Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 9
Miövikudagur 18. febrúar 1981. 9 vism VILJI OB FRMHKV/EMD VERBA RD FYLGJAST AB Áður en hlé var gert á störfum Alþingis v/jól- anna gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar ítrekaðar tilraunir til að fá fram upplýsingar um hvaða ráðstafanir væru fyrirhugaðar af hálfu rikisstjórnarinnar í efna- hagsmálum og þá einnig í sambandi við fyrir- hugaða gjaldmiðils- breytingu. Það var dálítið ein- kennilegt fyrir nýliða á Alþingi að vera vitni að þeirri lítilsvirðingu sem stjórnarandstöðunni var sýnd/ þegar um svo al- varleg mál var fjallað á Alþingi. - Þingmenn sendir heim Þaö er ekki örgrannt, aö stundum falli ráöherrar ríkis- stjórnarinnar i þá gryfju aö meðhöndla þingmenn stjórnar- andstööunnar eins og þeir séu óþæg börn, þeirra skoöanir dæmdar léttvægar og einskis- viröiog til aö losna viö óþægind- in af návist þeirra er gripiö til þess ráðs aö senda alla þing- menn heim til aö veita ríkis- stjórninni „starfsfriö”, sem hún notar til að setja bráöabirgöa- lög, þegar nægur timi heföi veriö til aö afgreiöa þessi mál meö eölilegum hætti. Ég hef aö visu ekki langa starfsreynslu i störfum sem þingmaöur, hef aöeins setiö á einu þingi og á þvi margt ólært. En þaö hefur á stundum hvarflaö aö mér hvort ekki mætti ná meiri árangri i lausn þeirra mála sem hrjá Isl. efna- hags-og atvinnulif ef meira tillit væri tekið til málflutnings stjórnarandstööunnar. Var myndun þjóðstjórnar óraunhæf? A gamlársdag flutti forsætis- ráöherra landsmönnum boö- skap rikisstjórnarinnar og hóf ræöu sina á oröum Einars skálds Benediktssonar: „Vilji er allt sem þarf”. Rétt er það, illa mun ganga aö framkvæma hlutina ef viljinn er ekki fyrir hendi. Forsætisráðherra nefndi einn þátt þjóömála þ.e. verö- bólguna, þar sem einingu vilj- ans heföi skort viö lausn mála. Hann upplýsti okkur um, aö rikisstjórnin vilji nú sýna vilj- ann i verki gera tilraun til aö draga úr veröþenslu og veita henni viönám, og hét á alla landsmenn til liösinnis. Þaö var heldur litiö gert úr þvi á sinum tima, þegar for- maöur Sjálfstæöisflokksins, Geir Hallgrimsson, var meö umboö til aö reyna stjórnar- myndun og vildi gera tilraun til myndunar þjóöstjórnar um tak- markaðan tima, meöan geröar væru ráðstafanir gegn verö- bólgu.Þá haföi hann i huga aö slikar ráöstafanir yröu best tryggðar með samstööu allra flokka og þar meö allra lands- manna.Þessar hugmyndir voru afgreiddar meö þvi aö þær væru óraunhæfar og áttu engan hljómgrunn (enda markmiöiö aö mynda „vinstri stjórn”, aö óskum kjósenda samkvæmt yfirlýsingum forystumanna hinna flokkanna). Þaö er þvi vissulega gleöiefni nú, aö forsætisráöherra hefur meö áramótaávarpi sinu staðfest það, að eigi aö takast aö ná árangri i viðnámi gegn verö- bólgu, þurfi allir landsmenn aö sameinast og eru þá væntanlega ekki undanskildir þeir lands- menn sem sitja á Alþingi og til- heyra stjórnarandstööunni. Þess er þvi aö vænta aö nú hafi orðið hugarfarsbreyting hjá rikisstjórninni og aö tillögur stjórnarandstööunnar veröi ekki fyrirfram dæmdar ómerk- ar og einskis nýtar, þegar fariö verður aö fjalla um frv. til laga um ráðstafanir til viönáms gegn veröbólgu I nefndum þingsins. Hvenær koma fram- haldsaðgerðir? 1 þessu frv. (bráðabirgðalög- um) eraö finna atriði sem Sjálf- stæöisflokkurinn hefur lagt áherslu á að beita þurfi i baráttu gegn verðbólgu, t.d. að draga úr vixlverkun verölags og launa og aö stööva gengissig. önnur atriöi ganga þvert á okkar skoöanir eins og t.d. að taka nú upp á ný millifærslu- kerfi sem er löngu gengiö sér til húöar. Þá er gert ráð fyrir verö- stöðvun. Hún er algjörlega út I hött og markleysa. Svokölluö verðstöövun hefur veriö i gildi árum saman og allir þekkja árangur hennar. Þetta er þvi rangnefni og þýöir ekki annaö en þaö aö rikisvaldiö úthlutar leyfum til veröhækkunar eftir eigin geöþótta. Eitt atriöi I frv. fer þó ekki á milli mála, þaö er um kaupskeröinguna. Það vekur at- hygli nú aö málsvarar rikis- stjórnarinnar i verkalýösforust- unni viöurkenna opinberlega aö til aö ná árangri i baráttu gegn verðbólgu sé nauðsynlegt aö skeröa visitölu á laun. Athyglis- verðara er þó aö varla var blek- iö þornaö á pappirnum viö undirskrift nýgeröra kjara- samninga, þegar þeir voru ógiltir meö þessari visitölu- skeröingu. Þaö er einnig athyglisvert, að ekkert kemur fram um hvernig eða yfirleitt hvort tryggja eigi lifeyri almanna trygginga gegn visitöluskerðingunni. í þeim efnum hefði mátt taka til fyrir- myndar ákvæöi hinna tittnefndu febrúarlaga frá 1978. í þeim voru slik atriöi skilgreind ná- kvæmlega. Aö visu er minnst á skattalækkun, en eins og fjár- lögin 1981 voru afgreidd veröur ekki um skattalækkun aö ræöa, heldur þvert á móti. Ekki fer hjá þvi aö nokkurra efasemda gæti um árangur þessara bráöabirgöalaga, þegar það er haft i huga aö þetta eru skammtimaráöstafanir sem kalla á framhaldsaögrðir. Þær liggja ekki fyrir og ekki er vitaö hvort þær veröa geröar fyrir þinglok eöa hvort enn á ný eigi að setja bráöabirgöalög eftir aö þingmenn hafi veriö sendir heim. Teljarar ruglast í ríminu Þaö hefur komiö fram, aö ekki er samstaöa innan rikis- stjórnarinnar og er varla til aö auka traust á þessum aö- geröum. Sumir ráðherrar tala um 40% veröbólgu aörir tala um að eng- in goögá sé þó aö hún veröi i 50%! Öneitanlega kemur upp i hug- ann árangur niðurtalningarinn- ar, sem stefnt skyldi aö. Ef ég man rétt átti aö telja hana niður i áföngum, en eitthvaö hafa teljararnir ruglast i riminu, þvi aö i-staöinn fyrir aö telja niöur er engu likara en þeir hafi taliö upp! Vill stjórnin breiða sam- stöðu? Ef það er rétt, aö vilji sé allt sem þarf til aö ráöast gegn veröbólgu, er vandinn auðleyst- ur. Auövitaö gerist ekkert án viljans, en þaö þarf aö fram- kvæma þann vilja. Viö sjálfstæöismenn I Salome Þorkelsdóttir alþingismaður er nýliði á þingi. Hún fjallar um stjórnmálin og atburðina á alþingi út frá sjónarhóli þess sem þar situr í fyrsta skipti. Einkum gerir hún efnahagsmál- unum skil og þá bráða- birgðalögum ríkis- stjórnarinnar. stjórnarandstööu höfum einmitt þennan vilja og það i rikum mæli. En þaö eru atriöi i þessum bráöabirgöalögum, sem viö teljum nauösynlegt að gera breytingar á til þess að árangur náist. Nú reynir á hvort vilji er fyrir hendi innan rikisstjórnarinnar á breiöari samstööu um efna- hagsráöstafanir i baráttu gegn veröbólgu. Það er væntanlega ekki á mis- skilningi byggt, aö allir lands- mennþurfi aö sameinast um aö- geröir i efnahagsmálum til viö- náms gegn veröbólgu? Sé þaö skoöun rikisstjórnar- innar að svo þurfi aö vera mun hún væntanlega koma til móts við þær tillögur sem stjórnar- andstaðan hefur fram aö færa, til þess aö þannig megi sameina öll „brot” landsmanna i eina heild. Viö höldum I vonina, þar til annaö kemur i ljós. Salome Þorkelsdóttir, alþingismaöur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.