Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 24
480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 M. Bens ML 270 CDI, árg. 2000, ekinn 70 þús., sjálfsk., leður, topplúga o.fl. Verð 3.900 þús. Toyota Rav 4 VVTI, árg. 2002, ekinn 37 þús., 5 gíra, dráttarkúla, vindsk. Áhv. 380 þús. Verð 2.290 þús. Chevrolet Venture LT 3,4, árg. 2000, ekinn 112 þús., sjálfsk., 7 manna lúxusbíll m/öllu. Áhv. 1.300 þús. Verð 2.490 þús. Lexus IS 200, árg. 2000, ekinn 57 þús., sjálfsk. Áhv. 1.800 þús. Verð 2.050 þús. Fæst fyrir 100 þús. + yfirtöku. Toyota Landcruiser 90 GX 3,0 dísel, árg. 2002, ekinn 44 þús., 5 gíra, dráttarkúla o.fl. Verð 3.430 þús. Sangyong Korando Family 2,4 dísel, árg. 1999, ekinn 82 þús., 5 gíra. Áhv. 500 þús. Verð 990 þús. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Búðardalur | Stórbóndinn, mjólkurfræð- ingurinn og athafnamaðurinn Þorgrímur Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum, hefur í haust verið að gera tilraunir með sauðamjólk til ostagerðar. Hann smalaði fé Sauð- fellinga tveimur dögum eftir förg- un í haust og mjólkaði um 80 ær. Úr ánum fékk hann 16 lítra af sauðamjólk sem hann vann síðan ost úr. Þar sem þetta var frum- raun og ýmsar til- raunir gerðar, heppnaðist helmingurinn og fékk Þor- grímur um 4 kg af úrvals sauðaosti. Ost- urinn er ekki ólíkur fetaosti, en Þorgrímur notaði ýmsar kryddjurtir sem hann sótti að mestu leyti út í náttúruna. Að sögn Þorgríms er þarna á ferð mjög verðmæt afurð sem unnin er úr hráefni sem að öllu jafna glatast þegar lömbin eru tekin undan ánum á haustin. Þorgrímur hefur verið að gefa mönnum að smakka ostinn og er það samdóma álit manna að þetta sé fyr- irtaks sauðfjárafurð. Þess má til gamans geta að efst á jólagjafalista Þorgríms um þessi jól er sauðamjaltavél. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Göngubrú ekki utan á | Vegagerðin hafnar því að leggja göngubrú utan á nú- verandi Ölfusárbrú á Selfossi. Í bréfi Vega- gerðarinnar sem rætt var á fundi bæj- arráðs Árborgar 27. nóvember kemur fram að Vegagerðin telur framkvæmdina bæði illframkvæmanlega og ekki heyra undir sig að sinna þessum sérþörfum Selfyssinga, þar sem göngubrú sé nú þegar innan brúar- innar. Bæjarstjórn mun skoða aðra mögu- leika, segir á fréttavefnum sudurland.net. Einn á veiðum | Ásgrímur Halldórsson SF-250 er einn eftir á síldveiðum af skipum Skinneyjar-Þinganess og hefur leitað síldar fyrir utan Austurland en er nú á Norðfirði. Jóna Eðvalds SF-200 landaði síðasta farmi sínum á þessari vertíð sl. mánudag, 380 tonnum, og fer skipið nú í vélarupptekt í Hafnarfirði. Það er því að róast yfir veiðum og vinnslu, enda styttist í jólin og næg verk- efni framundan á heimilum fólks, að því er fram kemur á heimasíðu Hornafjarðar. Árni Guðmundsson,æskulýðs- og tóm-stundafulltrúi í Hafnarfirði, var kjörinn formaður Samtaka nor- rænna félagsmiðstöðva UFN (Ungdom och Fritid i Norden) til næstu tveggja ára á aðalfundi samtakanna í Kaup- mannahöfn hinn 6. desem- ber sl. Innan þessara sam- taka eru systrasamtök SAMFÉS á Norðurlönd- unum, segir á heimasíðu Hafnarfjarðar. Fjöldi fé- lagsmiðstöðva sem eiga aðild að samtökunum eru rúmlega 2.400. UFN stendur fyrir unglinga- mótum sem og fyrir nám- skeiðahaldi og fræðslu- starfi fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva. Samfés Öræfi | Um síðustu helgi var haldið uppá 70 ára afmæli Ungmennafélags Öræfa í Hofgarði. Í tilefni afmælisins eru nýútkomnar tvær bækur sem ungmennafélagar skrifuðu á árunum 1937 til 1962. Þar er valið efni margra höfunda, frásagnir, fróðleikur, ferðasögur og ljóð sem lýsa mannlífi í Öræfum og víðar. Á myndinni er ritnefndin, þær Gunnþóra Gunnarsdóttir, Sigrún Sigurgeirsdóttir og Hafdís Roysdóttir, sem mest mæddi á við útgáfuna þótt margir hafi lagt henni lið. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Rit í tilefni afmælis Hremmingar heil-brigðisráðherraeru ofarlega á baugi í samfélaginu og barst séra Hjálmari Jónssyni það til eyrna: Öryrkjar eru á Fróni elskaðir mest af Jóni. Þótt milljarð hann veiti og meiru þeim heiti er hann í tómu tjóni. Kristjáni Eiríkssyni datt í hug tilbrigði við 4. er- indi 25. passíusálms eft- ir lestur hádegisfrétta: Siðblinda sífellt magnast, sú komst á Alþing hér; æðstu menn allir hagnast; „ill dæmi forðumst vér“, sálin í súginn fer; þótt öryrkjar eilíft klagi þá allt er í himnalagi „sjái valdsmenn að sér“. Það líður að jólum. Jón Gunnlaugsson yljar sér við tilhugsunina: Kæru Jólin koma senn kaldan stytta vetur Guð þá smáu gleður enn gerir enginn betur Af öryrkjum pebl@mbl.is Búðardalur | Á hverju ári er haldið dansnámskeið fyrir börn- in í Leikskólanum Vinabæ og Grunnskólanum í Búðardal. Er þetta skyldunámskeið og tekur alls um 10 tíma. Jón Pétur Úlf- ljótsson, danskennari frá Dans- skóla Jóns Péturs og Köru, kennir. Þetta er 6. árið sem Jón Pétur kemur hingað í Dalina að kenna dans. Í lok námskeiðsins er haldin danssýning og koma hóparnir fram hver af öðrum og sýna fjöl- breytta dansa. Í lok sýningar er það venjan að allir komi út á gólfið, börn og foreldrar, og fá örstutt námskeið og að þessu sinni var það „Grease-dans“ sem varð fyrir valinu. Var ekki annað að sjá en allir hefðu ánægju af. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Dansað í Dalabúð Allir á gólfið FJÖGUR þúsund og fjögurhundruð manns voru að meðaltali atvinnulaus á landinu í nóvembermánuði en það jafngild- ir því að 3% af mannafla á vinnumarkaði hafi verið atvinnulaus í mánuðinum. Vinnu- málastofnun spáir litlum breytingum á at- vinnuleysi í desember og að það verði 2,9- 3,2% í mánuðinum Atvinnulausum fjölgar frá októbermán- uði og einnig frá nóvembermánuði í fyrra og raunar þarf að fara allt aftur til ársins 1996 til þess að finna dæmi um að fleiri hafi verið atvinnulausir í nóvember en nú, en í nóvember 1996 voru rúmlega fimm þúsund manns atvinnulaus. Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum, 3,4% og litlu minna eða 3,3% á höfuðborg- arsvæðinu. Minnst er það hins vegar á Norðurlandi vestra 1,7%, Vesturlandi 1,8% og á Austurlandi 2,0%. Atvinnuleysi kvenna er mest á Suðurnesjum 4,5% og á Vestfjörðum 4,1%, en atvinnuleysi karla er mest á höfuðborgarsvæðinu, 3,1% af áætl- uðum mannafla á vinnumarkaði. 4.400 at- vinnulausir í nóvember                           Akranes | Mikil umræða hefur verið um byggingu fjölnota íþróttamannvirkis á Akranesi undanfarnar vikur og á dög- unum var bæjarstjórn Akraness afhent- ur undirskriftarlisti þar sem bæjaryf- irvöld eru hvött til þess að fara í slíka framkvæmd á næstu misserum. Að mati margra er æfingaaðstaða knattspyrnumanna á Akranesi ekki sam- bærileg við það sem gerist á öðrum stöð- um á landinu yfir vetrarmánuðina og er yfirbyggt æfingasvæði efst á óskalista þeirra sem stunda knattspyrnuna. Á fundi bæjarráðs hinn 4. desember sl. var þessi undirskriftarlisti afhentur. Fjölnota íþrótta- hús á óskalista ♦ ♦ ♦       Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.