Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 28
Veðurspá
Yfir Grænlandssundi er
nærri kyrrstæð 985 mb lægð
sem grynnist en 993 mb lægð
skammt suðvestur af Hvarfi
hreyfist aust-norðaustur. Hiti
breytist litið. Veðurhorfur
næsta sólarhring.
Suðurland til Breiðafjarðar:
Suðvestan stinningskaldi með
allhvössum eða hvössum élj-
um, lægir smám saman i dag,
þykknar upp i nótt með vax-
andi suðaustanátt, stinnings-
kaldi og slydda með morgnin-
um.
Vestfirðir, Strandir og Norð-
urland vestra: Suðvestan og
siðan vestan slinningskaldi
eða allhvasst og él, lægir
smám saman i dag, þykknar
upp i nótt með suðaustan kalda
Norðurland eystra og Austur-
iand að Glettingi: Suðvestan
kaldieða stinningskaldi, lægir
þegar liður á daginn. Suðlæg-
ari i nótt, bjart veður að mestu
en sumstaðar él á miðum.
Austfirðir: Suðvestan stinn-
ingskaldi eða allhvass skýjað
með köflum og skúrir á stöku
stað, enléttir til og lægir siðar
i dag. Þykknar upp i nótt með
sunnan kalda.
Suðausturland: Suðvestan
stinningskaldi eða allhvasst
og él, en kaldi þegar liður á
daginn. Suðaustan kaldi og
þykknar upp i nótt.
veðriD hér
og par
Veður kl.6 i morgun:
Akureyri alskýjað 2, Bergen
heiðskirt -r3, Helsinki korn-
snjór -4-4, Kaupm.höfnrigning
0, Osló léttskýjað 4-12,
Reykjavik snjóél 0, Stokk-
hólmuralskýjað -=-2, Þórshöfn
rigning 6.
Veður kl.18 I gær:
Aþena alskýjað 6, Berlin
þokumóða 1, Chicago skýjað
14, Feneyjar heiðrikt 3,
Frankfurt þokumóða 2, Nuuk
skafrenningur -rll, London
mistur5, Las Paimasléttskýj-
að 18, Mallorka léttskýjað 8,
Montrealmistur 5, New York
skýjað 12, Paris heiðskirt 2,
Róm léttskýjað 8, Maiaga
skýjað 14, Vin alskýjað 0.
Loki
Mikil keppni virðist nú vera
komin á milli þingmanna i
Norðurlandskjördæmi eystra
og Sverris kommisars
Hermannssonar um það, hver
verði fyrri til að leysa niður
um hinn! Ég legg til.að þjóðin
Ieysi niður um þá alla á Aust-
urveili og láti þá standa þar
öðrum „Þórsha fnarþing-
mönnum” til viðvörunar.
Miðvikudagur 18. febrúar 1981
síminnerðóóll
„Flutti engin titmæii" segir Steingrímur um Þórshafnartogarann:
6-7 MILLJÖNA
STRAX FYRSTA
„Það er alrangt.að ég hafi flutt
nokkur tilmæii. Ég tilkynnti
Sverri, að það væri ekki von á
neinni samþykkt tii viðbótar frá
rik isstjórninni. Málið væri i
þeirra höndum og við teldum
eðlilegast, að þeir leystu það,
eins og þcir sæju réttast,” sagði
Steingrimur Hermannsson,
sjávarútvegsráöherra, þegar
fréttamaður spurði hann, hvort
hann heföi borið fram tilmæli við
Sverri Hermannsson um togara-
kaup Þórshafnarbúa .
„Hitt ér annað.mál, að ég hef
ekki farið leynt með, að ég tel
skömminni skást, úr þvi sem
komiö er að reyna að ná skipinu
heim, en reyna jafnframt að
lækka verðið eins og hægt væri.
Ég verð bara að segja, að ég
fagna þvi, að þeir afgreiddu
málið og firrtu sjálfa sig þvi að
þurfa að punga út með 100%
ábyrgð, sem þeir voru búnir að
opna”.
Steingrimur var spurður, hver
mundiborga rekstrarhalla þessa
skips, sem talið er að muni veröa
hátt á sjöundu milljón króna
fyrsta árið.
„Ég bað um rekstraráætlun
fyrir um 10 dögum og hef ekki
fengið hana og get þvi ekki svar-
að þessu,” sagöi ráöherranna.
— S.V.
Unnið var að viðgerðum á gróðurhúsum viða um land i gær. Blómavai við Si-gtún varð fyrir nokkrum
skaða, en tilfinnanlegast er, ef innipiöntur hafa skemmst vegna kulda. — Visismynd: EÞS.
TUGIR GRÖÐURHÚSA SKEMMDIR
„Hér hafa á milli 30 og 40
gróðurhús orðið fyrir skemmd-
um. Tilfinnanlegast við þetta nú
er það, aö ekki er hægt að lagfæra
þetta sem skyldi, þar sem efniö,
báruplast, er uppurið og verður
aö panta frá útlöndum”, sagði
Sigurður Pálsson, sveitarstjóri i
Hveragerði. um afleiðingar fár-
viðrisins, sem gekk yfir landið i
fyrrdag.
„Tjónið er gifurlegt, en eins og
er, er ekki hægt að slá tölu á það”.
Auk skemmda á gróðurhúsum
má neína, að húsauppsláttur
hrundi til grunna, meirihluti þaks
tresmiðjunnar fauk af og járn-
drifan var viða. Að sögn Sigurðar
gerði frost morguninn eftir
fárviðriö og þvi er hætta á að
gróður hafi skemms4: verulega.
Stolalvftan í
Hlíöartjalli
illa farin
„Nyirðri strengurinn i stólalyft-
unni fauk af möstrunum i óveðr-
inu og hefur lengst borist i eina 15
m með stólunum”, sagði Guð-
mundur Sigurbjörnsson, skiða-
kennari i Hliðarfjalli, i samtali
við Visi.
Margir stólar i lyftunni eru
mjög illa farnir, sumir ónýtir,
samkvæmt upplýsingum Guð-
mundar. Einnig eru 1-2 hjólastell
á möstrunum skemmd. Viðgerð
er þegar hafin og taldi Guðmund-
ur möguleika á að koma lyftunni i
gang fyrir helgi ef ekkert óvænt
kæmi upp. Hins vegar er ljóst, að
ekki verður hægt að fá nýja stóla
á svo skömmum tima.
Ekki urðu aðrar veruiegar
skemmdir á Akureyri i óveðrinu,
enda veðurhæðin ekki eins mikil
og sunnan og vestan lands.
GS/Akureyri
SVEINN EIÐS-
S0N FER FRÁ
RAUFARHÖFN
TIL HAFNA
Sveinn Eiðsson, núverandi
sveitarstjóri á Raufarhöfn, hefur
verið ráðinn sveitarstjóri i Vatns-
leysuhreppi með aðsetri i Höfn-
um.
Eins og fram hefur komið i Visi,
þá sagði Sveinn starfi sinu lausu á
Raufarhöfn og hættir þar með
vorinu. Astæðan fyrir uppsögn
Sveins var óánægja hans vegna
óreiðuskulda útgerðarfélagsins
Jökuls við Raufarhafnarhrepp,
en þau vanskil rýrðu mjög fram-
kvæmdagetu hreppsins.
GS/Akureyri
„ER TJON
VERÐA AÐ
SEM MENN
TAKA A SIG
seglr Svavar Gestsson. lélagsmáiaráDherra, um óveðurstjönið
f 9
„Það er ljóst, að fólki verður
ekki bætt tjón af óveðrinu alveg
hundrað prósent. Hér er um að-
ræða slikt tjón, sem menn verða
að taka á sig að einhverju eða
öllu leyti,” sagði Svavar Gests-
son, félagsmálaráðherra, er
Visir bar undir hann hvort
Bjargráðasjóði yrði veitt fé til
að bæta tjón, sem varð i óveðr-
inu aðfaranótt þriðjudagsins.
„Bjargráðasjóður hefur enga
peninga, enga örugga tekju-
stofna og getur ekki neitt, nema
að rikissjóður leggi honum til
fjármuni”.
— Mun rikissjóður leggja til
þessa fjármuni?
„Það hefur ekkert verið rætt
um þessi mál þvi það liggur
ekkert fyrir um hversú stór
vandinn er og tryggingarfélögin
bæta hluta tjónsins. Viö verðum
fyrst og fremst að taka okkar
tryggingarkerfi tak. Bjargráða-
sjóður er ekki stofnun sem leys-
ir þennan vanda — hann er ekki
sú tegund. Það á frekar að efla
tryggingarstarfsemina til að
taka á móti svona löguðu, eink-
um og sér i lagi Viðlagatrygg-
ingu íslands”. —ATA