Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 35
ÞORGRÍMUR Gestsson, blaðamað-
ur og rithöfundur, kynnir bók
sína, Ferð um fornar sögur – Nor-
egsferð í fótspor Snorra Sturlu-
sonar, á ýmsum stöðum næstu
daga.
„Ferð um fornar slóðir er ferða-
saga um fornsagnaslóðir í Noregi,
eins og nafnið ber með sér, frá-
sögn blaðamanns sem hefur lengi
haft áhuga á hvoru tveggju, þessu
landi forfeðra okkar og sögunum,“
segir Þorgrímur. „Þar segir af
ökuferð og siglingu frá Friðriks-
stað í suðri til Lófótar í norðri,
sögulegu ferðalagi um Ving-
ulmörk, Heiðmörk og Raumaríki,
Upplönd, Haðaland og Þótn,
Þrændalög, Hálogaland, Hrafnistu
og Sálpta, Mæri, Raumsdal, Sogn
og Firði, Hörðaland, Rogaland og
Agðir. Þetta er frásögn af sum-
arlangri ferð
um þetta fjörð-
umskorna forn-
sagnaland, sam-
skiptum við
fólk og leit að
sögustöðum.
Saman við frá-
sögnina óf ég
þræði úr forn-
sögunum, bæði
Heimskringlu
og ýmsum Íslendingasögum þar
sem leikurinn berst til Noregs, eða
hefst þar eins og í Egils sögu.
Með frásögninni fylgja til
glöggvunar kort og ættartré ým-
issa helstu persóna sagnanna og
allmargar ljósmyndir sem ég tók í
ferðinni. Ég vona að mér hafi tek-
ist að setja frásögnina saman
þannig að mönnum þyki hún læsi-
leg, hvort sem þeir þekkja meira
eða minna til fornsagnanna, jafn-
vel að setja sögurnar í nýtt sam-
hengi, varpa á þær nýju ljósi.“
Þeim sem hafa áhuga á að heyra
meira er bent á að Þorgrímur les
úr bókinni í Borgarbókasafninu á
sunnudaginn 14. des. klukkan 14.
„Hafnfirskir félagar geta líka
komið í Pennann við Strandgötu
milli kl. 14 og 15 á laugardaginn
eða í bókasafnið okkar klukkan 17
á mánudaginn,“ segir Þorgrímur.
Fjörðumskorið fornsagnaland
Þorgrímur
Gestsson
Í LISTASAFNI Reykjavíkur –
Hafnarhúsi verður opnuð í dag kl. 16
sýning þar sem nemendur í sameig-
inlegu námskeiði Háskólans í
Reykjavík og Listaháskóla Íslands
sýna afrakstur vinnu sinnar. Þetta er
annað árið í röð sem nemendur við-
skiptadeildar HR annars vegar og
nemendur hönnunardeildar LHÍ
hins vegar leiða saman hesta sína í
þessu námskeiði við að þróa nýja
vöru og hanna og útfæra kynningar-
stefnu fyrir hana.
Á sýningunni í Listasafni Reykja-
víkur sýna 13 hópar, með samtals
rúmlega 100 nemendum, afrakstur
vinnu sinnar en sýningin verður opin
almenningi yfir helgina, 13.–14. des-
ember kl. 10.00–17.00. Við opnunina í
dag munu Guðfinna S. Bjarnadóttir,
rektor Háskólans í Reykjavík, og
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor
Listaháskóla Íslands, flytja ávörp.
Meðal verkefna sem nemendur
hafa unnið við og verða kynnt á sýn-
ingunni má nefna kynþokkafull nær-
föt fyrir barnshafandi konur, höfuð-
fat sem jafnframt gegnir hlutverki
tösku, hljóðeinangrað tjald sem hægt
er að smeygja yfir höfuð sér, einnota
skyrtur sem hægt er að breyta eftir
eigin óskum og ilmarmbönd með mis-
munandi litum til að tjá eða breyta
eigin tilfinningum eða líðan.
Nemar í HR og LHÍ sýna
afrakstur vinnu sinnar
JÓLATÓNLEIKAR Karlakórs
Reykjavíkur verða haldnir í Hall-
grímskirkju á morgun, laugardag,
klukkan 17.00 og
kl. 21.00 og á
sunnudaginn
klukkan 20.00.
„Jólatónleikar
Karlakórs
Reykjavíkur hafa
verið mjög vin-
sælir og vel sóttir
undanfarin tíu ár.
Um tónleikana
hefur skapast
ákveðin hefð, þar sem unnendur
kórsins sækja þá ár eftir ár og líta á
þá sem fastan lið í jólaundirbúningi
og menningariðkun á aðventu,“ seg-
ir í kynningu.
Gunnar Guðbjörnsson tenór syng-
ur nú í fyrsta sinn með kórnum.
Einnig syngur Drengjakór Nes-
kirkju með karlakórnum og einir sér
og þá syngur Ísak Ríkharðsson
drengjasópran einsöng.
Orgelleikarar eru Hörður Áskels-
son og Lenka Máteóvá og tromp-
etleikarar eru Ásgeir H. Stein-
grímsson og Eiríkur Örn Pálsson.
Stjórnandi er Friðrik S. Krist-
insson.
Jólatónleikar
Karlakórs
Reykjavíkur
Gunnar
Guðbjörnsson
RÓSA Sigrún Jónsdóttir myndlist-
armaður tekur þátt í alþjóðlegri
myndlistarsýningu í borginni Ka-
oshiung á Taívan.
Sýningin verður
opnuð í dag þar
sem flaggað verð-
ur með íslenska
fánanum en
þangað til vinna
listamennirnir á
staðnum að upp-
setningu verka
sinna.
Rúmlega 30
listamenn víðsvegar að úr heiminum
taka þátt í sýningunni. Hún fer fram
með þeim hætti að hver listamaður
fær einn gám til umráða og notar
hann sem sinn eigin sýningarsal eða
sýningarrými.
Rósa Sigrún útskrifaðist úr högg-
myndadeild Listaháskóla Íslands
vorið 2001 og hefur síðan unnið að
myndlist og tekið þátt í samsýning-
um og haldið einkasýningar. Hún tók
m.a. þátt í stórri alþjóðlegri listsýn-
ingu í Luleå. í Svíþjóð í sumar og var
verk hennar „About beauty“ verð-
launað.
Rósa hefur unnið með íslenskt
handverk, hekl, prjónaskap og fleira
á nýstárlegan hátt og gerir svo einn-
ig nú. Verkið sem Rósa Sigrún sýnir
er unnið úr hekluðum dúkum sem
verða settir upp í sérstöku ljósi í
gámnum og munu væntanlega
minna sýningargesti á snjókorn.
Hekluð
snjókorn
í gámi
Rósa Sigrún
Jónsdóttir
♦ ♦ ♦