Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á MEÐAN flestir landsmenn eyddu jólunum með ástvinum sínum hafa þrír íslenskir sjálfboðaliðar dvalið í Palestínu við friðarstörf yfir hátíð- irnar. Þau Steinunn Gunnlaugs- dóttir, Saga Ásgeirsdóttir og Finn- bogi Vikar Guðmundsson hafa verið að störfum í borgunum Qalqilya og Nablus og í Balata-flóttamannabúð- unum, en Qalqilya er umkringd átta metra háum múr og allri umferð inn og út úr henni stýrir Ísraelsher. Steinunn og Saga eru báðar tví- tugar og eru í Palestínu í fyrsta skipti. Steinunn segir stúlkurnar að- allega hafa valið að vera í Palestínu yfir jólahátíðina vegna þess að þær eru báðar námsmenn og eiga frí þá. Foreldrar stúlknanna sýndu þeim mikinn stuðning, þótt þarna sé um mikla hættu að ræða. „Mamma Sögu og stjúppabbi minn hafa unnið mikið í hjálparstarfi þannig að við höfum fullan stuðning að heiman.“ Steinunn segir hermennina nota hljóðbombur og táragas óspart, jafnvel þegar sjálfboðaliðar reyna að tala við þá til fá þá ofan af ósann- gjörnum kröfum og sleppa föngum sem hafa verið teknir í geðþótta- handtökum. „Saga er til dæmis mjög lasin núna eftir táragasárás á mótmælasamkomu í gær. Hermenn- irnir eru taugaveiklaðir og hræddir. Þetta eru ungir strákar, flestir frá átján til tuttugu ára, og maður er smeykur við þá vegna þess hve þeir eru óstöðugir. Þeir eru eins og litlir hræddir strákar með mikilmennsku- brjálæði og virðast ekki líta á Palest- ínumenn sem manneskjur. Þeir stungu til dæmis ólétta konu í Ba- lata fyrir skömmu. Fólkið í Balata verður skíthrætt þegar það fréttir af sjálfsmorðsárásum, því þá veit það að fyrir hvern Ísraela verða margir Palestínumenn myrtir af hermönn- um og einnig sett á útgöngubönn og ofbeldi beitt. Það er búið að taka af fólki at- vinnumöguleikana og öll ferðalög stjórnast af geðþótta hersins. Manni finnst eins og ætlunin sé að útrýma þessu fólki og taka land þeirra og vatn. Ísraelar tóku helming vatns- bóla Qualqilya-borgar þegar þeir byggðu múrinn. Það er alls staðar verið að króa fólk inni og gera því alla hluti erfiða. Fólk horfir upp á fjölskyldumeðlimi drepna, landið tekið af þeim og endalaust ofbeldi, það hefur ekkert að missa og þá er ekki furða að það grípi til örþrifaráða í þessu vonleysi. Bandarísk kona sem var hérna sagði að Bandaríkjamenn sem eru svona uppteknir af stríðinu gegn hryðjuverkum ættu að koma og sjá ástandið hér. Í þessa veggi fara skattpeningarnir þeirra. Það er ver- ið að berjast gegn hryðjuverkum og um leið er verið að búa til nýja hryðjuverkamenn hér á hverjum degi með þessu ofbeldi.“ Að sögn Steinunnar er fólkið í Qualqilya gersamlega einangrað frá umheiminum. „Atvinnuleysið hér var um fimmtán prósent áður en veggurinn var byggður, nú er það um sjötíu og sex prósent. Fólkið er því sem næst bjargarlaust og lifir á matargjöfum frá Rauða krossinum og öðrum hjálparsamtökum. Það er búið að taka mjög stór svæði af bændunum og þeir komast ekki á akrana og geta ekki uppskorið eða neitt. Fyrst reyndi fólk að berjast gegn þessum múrabyggingum og fyrir frelsi sínu, en það eina sem það uppskar var fangelsun eða dauði. Við erum báðar búnar að upplifa gríðarlegt vonleysi hjá fólkinu hér. Það er endalaust verið að taka af fólki og það er ekki til neins að berj- ast gegn þróuninni því þá er fólk fangelsað og myrt,“ segir Steinunn og biður fyrir kveðju til Íslands. „Mig langar að biðja fólkið heima að muna að við sem búum í þessum heimi eigum öll rétt á því að lifa í friði og sátt og samlyndi. Mér finnst ótrúlegt að stjórnvöld og fólkið í landinu viðurkenni þessa framkomu Ísraelsmanna bæði með þögninni og stuðningi við framkomu þeirra. Að vera hérna setur hversdagslegu vandamálin heima í nýtt samhengi,“ segir Steinunn að lokum. Mættu vonleysi og eymd Saga og Steinunn fara í dag til Ramallah að taka þátt í mótmælum, síðan verður haldið til Jerúsalem í þjálfun í því hvernig á að ræða við hermenn við erfiðar aðstæður. Síðan verður haldið til flóttamannabúðanna í Bal- ata, nálægt borginni Nablus, þar sem þeirra er virkilega þörf. Þrír íslenskir sjálfboðaliðar í Palestínu um jólin Ljósmynd: Mahmoud Shanti VALGERÐUR Sverrisdóttir, við- skiptaráðherra, segist hafa byggt þá skoðun sína, að það stæðist að öllum líkindum ekki ákvæði stjórn- arskrárinnar að banna með lögum að selja stofnfjárbréf á yfirverði, á áliti fleiri manna en Páls Hreins- sonar prófessors. „Þetta var sú nið- urstaða sem við komumst að eftir að hafa kynnt okkur málið frá ýms- um aðilum sem við tökum mark á,“ segir Valgerður. Hún segir ekki tímabært að fjalla nánar um málið að svo stöddu og hún muni fara yfir það innan ráðuneytisins á næstu dögum. Páll Hreinsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, komst að þeirri niðurstöðu í álitsgerð, sem hann vann fyrir viðskiptaráðuneyt- ið í september 2002 við undirbún- ing laga um framsal stofnfjárhluta sparisjóða, að það gæti jafngilt eignarnámi að banna sölu stofn- fjárbréfa á yfirverði. Hefði bakað ríkissjóði skaðabótaskyldu Benedikt Árnason, skrifstofu- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, segir að starfshópur hafi fjallað um yf- irtökuvarnir sparisjóðanna þar sem fulltrúar frá viðskiptaráðuneytinu, sparisjóðunum og viðskiptabönkun- um sátu. Ráðuneytið lét Pál Hreinsson í framhaldinu vinna þessa álitsgerð auk þess sem lögfræðingar ráðu- neytisins könnuðu hvort unnt væri að banna viðskipti með stofnbréf á öðru verði en uppreiknuðu nafn- virði.Hann segir að niðurstaða Páls hafi verið afdráttarlaus og það hefði verið afar hæpið að taka þá áhættu að setja inn ákvæði, sem bannaði viðskipti með stofnbréf á yfirverði. „Það hefði getað bakað ríkissjóði skaðabótaskyldu ef dómstólar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að slíkt ákvæði bryti í bága við stjórnarskrá,“ segir Benedikt. Það hafi verið álit Páls að þar sem tilboð var komið í stofnbréf SPRON sumarið 2002 hafi myndast verð á bréfunum. Fyrir þann tíma hefði verið unnt að setja inn ákvæði í lög, að ekki mætti eiga viðskipti með stofnbréf á yfirverði, en þarna var kominn verðmiði á þessa eign. Óheimilt að banna viðskipti með stofnbréf á yfirverði Ekki eingöngu byggt á áliti Páls Hreinssonar EINAR K. Guðfinnsson, alþingis- maður, segir að með nýrri löggjöf um fjármálafyrirtæki, sem samþykkt var í desember 2002, hafi átt að tryggja að stofnfjáreigendur væru jafnsettir, yrði sparisjóðum breytt í hlutafélag. Einar hefur vísað í nefndarálit meirihluta efnahags- og viðskipta- nefndar þegar umrædd lög voru til meðferðar á Alþingi. Í álitinu segir: „Hvað varðar gagngjald stofnfjáreig- anda fyrir stofnfjárhluti sína við hlutafélagavæðingu sparisjóðs tekur meirihlutinn eftirfarandi fram: Í lög- um nr. 71/2001, um breytingu á lögum nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, var m.a. kveðið á um hlutafé sem stofnfjáreigendur fá sem gagngjald fyrir stofnfjárhluti sína við hlutafélagavæðingu sparisjóðs. Skal samanlagt hlutafé sem stofnfjáreig- endur fá í sparisjóðnum nema sama hlutfalli af hlutafé hans eftir breyt- inguna og endurmetið stofnfé nemur samtals af áætluðu markaðsvirði sparisjóðsins. Þetta átti að tryggja að áætlað verðmæti hlutafjár stofnfjár- eigenda væri hið sama og endurmetið stofnfé fyrir hlutafélagavæðingu sparisjóðsins. Þessi aðferð tryggir hins vegar ekki að stofnfjáreigendur séu jafn- settir fyrir og eftir hlutafélagavæð- ingu. Það kemur einkum til af því að gengisáhætta er mikil í hlutafélagi en innlausnarvirði stofnfjárhluta er þekkt. Jafnframt er möguleiki fyrir sparisjóði að greiða góðan arð af stofnfjárhlutum skv. 59. gr. laga nr. 113/1996, sbr. 68. gr. frumvarpsins, og ráðstafa hluta hagnaðar til hækkunar á stofnfé. Eðlilegt er að tryggja eins og kostur er að stofnfjáreigendur séu jafn vel settir fyrir og eftir hluta- félagavæðingu.“ Hafa arðsvon til hliðsjónar „Þeirri breytingu sem hér er lögð til er ætlað að ná því markmiði,“ segir þar jafnframt og lagði meirihlutinn samhliða nefndarálitinu fram breyt- ingartillögu og bætti þessari setningu við 74. gr. laganna, sem forsvarsmenn SPRON hafa m.a. vísað til: „Við mat á hlut stofnfjár skal hafa til hliðsjónar arðsvon stofnfjárhluta skv. 68. gr. annars vegar og arðsvon og áhættu hlutabréfa í sparisjóði hins vegar.“ Áfram segir svo: „Til að tryggja að sparisjóðsstjórnir gæti ekki hags- muna stofnfjáreigenda umfram hags- muna sjálfs eignarfjár sparisjóðsins er lagt til að óháður aðili verði fenginn til að meta ákvörðun hlutafjár. Til við- bótar við hinn óháða aðila fer Fjár- málaeftirlitið yfir matið. Við matið skal hinn óháði aðili leggja til grund- vallar þekktar aðferðir við mat á áhættu og hafa til hliðsjónar arðsvon og áhættu stofnfjárshluta skv. 68. gr. annars vegar og arðsvon og áhættu hlutabréfa í sparisjóði hins vegar.“ Stofnfjáreigendum bætt upp gengisáhætta hlutabréfa UM áramótin tekur Kaupþing Bún- aðarbanki upp nafnið KB banki. Sig- urður Einarsson, stjórnarformaður, segir að þetta nafn hafi orðið til nokkurn veginn af sjálfu sér og ver- ið samþykkt í stjórn félagsins. Bæði voru viðskiptavinir farnir að nota nafnið og það hafði birst í fjöl- miðlum. Einnig vísi KB banki til bankanna tveggja sem sameinuðust fyrir skömmu. Sigurður segir að nafnið Kaup- þing Búnaðarbanki sé langt og því hafi verið ljóst að finna þyrfti nýtt nafn eftir sameininguna. Öll útibú og starfsemi fyrirtækisins verður því undir nafni KB banka. Eftir ára- mót verður hafist handa við að merkja afgreiðslustaðina með nýju firmamerki. Hins vegar verður not- ast við nafnið Kaupþing erlendis þar sem það sé svo vel kynnt í Svíþjóð og annars staðar að sögn Sigurðar. Kaupþing Búnaðarbanki verður KB banki Nafnið kom af sjálfu sér Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýjar merkingar eru nú þegar komnar upp í KB banka í Hamra- borg í Kópavogi. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra, sendu á laugardag samúðar- kveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Mohammad Kha- tami, forseta Írans, og írönsku þjóðarinnar vegna jarðskjálfta sem urðu í suðausturhluta landsins. Íslensk stjórnvöld hyggjast kanna með hvaða hætti þau geti orðið írönskum stjórnvöld- um að liði við mannúðaraðstoð á skjálftasvæðinu. Sendu samúðar- kveðjur til Írans LANDSVIRKJUN er með til at- hugunar þá kosti sem standa til boða við að koma upp sjónvarps- og útvarpssendum við Kárahnjúka- virkjun. Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi segir að engin ákvörðun liggi fyrir um hvort fyr- irtækið taki þátt í kostnaði með Sjónvarpinu við að koma upp send- um á svæðinu. Fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag að stjórn og starfsmenn Impregilo hefðu hvatt íslensk stjórnvöld til aðgerða þannig að ís- lenskar sjónvarpsútsendingar næð- ust á virkjanasvæðinu. Að sögn Þorsteins er Landsvirkj- un að skoða „fleiri og hagkvæmari“ tæknilausnir en Sjónvarpið hafi boð- ið. Einnig þurfi að skoða þátt verk- takanna í þessum kostnaði. Þor- steinn bendir á að á sínum tíma hafi Landsvirkjun tekið þátt í kostnaði við sendibúnað á Búrfelli. Það hafi tryggt starfsmönnum Búrfellsvirkj- unar aðgang að sjónvarpi. Allt aðrar aðstæður séu við sjálfa Kárahnjúka- virkjunina þar sem starfsmenn Landsvirkjunar verði ekki þar þeg- ar virkjunin tekur til starfa heldur í stöðvarhúsinu í Fljótsdal, þar sem sjónvarpssamband sé nú þegar gott. „Af hálfu Landsvirkjunar er þetta spurning um aðgang starfsfólks að sjónvarpi á framkvæmdatíma eða starfstíma í framtíðinni,“ segir Þor- steinn og telur að ákvarðanir muni liggja fyrir í upphafi nýs árs. Sjónvarps- mál við Kárahnjúka í athugun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.