6 og 8. B.i. 10. Kl. 10. B.i. 16. Sýnd kl. 4. Medallían er annað öflugasta vopn í heimi. Hann er það öflugasta! Frábær mynd stútfull af gríni og spennu! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10. Will Ferrell  Kvikmyndir.com EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 14. kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 14 ára Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari!  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Sýnd kl. 6. Með ísl. tali. Will Ferrell  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10. B.i. 16. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. Frábær grínmynd um strák sem skilinn er eftir heilt sumar hjá tveim snarklikkuðum frænd- um sínum. Stórleikararnir Michael Caine, Robert Duvall og Osment úr Sixth Sense fara á kostum. Kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! R E Y K J A V Í K & A K U R E Y R INánari upplýsingar á www.fujifilm.is S k i p h o l t i 3 1 , R e y k j a v í k , s : 5 6 8 0 4 5 0 ı K a u p v a n g s s t r æ t i 1 , A k u r e y r i , s : 4 6 1 2 8 5 0 M y n d s m i ð j a n E g i l s s t ö ð u m ı F r a m k ö l l u n a r þ j ó n u s t a n B o r g a r n e s i ı F i l m v e r k S e l f o s s i Fujifilm stafrænar myndavélar, framúrskarandi myndgæði – frábært verð. MYNDARLEGT TILBOÐ 3.24 milljón virkir dílar. Ljósnæmi ISO 100. 6x aðdráttarlinsa (38-228mm). Hægt að fá víðvinkil (30mm) og enn meiri aðdrátt (342mm). Tekur allt að 200 sek kvikm. með hljóði. Hægt að tala inn á ljósmyndir allt að 30 sek á hverja mynd. Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að taka allt að 300 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Allt sem þarf til að byrja fylgir Verð kr. 59.900,- S304 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Fjöldi myndatökumöguleika; s/h, króm, runur osfrv. Ljósnæmi ISO 200-800. 3x aðdráttarlinsa (38-114mm) auk stafræns aðdráttar. Með F hnapp sem auðveldar allar myndgæða stillingar. Tekur kvikmyndir 320x240 díla, 10 rammar á sek., upp í 120 sek í einu. Hægt að tala inn á myndir. Lithium Ion hleðslurafhlaða og hleðslutæki fylgir. Notar nýju X-D minniskortin. 165 g án rafhlöðu. Verð kr. 49.900,- F410 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Ljósnæmi ISO 100/200/400/800 (800 í 1M). 3x aðdráttarlinsa (38-114mm). Hægt að taka allt að 250 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Tekur allt að 120 sek kvikmynd (án hljóðs). Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að fá vöggu. Allt sem þarf til að byrja fylgir. 155 g án rafhlöðu. Verð kr. 35.500,- A310 Ný send ing komin Framkö llun á 25 sta frænum myndum fylgir hv erri seldri m yndavél í septem ber! ROKKARINN Ozzy Osbourne liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa slasast á fjórhjóli. Hann lá á gjörgæsludeild í fyrrinótt, að sögn læknis á Wexham Park-sjúkrahúsinu í Slough. Ozzy, sem er 55 ára, gekkst undir skurð- aðgerð en hann braut viðbein, átta rifbein og hálslið í slysinu. Kallað var á sjúkrabíl að heimili hans í Berkshire klukkan 14.20 á mánudag. Yfirmaður sjúkrahússins, Dick Jack læknir, segir að hann sé ekki lífshættulega slasaður. Í yfirlýsingu frá umboðsmanni Osbournes sagði að aðgerð hefði verið gerð til að lyfta viðbeininu sem klemmdi æð og hindraði blóðflæði í annan handlegg- inn. Einnig hefði blætt inn á lungu hans. Osbourne fæddist í Birmingham á Englandi og varð frægur þegar hann söng með hljómsveitinni Black Sabbath. Hafa sjónvarpsþættir um hann og fjölskyldu hans notið mikilla vinsælda að undanförnu. Ozzy Osbourne illa slasaður eftir fjórhjólaslys Braut viðbein, átta rifbein og hálslið Reuters Ozzy Osbourne lenti í fjórhjólaslysi og liggur á sjúkrahúsi í Englandi og er fremur þungt haldinn. HVAÐ er ástin eiginlega, þessi langvinni kvilli sem leggst jafnt á háa sem lága, snýr tilveru þeirra á hvolf, ber í senn einkenni kvalræðis og al- sælu, breytir snarlega allri forgangs- röðun og er kannski þegar öllu er á botninn hvolft það sem gefur lífinu gildi? Ástin í sínum ólíkustu og keim- líkustu myndum, er einmitt umfjöll- unarefnið, sem breski handritshöf- undurinn og leikstjórinn Richard Curtis, gerir skil svo um munar í kvik- myndinni Love Actually, eða Ást í reynd. Curtis er enginn viðvaningur í handritsgerð, enda komið að smellum sem ná allt frá Black Adder gaman- þáttaröðunum, til kvikmynda á borð við Fjögur brúðkaup og jarðarför, Notting Hill, Dagbók Bridget Jones og fleiri samstarfsverkefnum, m.a. með hinum óborganlega Rowan Atk- inson. Í þetta sinn leikstýrir Curtis ásamt því að skrifa og hér er ætlunin greinilega sú að fara alla leið í að skemmta, gleðja og syrgja, að búa til rómantíska gamanmynd sem enginn getur staðist, meiri háttar ástarsögu sem í þokkabót á sér stað rétt fyrir jól. Ást í reynd er kannski best lýst sem nokkurs konar jólahlaðborði ást- arsagna, en í handritinu er tvinnað saman sögum nokkurra para og ein- staklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið fórnarlömb ástar- guðsins knáa sem skýtur örvum sín- um að því er virðist nær stefnulaust í allar áttir. Meðal þeirra sem fengið hafa að kenna á skotgleði Amors eru hryggbrotinn rithöfundur leikinn af Colin Firth, sem finnur ástina einmitt þegar hann reynir að fela sig fyrir henni, (enda skilur Amor ekki hug- takið landamæri); stjúpfeðgarnir Daniel (Liam Neeson) og Sam (Thomas Sangster) sem glíma á sama tíma við missi og alvarlega hvolpaást drengsins; og breskur forsætisráð- herra (Hugh Grant) sem stígur á fyrsta degi embættis síns inn á Down- ingstræti 10 og verður ástfanginn. Í lífi hjónanna Harrys (Alan Rickman) og Karenar (Emma Thompson) snýst ástin upp í mesta mögulega sársauka, og í næsta hverfi reynir Mark (And- rew Lincoln) að lifa með óendurgold- inni ást til eiginkonu besta vinar síns. Fleiri persónur koma við sögu, og í kringum þær rótast upp ýmis kurl sem gera ástina ýmist mögulega eða ómögulega, frelsandi eða lamandi. Þess á milli skýtur Rowan Atkinson upp kollinum og fær áhorfandann til að hlæja að öllu saman. Í þessari athugun á ástinni leikur Curtis fimlega með tvær víddir í skilningi á ástinni og tekst með dálít- illi lagni að sætta þetta tvennt, þannig að áhorfandinn getur sleppt báðum fótum af jörðinni og notið ferðarinnar um mátulega ljúfsárar og loftkenndar lendur ástarinnar. Þetta eru annars vegar Stóra Ástin, óbilandi og upp- hafið viðfangsefni ástarsagna, popp- slagara og rómantískra bíómynda, og öllu óáþreifanlegri birtingarmynd ástarinnar, sú sem veldur því að við sýnum tryggð og fórnarlund, og sækjum fólkið okkar út á flugvöll. En í meðförum Curtis er Stóra Ástin al- veg jafn gjaldgeng og raunveruleg og ástin í hversdeginum, hún er kannski löngu orðin að klisju en sönn engu að síður. Ýmsir fleiri þættir gera það að verkum að uppskriftin að þessum mikla ástarrúsínugraut gengur upp. Leikhópurinn er að því er virðist endalaus runa hæfileikaríkra sjarm- öra, þar sem allir fá að njóta sín og enginn skyggir á. Í meðförum hrein- ræktaðs Hollywood-afkvæmis hefði verkefni á borð við þetta eflaust runn- ið hratt og örugglega út í sandinn, en hér er það breska skopskynið sem heldur skipinu á öruggri siglingu. Tóninn að þessari bíræfnu en vel heppnuðu tilraun slær Curtis reyndar í upphafi myndarinnar, með sköpun einnar af fyndnustu persónum henn- ar, útjaskaða rokksöngvaranum Billy Mac, sem verður í meðförum leikar- ans Bill Nighy að nokkurs konar millistigi af Iggy Pop og Keith Rich- ards. Sá ákveður í félagi við umboðs- mann sinn að freista þess að ná lagi inn á jólavinsældalistann með því að endurvekja gamlan ástarslagara og setja orðið „jól“ inn í staðinn fyrir „ást“. Auðvitað er þetta samblanda sem enginn stenst og lagið fer beint á toppinn. Amor í essinu sínu KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Leikstjórn og handrit: Richard Curtis. Kvikmyndataka: Michael Coulter. Aðal- hlutverk: Hugh Grant, Emma Thompson, Alan Rickman, Liam Neeson, Colin Firth, Laura Linney, Bill Nighy, Keira Knightley, Martine McCutcheon, Billy Bob Thornt- on, Rowan Atkinson o.fl. Lengd: 135 mín. Bretland/Bandaríkin. Universal Pictures, 2003. LOVE ACTUALLY / ÁST Í REYND  Hugh Grant og Martine McCutcheon í Ást í reynd. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.