Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 14
THERIAK, dótturfyrirtæki Tölvu-
Mynda hf., hefur selt TweeSteden
sjúkrahúsinu í Hollandi hugbúnaðinn
Theriak Therapy Management sem
heldur utan um lyfjafyrirmæli og lyfja-
gjafir á sjúkrahúsum. Samningurinn
felur í sér kaup og uppsetningu kerf-
isins á 10 heilbrigðisstofnunun í Midd-
en-Brabant héraðinu í Hollandi, þar
sem eru samtals yfir 2200 sjúkrarúm.
Samningurinn er tugmilljóna
króna virði, að sögn Axels Ómarsson-
ar framkvæmdastjóra viðskiptaþró-
unar Tölvumynda.
„Þetta er stærsti samningur sem
við höfum gert enda er þarna um að
ræða heilbrigðisstofnanir í heilli sýslu
og umfangið er á við allt íslenska heil-
brigðiskerfið,“ sagði Axel í samtali
við Morgunblaðið.
Hann segir að samstarf Theriak og
TweeSteden hafi byrjað árið 2001.
„Þetta er vara sem við höfum verið að
þróa með spítalanum. Kerfið var
fyrst sett upp á lítilli deild og þar voru
könnuð hagkvæmnisáhrifin og virkn-
in, menn þurftu að venjast því að nota
kerfið. Þá gerði Deloitte & Touche
arðsemisgreiningu sem sýndi fram á
að fjárfestingin væri afar góð og síð-
an var farið út í að kaupa kerfið fyrir
allar 10 stofnanirnar.“
Arðsemisgreining Deloitte &
Touche sem Axel minnist á leiddi í
ljós að fjárfestingin myndi borga sig
upp á um þremur árum.
Aðspurður segir Axel að Theriak
sjái fram á frekari landvinninga í Hol-
landi og Þýskalandi í kjölfar þessa
samnings.
Gríðarleg viðurkenning
Axel segir að samningurinn sé mik-
il viðurkenning fyrir Theriak. „Hol-
land er það land fyrir utan Bandarík-
in sem er komið hvað lengst í
stakskömmtun lyfja. Það að selja
þeim svona kerfi er gríðarleg viður-
kenning því þeir eru mjög kröfuharð-
ir hvað þetta varðar.“
Axel segir að stakskömmtun, sem
hugbúnaðurinn styðst við, felist í því
að í stað þess að hjúkrunarkona nái í
eina og eina töflu handa sjúklingi ofan
í stórt pilluglas þá sé hverri töflu
pakkað sérstaklega inn og sett í poka
sem er merktur með strikamerkingu.
Þar með er hægt að lesa upplýsingar
um hvenær lyfið rennur út, af hvaða
tegund lyfið er o.s.frv. og hægt er að
rekja feril töflunnar.
Theriak Therapy hugbúnaðurinn
heldur utan um lyfjagjöf en læknar
skrá fyrirmæli um lyfjagjöf og
skammtastærð í þráðlausar hand-
tölvur á stofugangi. Handtölvurnar
veita læknum greiðan aðgang að öll-
um upplýsingum varðandi lyfjameð-
ferð sjúklinga og yfirsýn yfir þróun
meðferðarinnar. Í fréttatilkynningu
frá Theriak segir að Dax lyfjasér-
fræðikerfið, sem Íslensk erfðagrein-
ing hf. hefur þróað, sé tengt Theriak
og veiti læknum stuðning við lyfjaval.
Þegar lyf er valið birtast á skjánum
ábendingar um aukaverkanir, of-
næmi, milliverkanir milli lyfja,
skammtastærðir o.fl. Kerfið stuðlar
þannig að réttri ákvarðanatöku varð-
andi lyfjagjöf, að því er segir í til-
kynningunni.
Í fréttatilkynningunni segir einnig
að Theriak Therapy kerfið hafi unnið
til tvennra verðlauna í Hollandi. Sam-
tök forstöðumanna sjúkrahúsa hafi
gefið kerfinu fyrstu einkunn sem
besta kerfi sinnar tegundar og sam-
tök hjúkrunarfræðinga hafi gefið því
verðlaun sem bestu nýjung í hugbún-
aði fyrir hjúkrunarfræðinga.
Í tilkynningunni er vitnað í dr.
A.W. Lenderink, framkvæmdastjóra
sjúkrahússapóteksins í TweeSteden
sjúkrahúsinu. Segir hann að sjúkra-
húsið hafi tekið upp stakskömmtun
fyrir um 20 árum og þá hafi lyfja-
kostnaður lækkað um 12%. Hann
segir Theriak Therapy kerfið hafi
verið keypt til að auðvelda fram-
kvæmd stakskömmtunar sem er
mjög mannfrek án hjálpartækja.
„Auk þess sem hugbúnaðurinn stuðl-
ar að réttri ákvarðanatöku við lyfja-
gjöf munum við geta fækkað starfs-
fólki. Enn fremur gerir kerfið
hjúkrunarfræðingum kleift að lesa
saman upplýsingar um sjúkling,
lyfjaskammt og lyfjafyrirmæli um
leið og honum er gefið lyf. Hámarks-
öryggi er þar með tryggt í lyfjameð-
höndluninni miðað við þær aðferðir
sem nú þekkjast best.“
Theriak selur hugbúnað
á 10 hollenskar stofnanir
Er á við allt íslenska
heilbrigðiskerfið
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
„FUNDIR Hafrannsóknastofnunar-
innar um landið eru einkum haldnir
í því skyni að efla umræðu um skyn-
samlega nýtingu auðlindarinnar og
styrkja tengsl við þá sem sækja sjó-
inn,“ segir Jóhann Sigurjónsson,
forstjóri Hafrannsóknastofnunar-
innar, en fundaferð stofnunarinnar
um landið lauk í síðustu viku. Að
þessu sinni voru fundir um hafrann-
sóknir og veiðiráðgjöf haldnir á Ísa-
firði, Höfn, Reyðarfirði, Akureyri, í
Vestmannaeyjum, Grindavík og
Stykkishólmi. Á fundunum héldu
forstjóri og sérfræðingar Hafrann-
sóknastofnunarinnar fjölbreytt er-
indi, ræddu við fundargesti og svör-
uðu fjölmörgum fyrirspurnum.
Starfsmenn Hafrannsóknastofn-
unarinnar fóru í sams konar funda-
ferð um landið fyrir tveimur árum
og Jóhann segir aðspurður að
vissulega væri fullt tilefni til að
halda slíka fundi árlega. „Okkur
finnst mikilvægt að halda fundi út á
landi með almenningi til að styrkja
hina málefnalegu umræðu og ekki
síður til að ná í upplýsingar hjá því
fólki sem er í daglegum tengslum
við hafið og fiskinn. Við fundum
fyrir miklum áhuga og fundirnir
voru víðast hvar vel sóttir. Við fór-
um á sjö staði en höfum fengið óskir
frá fleiri stöðum um að halda einnig
fundi þar. Það er því víða mikill
áhugi á starfi okkar og við munum
verða við þessum óskum strax í jan-
úar. En það er mikill undirbún-
ingur að baki svona fundaferð, auk
þess sem við eigum fjölmarga fundi
með hagsmunaðilum allan ársins
hring. Við gerum því ekki ráð fyrir
að fara skipulagðar fundaferðir um
landið nema annað hvert ár en
reyna hins vegar að skipuleggja
ráðstefnur eða málþing um fiski-
fræðileg málefni þess á milli.“
Margt sem brann
á fundargestum
Á fundunum var gefin innsýn í af-
mörkuð rannsóknarverkefni stofn-
unarinnar. Haldin voru tvö erindi á
hverjum fundi og reynt að miða er-
indin við áherslur í sjávarútvegi á
hverjum stað. M.a. var á fundunum
raktar breytingar á ástandi sjávar
og áhrif þeirra á fiskistofna, farið
yfir vetursetustöðvar síldar í sögu-
legu samhengi, ástand humarstofna
við landið, kynntar rannsóknir á
botndýrum og búsvæðum þeirra á
djúpslóð og kynnt var verkefni sem
snýr að kortlagningu hafsbotnsins
sem vakti að sögn Jóhanns mikla at-
hygli sjómanna á fundunum. Þá
voru einnig kynntar rannsóknir á
fæðu þorsks sem að sögn Jóhanns
hefur verið samvinnuverkefni Haf-
rannsóknastofnunarinnar og sjó-
manna, þar sem sjómenn hafi verið
mjög virkir í gagnasöfnun.
„Við fundum fyrir því alls staðar
að sjómenn höfðu áhuga á að taka
virkari þátt fiskirannsóknum, til
dæmis með öflun sýna. Það var eðli
málsins samkvæmt ýmislegt sem
brann á fundargestum og misjafnt
eftir stöðum og landshlutum hvað
menn vildu ræða. Alls staðar urðu
hins vegar talsverðar umræður um
stöðu þorskstofnsins og nýtingu
hans, svo sem hvað varðar breyt-
ingar á reglum um möskvastærð í
netum, friðun hrygningarsvæða og
smáfiskavernd. Það velta margir
fyrir sér horfum varðandi þorsk-
stofninn, hvort að hann sé á upp-
leið, hvaða áhrif umhverfisþættir
hafa á nýliðun, vöxt og kynþroska.
Umræður urðu víðast hvar fjör-
legar og stundum snarpar en við
fengum þar fjölda ábendinga og til-
mæla, líkt og við vonuðumst eftir.
Eins vildu margir ræða rannsóknir
á áhrifum veiðarfæra á hafsbotn-
inn, meinta skaðsemi flotvörpu-
veiða, rannsóknir á seiðaskiljum og
margt fleira.“
Jóhann segir að einnig hafi á
fundunum verið kynnt ný vefsíða
Hafrannsóknastofnunarinnar og
þar hafi komið fram mikil ánægja
með það framtak og ljóst að sífellt
fleiri nýti sér þennan miðil til öfl-
unar upplýsinga.
Fundaferð Hafró um landið er lokið
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, ásamt fyr-
irlesurum á fundi stofnunarinnar í Stykkishólmi.
Snarpar umræð-
ur en gagnlegar
SÆPLAST hf. hefur opnað sölu-
skrifstofu í Víetnam. Skrifstofan er í
Ho Chi Minh-borg og mun Nguyen
Phuong Anh veita henni forstöðu.
Meginhlutverk skrifstofunnar er að
sinna sölustarfi á Víetnammarkaði
fyrir framleiðsluvörur Sæplasts.
Að sögn Steindórs Sigurgeirs-
sonar á skrifstofu Sæplasts í Hong
Kong er þetta liður í útvíkkun og
styrkingu sölukerfis fyrirtækisins á
ört vaxandi mörkuðum Asíu.
„Við hjá Sæplasti teljum að mögu-
leikar á Asíumarkaði fyrir fyr-
irtækið séu miklir. Víetnam er eitt
þeirra landa sem hafa fjárfest mikið
í fiskeldi, vinnslu og veiðum sem
óneitanlega kallar á notkun á þeim
vörum sem við höfum þróað í gegn-
um tíðina fyrir þennan iðnað. Með
opnun skrifstofunnar stefnum við að
því að verða sýnilegri og sterkari á
þessum markaði en áður.
Okkar markmið er að ná stærri
hlutdeild á þessum markaði og með
aukinni gæðavitund fyrirtækja og
stóraukinni fiskvinnslu á sumum
svæðum Asíu eru tækifærin óneit-
anlega fyrir hendi,“ segir Steindór
Sigurgeirsson.
Sæplast opnar sölu-
skrifstofu í Víetnam
Styrkir sölukerfi Sæplasts á
ört vaxandi Asíumarkaði
BAUGUR er að kaupa meirihluta í
smásölukeðjunni Julian Graves í
Bretlandi. Ásamt Baugi fjárfestir
Eignarhaldsfélagið
Fengur í Julian Grav-
es, en heildarvirði fyr-
irtækisins í viðskipt-
unum er metið á 14,2
milljónir punda, eða
rúmlega 1,8 milljarða
króna.
„Þetta verkefni hef-
ur þá meginþætti sem
við leitum að, sterka
stjórnendur, góða
vaxtarmöguleika, gott
sjóðstreymi og gott verð,“ segir Jón
Scheving Thorsteinsson, yfirmaður
erlendrar fjárfestingar hjá Baugi, um
kaup Baugs á hlut í Julian Graves.
Spurður að því hvort fleiri slík
verkefni séu í vinnslu segist hann
aldrei tjá sig um slíkt. Baugur sé hins
vegar alltaf að skoða mörg verkefni,
enda hafi fyrirtækið auglýst áhuga
sinn á að stjórnendur með áhuga-
verðar hugmyndir í
smásölu komi til þess
með þær.
Mikill vöxtur
Julian Graves rekur
um 200 litlar verslanir
sem selja aðallega það
sem kalla mætti heilsu-
snakk, hnetur, rúsínur
og þess háttar. Fyrir-
tækið flytur vörurnar
inn og pakkar þeim og
dreifir í verslanir sínar.
Fyrirtækið var stofnað árið 1987
og er stofnandi þess, Nick Shutts,
enn framkvæmdastjóri þess og verð-
ur áfram. Það óx hægt fyrstu árin en
síðustu ár hefur vöxturinn verið
hraður og veltan hefur um það bil
tvöfaldast á síðustu tveimur árum.
Ársveltan er nú um 35 milljónir
punda, um 4,5 milljarðar króna og
hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði hefur verið um 10% af
veltu.
Fyrirtækið er talið vel búið undir
frekari stækkun og talið er að vöxtur
næstu tveggja ára geti verið um 50%
og er sjónum beint að Lundúnum og
svæðinu þar í kring, en fyrirtækið
hefur ekki enn sett upp verslanir í
höfuðborginni.
Eins og áður segir er heildarverð
Julian Graves í þessum kaupum met-
ið á rúma 1,8 milljarða króna. Baugur
mun eignast 60% í fyrirtækinu,
Fengur 20% og stofnandi og fram-
kvæmdastjóri þess mun halda 20%
hlut. Jón Scheving Thorsteinsson og
Pálmi Haraldsson, eigandi Fengs,
munu setjast í stjórn fyrirtækisins og
mun Pálmi verða stjórnarformaður.
Verðmæti fyrirtækisins 1,8 milljarðar króna
Baugur kaupir meirihluta
í breskri verslanakeðju
Dr. A.W. Lenderink, framkvæmdastjóri sjúkrahússapóteksins á Twee-
Steden-sjúkrahúsinu í Hollandi, og Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri við-
skiptaþróunar TölvuMynda hf., handsala samninginn.
GRJÓTI ehf. hefur eignast 90,19%
hlutafjár í AcoTæknivali hf. sam-
kvæmt fréttatilkynningu frá félag-
inu. Þriðja desember sl. gerði Grjóti
öðrum hluthöfum í AcoTæknivali yf-
irtökutilboð í hlutabréf þeirra og
gildir tilboðið til 30. desember nk.
Kaupþing Búnaðarbanki hf. hefur
umsjón með tilboðinu fyrir hönd
Grjóta ehf. Kaupverð samkvæmt yf-
irtökutilboðinu er 0,4 krónur fyrir
hvern hlut í AcoTæknivali hf.
Í tilkynningunni segir að stjórnir
AcoTæknivals hf. og Grjóta ehf. hafi
óskað eftir afskráningu hlutabréfa
AcoTæknivals af Vaxtarlista Kaup-
hallar Íslands. Kauphöllin hefur orð-
ið við þeirri beiðni og verða hlutabréf
AcoTæknivals afskráð í lok viðskipta
þann 15. desember nk.
Grjóti mun á næstu vikum óska
eftir innlausn hlutabréfa í Aco-
Tæknivali meðal þeirra hluthafa sem
þá hafa ekki samþykkt yfirtökutil-
boðið. Innlausnin fer fram í sam-
ræmi við lög nr. 2/1995, um hluta-
félög.
Grjóti á 90% í AcoTæknivali