Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 12

Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TILGANGUR Vertu til!, samstarfs- verkefnis Sambands íslenskra sveit- arfélaga og Áfengis- og vímuvarna- ráðs um að efla áfengis- og fíkniefnaforvarnir sveitarfélaga, er að styðja við sveitarfélög í forvarna- starfi. Verkefnið er sveitarfélögun- um að kostnaðarlausu og er til þriggja ára. Samstarfsverkefnið var kynnt fulltrúum sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu í gær, en áður hafði það verið kynnt á aðalfundum lands- hlutasamtaka sveitarfélaga og hjá ýmsum hópum og nefndum. Í samningi um verkefnið segir meðal annars að verkefnisstjórn skuli leitast við að hafa yfirsýn yfir forvarnarstarf í sveitarfélögum og hafa víðtækt samstarf við þá sem þar sinni forvarnarstarfi. Hún á jafn- framt að veita ráðgjöf og leiðbein- ingar um skipulag og framkvæmd starfsins og beita sér fyrir samstarfi sveitarfélaga á þessu sviði. Enn- fremur skal hún safna saman upp- lýsingum um forvarnarstarf í sveit- arfélögum og miðla þeim á milli sveitarfélaga. Helstu markmið verkefnisins eru að forvarnir gegn sjálfseyðandi hegðun ungs fólks verði viðurkennd- ur og sýnilegur málaflokkur í sveit- arfélögunum, að sveitarfélögin setji sér sérstaka forvarnaáætlun, að þau ráði forvarnafulltrúa til að hafa um- sjón með stefnumörkun og fram- kvæmd, að forvarnir verði fastur lið- ur í starfi sveitarfélaga og samþættur öðrum viðfangsefnum, að forvarnir taki mið af aðstæðum og þróist í takt við starfsemi viðkom- andi sveitarfélags og að samvinna þeirra sem vinna að forvarnamálum verði efld. Svandís Nína Jónsdóttir og Sig- ríður Hulda Jónsdóttir eru verkefn- isstjórar og segja þær að hugmynd- inni hafi verið mjög vel tekið. „Það er greinilega mikill áhugi á þessu,“ seg- ir Sigríður Hulda. Svandís Nína áréttar mikilvægi forvarna og bendir í því sambandi á að á undanförnum 10 árum megi rekja um 470 dauðsföll hérlendis beint til áfengis- og vímu- efnaneyslu og fjöldi fangavistana vegna fíkniefnabrota hafi farið úr 8,3% árið 1992 í 24,8% árið 2000. Eftir áramótin verður kynning- unni fylgt eftir með heimsóknum verkefnisstjóra til þeirra sveitarfé- laga sem óska eftir til dæmis aðstoð við stefnumótun í forvarnastarfi, ráðgjöf eða námskeiðishaldi. Heimasíða verkefnisins er vertu- til.is og þar eru ýmsar upplýsingar auk þess sem boðið er upp á spjall. Samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Áfengis- og vímuvarnaráðs Vilja styðja við for- varnastarf sveitarfélaga Morgunblaðið/Eggert Verkefnið var kynnt á fundi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í gær. EKKI er óalgengt að vitnað sé til hins forna lagasafns Jónsbókar frá árinu 1281 í dómsmálum nú- tímans. Í eignarréttarmálum ger- ist það af og til að rykið er dust- að af Jónsbók þegar deilur rísa. Nýjasta málið þar sem byggt er á Jónsbók varðar bótakröfu nokk- urra listamanna á hendur Kristnihátíðarnefnd vegna lista- verka sem skemmdust á sýningu á Þingvöllum haustið 2000. Krefjast listamennirnir 10,6 milljóna króna í bætur og útiloka ekki að stefna Kristnihátíð- arnefnd fyrir dóm ef ekki verður orðið við kröfunum eða viðunandi samningar nást. Í málinu er byggt á 16. kapít- ula þjófabálks Jónsbókar en í upphafi hans segir: „Nú ef maður lér grip sinn, þá skal hver láni heilu heim koma eða gjalda verð eiganda sem …skynsamir menn meta, nema hinn týnist, er léð var, með láni, því að eigi mátti hann það lán ábyrgjast er hann mátti eigi líf sjálfs síns.“ (Laga- safn Íslands útg. 2003) Fortakslaus ábyrgð lántakanda Að sögn Sigurðar Líndal lag- arpófessors merkir þetta að hver beri fortakslausa ábyrgð á því sem hann fær að láni, nema sá hinn sami farist með láninu. Hér gæti verið um að ræða bíl sem fenginn er að láni og lántakand- inn ferst í bílslsysi við að aka fram af hengiflugi. Ber hann þá ekki ábyrgð á bílnum, þ.e. dán- arbú hans. Til fróðleiks má nefna að þetta atriði hefur þó verið gagnrýnt í gegnum aldirnar og menn viljað láta dánarbú bera ábyrgð á lánshlutum. Sigurður Líndal segir það ekk- ert einsdæmi að vitnað sé til Jónsbókar í nútímadómsmálum. „Stundum er vitnað í Jónsbók í eignarréttarmálum, ekki endilega vegna þess að ákvæðið sé í gildi, heldur segir það forsögu gildandi ákvæða. Einnig hefur verið vitn- að í Jónsbók þegar dæmt hefur verið í málum ef um er að ræða gerninga sem gerðir voru þegar ákvæði Jónsbókar voru í gildi, t.d. í eignarréttarmálum út af há- lendinu,“ segir hann. „Það er hins vegar óvanalegt á Evrópumælikvarða að svo gömul ákvæði séu enn í gildi og hafi raunhæft gildi. Sem dæmi má nefna að nær öll ákvæði um reka á Íslandi eru úr Jónsbók.“ Bundnir af gerðum samningum Áætlað söluverð listaverkanna sem lánuð voru á Kristnihátíð á sínum tíma er rúmlega 7,3 millj- ónir króna að mati Ólafs Jóns- sonar, fyrrverandi forstöðumanns Listasafns ASÍ, og Sverris Krist- inssonar, löggilts fasteignasala. Þeir voru dómkvaddir af Páli Þorsteinssyni héraðsdómara til að meta verkin. Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri Kristnihátíð- arnefndar, segir nefndina vilja standa við þá samninga sem gerðir voru við listamennina, en telji listamennirnir sig ekki þurfa að standa við gerða samninga, þá sé það leitt að standa í samn- ingum sem listamenn vilja ekki kannast við eftir á. „Við teljum okkur bundna af gerðum samn- ingum og þar stendur málið hjá okkur vegna þess að ég gekk út frá því að menn vildu standa við samninga,“ segir hann. „Okkar sjónarmið hefur allan tímann ver- ið að standa við þá samninga sem við gerðum við listamennina og við höfum aldrei hvikað frá því.“ Sjónarmið Kristnihátíð- arnefndar í málinu er að bóta- réttur takmarkist við efn- iskostnað listaverkanna og segir Júlíus að nefndin sé ekki bundin af mati dómkvaddra matsmanna. Umræddir listamenn eru Bjarni Sigurðsson, Hulda Hákon, Ósk Vilhjálmsdóttir, Rúrí, og Sig- urður Árni Sigurðsson. Jónsbók frá 1281 lifir góðu lífi í nútímadómsmálum TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra sagði nauðsynlegt að stuðla að menningarlegri fjöl- breytni í upplýsingasamfélaginu á fyrsta leiðtogafundinum um upplýs- ingasamfélagið sem nú stendur yfir í Genf. Tómas Ingi varpaði í aðalræðu sinni fram þeirri spurningu hvernig hægt væri að varðveita gæði í upp- lýsingaflaumi nútímans. Í máli hans kom fram að líta mætti á öll lönd heimsins sem þróunarlönd með sameiginlega hagsmuni af því að viðhalda þeirri menningarlegu fjöl- breytni sem mótast hefur í aldanna rás. Samþjöppun varasöm Tómas Ingi tók einnig þátt í mál- þingi um fjölmiðlun og varaði þar við hættum sem fylgja þeirri sam- þjöppun sem er að verða í alþjóð- legri fjölmiðlun. Hættan væri sú að þessi samþjöppun leiddi til eins- leitni í fréttaflutningi. Mælti hann með að menn fylgdust vel með þeirri þróun sem ætti sér stað á Netinu því þar færi nú fram um- fangsmikil frétta- og upplýsinga- miðlun sem segja mætti að væri mótvægi við einsleitni alþjóðlegra fjölmiðla. Fyrsti leiðtogafundurinn um upp- lýsingasamfélagið var undirbúinn af Sameinuðu þjóðunum og Alþjóða fjarskiptasambandinu ásamt ríkis- stjórn Sviss. Um 10 þúsund manns frá 191 landi sækja fundinn og eru í þeim hópi 44 þjóðarleiðtogar. Nauðsynlegt að stuðla að menning- arlegri fjölbreytni HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að bæklunarlæknum hafi verið heimilt á síðasta ári, að segja sjúk- lingum sínum, að þeim stæði ekki til boða á því ári að fá þjónustu með greiðsluþátttöku Trygginga- stofnunar ríkisins (TR) en jafn- framt að þjónustan stæði til boða ef sjúklingarnir greiddu að fullu fyrir hana sjálfir. Í gildi var samningur milli TR og félagsmanna Íslenska bæklunar- læknafélagsins (ÍB) um greiðslu TR á hluta almannatrygginga í lækniskostnaði vegna meðferðar sjúklinga hjá félagsmönnum ÍB. Þar var m.a. kveðið á um afslátt, sem færi hækkandi eftir því sem læknisverk yrðu fleiri á hverju ári. Í nóvember 2002 tjáðu nokkrir félagsmenn ÍB sjúklingum sínum að þeim stæði ekki til boða á því ári að fá þjónustu með greiðslu- þátttöku TR en jafnframt að þjón- ustan stæði til boða ef sjúkling- arnir greiddu að fullu fyrir hana sjálfir. Í málinu krafðist ÍB viðurkenn- ingar á því að félagsmönnum þess væri þetta heimilt og vísaði m.a. til ákvæða fyrrgreinds samnings, sem kvað á um að lækni væri heimilt að taka sjúkratryggðan einstakling til meðferðar án greiðsluafskipta TR ef sjúklingur óskaði þess. Hæstiréttur taldi, að í ljósi ákvæðis stjórnarskrárinnar yrði að líta svo á að félagsmenn ÍB hefðu óskert frelsi til að ráða verkum sín- um, innan þeirra marka sem því frelsi kynni að vera sett með samn- ingum þeirra eða lögum. Í lögum væri hvergi mælt fyrir um bann við því að leysa af hendi læknisverk fyrir annað endurgjald en greini í fyrrnefndum samningi við TR og ekki sé kveðið á um að lækni, sem bundinn sé af samningnum sé skylt að sinna hverjum þeim sjúklingi sem til hans leiti. Engin skilyrði komi fram í samningnum önnur en þau að sjúklingur óski sjálfur eftir þjónustu án greiðsluþátttöku TR og þótti Hæstarétti forsaga ákvæð- isins ekki gefa tilefni til ályktana um að heimildin, sem þar komi fram sé bundin frekari skilyrðum en berum orðum greini. Taldi rétt- urinn að félagsmönnum ÍB væri hvorki eftir nefndum samningi né einstaklingsbundnum samningum sínum við TR skylt að leysa af hendi sérhvert læknisverk á sér- fræðisviði sínu, sem leitað sé til þeirra um, eða slík verk allt að til- teknu magni. Þeir hafi því ekki með samningssambandi sínu við TR afsalað sér rétti til að velja eft- ir sínum eigin forsendum hvaða verkum þeir sinni, þar á meðal hvort þeir taki að sér verk með til- liti til fjárhagslegra ástæðna. Voru kröfur ÍB því teknar til greina. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garð- ar Gíslason, Hrafn Bragason, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr. Hafstein. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. flutti málið fyrir TR og Ragnar H. Hall hrl. fyrir ÍB. Bæklunarlæknar unnu í Hæstarétti Heimilt að segja sjúklingum að TR greiddi ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.