Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 60

Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FLÓÐLÝSING við Gullfoss er nú í undir- búningi. Markmiðið er að hægt verði að skoða fossinn í skammdeginu og lengja þar með ferðamannatímabilið. Ragnar S. Ragnarsson, sveitarstjóri í Bláskóga- byggð, segir að hugmyndin hafi komið upp við gerð aðalskipulags og hefur byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkt hana. Fjárlaganefnd Alþingis hefur verið send ósk um fjárveitingu vegna undirbúnings- vinnu og hefur þingmönnum Suður- kjördæmis verið kynnt hugmyndin. Ragnar segir að unnið sé að þessari hugmynd af fullri alvöru. ,,Fossinn er nán- ast í myrkri í a.m.k. sex mánuði á ári en þarna koma rútur daglega og fólk kemur þarna á nær öllum tímum. Markmiðið með þessu er að lengja ferðamannatímabilið,“ segir hann. Að sögn Ragnars er ekki talið að þörf sé á að fram fari mat á umhverfis- áhrifum vegna flóðlýsingarinnar. Í umfjöllun í Bændablaðinu í gær er haft eftir Oddi Þ. Hermannssyni landslags- arkitekt að koma mætti ljóskösturum þannig fyrir að þeir yrðu huldir undir vesturbrún gjárinnar. Segist hann sjá fyr- ir sér að ljósgeislum yrði beint í foss- brúnina á efri og neðri flúðinni, bjarmi geislans dæi síðan út í fossflúðirnar og við- héldi þeirri dulúð sem fossinn býr yfir. Morgunblaðið/RAX Gullfoss er tignarlegur í klakaböndum. Undirbúa flóðlýsingu Gullfoss LÖGMENN tveggja af þremur olíufélögum segja frest sem Samkeppnisstofnun ætlar fé- lögunum til andmæla of stuttan, og mun a.m.k. Olíufélagið Esso sækja um lengri frest til að svara síðari skýrslu Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna. Félögin hafa 60 daga til að gera athugasemdir við skýrsluna og rennur fresturinn út í byrjun febrúar. „Við sjáum ekki að við náum að ljúka þessu á þessum vikum sem okkur eru gefnar. Það er augljóst að það verður óskað eftir að fá lengri frest,“ segir Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Olíufélagsins Esso. Aðspurður hversu langan frest félagið telji sig þurfa segir Kristinn að verið sé að meta það núna. Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís, tek- ur undir orð Kristins, og segir ljóst að and- mælafresturinn sé naumur. „Það er afar stutt- ur frestur sem okkur er skammtaður miðað við hvað skýrslan er stór og umfangið mikið,“ seg- ir Gísli. Hann segist ekki geta sagt til um hversu langan tíma Olís telji sig þurfa. Enn ekkert reynt að semja Lögmenn Olís hafa ekki reynt að semja við Samkeppnisstofnun eftir að þeim var afhent seinni skýrslan á föstudag, en Gísli segir ljóst að menn vilji ljúka málinu sem fyrst, enda hafi það tekið ógnarlangan tíma. Gísli útilokaði ekki að fundað yrði með samkeppnisyfirvöldum bráðlega til að reyna að semja um lausn máls- ins. Lögfræðingar Esso eru nú að ljúka fyrstu yfirferð yfir skýrslu Samkeppnisstofnunar. Kristinn segir að ekkert hafi verið reynt að semja við Samkeppnisstofnun eftir að olíufé- lögin fengu seinni skýrslu stofnunarinnar í hendur til andmæla. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, sagði að engar viðræður hefðu átt sér stað síðan Skeljungur fékk skýrsluna í hendur á föstudag. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um sam- skipti við Samkeppnisstofnun, eða um það hversu langan tíma það myndi taka að svara stofnuninni. Skýrsla Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna Munu sækja um lengri frest til að andmæla JÖRÐ er nú snævi þakin norðan heiða og snjóaði látlaust í logni í gærdag. Sú sjón sem við mönn- um blasti var því í jólalegra lagi eða eiginlega nákvæmlega eins og margir gera sér ekta jóla- veður í hugarlund. Greinar grenitrjánna að sligast undan þungum snjónum. Alveg er óvíst hvort þær Guðrún Ösp Ólafs- dóttir og Ásta Lilja Harðardóttir hafa verið með hugann við námsbækurnar á leið heim úr skólanum í gær. Líklegra að eitthvað annað hafi verið þeim ofar í huga þar sem þær ösluðu snjóinn yfir Hamarskotstúnið. Jólasnjórinn er kominn á Akureyri Morgunblaðið/Kristján ENN eitt meiriháttar fíkni- efnasmyglið í Leifsstöð var af- hjúpað á sunnudag þegar 24 ára íslensk kona var tekin með 1,2 kg af hassi. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann hassið og var málið sett í rannsókn hjá lögreglunni á Keflavíkur- flugvelli í kjölfarið. Konan var að koma frá Kaupmannahöfn og hafði límt hassið tryggilega á líkama sinn, innanverð læri og bak. Tollgæslan uppgötvaði smyglið við hefðbundið eftirlit og lagði lögreglan fram gæsluvarð- haldskröfu hjá Héraðsdómi Reykjaness sem úrskurðaði konuna í gæsluvarðhald til 11. desember. Henni var þó sleppt í gær þar sem málið telst upp- lýst í kjölfar handtöku tveggja karlmanna um þrítugt í Leifs- stöð á mánudag. Hafa þeir við- urkennt aðild sína að smyglinu. Um er að ræða þriðja stór- fellda fíkniefnasmyglið sem tollgæslan á Keflavíkurflug- velli afhjúpar í Leifsstöð á vikutíma. Um 400 grömm af kókaíni voru tekin af tveimur mönnum í síðustu viku og karl- maður á sextugsaldri var tek- inn með 2 kg af hassi og dæmd- ur í sex mánaða fangelsi fyrir vikið. Tekin með rúmt kíló af hassi Enn eitt stórfellt fíkniefnasmyglið í Leifsstöð „ÉG VAR mjög hrædd í fyrstu en nú hefur hræðsl- an breyst í reiði,“ segir kona á höfuðborgarsvæðinu sem varð fyrir barðinu á ótrúlega bíræfnum inn- brotsþjófi á laugardagsmorgun. Hann sætti færis á að komast inn í íbúð hennar og læsti hana inni á baðherbergi og lét síðan greipar sópa. Hann stal skartgripum, 30 geisladiskum auk muna eins og farsíma, veski með ökuskírteini og debetkorti o.fl. „Öll öryggistilfinning er horfin eftir þetta og ég hef lítið getað sofið síðan þetta gerðist. Það versta við innbrotið er sú vitneskja að maðurinn hafi verið úti um allt inni hjá mér. Hann fór inn í fataskápinn minn og tætti allt úr honum,“ segir konan. Þetta virtist ætla að verða ósköp venjulegur laug- ardagsmorgunn hjá henni þegar hún fór á fætur klukkan 9.30 og fór í sturtu. „Þá heyri ég að það er bankað fast á alla glugga og hélt kannski að það væri nágranni minn læstur úti. Ég sá að enginn var fyrir utan hjá mér og fór í sturtu. Þjófurinn hefur séð ljós kvikna á baðherberginu og hefur þá nýtt tækifærið til að troða sér inn um eldhúsgluggann. Hann læsti því næst millihurð milli íbúðarinnar og baðherbergisins þannig að ég var læst úti. Ég heyrði vel í þjófinum og hljóp upp til leigusalans sem brást skjótt við en þá var þjófurinn á burt. Ég var mjög hrædd í fyrstu en nú er ég aðallega reið. Hann tók ökuskírteinið og debetkortið og alla lyklana mína. Mér finnst óþægilegt að vera í íbúðinni eftir þetta en þó er komin þjófavörn á eldhúsglugg- ann og búið að gera ráðstafanir við útidyrnar.“ Innbrotsþjófur læsti konu inni á baði og lét síðan greipar sópa „Öll öryggistilfinning horfin“ SAMKVÆMT fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2004 verður útsvarið, tekjuskatts- hlutfall sveitarfélagsins, hækkað úr 12,7% í 12,94%. Fjárhagsáætlunin var tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs, segir þetta gert til að standa undir mikilli uppbyggingu í bænum og þjónustu við íbúa, án þess að reka bæjarsjóð með halla eða hækka skuldir. Í nýframlagðri fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar er ekki lagt til að útsvar hækki. Nú er útsvarsprósentan 12,7% í höfuðborginni, 13,03% í Hafnarfirði og 12,46% í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Samkvæmt lögum má út- svarið ekki vera hærra en 13,03%. Útsvar hækk- ar í Kópavogi  Mikil uppbygging/19 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.