Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 14
14
VÍSIR
Miövikudagur 18. febrúar 1981.
Miövikudagur 18. febrúar 1981.
vtsm
.JKKIUST EINS OG TUSKU
BROBURI LOKKRDYRRIRl
.
SAGfll EINH SKIPVERJANNA R HEIMAEY VE T, SEM STÓfi
VIB HLM FÉLAQA SIHHA ER ÞEIM SKOLABI ÓTBYRBIS
Vélskipið Heimaey VE strandaði vestan við
Hólsárós á Þykkvabæjarfjöru á miðnætti aðfara-
nótt þriðjudags. Blaðamaður og ljósmyndari Visis
fóru i gær á strandstað og áttu stutt spjall við þrjá
unga skipverja. Þeir átta sem komust lifs af úr
hrakningunum, hlutu iitil meiðsli, vélstjórinn
marðist þó illa, en annars var aðallega um skrámur
og minniháttar áverka að ræða.
Um kl. 17 á mánudag fékk skipið net i skrúfu, er
það var að draga vestan við Eyjar, liklega fjögur
net, og óskaði eftir aðstoð Ölduljónsins VE. Taug
var komið á milli skipanna og ölduljónið tók
Heimaey i tog.
Um klukkan 20.30 gaf sig hiutur i spilinu i Öldu-
ijóninu með þeim afleiðingum að Heimaey losnaði
aftan úr. Engin tök voru á fyrir ölduljónið að taka
Heimaey aftur i tog og rak hana þvi stjórnlaust fyr-
ir veðri og vindum.
Tveir háðu handfestu i
lúkardyrum.
Stööugt var þó haldiö áfram aö
reyna aö koma taug á milli skip-
anna, en án árangurs. Meðan á
þessu gekk kom togarinn Sindri
frá Vestmannaeyjum og einnig
var reynt að koma dráttartaug
frá honum yfir i Heimaey, en
tókst ekki heldur.
Réttummiðnættiðstanda fjórir
menn frammi á dekki á Heimaey
og eru enn að reyna að koma taug
á milli skipa. Þá skyndilega riður
holskefla yfir. Tveir mannanna,
sem þarna voru að störfum, þeg-
ar holskeflan reið yfir, köstuðust
undan þunganum inn i lúkardyrn-
ar, sem stóöu opnar, og náöu
handfestu þar. „Við hentumst
eins og tuskubrúður i lúkarinn og
náðum að hanga þar” sagði einn
fjórmenninganna sem staðið
höfðu fram i. Þegar brotið var
gengið yfir fóru þeir að svipast
um eftir félögum sinum tveim,
sem með þeim voru að störfum,
enfundu þá ekki. Þeir munu ekki
hafa náð neinni handfestu og
tekiö útbyrðis með brotinu.
Komnir i brimgarðinn.
I veðurofsanum og nátt-
myrkrinu gerðu skipsmenn á
Heimaey og Sindra sér ekki ljóst
hversu nálægt ströndinni þeir
voru komnir fyrr en brotstjórinn
skall yfir skipið. Eins og fyrr
sagði voru menn þá enn að reyna
að koma taug á milli skipanna.
Þegar menn átta sig á að þeir eru
Texti:
Arni
Sigfússon
Skipverjarnir fjórir stóöu frammi
I stafni, viö lúkaropiö, þegar
fyrsta holskeflan reiö yfir, varö
þaö tveimur þeirra til bjargar, aö
þeir kðstuöust inn um opnar lúk-
ardyrnar. Hinir náöu ekki hand-
festu og skolaöi út. Fulltrúar
björgunaraöila kanna aöstæöur.
Myndir:
Gunnar V.
Andrésson
komnir inn i brimgarðinn, gaf
skipstjórinn skipun um að áhöfnin
skyldi halda sig innan dyra og
biða þess, sem verða vildi. „Ég
var viss um að við kæmumst ekki
lifandi úr þessu” sagði einn skip-
verja við blaðamann Visis.
Lagðist á hliðina, en
rétti sig við aftur.
Þegar Heimaey tók niðri i fjör-
unni, lagðist hún á hliðina, en
rétti sig fljótlega við aftur og
stendur nú á réttum kili.
örskammt frá þar sem skipið
stendur, er Leó VE, sem strand-
aði þar og lagðist á hliðina og þá
er ekki að sökum að spyrja, hver
örlögin verða.
Björgunarsveitir bæði frá
Þykkvabæ og Hvolsvelli komu til
hjálpar og áhöfnin komst i land
um klukkan þrjú um nóttina. Þeir
voru fluttir á hótelið á Hvolsvelli,
þar sem þeir fengu góða aðhlynn-
ingu og þar voru þeir i gær.
Rif skammt undan
landi.
Visismenn fóru á strandstað i
gærog hittu þar Eggert Karlsson
fulltrúa þeirra aðila, sem gera til-
raun til að bjarga skipinu. Hann
SiÍ®BÍp^ÍllliiliiÍÍÍifeÍállilÍ
• -r
* |' Ir*
r*
v.; y
p *:
"CtHjry
■ i
X:
■ •• '••." •*■ •'■■• ■: :■ ■
■
Seinnl part dags var tekiö aö fl*öa og brlmrótiö gekk aö ikiplnu og imágróf nndan þvi. Þest vegna var nauösynlegt aö strengja taug úr skiplnn I Jarkýtar, ien fengnar voru á strandstaö frá Hvolsvelli.
sagði að það auki mjög
möguleika á að björgun takist, að
skipið stendur á réttum kili. Hins
vegar væri rif i brimgarðinum
skammt undan, um 700 metra frá
skipinu og það gæti valdið örðug-
leikum.
A morgun er stórstreymt og
verður þá að öllum likindum
reynt að ná skipinu út. Þangaö til
leggja menn alla áherslu á aö
halda þvi uppréttu. Tvær jaröýtur
hafa verið fengnar til þess og hafa
taugar verið settar úr skipinu i
ýturnar.
ii
.
Mikil leit i ofsaveðri.
: Um nóttina komu um 70 björg-
unarsveitarmenn á strandstaðinn
og unnu þar við mjög erfið skil-
yrði þvi fárviðri var á þessu
svæði. Visismenn hittu einn
björgunarmannanna, Agúst Karl
Sigmundsson. Hann sagði að um
tuttugu bilar hafi raðað sér á milli
árósa til að lýsa leitarmönnum,
sem leituðu hinna tveggja skip-
verja, sem tók útbyrðis. Sóttu
menn leitina svo fast sem mögu-
legt var, en urðu þó um siðir að
gefast upp fyrir veðurofsanum.
Siðan var leitin hafin aftur strax i
^ birtingu. Klukkan 15 var gert
klukkustundar hlé og leitin hafin
aftur klukkan 16.
íC',';,:
Kraftmikil vél skipsins mátti sin
litils gegn netadræsunum, sem
vafist höföu um skrúfuöxulinn.
Bógskrúfurnar komu aö litlu
gagni, þegar komiö var inn i
brimgarðinn. Eggert Karlsson
fulltrúi Björgunarfélagsins hf.
kannar aöstæöur.
15