Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Eftirlaunaréttur forseta Ís-lands, ráðherra, alþingis-manna og hæstaréttar-dómara er rýmri en almennt tíðkast, að því er segir í greinargerð frumvarpsins um eftir- laun þessara æðstu embættismanna og þingmanna, sem þingmenn úr öllum flokkum lögðu fram á Alþingi í fyrrakvöld. „Á það sér þá skýringu að þetta eru æðstu opinber embætti og störf í þjóðfélaginu og vandasöm eftir því. Forseti Íslands og alþingis- menn þiggja umboð sitt til starfa beint frá þjóðinni í almennum kosn- ingum og sækja endurnýjun þess á a.m.k. fjögurra ára fresti. Sama gildir í raun og veru um ráðherra. Það er því lýðræðisleg nauðsyn að svo sé búið að þessum embættum og störfum að það hvetji til þátttöku í stjórnmálum og að þeir sem verja meginhluta starfsævi sinnar til stjórnmálastarfa á opinberum vett- vangi og gegna þar trúnaðar- og forustustörfum geti dregið sig í hlé og vikið fyrir yngra fólki án þess að hætta fjárhagslegri afkomu sinni. Það er líka mikilsvert í lýðræðis- þjóðfélagi að ungt efnisfólk gefi kost á sér til stjórnmálastarfa og þurfi ekki að tefla hag sínum í tví- sýnu með því þótt um tíma bjóðist betur launuð störf á vinnumarkaði. Á þessum sjónarmiðum er það fyr- irkomulag lífeyrisréttinda stjórn- málamanna byggt sem nú er í gildi. Svo virðist sem starfstími manna í stjórnmálum sé að styttast eftir því sem samfélagið verður opnara og margþættara og fjölmiðlun meiri og skarpari. Við því er eðlilegt að bregðast, m.a. með því að gera þeim sem lengi hafa verið í forustustörf- um í stjórnmálum kleift að hverfa af vettvangi með sæmilega örugga af- komu og án þess að þeir þurfi að leita nýrra starfa seint á starfsæv- inni,“ segir í greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum helstu breytinga sem frumvarpið kveður á um. Í frumvarpinu er m.a. kveðið á um að réttur fyrrverandi ráðherra til eftirlauna skuli rýmkaður. Skv. gildandi lögum eiga þeir ráðherrar fyrst rétt til eftirlauna er þeir verða 65 ára, enda hafi þeir gegnt emb- ætti í a.m.k. eitt ár. Í frumvarpinu er þetta aldursmark lækkað fyrir þá sem hverfa beint úr ráðherraemb- ætti af vettvangi stjórnmála. Þann- ig á ráðherra rétt á eftirlaunum er hann er 65 ára eða eldri eða ef hann lætur af ráðherrastörfum fullra 60 ára að aldri. Því til getur ráðherra öðlast rétt launa ef hann hefur gegnt r störfum í sex ár samtals eð og lækkar þá aldursma fimm ár og síðan til viðb þann tíma sem hann er í umfram sex ár en getur lækkað meira en tíu ár, þ ára aldur að lágmarki. Í skýringum segir að m ákvæði sé opnuð leið fy menn til að hætta stjórnm töku nokkru fyrr en nú er gegnt ráðherrastörfum í a efu ár. Ráðherra sem geg embætti í átta ár á þá slíka 58 ára aldur. Ráðherra nær um réttindum til eftirlaun embættisári skv. frumvarp Hámark eftirlaun miðist við 70% Þá er lagt til að réttinda ráðherra til eftirlauna auki sem verið hefur. Í skýringu varpsins segir að réttindaá sé sú sama og í gildandi lö Breytingum á eftirlaunum æðstu ráðama Eldri þingmönn á að hefja tök 8    9  '  &'   ) * (   .   ,/-  '/0  ,/,  ,&/,-  ,'/,+  ,0/,  /'  /*  &#1 -#1 &#&1 &#&1 ,#(1 ,#(1 #1 "       ,1 &1 *1 -1 --1 '1 (1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 +1 2      2      Ari Edwald, framkvæmda-stjóri Samtaka atvinnu-lífsins, segir enn erfiðaraað ná samningum í kom- andi kjaraviðræðum hækki laun- þegahreyfingin kröfugerð sína. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir það verða gert verði frumvarp um eftirlaun æðstu embættismanna ekki dregið til baka. Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB og þingmað- ur Vinstri grænna, segir að þing- menn eigi að vera í almennum lífeyrissjóðum eins og annað fólk. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, segir þingmenn taktlausa og ekki skynja vilja almennings og for- ystu launþega. Slæmt innlegg í kjaraviðræður „Það liggur fyrir að af hálfu við- semjanda okkar hefur þetta sett við- ræður um næstu kjarasamninga upp í loft. Þeir hafa tilkynnt okkur um frestun á viðræðum sem voru hafnar,“ segir Ari og á við Starfs- greinasambandið, Flóabandalagið og Samiðn. Jafnframt hafi Rafiðn- aðarsambandið og verslunarmenn aflýst fyrstu fundum um kröfugerð sem hefðu átt að vera í dag. Þessar samningaviðræður eru því í bið- stöðu. Ari segir þetta mál ekki koma upp á heppilegum tíma. „Það blasir við að þetta mál, sem og nokkur önnur sem hafa komið upp undanfarið, er slæmt innlegg í kjaraviðræðurnar. Það má augljóslega sjá af viðbrögð- um okkar viðsemjendum við þessum fréttum.“ Forystumenn launafólks hafi sagst vilja fresta viðræðum þangað til það komi í ljós hvort þetta frumvarp verði dregið til baka. Verði það ekki gert muni þeir skoða sína kröfugerð í kjaraviðræðum til hækkunar. Bilið milli við- semjenda breikkar „Það er hins vegar alveg ljóst að aðkoma okkar að þessum kjara- samningum byggist á því svigrúmi sem til staðar er í atvinnulífinu og samkeppnisstöðu þess. Þær for- sendur breytast ekkert við uppá- komu af þessu tagi. Ef kr verða endurskoðaðar til h leiðir það til þess að bilið m og viðsemjanda breikkar verður erfiðara að ná sam Eins og við höfum skýr kröfugerð launþegasam sem við höfum séð, þegar hærri en þær launakostna ingar sem við sjáum í viðsk um Íslands,“ segir Ari. Ari segir Samtök atvin ekki hafa frestað neinum v og verði að bíða þangað til l hreyfingin sé tilbúin að s samningaborðinu. „Það þa að funda og eins og saki hafa forystumenn launþ anna frestað þeim fundum fyrirhugaðir með okkur.“ ur hvort þetta setji tímara ræðnanna í uppnám segir snemmt að segja til um þa ingar Starfsgreinasamban Flóabandalagsins verði lau áramótin en aðrir samning til tveimur mánuðum síð sjáum hverju fram vindur Forseti ASÍ segir stjórnarandstöðuna breg „Viðræður um n kjarasamninga up KJÖR OG EFTIRLAUN STJÓRNMÁLAMANNA Frumvarp þingmanna úr öllumflokkum um breytingar á kjörumog eftirlaunum æðstu handhafa löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds hefur vakið hörð viðbrögð. Stærstu lands- sambönd innan Alþýðusambandsins hafa ákveðið að draga nýlega kröfugerð sína gagnvart vinnuveitendum til baka og í gær mótmæltu hundruð manna við Al- þingishúsið. Þessi viðbrögð eru að mörgu leyti eðli- leg og skiljanleg. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem verkalýðshreyfingin andmælir harðlega breytingum á kjörum þjóðkjör- inna fulltrúa og æðstu embættismanna þjóðarinnar – og væntanlega ekki það síð- asta heldur. Það er óhjákvæmilegt að deilur skapist um það, þegar Alþingi sjálft tekur ákvarðanir, sem hafa með einum eða öðrum hætti áhrif á kjör þeirra, sem þar sitja, enda eru handhafar fjárveitingarvaldsins í þeirri óvanalegu stöðu að geta ákveðið eigin kjör. Slíkar ákvarðanir eru því alltaf viðkvæmar og raunar mjög erfiðar fyrir þingmennina sjálfa. Fyrir rúmum áratug ákvað Alþingi með lögum að fela Kjaradómi að ákveða laun þingmanna, ráðherra, dómara og annarra æðstu embættismanna. Það dró úr gagnrýni á að þingmenn tækju ákvarð- anir um eigin laun, en hins vegar hafa ákvarðanir Kjaradóms iðulega verið harðlega gagnrýndar, ekki sízt af verka- lýðshreyfingunni. Þó liggur fyrir að kjör þingmanna, ráðherra og þeirra embættis- manna, sem um ræðir, jafnast ekki á við t.d. launakjör stórra einkafyrirtækja eða jafnvel forstjóra ríkisfyrirtækja og -stofnana. Kjaradómi ber að taka mið af almennri launaþróun. Sú breyting, sem nú er lagt til að verði gerð, er hins vegar stefnu- markandi ákvörðun, sem ekki væri hægt að fela Kjaradómi. Fyrir henni eru sterk málefnaleg rök, sem m.a. Morgunblaðið hefur lengi haldið fram, þótt blaðið hafi jafnframt á stundum gagnrýnt ákvarðan- ir, sem miðast hafa að því að bæta kjör ráðherra og þingmanna umfram almenn- ar launahækkanir í þjóðfélaginu. Með frumvarpinu eru lagðar til þrjár meginbreytingar. Í fyrsta lagi að hækka það álag, sem forsætisnefndarmenn, nefndaformenn, varaformenn nefnda og formenn þingflokka fá á þingfararkaup. Í öðru lagi að greiða formönnum stjórn- málaflokka, sem ekki gegna ráðherra- embætti, 50% álag á þingfararkaup. Í þriðja lagi að gera forystumönnum í stjórnmálum, ráðherrum og þeim, sem lengi hafa setið á þingi, kleift að hætta í stjórnmálum tiltölulega snemma, allt nið- ur í 55 ára gamlir, með auknum rétti til eftirlauna. Síðastnefnda breytingin er veigamest og rökin fyrir henni eru reifuð með op- inskáum hætti í greinargerð með frum- varpinu, en þar segir m.a.: „Það er … lýð- ræðisleg nauðsyn að svo sé búið að þessum embættum og störfum að það hvetji til þátttöku í stjórnmálum og að þeir sem verja meginhluta starfsævi sinn- ar til stjórnmálastarfa á opinberum vett- vangi og gegna þar trúnaðar- og forustu- störfum geti dregið sig í hlé og vikið fyrir yngra fólki án þess að hætta fjárhagslegri afkomu sinni. Það er líka mikilsvert í lýð- ræðisþjóðfélagi að ungt efnisfólk gefi kost á sér til stjórnmálastarfa og þurfi ekki að tefla hag sínum í tvísýnu með því þótt um tíma bjóðist betur launuð störf á vinnumarkaði. Á þessum sjónarmiðum er það fyrirkomulag lífeyrisréttinda stjórn- málamanna byggt sem nú er í gildi. Svo virðist sem starfstími manna í stjórnmál- um sé að styttast eftir því sem samfélagið verður opnara og margþættara og fjöl- miðlun meiri og skarpari. Við því er eðli- legt að bregðast, m.a. með því að gera þeim sem lengi hafa verið í forustustörf- um í stjórnmálum kleift að hverfa af vett- vangi með sæmilega örugga afkomu og án þess að þeir þurfi að leita nýrra starfa seint á starfsævinni.“ Jafnframt segir í greinargerðinni: „Þá má nefna að það er reynsla sumra þing- manna sem hætta á Alþingi eftir langa setu þar og slík áberandi störf í þjóðfélag- inu að erfitt getur verið fyrir þá að fá vinnu á almennum vinnumarkaði, m.a. vegna þess að þeir séu ekki taldir „heppi- legir“ starfsmenn. Jafnframt hafa fyrr- verandi alþingismenn, sem fengið hafa góð störf að lokinni þingmennsku, oft sætt ámæli og verið talið að þeir nytu stjórnmálastarfa sinna á óeðlilegan hátt.“ Þetta eru gild rök. Það er almannahag- ur að forystumenn í stjórnmálum geti lokið ferli sínum með reisn, án þess að þurfa að leita til gamalla samstarfsmanna sinna um embætti á vegum hins opinbera til að tryggja afkomu sína. Það er í raun fagnaðarefni að þetta sé sagt með hrein- skilnum og opinskáum hætti í greinar- gerðinni með frumvarpinu. Breytingar þær, sem lagðar eru til í frumvarpinu, stuðla að því að fyrirkomulag afkomu- tryggingar fyrrverandi stjórnmálamanna verði gegnsærra; að þeir fái einfaldlega greidd góð eftirlaun, í stað þess að verið sé að útvega þeim stöður sem tryggja góð laun. Annað getur orkað tvímælis. Segja má að í tillögunni um hækkun þingfarar- kaups flokksformanna felist ákveðin við- urkenning á mikilvægi hlutverks stjórn- arandstöðunnar og það er vissulega mikið álag að vera formaður í stjórnmálaflokki. Hins vegar má draga í efa að greiða eigi sérstaklega fyrir þau störf í gegnum þingfararkaup. Líklega er nær að stjórn- málaflokkarnir greiði formönnum sínum laun samkvæmt eigin ákvörðun, en þeir fá ríkisstyrk til starfsemi sinnar. Stærsta álitamálið varðandi frumvarp- ið er í raun tímasetning þess. Verkalýðs- hreyfingin gagnrýnir að þessi breyting sé lögð til, þegar almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum. Í því efni ber þó að horfa til þess að ekki er lögð til almenn breyting á þingfararkaupinu. Vissulega er lagt til að bæta enn lífeyrisrétt, sem er þegar betri en sá, sem almennir launþeg- ar njóta, en á móti kemur sú sérstaða starfs stjórnmálamannsins, sem áður er nefnd. Þá má spyrja hvort ekki sé nær að breyting sem þessi sé lögð til áður en gengið er til samninga á almennum vinnumarkaði en að upp komi svipuð staða og 1992, þegar Kjaradómur úr- skurðaði um miklar launahækkanir emb- ættismanna, mánuði eftir að samið var um sáralitlar kjarabætur á almenna vinnumarkaðnum og verkalýðshreyfingin taldi komið aftan að sér. Í umræðum á Alþingi í gær var spurt hvort ekki væri nær að þing, sem væri að ljúka störfum, tæki ákvörðun sem þessa, en að nýkjörið þing ákvæði hana. Í ljósi þess að frumvarpið varðar einkum eftir- launarétt breytir það ekki neinu – þing- menn, sem nú sitja, eiga engu að síður hagsmuna að gæta. Líklega væri heldur ekki skynsamlegt að taka jafnviðkvæma ákvörðun í því spennuþrungna andrúms- lofti, sem jafnan ríkir rétt fyrir kosning- ar. Í raun er aldrei góður tími til að fram- kvæma breytingu sem þessa. Sennilega er þó betra að gera hana þegar kaupmátt- ur hefur almennt batnað og von er á frek- ari kjarabótum til handa almenningi, eins og nú er. Æskilegast er að hún sé gerð í sem beztri sátt við samfélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.