Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 78
ÍÞRÓTTIR 78 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT LOGI Geirsson, handknattleiks- maður úr FH, gekk endanlega frá þriggja ára samningi við þýska meistaraliðið Lemgo í gær en eins og Morgunblaðið greindi frá á dög- unum kom Logi heim með samnings- tilboð frá félaginu eftir nokkurra daga dvöl hjá því. Logi á að leysa svissneska landsliðsmanninn Carlos Lima, vinstri hornamann, af hólmi en hverfur á braut frá liðinu í vor. „Það er allt orðið klappað og klárt. Samningurinn er undirritaður og ég á að vera kominn út til Lemgo fyrir 1. júlí. Ég get varla beðið en ég ætla samt að reyna að hugsa um þetta sem minnst og einbeita mér að verkefnunum hér heima í vetur. Lemgo ætlar að nota mig sem hornamann svo ég verð að fara að æfa gömlu stöðuna aftur og undir- búa mig sem best áður en ég fer út,“ sagði Logi í samtali við Morgun- blaðið í gær. Logi hittir fyrir hjá Lemgo handknattleiksmenn í fremstu röð en með liðinu leika til að mynda sex þýskir landsliðsmenn. „Það verður mikið ævintýri fyrir mig að fá að spila með þessum körl- um. Ég var viðstaddur leik Lemgo og Ciudad Real á dögunum og það var hreint út sagt ólýsanleg stemn- ing og umgjörðin hjá liðinu frábær.“ Lemgo er í öðru sæti þýsku Bun- desligunnar, tveimur stigum á eftir Flensburg, og er komið í 16-liða úr- slit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Prule 67 frá Slóveníu. Logi búinn að ganga frá samningi við Lemgo Morgunblaðið/Günter Schröder Logi sá leik Lemgo og Ciudad Real á dögunum. Gestirnir úr Stykkishólmi tókustrax vel á í vörninni og Hafn- firðingar þurftu að fylgjast með þeim rífa niður hvert frákastið á fætur öðru. Þegar forskotið var orðið tíu stig tóku Haukar leikhlé og reyndu að skerpa á bar- áttuandanum en allt kom fyrir ekki því nú voru gestirnir búnir að taka völdin undir körfunni og gátu lagt meiri áherslu að ná hraðaupphlaup- um. Engu að síður var forskotið í kringum tíu stigin og Haukar klór- uðu í bakkann í þriðja leikhluta með bættri vörn en það dugði ekki til þrátt fyrir fjórar þriggja stiga körf- ur undir lokin. Haukar sáu aldrei til sólar í gær- kvöldi og þeir virtust aldrei hafa nægilegan áhuga á að taka til hend- inni. Helst voru það Michael Man- ciel, með 7 fráköst, og Kristinn Jón- asson, sem gerðu eitthvað. „Við gátum ekkert gert í því að stöðva Dandrell,“ sagði Kristinn, sem skoraði 13 stig fyrir Hauka. „Okkur var sagt að hann myndi gera meira af því að skjótast upp að körfunni en hann byrjaði á þriggja stiga skoti og það var sama hvað við gerðum, hann skaut bara yfir svæð- isvörnina. Við börðumst alveg í leiknum en þeir ná alltaf sóknarfrá- köstunum.“ Hólmarinn Dandrell fór á kost- um, tók 7 fráköst, hitti úr 5 af 9 skotum inni í teig og 6 af 10 þriggja stiga. „Við unnum á góðri vörn og á að taka fráköstin auk þess að Dand- rell Whitmore tók stöðu skotbak- varðar,“ sagði Hlynur, sem tók 11 fráköst og átti góðan leik. „Það gaf okkur margar auðveldar körfur og hraðaupphlaup, sem skilar góðum sigri á góðu liði Hauka. Ef við hitt- um ekki úr skotum náðu þeir góð- um spretti en við spiluðum svo góða vörn að þeir skora svo sjaldan að við þurftum ekki að hafa of miklar áhyggjur af sókninni. Við ætluðum að sýna að eftir að við vorum ræki- lega yfirspilaðir í Njarðvík að við getum betur og eigum erindi í bar- áttuna á toppnum.“ Það var samt ekki eins aðrir leikmenn væru far- þegar, þeir stóðu fyrir sínu og börð- ust fyrir hverjum bolta. Snæfell fékk dyggan stuðning frá um 40 sveitungum sínum er komu alla leið frá Stykkishólmi. „Við eigum örugglega sterkasta stuðningsliðið utan af landi, sem er frábært og vonandi heldur það áfram en það þarf fleira fólk að koma á leiki, það er gaman að horfa á þá,“ bætti Hlynur við. Blikarnir yfirspilaðir Áhorfendum í íþróttahúsinu áSauðárkróki sýndist að brugð- ið gæti til beggja vona í leik Tinda- stóls og Blika í gær- kvöldi, en í liði heimamanna var Kristinn Friðriks- son á bekknum og leikur hann ekki með liðinu fyrr en eftir áramót vegna meiðsla á ökkla. Matthías Rúnarsson var veikur og Magnús Barðdal var ekki með enda í stífum prófum þessa dagana. Í þeirra stað komu inn gamla kempan Kári Marísson og unglið- inn Sigmundur B. Skúlason. En meiðslin hrjáðu líka gestina þar sem Cedrick Holmes er meidd- ur og lék ekki með að þessu sinni. Og undir miðjan fyrsta leikhluta meiddist Jónas P. Ólafsson og þurfti að fá lækni til að líta á meiðsli hans sem ekki reyndust alvarleg sem betur fór, en hann kom ekki meira inn á eftir það. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti, léku ágæta vörn og hraðar sóknir skiluðu góðum stig- um og þegar um miðjan fyrsta hluta var staðan 17:4. Gestirnir náðu að klóra í bakkann og náðu að minnka muninn, en þegar í þessum fyrsta hluta var ljóst að Tindastólsmenn ætluðu ekki að gefa neitt eftir. Þannig hélst út allan leikinn, 13 stig skildu liðin í hálfleik, 50:37 og heimamenn juku forskotið í tuttugu stig en Blikar náðu að minnka mun- inn í 10 til 12 stig en komust aldrei nær og undir lok leiksins þegar for- skot Tindastóls var orðið 25 stig náðu gestirnir að minnka muninn í 17 stig með því að skora fjórar síð- ustu körfur leiksins. Í liði Tindastóls áttu Axel Kára- son, Clifton Cook, Adrian Parks, Helgi Rafn og Nick Boyd allir mjög góðan dag og Helgi Rafn lék nú einn sinn besta leik í vetur. Í liði Blikanna var Mirco Virijevic mjög góður og einnig var Pálmi F. Sig- urgeirsson ógnandi og erfiður vörn heimamanna. Þá var Uros Pilipovic góður sérstaklega í fyrri hálfleik og Þórarinn Örn Andrésson átti góðan síðasta leikhlutann. Kristinn Friðriksson var mjög ánægður með sína menn. „Leik- planið okkar gekk allt upp og var fylgt allan leikinn, liðið var í heild mjög gott, leikgleðin var í fyrirrúmi og menn voru að spila hver fyrir annan. Þetta er það sem ég hef verið að bíða eftir, að liðið næði að smella svona saman, því að þá fara hlut- irnir að ganga upp hjá okkur. Við vorum auðvitað heppnir því að okk- ur vantaði of marga menn sem eru í fastaliðinu, en líklega verður Svav- ar Birgisson löglegur með okkur í leik 15. janúar og það verður gott að fá hann aftur.“ sagði Kristinn Friðriksson. Njarðvík gerði góða ferð vestur Ljóst var snemma leiks í viður-eign KFÍ og Njarðvíkinga í gær í hvað stefndi því gestirnir höfðu yfirhöndina allan leikinn þó að KFÍ hafi barist nokkuð vel. KFÍ tókst á endanum að halda sex stiga mun eða 98:104. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og kröftugur. Bæði lið börðust hart oft á tíðum undir körfunni þó að Njarðvíkingarnir hafi haft yfir- höndina þar ásamt því að spila létt- leikandi körfubolta með þá Brenton Birmingham og Bandon Woudstra í broddi fylkingar. Það var eins og það vantaði ein- hvern veginn að brjóta ísinn hjá KFÍ í „klakanum“ í gærkvöld til þess að þeir kæmust betur inn í leikinn. KFÍ var í því hlutverki að elta Njarðvíkinga sem tókst þó ekki að hrista heimamenn af sér fyrr en undir lok þriðja leikhluta. Þá náðu þeir 19 stiga forskoti. Þegar þessu forskoti var náð skipti Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkur, ungu strákunum meira inn á og við það komst KFÍ inn í leikinn aftur með góðri baráttu. Heimamönnum tókst ekki að slá Njarðvíkingana út af laginu og töp- uðu með 6 stiga mun. Bestu menn leiksins voru þeir Friðrik og Páll hjá Njarðvík sem stóðu eins og turnar tveir undir kröfunni hjá KFÍ þá stóð Jeb Ivey upp úr ásamt þeirri baráttu sem lið- ið sýndi í þessum leik. Til gamans má segja frá því að þrjú lið Narðvíkur voru mætt vest- ur til að etja kappi við Ísfirðinga, en það voru ásamt meistaraflokki, 10. fl. kvenna og 9. fl. karla. Um var að ræða leiki í bikarkeppni yngri flokka KKÍ og sigraði Narðvík í þeim báðum. Dandrell skaut Hauka í kaf ÖFLUG vörn Hólmara og grimmd við að taka fráköst færði þeim hraðaupphlaup og þegar við bættist að Dandrell Whitmore, sem að öllu jöfnu er undir körfunni, tók til við þriggja stiga skotin voru vonir Hauka um stig skotnar í kaf. Þeir áttu ekkert svar og náðu aldrei að tendra nægilega mikinn neista til hafa nokkuð um úrslit að segja og 81:70 sigur Snæfells að Ásvöllum er síst of stór. Tindastóll lagði Breiðablik að velli á Sauðarkróki 94:77 og Njarðvík vann KFÍ á úti- velli, 104:98. Stefán Stefánsson skrifar Björn Björnsson skrifar Torfi Jóhannsson skrifar NORÐMENN sátu eftir með sárt ennið á Heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna sem fram fer í Króatíu þessa dagana. Noregur lagði Slóveníu 29:28 í síðasta leikn- um í milliriðli en varð að treysta á að Úkraína myndi leggja Ungverja að velli eða ná jafntefli. Úkraína hafði fyrir leikinn gegn Ungverjum tryggt sér efsta sætið í milliriðli 2 og voru margir lykilmenn liðsins hvíldir. Ungverjar áttu því náðugan dag og tryggðu sér sæti í undan- úrslitum með stórsigri 35:23. Þórir Hergeirsson er aðstoðar- þjálfari norska liðsins og sat hann á meðal leikmanna liðsins og fylgdist með leik Úkraínu og Ungverja- lands. Úrslit leiksins urðu á þann veg að norska liðið þarf í umspil til að tryggja sér farseðil á Ólympíu- leikana í Aþenu á næsta ári. Þórir hefur oftar en ekki verið nefndur til sögunnar sem arftaki Marit Breivik. Tveir leikmenn úr röðum ÍBV léku í gær með landsliði Austur- ríkis sem vann fyrsta leik sinn í milliriðlinum gegn Serbíu/ Svartfjallalandi, 38:27. Sylvia Strauss lék í 55 mínútur og skoraði alls 5 mörk og Birgit Engl lék í 8 mínútur og skoraði eitt mark. Í milliriðli 1 varð Frakkland í efsta sæti með 8 stig og mætir liði Ungverjalands í undanúrslitum. Suður-Kórea kom nokkuð á óvart í gær er liði lagði Spánverja, 29:32, og leikur S-Kórea gegn Úkraínu í undanúrslitaleik. Norðmenn sátu eftir HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, norð- urriðill: KA-heimili: KA – Grótta/KR.....................20 Varmá: Afturelding – Fram .................19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Grindavík: UMFG – ÍR ........................19.15 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Fjölnir .....19.15 Akureyri: Þór A. – Ármann/Þróttur....19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar – Snæfell 70:81 Íþróttahúsið að Ásvöllum, Íslandsmótið í körfuknattleik – úrvalsdeild karla, Inter- sport-deildin, fimmtudaginn 11. desember 2003. Gangur leiksins: 0:2, 4:2, 4:4, 6:16, 10:16, 10:23, 13:23, 16:20, 19:34, 28:38, 31:41, 31:47, 40:47, 44:46, 47:59, 51:62, 53:70, 59:70, 59:77, 67:77, 70:81. Stig Hauka: Michael Manciel 21, Kristinn Jónasson 13, Sævar Haraldsson 9, Predrag Bojovic 8, Halldór Kristmannsson 8, Ingv- ar Guðjónsson 7, Sigurður Einarsson 4. Fráköst: 20 í vörn – 14 í sókn. Stig Snæfells: Dandrell Whitmore 30, Cor- ey Dickerson 23, Sigurður Þorvaldsson 10, Hafþór Gunnarsson 10, Hlynur Bærings- son 5, Lýður Vignisson 3. Fráköst: 22 í vörn – 18 í vörn. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Skarphéðinsson. Villur: Haukar 16 – Snæfell 13. Áhorfendur: Um 140. KR – Hamar 98:90 DHL-höllin: Gangur leiksins: 2:0, 7:2, 7:8, 12:15, 18:17, 18:24, 25:29, 29:34, 53:36, 57:45, 71:52, 76:56, 81:58, 89:64, 89:72, 94:81, 98:90. Stig KR: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 20, Skarphéðinn Ingason 15, Ólafur M. Æg- isson 15, Chris Woods 11, Hjalti Kristins- son 10, Steinar Kaldal 10, Jesper Sörensen 8, Magnús Helgason 5, Tómas Her- mannsson 4. Fráköst: 35 í vörn, 10 í sókn. Stig Hamars: Chris Dade 35, Faheem Nel- son 15, Marvin Valdimarsson 12, Lárus Jónsson 9, Svavar Pálsson 8, Óskar Pét- ursson 8, Bragi Bjarnason 3. Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn. Villur: KR 20 – Hamar 23. Dómarar: Helgi Bragason og Aðalsteinn Hjartarson. Ágætir lengstum. Áhorfendur: Tæplega 200. KFÍ – UMFN 98:104 Ísafjörður: Gangur leiksins: 7:5, 9:9, 21:18, 24:26, 25:31, 32:42, 37:46, 41:48, 48:57, 61:76, 63:81, 83:99, 98:104. Stig KFÍ: Jeb Ivey 27, Darko Ristic 20, Adam Spanich 19, Sigurbjörn Einarsson 9, Pétur Sigurðsson 8. Fráköst: 24 í vörn – 9 í sókn. Stig Njarðvíkur: Páll Kristinsson 24, Frið- rik Stefánsson 23, Brandon Woudstra 23, Brenton Birmingham 10. Fráköst: 24 í vörn – 6 í sókn. Villur: KFÍ 23 – Njarðvík 26. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Er- lingur Snær Erlingsson hafa átti betri dag. Áhorfendur:250 Tindastóll – Breiðablik 94:77 Gangur leiksins: 4:0, 12:2, 17:4, 24:8, 26:14, 31:15, 37:19, 42:26, 45:31, 50:37, 54:43, 59:46, 67:52, 70:56, 72:60,75:64, 82:64, 88:66, 94:69, 94:77. Stig Tindastóls : Clifton Cook 29, Nick Bo- yd 24, Helgi Rafn Viggósson 13, Adrian Parks 13, Axel Kárason 7, Óli Barðdal 5, Friðrik Hreinsson 3. Fráköst: 28 í vörn – 13 í sókn. Stig Breiðabliks: Mirco Virijevic 30, Pálmi F. Sigurgeirsson 22, Uros Pilipovic 12, Þór- arinn Ö. Andrésson 7, Loftur Einarsson 5, Ágúst Angantýsson 1. Fráköst: 22 í vörn – 13 í sókn. Villur: Tindastóll 20 – Breiðablik 12. Dómarar: Leifur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson Áhorfendur: 240. Staðan: Grindavík 9 9 0 793:735 18 Njarðvík 10 8 2 944:841 16 Keflavík 10 7 3 986:849 14 Snæfell 10 7 3 813:783 14 KR 10 6 4 935:891 12 Tindastóll 10 5 5 957:908 10 Hamar 10 5 5 821:855 10 Haukar 10 5 5 781:799 10 KFÍ 10 2 8 929:1008 4 Breiðablik 10 2 8 830:904 4 Þór Þorl. 10 2 8 849:972 4 ÍR 9 1 8 757:850 2 HANDKNATTLEIKUR HM kvenna í Króatíu Milliriðill 1: Spánn – Suður-Kórea ...........................29:32 Frakkland – Rússland ..........................20:19 Serbía-Svartfj. – Austurríki .................27:38 Staðan: Frakkland 5 4 0 1 128:121 8 Suður-Kórea 5 3 0 2 158:151 6 Spánn 5 2 1 2 139:138 5 Rússland 5 2 1 2 129:129 5 Serbía-Svart. 5 2 0 3 145:158 4 Austurríki 5 1 0 4 149:151 2 Milliriðill 2: Rúmenía – Þýskaland ...........................31:23 Noregur – Slóvenía ...............................29:28 Úkraína – Ungverjaland.......................23:35 Staðan: Úkraína 5 3 1 1 132:140 7 Ungverjaland 5 3 1 1 154:133 7 Noregur 5 3 1 1 142:133 7 Slóvenía 5 2 0 3 135:147 4 Rúmenía 5 1 1 3 133:138 3 Þýskaland 5 1 0 4 134:143 2 Undanúrslit Leikir í undanúrslitum fara fram á laug- ardaginn: Frakkland – Ungverjaland Úkraína – Suður-Kórea KNATTSPYRNA UEFA-keppni, 2. umferð, seinni leikur: Maccabi Haifa – Valencia........................0:4 Ferrer , Baraja , Albelda, Angulo.  Valencia vann samtals 4:0. Í KVÖLD Afmælishóf Ármanns Glímufélagið Ármann, elsta starfandi íþróttafélag á landinu, var stofnað 15. des- ember 1888 og er því 115 ára á mánudag- inn. Í tilefni af afmælinu býður aðalstjórn félagsins öllum Ármenningum og velunn- urum til kaffisamsætis í Þróttarheimilinu í Laugardal sunnudaginn 14. desember kl. 15–17. Veittar verða viðurkenningar og val- inn verður íþróttamaður Ármanns árið 2003. FÉLAGSLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.