Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 18. febrúar 1981. vtsm VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. FréttastíðrT erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Friða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gfsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Otlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, simi 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð I lausasölu 4 nýkrónur eintakið. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. ÞJOBIN 8REWI TJONW Islendingar búa I harðbýlu landi. Fárviðrieru ekkiný af nálinni. Þau fylgja búsetu okk- ar I landinu, hér eftir sem hingað til. Þjóöfélagið allt verður að mæta slikum áföllum, ekki þeir einstaklingar sem fyrir tjóni veröa. ósköp veröum viö mennirnir litlir og lítilsmegandi, þegar náttúruöflin láta til sín taka. Dagleg vandamál verða hégóm- leg og smámunalegt karp um veraldlega hluti verður beinlínis afkáralegt, þegar menn standa andspænis þeim spjöllum, sem veður og vindar geta valdið á einni nóttu. Tjón og skemmdir á mannvirkjum og eigum verða gíf urlegar án þess menn fái rönd við reist, og hamfarir veðurguð- anna hlífa fáu. Hörmulegast er þó, þegar manntjón verður, ungir menn týna lífinu í veðurofsanum og eru horfnir í einni andrá. Það er sama hvað tækni og öryggisbúnaði fleygir fram, aldrei virðist hægt að komast hjá slíkum slysum sem valda sorg og söknuði. Mönnum verður hugsað til fyrri tima, þegar tækjabúnaður og skipakostur var frumstæðari. Þá sóttu menn sjóinn af jafn miklu kappi og nú, og mannskað- ar urðu miklir og hörmulegir. Nýlega var það rif jað upp þegar rúmlega sextíu sjómenn týndu lífi sínu í Halaveðrinu mikla árið 1925. Það leið langur timi áður en menn gáf ust upp við leit á láði og legi. Nú gera veðurspár og önnur tækni skipum kleiftað leita vars i tæka tíð, en enn er það svo að skipstjón verða vegna veðurofsa og skipverjar eru hrifsaðir í hina votu gröf. Mönnum verður einnig hugsað til fyrri tíma, þegar raf magn var óþekkt og landsmenn nánast ein- angraðir svodögum skipti, vegna veðurs og ófærðar. Við, nútíma- börnin, finnum til einmana- kenndar og einangrunar, jafnvel þótt Ijós slokkni eina kvöldstund. Húsakynnin eru hlý og traust, en ekki lágreist bæjarhús úr torf i og steini, þar sem vindur gnauðaði og kuldi svarf að. Samt stendur okkur ekki á sama, þegar veður- ofsi gengur yfir landið í nokkra tíma. Neyðarástandi er lýst yfir. Islendingar búa i harðbýlu landi og við umhleypingasamt veður. Það er ekki nýtt að fár- viðri skelli á. Engu að síður kem- ur það ávallt i opna skjöldu og veldur gifurlegu eignatjóni. Sennilegt er að aldrei hafi jafn almennt eignatjón orðið eins og í veðurofsanum í fyrrinótt. Bátar, bifreiðar, húseignir og margs- konar lausaf jármunir hafa stór- skemmst. Eðlilegt er að spurt sé, hver beri skaðann. Á tímum trygginga og öryggis mætti ætla, að enginn þyrfti sjálfur að bera skaða af tjónum eins og þeim, sem nú blasa við. Sú er þó raunin. Tryggingafélög tryggja aðeins tjón af völdum náttúruhamfara að takmörkuðu leyti. Til eru við- lagasjóður og bjargráðasjóður, sem eru almennir sjóðir, sem eigaaðmæta slíkum áföllum. En svo einkennilega vill tll, að Viðlagasjóður tryggir ekki tjón, sem verða vegna fárviðris og Bjargráðasjóður er lítill og van- megnugur sjóður, sem stendur engann veginn undir bótum til þeirra,sem orðið hafa fyrir tjóni á eignum sínum. Þetta ástand er óviðunandi með öllu. Við eigum að vera við því búin á íslandi, að mæta áföll- um í veðurofsa og ekki rétt né sanngjarnt að fólk beri allan skaðann óbættan. Það ertilviljun háð hvert okkar verður fyrir barðinu á fárviðr- inu, hér er ekki um sök að ræða heldur óheppni. Þá óheppni verð- ur þjóðfélagið allt að taka á sig. islendingar eru ein stór fjöl- skylda, þar sem hver hjálpar öðrum í neyð og ógæfu og jáað er meira en sjálfsagt að svo gífur- leg tjónabyrði verði borin uppi af samfélaginu öllu. Tvennt verður að gerast. Annarsvegar verður að leita ráða svo jafna megi byrðinni og hins- vegar að búa svo um hnúta, að Bjargráðasjóður verði viðbúinn að mæta slíkum áföllum í fram- tfðinni. Á aö banna íslendlngum að kaupa A árunum 1967 til 1968 reyndu Portúgalar aö ná sterkri aö- stööu á veiöafæramarkaöinum hériendis meö undirboöum. Svo '!ágt var boöiö, aö engin islensk fyrirtæki gátu keppt viö hin er- lendu net um verö. Þá var þaö, aö rikisstjórnin, fyrst og fremst aö frumkvæöi Bjarna Bene- diktssonar, forsætisráöherra, flutti frumvarp á Alþingi um sérstakt veiöarfæragjald til styrktar hinum innlenda iönaöi. Frumvarpiö varö aö lögum og náöi tilgangi sinum. Hampiöjan h/f, sem þá baröist I bökkum, varö öflugt fyrirtæki og traust stjórnun þess fyrirtækis hefur komiö þvi I fremstu röö I veiöar- færagerö. Hampiöjan h.f. selur ekki aöeins á innlendum markaöi heldur eru viöskiptavinir hennar erlendir, m.a. einhver stærstu fiskveiöifélög I heimi. Býr við aðhald markaðarins. Hiö sérstaka veiöarfæragjald var eingöngu sett til þess aö verja Islenskan iönaö spjótalög- um óeölilegrar samkeppni og er þaö löngu afnumiö. Hampiöjan h.f. keppir nú um Islenska og raunar hinn alþjóöalega veiöar- færamarkaö I samkeppni viö önnur fyrirtæki, — og veröur aö sigla hvassan beitivind. Sllkt fellur forustu fyrirtækisins vel. Islensk yfirvöld hafa ekki skipt sér af verölagningu Hampiöjunnar h.f., — þar ræöur markaöurinn eingöngu. Útgerö- armaöur kaupir þvl aöeins net af Hampiöjunni h.f. aö þaö sé betra en jafndýr net frá öörum seljendum. Þaö eina sem Hampiöjumenn veröa aö vera færir um, er aö framleiöa góöa net frá Hampiðjunni? vöru á lægra veröi en keppi- nautarnir. Maður í þykjustuleik . Jafnaldri minn er verö- lagstjóri og hefur þaö aö æfi- starfi aö ofsækja menn, sem vilja selja vöru slna á sannviröi. Fyrir sérstakt frumkvæöi hans og Björgvins Guömundssonar var oröiö jafnómögulegt aö fá fransbrauö og rúgbrauö I Reykjavlk og þegar Hörmang- arar sáu Islendingum fyrir mjöli. Sami maöur hefur tekiö aö sér aö búa til falsrök um aö Hitaveita Reykjavíkur sé rekin meö óhæfilegum gróba, méö þeim afleiöingum aö ekki er til fé I sjóöum veitunnar til aö sjá Reykvikingum fyrir nægu vatni næsta vetur og búast má viö aö ollureykur llöi aftur upp úr strompum. A sama tlma og þessir hlutir gerast veröur veröbólga meiri I landinu en dæmi eru um á friöartlmum. „Ein króna i dag, engin á morgun.” syngja börnin á leikskólunum. I sllku ástandi hafa menn ekki eftirlit meö verölagi, frekar en kúasmali rekur heim kýr, sem hafa sturl- ast I þrumuvebri. En sumir menn hafa gaman af þykjustuleik. Breytist vatn í vatn ? Um slöustu áramót voru gefin út bráöabirgöalög um ýmsar ráöstafanir I efnahagsmálum. Forsætisráöherra skýröi frá þvi aö I lögunum væru m.a. ákvæöi um hert verðlagseftirlit. Fyrri grein um þaö efni var svo: Ekki má hækka verö vöru eöa þjónustu eöa endurgjald fyrir afnot af fasteign eöa lausafé frá þvl sem var 9. september 1978 nema aö fengnu samþykki réttra yfirvalda, og skulu þau ekki leyfa neina hækkun nema þau telji hana óhjákvjemilega. Leyfi til hækkunar tekur þó ekki gildi fyrr en þaö hefur hlotiö stabfestingu rlkisstjórnarinnar. Greinin I bráöabirgöalögum hljóöar þannig og er feitletraö þab sem skilur á milli: Ekki má hækka verö vöru eöa þjónustu eöa endurgjald fyrir afnot af fasteign eöa lausafé frá þvi sem var fyrir 1. janúar 1981 til 1. mai 1981 nema aö fengnu samþykki réttra yfirvalda, og skulu þau ekki leyfa neina hækkun nema þau telji hana óhjákvæmilega. Leyfi til hækk- unar tekur þó ekki gildi fyrr en þaö hefur hlotiö staöfestingu rlkisstjórnarinnar. Hiö eina sem breyttist er þaö aö lok veröstöövunar eru loksins boöuö eftir fimm mánuöi. Var ástæöa til þess aö tefja forseta landsins frá áramótaundirbún- ingi vegna einhvers sem á aö gerast I mai? Þaö er ekkert hert verölags- eftirlit skv. nýju lögunum, — allt situr viö sama borb, en þó ekki lengur en fram I mai. Stór yfirlýsing um ekki neitt. Orö forsætisráöherra um herta veröstöövun voru vitan- lega aöeins stór orö um ekki Haraldur Blöndal lögfræðingur skrifar um þá sérstæðustöðu sem upp er komin varðandi verðlagningu á fram- leiðslu Hampiðjunnar h.f. neitt. En maöur I þykjustuleik hendir margt á lofti. 1 byrjun febrúar haföi verö- lagsþróun oröiö þannig, aö Hampiöjan varö aöhækka vörur slnar. Sllkt gat Hampiöjan gert vegna þess aö erlend net höföu hækkaö I veröi vegna veröhruns krónunnar. Þessi hækkun var Hampiöjunni h.f. nauösynleg til þess aö fjárhagsstaöa fyrir- tækisins versnaöi ekki meö þeim afleiöingum að netin yröu ekki samkeppnishæf. Forustu- menn Hampiðjunnar vildu treysta atvinnu þeirra, sem vinna I fyrirtækinu en þaö verö- ur best gert meö þvl aö fyrir- tækiö skili hagnaöi. Veröstöövunarlög höföu aldrei náö til Hampiöjunnar. Og þar sem hin nýju lög voru sam- hljóöa hinum eldri gat vitanlega ekki falist I útgáfu laganna nein stefnubreyting frekar en hjá manni sem stýrir beint, þótt hann langi til aö beygja. Þá ríkur allt I einu upp maöur I þykjustuleik og hótar forráöa- mönnum Hampiöjunnar h.f. fangelsi, ef þeir lækki ekki þegar I staö vörur sinar og selji þær meö tapi. Mega ekki selja Islend- ingum. Forustumenn Hampiöjunnar h.f. eru löghlýðnir menn og hafa dregiö hækkun sfna til baka. Hins vegar er fyrirsjáanlegt að halli veröur á rekstri fyrirtækis- ins, ef ekkert veröur gert. Maöur I þykjustuleik hefur lofaö aö athuga hækkunarbeiöni frá fyrirtækinu, en meö hliösjón af þvl að embætti hans fitnar af þvi aö rengja heiöarlega menn, má búast viö aö hækkanir veröi ekki teknar til greina. Þá hefur Hampiöjan h.f. þann útveg aö hætta aö selja íslend- ingum net, en selja eingöngu til útlendinga, þvl aö sú sala fellur ekki undir verðstöövun. Viö þurfum ekki aö óttast þaö, aö Hampiöjan standist ekki þá raun. Hitt er hlálegra, að islenskir útgeröarmenn þurfi I framtlöinni aö kaupa dýrari net frá útlendingum en fást hér heima vegna þess aö maður I þykjustuleik bannar Hampiöj- unni h.f. aö selja net á hagstæöu verði. Haraldur Blöndal.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.