Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 72
72 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lukku Láki Risaeðlugrín framhald ... HVERT FÓR HANN EIGINLEGA? ÉG ÞORI EKKI AÐ TAKA NEINA SJENSA Á MÓTI ÞESSUM BYSSUGÆJA! ÞIÐ TAKIÐ YKKUR STÖÐU Á HÚSÞÖKUNUM OG Í DYRUM... EF EIN- HVER MÓTMÆLIR ÞÁ NEFNIÐ ÞIÐ BARA NAFNIÐ ÞUNDERFÍLD ... ! EF HANN GERIR SIG LÍKLEGAN TIL AÐ SNERTA BYSSUNA ÞÁ SKJÓTIÐ ÞIÐ HANN! STRÁKARNIR HANS ÞUNDERFÍLDS RÁÐGERA SVIK. © DARGAUD © DARGAUD HAFÐU EKKI ÁHYGGJUR AF MÉR LÁRA! ÉG GET VARIÐ MIG! NÚ ÆTLA ÉG Í BAÐ. JÁ ... EN ... ÉG HEYRÐI HJÁ RAKARANUM AÐ ÞUNDERFÍLD STRÁKURINN HAFI SKORAÐ Á BYSSUMANN Í EINVÍGI VIÐ SÓLARLAG ... NÚ GENGUR HANN OF LANGT! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ DREGUR að jólum. Á þessum tíma árs vil ég senda sérstaka kveðju til samkynhneigðra, aðstand- enda þeirra og vina, en kynni mín af samkynhneigðum og réttindamálum þeirra hafa auðgað líf mitt á árinu sem er að líða. Ég hef lært mikið af því að kynnast ykkur og ykkar mannréttindabaráttu, en áhugi minn og bein afskipti af þeirri baráttu eru tiltölulega ný af nálinni. Þessi sam- skipti hafa leitt mig til æðra stigs á skilningi mínum á Biblíunni, sér- staklega hvað varðar ást einnar manneskju á annarri. Við kristnir menn á Íslandi lifum og hrærumst í ólíkri návist við trúna. Fyrir suma skiptir trúin miklu máli, en fyrir aðra minna. Í orðræðu krist- inna manna er títt vitnað til Bibl- íunnar, en persónuleg túlkun fólks á boðskap hennar getur verið afar mismunandi. Ég verð hins vegar að viðurkenna að sumar slíkar túlkanir særa mitt kristna hjarta. Biblían er samansafn sögulegra bóka, en hún verður „lifandi orð Guðs“ þegar maður les hana í trú sinni. Ein leið til að meðtaka boðskap Biblíunnar er að vera vel að sér í Biblíufræðum. Sérhver prestur á að baki nám í guð- fræði sem á að gera honum kleift að predika orð Biblíunnar. Boðskapur Guðs er að sumu leyti ekki auðfeng- inn. En með alúð og fyrirhöfn verður söguleg bók að lifandi orði Guðs fyr- ir viðkomandi prest eða kristinn mann, og hann deilir því með öðrum. Allir prestar þekkja ánægjuna sem því fylgir að breiða út fagnaðarer- indið. Ég hef verið svo lánsamur að hafa kristni að mínu leiðarljósi í lífinu. Jesús flytur mér orðin og með nær- veru hans í daglegu lífi og starfi reyni ég að lifa eftir orðum hans. Lestur Biblíunnar er vissulega mik- ilvæg iðja í þeirri viðleitni. Það er hins vegar ekki bara með lestri Bibl- íunnar sem við erum með Jesú næst okkur, heldur í verkum okkar og daglegum samskiptum hvert við annað. Tilvitnanir í Biblíuna eru hjóm eitt ef boðskapur kristninnar er fótum troðinn í daglegum verkum okkar og tali gagnvart náunganum. Kæru vinir. Jesús hugsar til okkar allra jafnt og hvetur okkur til að lifa okkar eigin lífi eins og okkur er gefið af Guði. Virði hvers og eins okkar felst í því að vera „ég sjálf/ur“. Þetta eru skilaboð Biblíunnar. Stundum gleymum við í kirkjunni þessum kjarna, því að við misskiljum orð Guðs sem boð laga og reglna en ekki boðskap ástar og mannkærleika. Það ógnar fjölbreytileika mannlífs- ins. Þetta verður að lagast. Þess vegna þarfnast kirkjan ykkar, kannski meira en þið þarfnist henn- ar. Við þurfum á hjálp ykkar og visku að halda til að fagna fjölbreytt- ara mannlífi og flagga regnbogafán- anum fyrir öll börn Drottins. Ég þakka ykkur fyrir samskiptin á árinu sem er að líða og óska ykkur gleðilegra jóla. Fyrir nokkru bjó ég til smákvæði til „lesbískra“ vin- kvenna minna og mig langar til að senda ykkur nokkrar línur úr því, sem jólakveðju mína. Englar eins og þú og vinkona þín halda uppi gráu þaki heimsins og gera okkur það kleift að anda ljúfu og ljúffengu lofti í veröldinni. Þökkum fyrir ást þína! TOSHIKI TOMA, Holtsgötu 24, 101 Reykjavík. Jólakveðja til samkynhneigðra Frá Toshiki Toma, presti innflytjenda: ÞAÐ var vel til fundið að bjóða norska rithöfundinum og stríðs- fréttaritaranum Åsne Seierstad að heimsækja Ísland. Ég átti þess kost að hlusta á hana á fundi UNIFEM í Iðnó, þriðjudaginn 9. desember, þar sem hún sagði m.a. stuttlega frá bak- sviði bókar sinnar, Bóksalinn í Kab- úl, og svaraði fyrirspurnum fundar- manna. – Svo fróðlegt og notalegt sem það var að hlýða á þessa látlausu og hugrökku konu, þá rak mig í satt að segja í rogastans þegar fundar- stjóri tilkynnti í upphafi fundar að „að þessu sinni“ færi fundurinn fram á ensku! (Mér var sagt að á Pressu- kvöldi Blaðamannafélags Íslands í Norræna húsinu kvöldið áður, hefði enska líka verið ráðandi). Í Iðnó datt fundarstjóra ekki einu sinni í hug að kanna hve stór hluti fundarmanna vildi heyra Åsne tala móðurmál sitt, norsku. – Ef tilvik sem þessi um ensku sem „fundarmál“ þegar nor- rænir gestir sækja okkur heim væru hrein undantekning er sannarlega ekki ástæða til að æsa sig. En því miður er sú ekki raunin. Við erum greinilega hægt og sígandi að láta undan nöldri í fólki sem ekki nennir að leggja sig fram um að læra og hlusta á tungumál frændþjóðanna í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Varla þarf að eyða að því orðum að öll eru þessi tungumál svo lík að sé maður slarkfær í einu þá skilur maður þau öll. Og „skandinavískan“ okkar er fullboðleg hér heima og annars stað- ar á Norðurlöndum, ekki síst í Finn- landi. – Nei, hristum af okkur slenið og leggjumst á eitt með að útrýma ensku á fundum með norrænum frændum okkar. Gleymum heldur ekki að gefa þeim til bragðbætis smáskammta af okkar ylhýra máli eins og Steingrímur og Davíð gerðu svo eftirminnilega á fundi Norður- landaráðs á dögunum. GUNNAR GUTTORMSSON, Tómasarhaga 47, 107 Reykjavík. Af hverju enska á fund- um með Åsne Seierstad? Frá Gunnari Guttormssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.