Morgunblaðið - 12.12.2003, Page 48

Morgunblaðið - 12.12.2003, Page 48
UMRÆÐAN 48 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ F agna ber frumvarpi því sem fram er komið á Alþingi um bætt launakjör þing- leiðtoga og for- manna stjórnmálaflokka og fyrir- komulag eftirlauna æðstu hand- hafa framkvæmdavalds, lög- gjafarvalds og dómsvalds. Með frumvarpi þessu, sem fulltrúar allra flokka á Alþingi standa að, er mikilvægt skref stigið á veg- ferð Íslendinga í átt til verðleika- samfélagsins. Ástæðulaust er með öllu að ætla hinu frjálsa markaðshagkerfi einu að sjá um þá samfélagsþróun á Íslandi. Þau hörðu viðbrögð sem þessar hóflegu kjarabætur hafa kallað fram vekja undrun. Löngu er tímabært að umræður um kjör stjórn- málamanna og æðstu embættis- manna á Ís- landi verði hafnar upp úr þeim hjólförum gremju, öfundar og óvildar sem einkennt hafa þær alltof lengi. Í þeim umræðum hafa annarleg sjónarmið ýmissa jaðarhópa og sjálfskipaðra varð- hunda almannahagsmuna verið úr hófi fram áberandi. Þau við- horf endurspegla ekki góðan hug alþýðu manna til þeirra sem í krafti verðleika hafa tekið að sér að gegna mikilvægustu ábyrgð- arstörfunum á Íslandi. Þegar öfundinni og óvildinni sleppir sér sérhver sanngjarn maður að íslenskir stjórn- málamenn eru ekki öfundsverðir af kjörum sínum. „Þetta er erfitt og slítandi starf,“ sagði forsætis- ráðherra í gær og víst er að vinnuframlag almennings verður aldrei borið saman við það gríð- arlega álag sem stjórnmálamenn á Íslandi eru undir. Samfélagið kallar íslenska stjórnmálamenn til þjónustu- starfa landi og þjóð til heilla. Starfsumhverfið er erfitt; fjöl- miðlar sýna t.d. störfum þeirra lítinn áhuga og fjalla iðulega um þau af hróplegri lítilsvirðingu og oft illgirni. Í þessu efni sem svo mörgum öðrum er gagnlegt að huga að tungumálinu, íslensku jafnt sem erlendum þjóðtungum. Þegar grannt er skoðað birtist þjónustu- hlutverkið glögglega í þeim orð- um sem beitt er til að lýsa störf- um stjórnmálamanna. Á ensku er t.a.m. orðið „minister“ notað yfir „ráðherra“. Hið sama á við um spænsku þar sem orðmyndin er „ministro“ þegar karl á í hlut en „ministra“ um konu. Samkvæmt orðsifjafræðibókum merkti orðið „minister“ upprunalega „þjónn“ eða „einstaklingur af lægri stétt“. Þjónustuhlutverkið við almenning er því öldungis ljóst. Hið sama á vitanlega við um íslenska orðið „ráðherra“ sem er svo gegnsætt og þrungið þjónustu-merkingu að hreinum undrum sætir. Það er til marks um hversu djúpt jafnrétt- ishugmyndir rista í samfélagi Ís- lendinga að þetta orð er notað óháð því hvort karl eða kona sinn- ir þjónustustörfum sem ráðherra. Kjör stjórnmálamanna verða ekki rædd án tillits til annarra at- vinnumöguleika þeirra og þá ekki síst erlendis. Á tímum hnattvæð- ingar er keppt um þroskað hæfi- leikafólk. Þetta þekkja Íslend- ingar vel. Sóst er eftir kröftum íslenskra vísindamanna erlendis og oftar en ekki eru í boði kjör sem ekki þekkjast hér á landi. Hið sama á við um stjórnendur í fjármálageiranum og forstjóra stórfyrirtækja sem vitað er að all- ir standa nánast í viku hverri frammi fyrir atvinnutilboðum í útlöndum. Á hnattvæðing- artímum er ekki sjálfgefið að þetta fólk kjósi að starfa hér á landi við þau kjör sem því eru bú- in. Sú staðreynd að litlar breyt- ingar einkenna hóp æðstu stjórn- enda í íslensku fjármála- og atvinnulífi er lifandi sönnun þess að hófsemin er íslenskust dyggða. Vitanlega á þetta einnig við um það hæfileikafólk sem sinnir stjórnmálum á Íslandi. Verður það endalaust krafið um fórnir samfélaginu til heilla? Líkt og forseti Alþingis benti á í gær er með frumvarpinu leitast við að tryggja æðstu stjórnmála- og embættismönnum kjör svipuð þeim og þekkjast í nágrannaríkj- unum. Athyglisverður sam- hljómur hefur myndast með ís- lensku atvinnulífi og stjórnmálamönnum þegar sam- anburður við útlönd er annars vegar. Jöfnuður og hófsemi rista djúpt í íslenskri menningu. Þessi grunnhugtök þjóðlífsins hafa mótað og móta enn hinn íslenska veruleika. Þetta reynir almenn- ingur á degi hverjum. Þegar kjör eru annars vegar má nefna að forseti Íslands, mikilvægasti Ís- lendingur samtímans, hefur ein- ungis rúmlega tuttuguföld laun verkamanns í tekjur á mánuði. Ánægjulegt er fyrir hvern og einn sem hér býr að geta haldið því fram með traustum, efnis- legum rökum að forseti lýðveld- isins, æðstu embættismenn þjóð- arinnar og stjórnmálaleiðtogar séu í raunverulegu bandalagi við alþýðuna á Íslandi. Þetta á ekki síst við um leiðtoga vinstriflokk- anna sem sökum hefðar, lífsgilda og þjóðmálastefnu þekkja betur en flestir aðrir kjör almennings í landinu. Frumvarpið sem fram er komið á Alþingi er í fullu samræmi við grunngildi verðleikaþjóðfélags- ins. Fram til þessa hefur mark- aðsfrelsið einkum verið nýtt til að tryggja að kjör manna séu í sam- ræmi við verðleika; hæfni þeirra og menntun. Nú hafa fulltrúar al- mennings á Alþingi komist í sam- einingu að þeirri niðurstöðu að verðleikaþjóðfélagið sé einnig verkefni löggjafarvaldsins. Sú samstaða sem myndast hefur um frumvarpið varðandi kjör stjórn- málaleiðtoga og æðstu embættis- manna verður því að teljast sögu- leg. Eftirfarandi kosta Viðhorfsdálka Ásgeirs Sverrissonar: Stigaleigan.is – Við hjálpum þér lengra. Útflutningsstofa ríkismenningar – Ljós úr norðri. Hófleg kjarabót Ánægjulegt er fyrir hvern og einn sem hér býr að geta haldið því fram með efn- islegum rökum að forseti lýðveldisins, æðstu embættismenn þjóðarinnar og stjórnmálaleiðtogar séu í raunverulegu bandalagi við alþýðuna á Íslandi. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is SKÚLI flugstjóri var nýkominn til starfa í Nígeríu. Bílstjórinn hans var hinn ræðnasti og spurði fljótlega: Massa Skúli, hvursu margar konur áttu? Skúla vafðist tunga um tönn. Hann velti fyr- ir sér augnablik hvort virðing hans í Afríku væri í hættu ef hann segði sannleikann. Hann rétti því hikandi upp einn fingur og sagði sem var. Þegar Skúli sá hvernig andlitið datt af bílstjóranum bætti hann við: „En hún er jafngóð og þrjár.“ Surtur hugs- aði sig lengi um en snar- bremsaði skyndilega, hvessti augun á Skúla og sagði með sannfæringarkrafti: „Massa Skúli, engin kona jafngóð og þrjár!“ Í ljósi síðustu atburða í við- skiptaheiminum efast maður um hið fornkveðna, að maður komi í manns stað. Sumir menn séu orðnir óbæt- anlegir vegna einstakra hæfileika sinna. Það verði að tryggja viðveru þeirra fyrir þyngd þeirra í gulli, þótt bæði Valnastakkur og hann fjögurra maki séu fallnir. Það er gaman fyrir menn að fá bæði að meta verðleika sína og gera upp við sjálfa sig. Núna eða þá bara seinna eftir því hvernig vindurinn úr Stjórnarráðinu blæs. Þetta er atvinnuöryggið á toppnum sem alla dreymir um. Þó virðist dóm- greind manna þar líka geta brugðist eins og til dæmis í Írak. Einhverjum hefði ekki þótt ónýtt að geta tryggt eigin haus á kostnað þol- endanna í stríðinu því. Sumir segja að fyr- irtæki kaupi vinnu starfsmanna eins og aðr- ar nauðsynjar. Sumir at- vinnurekendur hugsa líka um það fyrir hvaða verð vinnan fæst. Sæ- greifarnir og fleiri flytja inn fólk, sem vill vinna fyrir minna en inn- fæddir. Í samkeppninni geta menn velt því fyrir sér hvort þrír góðir Jónar geti hugsanlega fengist á verði eins Sigurðar. Finnur setti einn í staðinn fyrir þrjá í Landsbankanum á sínum tíma og taldi sig spara. Það er líklega aldrei of seint að bæta við sig VÍSdómi hjá Kaupþingi. Af þeim bæ var mér send tilkynning í fyrra um 20 prósent nei- kvæða ávöxtun séreignarlífeyrissjóðs- ins míns um leið og fréttirnar bárust af 70 milljóna kaupaukanum. Þeir sendu mér svo teppi blessaðir til að taka úr mér hrollinn. Ættu launamenn yfirleitt að fá meira borgað ef þeir vinna líka? Á næsti forsætisráðherra að fá sama kaup og Davíð? Veltur öll tilveran á lífi einstakra manna? Hvað eru alþjóðlegir snillingar ann- ars að hlusta á þá, sem ekki skilja við- skiptalögmálin? Hvers vegna eru slík- ir menn hér á Íslandi, sem vanmetur þá svona meðan allur heimurinn bíður eftir að fá að borga þeim að verð- leikum? Eiga þeir eitthvað sameiginlegt með snauðum „flóttamönnum“ sem streyma svona áberandi hingað til lands? Skyldu þrjár konur annars vera betri en ein? Eru þrjár konur betri en ein? Halldór Jónsson skrifar um ofurlaun ’Í ljósi síðustu atburða íviðskiptaheiminum efast maður um hið fornkveðna, að maður komi í manns stað. ‘ Halldór Jónsson Höfundur er verkfræðingur. MAGNÚS Erlendsson frændi minn, sem ég því miður minnist ekki að hafa hitt, vændi mig um skrök hér í blaðinu í gær. Hann lagði þar til grundvallar nokkuð löngum útlegg- ingum sínum orð sem höfð voru eftir mér í Morgunblaðinu hinn 5. desember síðastliðinn um útsvarshlutfall sveit- arfélaga. Sem betur fer eru vinnubrögð eins og þau sem Magnús viðhefur ekki ættarfylgja. Magnúsi urðu því miður á grundvall- armistök. Hann leggur mér í munn endursögn blaðamanns og tekst ekki einu sinni að hafa rétt eftir: 1) Það sem Magnús kallar viðtal við mig í Morgunblaðinu 5. des. sl. er frétt blaðsins af kynningarfundi um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2004. 2) Hann setur innan gæsalappa, og segir, „Gefum Þórólfi orðið:“ „Útsvar yrði óbreytt á næsta ári, 12,70%, á meðan nágrannasveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu væru með hærri(!) útsvar.“ Í frétt Morgunblaðsins er hins veg- ar réttilega eftir mér haft: „Útsvarið yrði óbreytt á næsta ári, 12,7%, á meðan flest nágranna- sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu væru með hærra útsvar.“ (Feitletrun ÞÁ). Skrök er stórt orð. Af ofanskráðu sést að alvar- legar aðdróttanir Magn- úsar eru rangar og alfar- ið byggðar á hans eigin leiðu mistökum. Ég hef ekki haft það fyrir sið að skipta mér af rekstri ann- arra sveitarfélaga og ætla þess vegna ekki að elta ólar við samanburð Magn- úsar á Reykjavíkurborg og ágætum nágrönnum okkar, hvorki hvað varðar þjónustu þessara sveitarfélaga við íbúa sína né álögur á þá. Vegna orða Magnúsar um skuldir Reykjavík- urborgar þá bendi ég honum á að hreinar skuldir borgarsjóðs verða samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs 5,9 milljarðar, skatttekjur eru áætl- aðar 30,6 milljarðar. Hreinar skuldir verða því um 20% af skatttekjum og því tæki það borgina rúma tvo mánuði að greiða upp hreinar skuldir sínar, ef menn gerðu ekkert annað. Ef við Magnús hefðum hist og frændsemi hefði verið ræktuð, á létt- um nótum eins og okkar ætt er betur tamt, held ég að við hefðum báðir sloppið við þessi skrif. Vertu sæll, frændi. Eru frændur frændum verstir? Þórólfur Árnason svarar hér frænda sínum Magnúsi Erlendssyni ’Magnúsi urðu því mið-ur á grundvallarmistök. Hann leggur mér í munn endursögn blaðamanns.‘ Þórólfur Árnason Höfundur er borgarstjóri. NÝLEGA birti Ríkisendurskoðun niðurstöður sínar eftir athugun á rekstri Landspítala háskólasjúkra- húss. Í skýrslu sinni vekur stofnunin sérstaka athygli á launaþróun, eink- um hjá hópum fagfólks, og telur hana hafa farið úr böndunum. Þessar upplýsingar hefði Rík- isendurskoðun getað fengið hjá flestum stjórnendum heilbrigð- isstofnana á Íslandi, án mikillar fyrirhafnar. Fyrir rúmum sex ár- um var tekin upp ný- skipan í samninga- málum ríkisins. Þá gekk launanefnd rík- isins frá kjarasamn- ingum við hjúkr- unarfræðinga. Samið var um helstu grunntölur. Samningunum var síðan vísað til heilbrigðisstofnana, sem áttu að ljúka gerð þeirra með svo- kölluðum stofnanasamningum. Sá böggull fylgdi skammrifi að mjög lítið svigrúm var til gerðar stofnanasamninga, enda fé naumt skammtað til frágangs á þeim. Þetta var sérstaklega snúið fyrir stofnanir utan Reykjavíkursvæðisins þar sem oft hefur reynst erfitt að fá fagfólk til starfa og það nánast verið á upp- boði; keypt til starfa fyrir hærri laun og meiri hlunnindi en þekkjast í höfuðborg- inni. Aðrir hópar fagfólks fylgdu í kjölfar hjúkr- unarfræðinga af mjög eðlilegum ástæðum. Segja má að sprenging hafi orðið í launakerfi heilbrigðisstofnana. Fyrir nokkru gerði rík- ið svo samning við starfandi sjúkra- húslækna. Með samn- ingunum hækkuðu laun þeirra um ríflega þriðjung. Án efa munu samningar næstu mánaða við aðra faghópa taka mið af þessari hækkun. Það er skoðun undirritaðs, að rík- ið eigi alfarið að ganga frá launa- samningum við þær stéttir, sem það á annað borð semur við. Hálfkaraðir samningar af því tagi, sem hér hafa verið nefndir, leiða bara til vand- ræða. Launamunur starfshópa inn- an heilbrigðiskerfisins er nú meira en tífaldur. Menn skyldu hafa hug- fast að laun, sem hlutfall af kostnaði við heilbrigðiskerfið, eru um 70 af hundraði. Kjarasamningar hafa því afgerandi áhrif á heildarkostnaðinn við rekstur heilbrigðiskerfisins og ríkið sjálft gerir samninga við launa- hæstu hópana og ber ábyrgð á þeim. Það er því eðlilegast að Ríkisend- urskoðun beini spjótum sínum að ríkinu sjálfu. Böggull fylgir skammrifi Árni Gunnarsson skrifar um rekstur heilbrigðisstofnana ’Það er skoðun und-irritaðs, að ríkið eigi al- farið að ganga frá launa- samningum við þær stéttir, sem það á annað borð semur við.‘ Árni Gunnarsson Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri HNLFÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.