Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 35 ÞORGRÍMUR Gestsson, blaðamað- ur og rithöfundur, kynnir bók sína, Ferð um fornar sögur – Nor- egsferð í fótspor Snorra Sturlu- sonar, á ýmsum stöðum næstu daga. „Ferð um fornar slóðir er ferða- saga um fornsagnaslóðir í Noregi, eins og nafnið ber með sér, frá- sögn blaðamanns sem hefur lengi haft áhuga á hvoru tveggju, þessu landi forfeðra okkar og sögunum,“ segir Þorgrímur. „Þar segir af ökuferð og siglingu frá Friðriks- stað í suðri til Lófótar í norðri, sögulegu ferðalagi um Ving- ulmörk, Heiðmörk og Raumaríki, Upplönd, Haðaland og Þótn, Þrændalög, Hálogaland, Hrafnistu og Sálpta, Mæri, Raumsdal, Sogn og Firði, Hörðaland, Rogaland og Agðir. Þetta er frásögn af sum- arlangri ferð um þetta fjörð- umskorna forn- sagnaland, sam- skiptum við fólk og leit að sögustöðum. Saman við frá- sögnina óf ég þræði úr forn- sögunum, bæði Heimskringlu og ýmsum Íslendingasögum þar sem leikurinn berst til Noregs, eða hefst þar eins og í Egils sögu. Með frásögninni fylgja til glöggvunar kort og ættartré ým- issa helstu persóna sagnanna og allmargar ljósmyndir sem ég tók í ferðinni. Ég vona að mér hafi tek- ist að setja frásögnina saman þannig að mönnum þyki hún læsi- leg, hvort sem þeir þekkja meira eða minna til fornsagnanna, jafn- vel að setja sögurnar í nýtt sam- hengi, varpa á þær nýju ljósi.“ Þeim sem hafa áhuga á að heyra meira er bent á að Þorgrímur les úr bókinni í Borgarbókasafninu á sunnudaginn 14. des. klukkan 14. „Hafnfirskir félagar geta líka komið í Pennann við Strandgötu milli kl. 14 og 15 á laugardaginn eða í bókasafnið okkar klukkan 17 á mánudaginn,“ segir Þorgrímur. Fjörðumskorið fornsagnaland Þorgrímur Gestsson Í LISTASAFNI Reykjavíkur – Hafnarhúsi verður opnuð í dag kl. 16 sýning þar sem nemendur í sameig- inlegu námskeiði Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands sýna afrakstur vinnu sinnar. Þetta er annað árið í röð sem nemendur við- skiptadeildar HR annars vegar og nemendur hönnunardeildar LHÍ hins vegar leiða saman hesta sína í þessu námskeiði við að þróa nýja vöru og hanna og útfæra kynningar- stefnu fyrir hana. Á sýningunni í Listasafni Reykja- víkur sýna 13 hópar, með samtals rúmlega 100 nemendum, afrakstur vinnu sinnar en sýningin verður opin almenningi yfir helgina, 13.–14. des- ember kl. 10.00–17.00. Við opnunina í dag munu Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, flytja ávörp. Meðal verkefna sem nemendur hafa unnið við og verða kynnt á sýn- ingunni má nefna kynþokkafull nær- föt fyrir barnshafandi konur, höfuð- fat sem jafnframt gegnir hlutverki tösku, hljóðeinangrað tjald sem hægt er að smeygja yfir höfuð sér, einnota skyrtur sem hægt er að breyta eftir eigin óskum og ilmarmbönd með mis- munandi litum til að tjá eða breyta eigin tilfinningum eða líðan. Nemar í HR og LHÍ sýna afrakstur vinnu sinnar JÓLATÓNLEIKAR Karlakórs Reykjavíkur verða haldnir í Hall- grímskirkju á morgun, laugardag, klukkan 17.00 og kl. 21.00 og á sunnudaginn klukkan 20.00. „Jólatónleikar Karlakórs Reykjavíkur hafa verið mjög vin- sælir og vel sóttir undanfarin tíu ár. Um tónleikana hefur skapast ákveðin hefð, þar sem unnendur kórsins sækja þá ár eftir ár og líta á þá sem fastan lið í jólaundirbúningi og menningariðkun á aðventu,“ seg- ir í kynningu. Gunnar Guðbjörnsson tenór syng- ur nú í fyrsta sinn með kórnum. Einnig syngur Drengjakór Nes- kirkju með karlakórnum og einir sér og þá syngur Ísak Ríkharðsson drengjasópran einsöng. Orgelleikarar eru Hörður Áskels- son og Lenka Máteóvá og tromp- etleikarar eru Ásgeir H. Stein- grímsson og Eiríkur Örn Pálsson. Stjórnandi er Friðrik S. Krist- insson. Jólatónleikar Karlakórs Reykjavíkur Gunnar Guðbjörnsson RÓSA Sigrún Jónsdóttir myndlist- armaður tekur þátt í alþjóðlegri myndlistarsýningu í borginni Ka- oshiung á Taívan. Sýningin verður opnuð í dag þar sem flaggað verð- ur með íslenska fánanum en þangað til vinna listamennirnir á staðnum að upp- setningu verka sinna. Rúmlega 30 listamenn víðsvegar að úr heiminum taka þátt í sýningunni. Hún fer fram með þeim hætti að hver listamaður fær einn gám til umráða og notar hann sem sinn eigin sýningarsal eða sýningarrými. Rósa Sigrún útskrifaðist úr högg- myndadeild Listaháskóla Íslands vorið 2001 og hefur síðan unnið að myndlist og tekið þátt í samsýning- um og haldið einkasýningar. Hún tók m.a. þátt í stórri alþjóðlegri listsýn- ingu í Luleå. í Svíþjóð í sumar og var verk hennar „About beauty“ verð- launað. Rósa hefur unnið með íslenskt handverk, hekl, prjónaskap og fleira á nýstárlegan hátt og gerir svo einn- ig nú. Verkið sem Rósa Sigrún sýnir er unnið úr hekluðum dúkum sem verða settir upp í sérstöku ljósi í gámnum og munu væntanlega minna sýningargesti á snjókorn. Hekluð snjókorn í gámi Rósa Sigrún Jónsdóttir ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.