Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 6
vtsm Miðvikudagur 18. febrúar 1981. Anægður smáauglýsandi „Myndin se/di bilinn „Það er enginn vafi á þvi, aö það var myndin, sem seldi bil- inn”, sagöi Guðbrandur tvar Asgeirsson, Vatnsstig 8, ánægð- ur en dálitiö þreyttur ivið- skiptavinur smáaugl. VIsis. Anægður, af þvi að hann seldi Moskvitsch ’74 sendiferðabilinn sinn á augabragði, eftir að hann notfærði sér nýja þjónustu Visis að fá birta ókeypis mynd með smáauglýsingu sinni. Þreyttur? — Já, hver verður ekki þreyttur eftir að svara næstum 40 fyrir- spurnum i simanum. f ~>” eWJ ?° bii ,,Ég var búinn að auglýsa hann áður I smáauglýsingum án myndar og fékk þá nokkrar upphringingar. Enginn þeirra, sem hringdu þá voru nógu ákveðnir”, sagði Guðbrandur. — ,,Svo augiýsti ég með mynd. Það varð sprenging. Margir voru um boðiö. Ég gat valið og hafnað og það I janúar, þegar bllasalan er sögð I daufara lagi.” — ,,Nú hef ég bara áhyggjur af þvi að þeir haldi áfram að hringja”, sagði Guö- brandur örlltið áhyggjufullur, en samt eldhress. fflsnjR,’ Við bjóðum uppá kínverskan mat með mörgum ólíkum gómsœtum réttum. Kínverskur matreiðslumaður framreiðir matinn jafnóðum eftirpöntunum. Reynið hinn rómaða mat kínverja: Fimmtud.lFöstud.: 7-10 e. h. Laugard./Sunnud: 4-10 e. h. Virka daga bjóðum við smárétti í hádeginu á vœgu verði l>ra |\/lf VEITINGAHUS JU-LJUl \A\ LAUGAVEGI22 Geysilegur fögnuöur á Goodison Park... Degar Everton vann sigur 1:0 yfir Southampton Geysilegur fögnuöur braust út á Goddison Park I Liverpool/ þegar Everton lagöi Dýrlingana frá Southampton að velli (1:0) í ensku bikarkeppninni.1 Everton/ sem hefur náö frábærum árangri — slegið LiverpooL Arsenal og Southampton út, mætir Manchester City í 8 liöa úrslitunum á Goddison Park. 49.157 áhorfendur sáu táning- inn Eamond O’Keefe skora sigurmark Mersey-liðsins á 13. min. framlengingar. John Gid- man sendi þá knöttinn fyrir mark Southampton, þar sem Miky Lyons, fyrirliði Everton, stökk upp og skallaöi knöttinn til O’Keefe, sem þrumaði knettin- um I netið. Leikurinn var mikill baráttu- leikur og var mest barist á miðjunni. StúlKurnar úr Borgarfirði meistarar Stúlkurnar úr A-liði Ung- mannasambands Borgarfjarðar hafa tryggt sér sigur I deildar- keppni kvenna i borðtennis I ár. Lið þeirra vann þar alla sina leiki og var því vel að sigrinum komið. Baráttan I deildinni stendur nú á milli B-liðs UMSB og stúlkna úr Erninum um annað sætið, en bæði liðin eru með 8 stig og eiga eftir að mæt- ast a.m.k. einu sinni... —klp— Skellur hjá Palace Crystal Palace mátti þola tap (0:3) fyrir Coventry á Selhurst Park I London, þar sem aðeins 13 þús. áhorfendur voru saman komnir til að sjá leikinn, sem var I 1. deildarkeppninni. Gary Bannister skoraði fyrsta mark Coventry, með hjálp David Fry, markvarðar Palace og slðan gulltryggði Tom English sigur Coventry — meö tveimur mörk- um. Úrslit I ensku knattspyrnunni I gærkvöldi urðu þessi: Bikarkeppnin: Everton-Southampton......1:0 1. Deild: C. Palace-Coventry.......0:3 Ipswich-Middlesb.........1:0 Man.Utd.-Tottenham.......0:0 2. Deild: Oldham-Wrexham...........1:3 bað var Alan Brasilsem skor-1. aði sigurmark Ipswich gegn „Boro” á Protman Road. 1 Ipswich hefur nú tveggja stiga forskot á Aston Villa i barátt- unni um Englandsmeistaratitil- inn. Kellow með Tony Kellow, markaskorar- inn mikli hjá Exeter, sem hefur ^ PETER EASTOE... og félagar hans hjá Everton áttu góðan leik. skorað 26 mörk á keppnistíma- bilinu, leikur með gegn New- castle i bikarkeppninni I kvöld, en hann hefur verið meiddur. —SOS Gieði (Noregl - öegar skautastráKarnlr tóku gull. siifur og örons í helmsmelstarakeppnlnni Glfurlegur fögnuður var I Noregi á sunnudaginn þegar Norðmenn tóku gull, silfur og bronsverölaunin I heimsmeist- arakeppni I skautahiaupi karia á Bislet-leikvanginum I Osló, þar sem yfir 60 þúsund áhorfendur tróðu sér inn. Evrópumeistarinn frá siðasta mánuði, Amund Sjöbrand varð heimsmeistari. Kay Stens- hjemmet varð annar og Jan Egil Storholt tók silfurverðlaun- in I samanlögðum árangri. Sjöbrand sigraði i 1500 metra hlaupinu, varð I 11. sæti i 500 metrunum, i 4. sæti i 5000 metrunum og i 3. sæti i 10.000 metra hlaupinu. Þar varð hann að fá 16.7 sekúndum betri tima en Stens- hjemmet, sem hljóp á móti honum i þessari siðustu grein mótsins, til að hreppa gullið. Hann var 2.2 sekúndum frá þvi, þegar 600 metrar voru eftir, en náði þá upp miklum hraða og kom 18.7 sekúndum á undan Stenshjemmet yfir marklinuna. Meistarinn frá i fyrra, Hilbert Van der Duim, var hrakfalla- bálkur þessa móts. Hann hætti einum hring of fljótt i 5000 metr- unum -hélt að hann væri búinn með hlaupið- og i 1500 metrun- um datt hann kylliflatur, þegar hann var að komast fram úr keppinaut sinum þar, Jan Egil Storholt... -klp-. KAY STENSHJEMMET Keflvíkingar og Framarar - berjast i Haga skólanum í kvöld Stórleikur veröur á dagskrá I 1. deildinni I körfuknattleik karla I kvöld. Þá mætast i Hagaskól- anum kl. 20.00 efstu liðin I deild- inni, Fram og Keflavik, og er talið nokkuö öruggt, að það liðiö sem sigri I þeim leik, vinni deild- ina og leiki þar meöí úrvalsdeild- næsta vetur. Staðan I deildinni fyrir leikinn i kvöld er þessi: Fram........13 112 1218:1017 22 Keflavik ...13 11 2 1099:1008 22 Þór......... 14 5 9 1113:1232 10 Skallagr ..14 4 10 1146:1189 8 Grindavik . 14 3 11 1133:1205 6 Aðrir leikir, sem eftir eru I deildinni, eru þessir: Keflavik-Þór, Skallagrim- ur-Fram, Grindavik-Þór, Skalla- grimur-Keflavik og Grinda- vik-Fram...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.