Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 18. febrúar 1981. VÍSIR PEYSUFATADAGUR Nemendaleikhúsið sýnir: Peysufatadagurinn 1937 eftir Kjartan Ragnarsson Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikmynd og búningar: Magnús Pálsson Tónlist: Fjóla ólafsdóttir Lýsing: David Walters Peysufatadagurinn, sem Kjartan Ragnarsson skrifáði handa Nemendaleikhúsinu, er haganlega smiðað leikrit. Það hefst daginn fyrir peysufatadag Verslunarskólans árið 1937 og snýst til að byrja með ekki sist um það, hvernig skólakrakkarnir fara að þvi að útvega sér þann skrúða, sem nauðsynlegur er á slikum degi. Með þvi að lýsa þvi, hvar hver hefur upp á sinum föt- um, er um leið lýst, hvar hver stendur i þjóðfélagsstiganum. Ein stúlkan er svo rik, að mamma hennar lætur einfald- lega sauma handa henni búning, önnur er úr sveit og á að sjálf- sögðu peysuföt i kistuhandraðan- um. Einn strákanna þarf að fá lánuð föt hjá gömlum Fóst- bræðrafélaga, annar leitar á náðir braskara bæjarins, sá hinn þriðji þarf ekki að beita neinum brögðum o.s. fr. Peysufötin sjálf, eða öllu heldur, útvegun peysu- fatanna, verða þannig innviðir leikritsins um leið og að mynda ytri umgjörð þess. Kjartani tekst á þennan hátt að draga skýrar skissur af alls kyns persónum og hleypa af stað atburðarrás sem hraðar förinni eftir þvl sem llður á leikinn.þangaðtilundir lokin að sú spenna hefur hlaðist upp, sem samsinnir þeim raunveruleika, sem allir kannast við og nefndur er Heimstyrjöldin siðari. Græskulausir leikir snúast I höndunum og verða að voðaleg- um hildarleik, eiginlega fyrr en nokkurn varði. Tíðarandi ársins 1937 er framkallaður með klæðnaði, hár- greiðslu, leikmynd ( sem hafði yfirbragð gamallar fölnaðrar ljósmyndar) og tónlist. E.t.v. er sú tónlist nú orðin svo kunnugleg að hún hefur misst sinn stað I timanum?) Atburðarásin hefur stjórnmálaskoðanir fyrir burðar- lið og vekur þvl vitaskuld upp minningar um árin fyrir styrjöld- ina. Til að viDa nú ekki fyrir nein- um, er skylt að taka fram, að orðaskipti leikaranna eru oft á tiðum mjög fyndin og leikritið hefur yfir sér gamansemisblæ þrátt fyrir allt! Ef ekki væri tekið tillit til þess, að Kjartan Ragnarsson skrifaði þetta leikrit eftir pöntun með vissan tilgang I huga, væri hægt að gera þó nokkrar athugasemdir við verkið. Sjálf hefði ég t.d. kosið að atburðarrásin næði meiri hraða i fyrrihlutanum og að meira væri gert I þá átt að ná ár- inu 1937 fram á sviðið. Þá er ég einkum með orðfar i huga, sem i mæltu máli hefur tekið breytingum á 40 árunum, sem liðið hafa. Þessar kröfur eru þó óréttlátar aðfinnslur þvi Kjartan hefur sýnist mér fyllilega uppfyllt hinar, nfl. þær að búa til leikrit handa leiklistarnemum, sem skemmtir áhorfendum um leið og það gefur nemunum öll hugsanlega tækifæri til að spreytasig á faginu. Og nemend- urnir standast prófið. Þeim tókst að klæða sig I peysufötin þannig BMagdalena Schram skrifar að fullklædd voru þau jafnframt fullsköpuð i hvert sinni rullu og þegar þar var komið i leiknum, þ.e. í seinni hlutanum, að þeirri sköpun væri lokið og hægt var að fara að einbeita sér að sögu- þræðinum sjálfum, fataðist þeim hvergi. Hvert þeirra fær raunar tvö tækifæri til að kljást við per- sónusköpun, og öllum tekst þeim að bregða sér hikstalaust i gervi sér eldri og öðruvisi mannvera. Þær mannverur kunna að virðast auöveldari viðfangs, enda eiga skoplegheit þeirra greiðan að- gang að áhorfandanum og honum yfirsést þvi e.t.v. hversu erfitt það má vara að tileinka sér - hreyfingar og raddtóna eldra fólks. En það var ljóst, að lika þar lá mikil vinna og athygli að baki. Éinkum er mér minnistæð mamman i höndum Guðbjargar Thoroddsen — með púðana á dásamlega réttuð stöðum! — Annars er ekki gaman að gera upp á milli þessara leikara — þau eru nær öll mikil efni. Einhvern veginn finnst mér þau hafa útlit til að bera sem eigi eftir að festa þau f ákveðnum hlutverkum, sem e.t.v. er ekki óeðlilegt, en mér þykir það þó vera að gerast óþarflega snemma á ferlinum. Reyndar eru mér þær báðar, Guðbjörg og Sigrún Edda, efst i huga. Þótt þær sýni nú báðar nýj- ar hliðar, þá er teningurinn sá hinn sami, bæði nú og i Islands- klukkunni I haust. Guðbjörg er alvarleg, ábyrg, dramatisk — Sigrún Edda léttúðug, saklaus, grynnri. Það væri meiri ögrun við hæfileika þeirra að snúa þessu við, áhættusamara en meira spennandi lika. Ég vona alla vega, að t.d. Guðbjörg eigi ekki eftir að daga upp i einhverri Heddu Gabler fyrir einskæran klaufaskap leikstjóra sinna. Hún á meira skilið.. Strákamir voru allir jafngóðir nema hvað mér þykir Jóhann Sigurðarson enn eiga eftir nokkur skref til að verða hinum jafn- fætis. Það er eins og likamsburðir hans þvælist svolitið fyrir honum — og þar með er auðvitað ekki sagt að þeir geti ekki komið honum til góða i öðrum leikritum. Eins og ég sagði áður, er ekki gaman aö gera upp á milli. Enda eru vinnubrögð Leik- listarskólans eins og þaú koma fram i sýningum Nemendaleik- hússins, svo fáguð og vandvirk, að ég er þess fullvss að þar er ekki litið á frumsýningu sem endapunkt, heldur upphaf nýrrar umræðu, til að byggja áfram- haldandi nám á. Og þó að einhver kona vestur i bæ, leyfi sér að leggja orð i þann belg, veit hún fyrir vist að henni miklu fróðari kennarar skólans eiga eftir að hrósa þvi sem vel var gert og finna að hinu á sem miður fór á miklu áhrifarikari og árangurs- rikari hátt. Ætla þó að leyfa mér að segja, að leikið var af slikri innlifun að unun var á að horfa, svo smávægilegustu atvik urðu mikilfengleg og eftirminnileg. Leikurunum tókst þvi að gera smámyndir Kjartans aö einni stórri, enda veit Kjartan leik- stjóri svo sem sinu viti alveg eins og Kjartan leikritahöfundur. Að lokum vildi ég geta Fjólu ólafsdóttur, sem útsetti og æfði tónlistina greinilega af mikilli smekkvisi. Og svo Guðrúnar Þorvarðardóttur, sem nú fer eins og hvitur stormsveipur um flest leikhúsin I bænum með greiðu og skæri. Það gladdi mig að sjá ( i skemmtilegri leikskránni) að hún hefur verið jafn sætur krakki og hún virðist vera góður hár- greiðslusagnfræðingur núna. Ms. 2 blöð á morgun Efni m.a.: • Skíðalönd í nágrenni Reykjavíkur • Skíðasvæði úti á landi • Skíðaferðir til útlanda • Hvað kostar skíðaútbúnaður • „Að vera kóngur í ríki sínu" Ellert Schram • „Fjörtíu ár í Hveradölum" viðtal við Steingrím Karlsson Blaðsölubörn komið á afgreiðsluna og vinnið ykkur inn vasapeninga STOmœlirSvarthöföi Stióniarpressan félíút í fárviðrínu Þótt rauðvinspressan kæmi á réttum tima inn úr dyrunum verður hið sama ekki sagt um aðra hluta stjórnarpressunnar, Þjóðviljann og Timann. Þessir handleggir rikisstjórnarinnar féllu að siðum í fárviðrinu, og við sem höfum atvinnu okkar af þvi að meta þjóðmálin vitum harla litið um orðanna hljóð- an á þessum degi, þar sem guð- spjöllin vantar. Verður þvi að segjast eins og er, að rikis- stjórnin slapp bara sæmilega i gær, þótt hún ætti það ekki endi- lega skilið. Ekki er gæfulegt fyrir stjórnarandstöðuna að horfa upp á þá staðreynd, aö það sem hún hefur verið að basla við I eitt ár leysa náttúru- hamfarirnar af hólmi á auga- bragði. Var varla vonum fyrr að þær legðust á sveif með Stóra slökkvara (Hjörleifi Guttorms syni) og skrúfuðu fyrir raf- magn til stjórnarblaðanna. Merkilegt má annars kallast, að ekki skuli blöð á borð við Timann og Þjóðviljann, sem telja sig vera að flytja þjóðinni áriðandi sannindi á hverjum degi, eiga fyrir svo sem eins og einni rafstöð til að hafa til vara i Blaðaprenti. Óvandaðir strákar gætu hæglega skrúfað fyrir stjórnarpressuna með þvi að grafa einhvers staðar I ná- grenninu og slita rafmagns- strengi, en það hefur verið iðkað undir allskonar yfirskyni árum saman hér i höfuðborginni, og þarf ekki náttúruhamfarir til, aðeins athugun á vatnslögnum eða skolpi. Að visu er ekki vararafstöðv- ar I hverju húsi, og mega menn muna til þess, að Alþingi sjálft varð að samþykkja vararafstöö handa útvarpinu við Skúlagötu, en það stóð sig vel i fyrrinótt og hélt úti nauðsynleg- um sendingum langt fram á nótt. Hefði nú vararafstööin ekki verið komin frá Alþingi hefðu landsmenn litið vitað hvað var að gerast, og fáa heföi verið hægt að kalla til liðs við þá, sem áttu i vandræðum. Þannig hefur vararafstöð út- varpsins sannaö ágæti sitt. Hitt er enn óijóst hvers vegna nauö- syn þótti að blanda Alþingi i málið á sinum tima. Þótt maður geti svo sem veriö án stjórnarpressunnar einn dag, fer ekki á milli mála, að sem fjölmiðlar eru þeir nauösynleg- ir. Það er þvi dáiitið undarlegt að Alþingiskuli ekki hafa tryggt stjórnarpressunni útkomu með vararafstöð I Blaöaprenti, fyrst svo er komið i landinu, að opin- berar og hálfopinberar stofnan- ir geta ekki tryggt starfsemi sina til fullnustu nema með i- hlutun Alþingis. En vegna þess að jafnréttismálin eru efst á baugi bæði hamfaradaga sem aðra daga, og jafnréttisráð hefur fundiö hjá sér hvöt til að standa fast á afstöðuleysi I Dal- vikurmálinu vegna þess að þaö heldur að jafnrétti kvenna sé komiö frá kommúnistum, og þess vegna megi ekki móðga guðina, er rétt að geta þess aö við Vesturbæingar vitum að Húsmæðrakennaraskóli Islands hefur vararafstöð. Þar loga ijósin þótt slokkni allt i kringum skólahúsið. Ekki er vitað til að Alþingi hafi samþykkt þá raf- stöð. Kannski það hafi verið Búnaðarfélagið sem samþykkti. Auðvitað er alveg ljóst að Húsmæðrakennaraskóli lslands verður að hafa vararafstöö. Kakan i ofninum getur fallið detti rafmagnið af i miðjum bakstri. Þetta óttast auövitað húsmæðrakennarar meir en fjandann sjálfan og aðrar ósiö- legar persónur. Hitt virðist skipta minna máli fyrir þjóðar- búið, þótt kakan falli á stjórnar- heimiiinu með þeim ærslum, að málgögnin komast ekki út. A meðan á þessum þrenging- um gengur er þó ljóst, aö rauö- vinspressan lætur sig ekki vanta. Þetta ágæta málgagn rikisstjórnarinnar og útarfa hennar lifir á tæknibrellum ‘Morgunblaðsins, sem kemur alltaf út „come hell and high water”. Þannig lifir hróður for- sætisráöherra væntanlega, þótt eitthvað verði um storma á næstunni. En Frammarar og Allaballar verða að sitja i kuld- anum á meðan. Það gerir úr- ræðaleysiö að vera ekki búnir að biðja Alþingi um vararafstöð fyrir löngu. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.