Morgunblaðið - 12.12.2003, Side 62

Morgunblaðið - 12.12.2003, Side 62
MINNINGAR 62 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur MárMatthíasson kennari fæddist í Reykjavík 18. ágúst árið 1954. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu, Teigaseli 3 í Reykjavík, hinn 25. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Elín G. Ólafs- dóttir, aðstoðar- skólastjóri, f. 28.11. 1933, og Matthías Haraldsson, aðstoð- arskólastjóri, f. 11.6. 1929, d. 5.2. 1990. Systkini Ólafs eru: 1) Valgerður Matthíasdóttir, arkitekt, f. 19.3. 1953. Dóttir Val- gerðar og Ólafs Árnasonar, er Tinna Ólafsdóttir, f. 19.8. 1976, ur, f. 18.11. 1960. Sonur hennar og Sveins Viðars Guðmundssonar er Snorri Arnar Sveinsson, f. 12.5. 1988. 5) Ása Björk Matthíasdóttir, kennari, f. 16.7. 1962. Börn Ásu Bjarkar og Jóns Kristjáns Stefáns- sonar, sölustjóra eru Bryndís Dag- mar, f. 10.8. 1988, Ásdís Elín, f. 16.04. 1992 og Stefán Matthías, f. 9.4. 1996. Sonur Ólafs og fyrrv. sambýlis- konu hans, Guðmundu Birnu Guð- björnsdóttur, er Matthías Már, f. 3.10. 1982. Ólafur varð stúdent frá Kenn- araskóla Íslands árið 1976. Hann lauk B.ed. prófi frá grunnskóla- kennaradeild Kennaraháskóla Ís- lands árið 1988. Ólafur átti eina hálfsystur, samfeðra, Kolbrúnu Sjöfn, f. 21.6. 1951. Ólafur starfaði lengst af sem kennari í Reykjavík, fyrst við Hagaskóla, síðan við Seljaskóla og Langholtsskóla. Útför Ólafs verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. nemi í Kaupmanna- höfn. Sonur Tinnu og Hauks Þórðarsonar er Ólafur Dagur, f. 18.9. 2000. 2) Sigurborg Matthíasdóttir, kon- rektor MH, f. 13.12. 1955. Synir Sigur- borgar og Ómars Skúlasonar kennara eru Skúli Matthías, menntaskólanemi, f. 26.6. 1986, og Ólafur Einar, f. 20.9. 1991. 3) Haraldur Matthías- son, guðfræðinemi, f. 13.12. 1956. Synir Haraldar og Kaisu Matthíasson eru Orri Matth- ías, f. 13.5. 1995, og Elías Henrik, f. 15.7. 1997. 4) Brynja Dagmar Matthíasdóttir, viðskiptafræðing- Til Óla Más, bróður, mágs og frænda, í anda hins nærgætna kenn- ara: Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villzt af leið. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag, sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og bál. Ó, faðir, gjör mig styrkan staf að styðja hvern, sem þarf, unz allt það pund, er Guð mér gaf, ég gef sem bróðurarf. Ó, faðir, gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. (M. Joch.) Í guðs friði, Haraldur, Marjakaisa, Orri Matthías og Elías Henrik. Afar kær frændi hefur kvatt okk- ur. Glæsilegur, greindur, vel mennt- aður kvaddi hann í blóma lífsins. Minningar eigum við margar um Ólaf Má. Sérstaklega eru þær bundnar við bernsku og æsku drengjanna okkar systra. Fjölskyld- ur okkar samhentar og góðar. Frændur að leik í systra- og fjöl- skylduhópi. Flest gerðum við systur saman. Synir okkar áttu ljúfar stundir í hinum ýmsu sveitum lands- ins. Þjórsárdalurinn og Kjósin voru aðalvettvangurinn, þar sem stóra systir leit eftir frændum sínum ásamt stórum barnahópi sem þau hjón Elín og Matthías höfðu eignast. Þau hjónin sinntu sumarstarfi að Laxárnesi í Kjós um tíma og síðar mörg sumur í Þjórsárdalnum. Þar áttu fjölskyldur okkar afar góðar stundir saman. Nú þegar hátíð ljóss og friðar nálgast rifjast upp yndislegar næt- urstundir, er við systur sátum nán- ast til morguns við að útbúa listaverk fyrir jólin, á meðan börnin okkar stór og smá sváfu. Þessar stundir voru góðar. Hraustir og flottir synir okkar áttu á þessum árum ómetan- legar stundir saman. Þessar stundir urðu færri er að menntaskólaárun- um kom. Frændi okkar, sem nú er kvaddur, hlaut menntun frá Kenn- araháskóla Íslands. Hann varð kenn- ari við Langholtsskólann í Reykja- vík, þar sem báðir foreldrar hans höfðu átt allan sinn starfsaldur. Ólafur Már eignaðist um tíma góð- an förunaut, Guðmundu Birnu Guð- björnsdóttur. Saman áttu þau „gull- molann“ Matthías Má. Matthías Már ber nafn föður síns og föðurafa Matt- híasar Haraldssonar, fyrrverandi yf- irkennara í Langholtskólanum í Reykjavík, sem lést alltof snemma, árið 1990. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu þeirra beggja og styrkja nú, við missi Ólafs Más, góða móður, son og fjölskylduna alla, sem hefur staðið eins og klettur við hlið móð- urinnar í hennar stóru sorg. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. (Einar Ben.) Guð geymi þig, elsku Ólafur Már okkar. Edda, Helgi og fjölskyldan öll. Nú kvakar engin lóa lengur, nú liggur allt í værum blund. Hinn bjarti sveinn frá bænum gengur; hann beið þín, sæla friðarstund. Hann lætur blæinn baða vanga og beinir öruggt sporið sitt; hann þarf ei hræddur hug að ganga, þú heiða nótt, um ríki þitt. (Þorsteinn Erlingsson.) Elskulegur systursonur okkar, Ólafur Már Matthíasson, er látinn, langt um aldur fram. Það er ekki auðvelt að kveðja kær- an frænda hinstu kveðju. Og ekki er það vegna skorts á góðum minning- um eða vilja og löngun til að segja margt fallegt um Óla, heldur hitt hversu stirðlega það getur gengið að koma hugsun í orð þegar mikið ligg- ur við. Dauðinn er óásættanlegur og óréttlátur, ekki síst þegar hann ber niður nálægt okkur sjálfum og hrífur einhvern á brott sem okkur þykir vænt um og metum mikils. Það fer ekki hjá því að við svona tíðindi brjótist fram tilfinningar sem kalla fram spurningar sem við þráum að fá svarað. Hvað er eilífð, hvað er al- mætti, hvers vegna hann, er þetta réttlátt, er einhver sem stjórnar þessu öllu? Til að lýsa Óla frænda ætlum við að styðjast við litla sögu er hljóðar svo: Trúboði mætti lítilli kínverskri stúlku sem rogaðist með strákanga. „Þú hefur þunga byrði að bera,“ sagði trúboðinn. „Þetta er engin byrði,“ svaraði hún. „Þetta er hann bróðir minn.“ Þetta kínverska mál- tæki lýsir Óla vel, þeim verkum sem hann vann og því hugarfari sem hann bar til verkefnisins. Verklag hans allt og framganga einkenndist af væntumþykju og nærgætni. Óli er ekki farinn og er aldrei all- ur. Hann sáði frækornum velvildar, hógværðar og vinsemdar hvar sem hann fór sem hafði djúp áhrif á okk- ur öll sem til hans þekktum. Vonandi ber sú sáning ávöxt í bættri fram- komu okkar hvert við annað. Óli gerði heiminn örlítið betri og er því hluti af honum áfram. Við erum inni- lega þakklát fyrir þær stundir er við áttum með Óla, þó allt of fáar væru, og að fá að hafa hann áfram með okk- ur í minningunni, hlýjan, hnyttinn, sanngjarnan og velviljaðan. Syni, móður, systkinum, frænd- fólki og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Katrín og Guðjón (Dadý og Gaukur). Frændi minn og vinur er látinn. Frændur á þessum aldri deyja ekki og því er erfitt að skilja hvað þetta þýðir. Þeir geta verið fjarri um tíma og þeir geta verið að sinna erindum sem eru þessleg að maður er ekki eins nærri þeim og maður kysi. En þeir deyja ekki svona upp úr þurru. En Óli fór ekki troðnar slóðir. Það gerði hann aldrei og ég mátti vita að það myndi hann heldur ekki gera í þessari síðustu ferð sinni hér. Ég naut þess ungur að hafa Óla frænda sem fyrirmynd og eins og gerist með unga menn ræðst fljótt hver er hvað og ekki var nokkur vafi með okkur Óla. Hann var eldri, stærri og sterkari. Hann réði. Vel fór á með okkur með þessa skipan. Hún hentaði okkur og hvort heldur var verið að telja laxa á lofti í Kjósinni, unnið við að byggja hús, rífa þau eða breyta, þá unnum við saman sem einn maður. Afköstin voru rosaleg á stundum. Dagspartur að breyta heilu fjósi. Þetta léku menn ekki eftir. En svona var Óli. Fór ekki hálfa leið. Fór í sveit ungur upp í afdali þar sem ekki var rennandi vatn eða rafmagn. Fór til Finnlands til að kynnast menn- ingu og háttum Finna og fór til Ísr- aels til að tína appelsínur. Frá öllum stöðunum sendi Óli mér bréf. Við vorum alltaf í bréfasambandi og fannst mér stundum á lýsingunum að ég væri með í för því hann lýsti hlutunum þannig að ég sá þá ljóslif- andi fyrir mér. Það var því eins og af- ar eðlilegt að Óli yrði kennari. Menn sem gátu sagt svona frá hlutu að verða kennarar. Menn sem geta sagt öðrum hvernig hlutirnir eru um allan heim og sagt það þannig að maður flyst til í tíma og rúmi. Hann þurfti ekki að tala hátt eða troðast fram og hann virtist sjá hlið á málum sem öðrum var hulin. Menn hlýddu á þeg- ar hann talaði og hann átti það til að gefa orðunum aukna áherslu eða jafnvel nýtt gildi með glotti sem aðr- ir léku ekki eftir. Þú varst ekki í vafa hvað hann meinti á eftir. Ég veit ekki í hvaða erindi þú varst kallaður í þetta sinnið, kæri frændi, en mikið hlakka ég til að lesa frá þér bréfin. Hinrik Morthens. Þegar við hugsum um hann Óla frænda, sem var bróðir hennar mömmu, munum við svo vel hvað hann var mikill dýravinur. Mamma hefur sagt okkur frá því að þegar hann var lítill var hann oft að hugsa um flækingsketti og fugla sem voru að sniglast í kringum húsið hans. Hann laumaði þá til þeirra mat á pallinn í garðinum þegar enginn sá til. Hann var með mjólkurskál fyrir kisurnar og gaf þeim líka rækjur og nýjan fisk. Amma Elín skildi oft ekki hvað þessar kisur voru alltaf mikið hjá henni á pallinum. Þegar við vorum yngri vorum við mikið heima hjá ömmu Elínu en þá átti frænka okkar og sonur hennar heima þar líka. Efstasundið var svona fjölskyldustaðurinn okkar og þar héldum við öll stórafmæli því húsið er svo stórt. Garðurinn í Efsta- sundinu var líka tilvalið leiksvæði fyrir okkur systkinin. Einu sinni vor- um við að leika okkur í garðinum og fundum þá lítinn, veikan fugl sem við fórum með inn og báðum Óla frænda að hjálpa honum. Óli tók litla fuglinn að sér og þegar við komum daginn eftir sat fuglinn á öxlinni á Óla og tísti hátt þegar við komum inn. Óli var líka mjög barngóður og blíður. Ein jólin gaf hann okkur öll- um litla hitabrúsa til þess að fara með í skólann. Hann sagði að það væri svo notalegt að hafa með sér heitt kakó á brúsa í skólann þegar kalt væri í veðri og það höfum við sko oft gert síðan. Nú minnir það okkur alltaf á Óla þegar við setjum kakó á brúsa. Okkur þótti öllum mjög vænt um Óla og erum viss um að nú er hann orðinn fallegur engill. Elsku Óli, við kveðjum þig með þessari bæn: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Guð geymi þig alla tíð. Ásdís Elín, Bryndís Dagmar og Stefán Matthías. Óli móðurbróðir minn er dáinn. Stórt skarð er höggvið í samheldna systkinahópinn úr Efstasundi. Óli var næstelstur sex systkina sem liggja nærri í aldri og hafa alla tíð verið náin og samheldin. Mér finnst þau alltaf mynda fullkomna heild, því hvert og eitt gegnir svo ólíku hlutverki í hópnum. Óli var litli bróðir mömmu minnar en ég upplifði hann alltaf sem eins konar stóra bróður minn. Kannski var það af því að hann og Halli, yngri bróðirinn, voru enn heima í Efstasundi þegar við bjuggum þar um lengri eða skemmri tíma þegar ég var lítil. Óli var prakkarinn í fjölskyldunni, hann var „The Wild One“, töffarinn og húmoristinn. Sögur af uppátækj- um hans voru ófáar og sem krakki drakk ég þær í mig. Ég skildi Óla svo vel og stóð ekki eins ein ef ég gerði eitthvað af mér. Einu sinni þegar ég var óþekk og átti að dúsa uppi í her- bergi þar til ég bæðist afsökunar ákvað ég frekar að príla út á þak og hoppa niður í garð. Þegar ég hreykin en skömmustuleg og meidd á fæti fór að lokum inn kom í ljós að Óli frændi hafði að sjálfsögðu hoppað niður af sama þaki þegar hann var lítill. Óli skildi mann alltaf svo vel. Hann var líka svo góður og það var svo rólegt og þægilegt í návist hans. Ég man eftir ófáum kvöldstundum þar sem við Óli og oftast fleiri úr hópnum komum í mat í „Efsta“. Bara það að sitja saman, borða og spjalla tímun- um saman var svo notalegt. Hann var ekkert að stressa sig á hlutunum hann Óli, strákurinn sem datt ekki í hug að vaska sér upp glas þegar eng- in hrein glös voru sjáanleg. Hann náði sér frekar í ausu og drakk úr henni! Óli hafði svo skemmtilega sýn á heiminn og frábæra kímnigáfu, gagnvart sjálfum sér og umhverfinu. Óli var einstaklega góður kennari, hann var næmur á fólk og hafði sér- stakt lag á þeim sem áttu erfitt. Enda miðlaði hann að jafnaði skiln- ingi, öryggi, hlýju og húmor til lífs- ins. Hann er að því leyti hiklaust ein af fyrirmyndum mínum. Guð geymi hann Óla frænda minn. Tinna frænka. Ég mun alltaf muna eftir Óla frænda vegna þolinmæði og já- kvæðni hans í öllu sem hann gerði. Við fórum stundum að veiða saman og það fannst okkur báðum skemmtilegt. Við veiddum frekar lít- ið en entumst samt lengi þrátt fyrir litla veiði. Ég man að Óli frændi var oftast alveg jafn spenntur og ég. Mér fannst líka svo gott hvað hann fylgdist mikið með mér. Hann spurði oft hvernig mér liði og núna veit ég að hann fylgist með mér alla daga með sínum blíðu augum. Mig langar að skrifa eftirfarandi línur til Óla, stóra frænda míns, sem kunni að gleðjast með náttúrunni og er núna kominn til pabba síns. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn! (Tómas Guðm.) Snorri Arnar. Það er skrýtið hvernig sumar minningar festast og lifa lengur en aðrar. Brot úr setningum eða augna- bliks þagnir. Stundum eru það sek- úndubrotin milli brandara og bross eða hláturinn sem fylgir á eftir. Þegar ég minnist frænda míns Ólafs Matthíassonar eru það ekki langar senur sem ég man best, heilir dagar vilja gleymast og verða þoku- kenndir. Það sem lifir í minningunni eru lítil brot sem ég hef alltaf varð- veitt sérstaklega því að þau eru mér dýrmæt. ÓLAFUR MÁR MATTHÍASSON Systir okkar, mágkona og vinur, BÁRA JÓNSDÓTTIR frá Raftholti, verður jarðsungin frá Marteinstungukirkju laugardaginn 13. desember kl. 14. Karitas, Hafsteinn og Kristjana Bjargmundarbörn, Elín Guðjónsdóttir, Hjalti Sigurjónsson og aðrir aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDVIN GRANI BALDURSSON fyrrverandi bóndi og oddviti, Rangá, Köldukinn, verður jarðsunginn frá Þóroddsstaðarkirkju laugardaginn 13. desember kl. 14.00. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, Margrét Sigtryggsdóttir, Baldur Baldvinsson, Sigrún Aðalgeirsdóttir, Baldvin Kristinn Baldvinsson, Brynhildur Þráinsdóttir, Hildur Baldvinsdóttir, Garðar Jónasson, Friðrika Baldvinsdóttir, Stefán Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.