Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 77
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 77
BÚIST er við því að viðskiptajöfurinn Eddie Davies muni
eignast meirihlutann í enska úrvalsdeildarliðinu Bolton
um áramótin. Davies er sagður hafa 1,8 milljarða kr. til
reiðu til handa félaginu en hann hefur verið í stjórn félags-
ins undanfarin fjögur ár.
Davies er búsettur á eyjunni Mön en hann á 29,7% hlut í
félaginu en mun eiga 94,5% hlut í lok ársins. Stjórn félags-
ins hefur gefið grænt ljós á kaup Davies enda sé nauðsyn-
legt fyrir félagið að fá aukið fé til rekstur félagsins.
Allt útlit var fyrir að Bolton þyrfti að selja leikmenn í
janúar til þess að laga fjárhagsstöðuna. Stjórnarformaður
félagsins, Phil Gartside, segir að án innkomu Davies muni
félagið þurfa að glíma við fjárhagserfiðleika á næstu miss-
erum. Heildarskuldir félagsins eru í dag um 2,7 milljarðar
kr. en á síðasta rekstrarári tapaði liðið um 660 millj. kr.
Hins vegar hefur liðinu gengið vel á grasvellinum und-
anfarnar vikur og var Sam Allardyce útnefndur knatt-
spyrnustjóri mánaðarins og fyrirliðinn Okocha var valinn
leikmaður mánaðarins.
Viðskiptajöfur frá
Mön kaupir Bolton
SIGUR Keflvíkinga á Toulon í bikarkeppni Evrópu
í körfuknattleik í fyrrakvöld var fyrsti sigur ís-
lensks liðs á frönsku liði frá upphafi eða í 14 leikj-
um. 39 ár eru liðin síðan íslenskt lið mætti fyrst
frönsku liði í Evrópukeppni en ÍR-ingar töpuðu
fyrir Asveil Lyons í tvígang með miklum mun árið
1964.
KR-ingar töpuðu fyrir Caen 1979 í tveimur leikj-
um og tíu árum síðar fyrir Pau-Orthez. Valur tap-
aði fyrir Lyon í tveimur leikjum árið 1992 og
Haukar sömuleiðis gegn Dijon ári síðar. Fyrir
þremur árum tapaði sameiginlegt lið Keflavíkinga
og Njarðvíkinga, lið ÍRB, fyrir Nancy í tveimur
leikjum, 101:67 og 90:73.
Heimavöllur Keflvíkinga er greinilega orðinn
sterkt vígi því sigurinn á Toulon í fyrrakvöld var
24. sigur Keflvíkinga í röð á heimavelli en síðast
tapaði liðið heimaleik hinn 7. janúar, fyrir grönn-
um sínum í Njarðvík, 80:77.
Keflavík fyrst til að
vinna franskt lið
FÓLK
PAVEL Nedved, landsliðsmaður
Tékklands og leikmaður með Juv-
entus, hefur verið útnefndur Knatt-
spyrnumaður ársins 2003 af knatt-
spyrnutímaritinu World Soccer.
Þetta er í 22 skipti sem blaðið út-
nefnir leikmann ársins. Nedved er
31 árs miðvallarleikmaður, sem hef-
ur leikið mjög vel með tékkneska
landsliðinu og Juventus. Hollend-
ingurinn Ruud van Nistelrooy hjá
Manchester United var í öðru sæti
og Spánverjinn Raúl, fyrirliði Real
Madrid, var þriðji. Þjálfari ársins
var útnefndur Carlo Ancelotti,
þjálfari Evrópumeistara AC Milan.
ROMAN Abramovich, eigandi
Chelsea, hefur lengi viljað sjá Pavel
Nedved í sínu liði. Zdenek Nehoda,
umboðsmaður leikmannsins, sagði í
viðtali við The Sun að Abramovich
væri tilbúinn að borga Juventus 2,5
milljarða ísl. kr. fyrir Nedved. Luc-
iano Moggi, eigandi Juventus, hefur
oft sagt að Nedved væri ekki til sölu.
LEIKMENN Chelsea eru komnir í
jólaskap og taka virkan þátt í jóla-
undirbúningi í London. Miðherjarn-
ir Adrian Mutu og Hernan Crespo
voru báðir í sviðsljósinu í gær. Mutu
mætti í verslun í Chelsea-hverfinu
og áritaði ljósmyndir fyrir stuðn-
ingsmenn Chelsea. Crespo tendraði
jólaljós í hverfinu.
CHELSEA, Liverpool og Totten-
ham hafa sýnt miðvallarleikmann-
inum David Pizarro, landsliðsmanni
Chile – hjá Udinese á Ítalíu – áhuga.
Hann ætlar ekki að skrifa undir nýj-
an samning við Udinese þegar
samningur hans rennur út næsta
sumar.
FRANCESCO Guidolin, fyrrver-
andi þjálfari ítalska liðsins Bologna,
er nú orðaður við Tottenham – sem
knattspyrnustjóri.
VINCENZO Montella, framherji
ítalska liðsins Roma, verður frá æf-
ingum og keppni næstu vikurnar en
leikmaðurinn gekkst undir aðgerð á
hné í fyrradag. Montella, sem er 29
ára gamall, hefur skoraði 5 mörk
fyrir Rómverja á leiktíðinni.
S-AFRÍSKI kylfingurinn Ernie
Els hefur verið útnefndur kylfingur
ársins í Evrópu annað árið í röð. Els,
sem er í þriðja sæti styrkleikalista
kylfinga í heiminum, vann fimm mót
í Evrópu á árinu.
UEFA hefur ákveðið að reykingar
þjálfara og forráðamanna knatt-
spyrnuliða á varamannabekk verði
óheimilar frá og með næstu leiktíð.
Margir þjálfarar hafa lagt í vana
sinn að að reykja meðan á leik
stendur og hefur þessi ósiður farið
fyrir brjóstið á mörgum. UEFA
ákvað að taka málið fyrir og á næsta
tímabili verða þjálfarar á borð við
Marcelo Lippi, þjálfara Juventus,
og Hector Cuper, fyrrum þjálfara
Inter, að reykja vindlinga sína á öðr-
um stað en á og við varamannabekk-
inn.
TYRKNESKIR áhorfendur teljast
með þeim ófriðlegustu í heimi og
enn á ný urðu þeir sér til skamm-
ar þegar Besiktas og Chelsea
mættust í Meistaradeild Evrópu á
þriðjudaginn í Þýskalandi. Þrátt
fyrir hlutlausan völl voru 50.000
stuðningsmenn Besiktas á vell-
inum og létu smámynt og öðru
lauslegu rigna yfir leikmenn
Chelsea. Svo langt gekk þetta að
þeir sem voru á varamanna-
bekknum urðu að nota regnhlífar
til að skýla sér.
UEFA mun væntanlega taka á
málinu, en aganefndin kemur
ekki saman fyrr en seint í febr-
úar. „Áhorfendur grýttu okkur
með smápeningum og öðru laus-
legu – meira að segja á meðan við
vorum að hita upp. Sem betur fer
meiddist enginn,“ sagði Frank
Lampard. Þess má geta að þrátt
fyrir mjög öfluga öryggisgæslu
fyrir leikinn, komust áhorfendur
inn með flugelda. Lögreglan tók
186 flugelda traustataki fyrir
leikinn og tólf hnífa. Þó nokkrar
skemmdir voru unnar á vellinum
– Arena Auf Schalke – og í kring-
um hann. Lögreglan handtók á
þriðja tug Tyrkja, tveir voru flutt-
ir alvarlega slasaðir á sjúkrahús.
Tyrkir grýttu leikmenn Chelsea
MANCHESTER United hyggst á
næstunni bjóða hollenska fram-
herjanum Ruud Van Nistelrooy
nýjan fimm ára samning við fé-
lagið sem metinn er á 24 millj-
ónir punda eða um 3,1 milljarður
íslenskra króna.
Samningurinn felur í sér að
laun Nistelrooys hækka um helm-
ing samkvæmt heimildum enskra
fjölmiðla. Vikulaun kappans í dag
eru 40.000 pund eða um 5 millj-
ónir íslenskra króna en verða
80.000 pund.
Fregnir bárust í vikunni úr
herbúðum Real Madrid um að
Nistelrooy væri næstur á inn-
kaupalista forráðamanna félags-
ins og þessi tíðindi hafa greini-
lega vakið United-menn til lífsins
en Sir Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri Englandsmeist-
aranna, hefur hvatt stjórnendur
liðsins til að ganga frá nýjum
samningi við Hollendinginn.
Nistelrooy, sem er 27 ára gam-
all, hefur reynst Manchester-
liðinu einstaklega vel frá því
hann gekk í raðir þess frá PSV
fyrir tveimur árum. Hann hefur
skorað 95 mörk í 123 leikjum og
á þriðjudaginn jafnaði hann 34
ára markamet Denis Law í Evr-
ópukeppninni þegar hann skoraði
28. mark sitt fyrir liðið í sigri
þess á Stuttgart.
„Það er stórkostlegt að ná að
jafna met Denis Law. Ég ber
mikla virðingu fyrir honum og
hef oft horft á myndbandsspólu,
sem hefur að geyma mörg af
hans bestu mörkum,“ sagði Van
Nistelrooy, en þess má geta að
Law, eða Kóngurinn eins og hann
var kallaður á Old Trafford,
skoraði 237 mörk í 404 leikjum.
Það er met sem verður seint sleg-
ið.
„Það er frábært að vera nefnd-
ur í sömu andránni og Law. Ég
hef heyrt margar sögur um hann
síðan að ég kom hingað til Old
Trafford. Mér er ljóst að hann
var nokkuð sérstakur og jafn-
framt frábær leikmaður,“ sagði
Van Nistelrooy.
Reuters
Van Nistelrooy
fær 3,1 milljarð Það yrði stórkostlegt ef RomanAbramovich kæmi heim til
Moskvu með lið sitt, Chelsea. Það
yrði stór stund fyrir Rússa,“ sagði
Syomin. Það kemur í ljós í dag, hvort
draumur Syomin rætist, en aftur á
móti rættist ekki draumur leikmanna
AEK Aþenu á miðvikudagskvöldið –
þeir náðu ekki að fagna sigri.
Með því settu þeir nýtt met í
Meistaradeildinni – léku sinn 18. leik
í röð í deildinni án þess að upplifa sig-
ur. Urðu að sætta sig við jafntefli við
Mónakó í Aþenu, 0:0. AEK hefur gert
níu sinnum jafntefli í leikjunum, tap-
að níu leikjum.
AEK Aþena átti gamla metið
ásamt rússneska liðinu Spartak
Moskvu.
David Trezeguet skoraði tvö af sjö
mörkum Juventus, sem setti marka-
met í deildinni með því að vinna
Olympiakos, 7:0. Seinna markið sem
hann skoraði var 3.000. mark deild-
arinnar, síðan byrjað var að leika í
Meistaradeild Evrópu keppnistíma-
bilið 1992–1993.
Fjórir leikmenn hafa skorað fimm
mörk í Meistaradeildinni að þessu
sinni – Didier Drogba (Marseille),
Hakan Sukur (Galatasaray), Roy
Makaay (Bayern München), Dado
Prso (Mónakó). Næstir á blaði með
fjögur mörk koma Juninho Pern-
ambucano (Lyon), Fernando Mori-
entes (Mónakó), Wesley Sonck
(Ajax), David Trezeguet (Juventus)
og Ruud van Nistelrooy (Manchester
United).
Dany Verlinden markvörður
skráði nafn sitt í sögubók deildarinn-
ar er hann stóð í marki Club Brugge í
sigurleik gegn Ajax á þriðjudags-
kvöldið, 2:1. Hann er elsti leikmað-
urinn sem hefur leikið í deildinni – 40
ára, þriggja mánaða og 24 daga gam-
all.
Vilja mæta Manchester United
Miguel Angel Lotina, þjálfari
Celta Vigo á Spáni, segist óska þess
heitt að mæta Manchester United í
16 liða úrslitunum. „United er sögu-
frægt lið sem á frábæran leikvang.
Það yrði stórkostlegt að fagna sigri á
Old Trafford,“ sagði Lotina.
Jose Mourinho, þjálfari FC Porto,
sem náði jöfnu gegn Real í Madrid í
vikunni, 1:1, sagði að hann vildi mæta
Manchester United næst.
„Ég vil fá tækifæri til að sjá hvern-
ig mínu liði gengur í viðureign gegn
ensku liði. Það væri gaman að kljást
við Alex Ferguson,“ sagði Mourinho.
Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, segir að hans menn
séu tilbúnir í slaginn. „Okkur er sama
hverjir mótherjar okkar verða.“
Fróðleiksmolar úr Meistaradeildinni
Þjálfari
Lokomotiv
vill mæta
Chelsea
„ÞETTA var stórkostleg stund
fyrir okkur. Þrátt fyrir tapið fyrir
Arsenal gátum við fagnað – þeg-
ar við fengum fréttirnar frá Kiev,
að leik Dynamo og Inter hefði
lokið með jafntefli,“ sagði Yuri
Syomin, þjálfari Lokomotiv
Moskvu, sem á sér þá ósk heit-
asta að dragast á móti Chelsea í
16 liða úrslitum.
AP
Dany Verlinden, Brugge,
öldungur Meistaradeildar-
innar, fagnar sigri á Ajax.