Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 35 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 12.30, 2.30, 4.30, 6.30, 8.30 og powersýning kl. 10.30 Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára  Skonrokk FM909 Sýnd kl. 2, 4 og 6. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 2, 4 og 6. B.i. 10. Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Pow er- sýni ng kl. 10 .30 www .regnboginn.is  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 11 og powersýning kl. 9 . „Ein besta jólamynd sem sést hefur...“ Hjörleifur Pálsson, Kvikmyndir.com Kl. 7, 9 og 11. Með ensku tali. Sýnd kl. 1, 3 og 5. Með íslensku tali. www.laugarasbio.is POWE RSÝnI NG kl. 9 Á STÆ RSTA THX tJALD I LAND SINS ÉG velkist ekki í vafa um að nýjasta geisla- plata Hilmars Jenssonar; Ditty bley, er einhver besta djassplata sem Íslendingur hefur hljóð- ritað og þó að meðreiðarsvein- ar hans séu allir bandarískir er platan jafn íslensk fyrir það. Tónverkin eru öll Hilm- ars, hann valdi mennina og stjórnaði hljómsveitinni og svo eru landamæri sem betur fer óljós í tónlist. Nafn plötunnar, eins og flestra tónverkanna, er fengið frá sonum hans. Unnar var 18 mánaða þegar Hilmar sat sveittur við að kompónera og þurfti oft að ditty blei. Það er öll- um Íslendingum vel skiljanlegt hvað sem eng- ilsaxneskum líður – en platan er gefin út hjá Songlines-fyrirtækinu í Kanada. Þeir Andrew D’Angelo og Jim Black eru Ís- lendingum að góðu kunnir eftir fjölmargar heimsóknir til landsins en Howard Robertson trompetleikari og Trevor Dunn bassaleikari hafa ekki leikið hér fyrr en á djasshátíðinni í nóvember í ár. Það er skemmst frá því að segja að á þessari geislaplötu smella fimmmenning- arnir jafnvel saman og drengirnir í kreólabandi Kings Olivers 1923 – og það er eins gott því sam- spuninn, sem er upphafsspuni djassins, kemur mikið við sögu á þessari plötu. Hér skiptast á þrælskrifaðir kaflar, oft ljúfar melódíur, úr penna Hilmars, svo og hnitmiðaður spuni og samspuni. Þetta hefur lengi verið einkenni hins hvíta framúrstefnudjass ólíkt því sem við áttum að venjast þegar Coleman og Coltrane notuðu samspunann hvað mest á Free Jazz og Ascen- sion. Annað finnst mér einkenna þessa tónlist Hilmars, einhver samsvörun við tónlist þá sem Charlie Haden skrifaði fyrir frelsissveit sína og kemur það því ekkert við að Howard Robertson hefur verið þar innanborðs. Upphafið að „Latta“, seinni hluti „Grinning“ þegar Ornette- fílingurinn er á bak og burt, svo og blásturinn undir sérdeilis seiðandi gítarsóló Hilmars í „Everything is temporary“ minna á ferlisljóð Hadens. Howard Robertson er sá einleikari plötunnar er fangaði mig mest. Tónninn er magnaður, oft svo breiður og kjötmikill að minnti á Bill Dixon, einn af fyrstu postulum hins frjálsa djass sem nú er flestum gleymdur. Stundum, eins og í abba, kemur Clark Terry í hugann og stundum Don Cherry eða Ellingtonurrararnir. Það eru ein- faldlega hrósyrði fyrir svo sérdeilis glæsilegan blásara sem hefur skapað sinn eigin stíl. And- rew féll vel að blæstri Howards og saxinn oft urrandi og grimmur eins og í letta eða vælandi og sterkur í einfaldleika sínum eins og í „Cor- rect me if I’m right“. Jim Black og Trevor Dunn voru eins og einn maður og í Davu gæddi burstaleikur Jims verkið sterkri sveiflutilfinn- ingu undir dimmum sóló Howards studdum riff- uðum undirleik. Samspilið er aðal þessa kvintetts Hilmars og ef einhver veður enn í þeirri villu að tónlist Hilmars sé eintómt torf ætti sá hinn sami að ná sér í eintak af Ditty bley. Tónlist Klassískt en frjálst DJASS Geisladiskur KVINTETT HILMARS JENSSONAR: DITTY BLEY Herb Robertsson trompet, Andrew D’Angelo altó- saxófón og bassaklarinett, Hilmar Jensson gítar, Trevor Dunn bassa og Jim Black trommur. Hljóðritað í New York 5. & 6. nóvember 2002. Songlines Recor- dings SA1547-2. Dreifing: 12 tónar. Vernharður Linnet Morgunblaðið/Einar Falur Vernharður Linnet telur Ditty bley Hilmars Jenssonar eina albestu djassplötu sem Íslend- ingur hefur hljóðritað. SKÓLASTOFUDRÖMU stinga upp kollinum af og til með misjöfnum árangri eins og gengur. Sumar sitja í manni (To Sir With Love, Dead Poets Society), á meðan flestar aðrar eru löngu horfnar inn í sívax- andi griðlönd gleymskunnar. Bakgrunnur Keisaraklúbbsins er drengja- skóli kenndur við heilagan Benedikt, snobb- aður, mikilfenglegur, þéttsetinn nemendum frá heimilum hinna ríku og valdamiklu. Þessi ungmenni eru borin í heiminn til að erfa valdastöður og ríkidæmi feðra sinna. Blómi yfirstéttarinnar bandarísku, mættur til að feta í fótspor feðranna í hinum mikils- virta og fágaða St. Benedicts. William Hundert (Kevin Kline) er sjálf- umglaður, hrokafullur sögukennari, læri- meistari sem tekur starf sitt grafalvarlega: Hann telur skyldu sína að móta framtíðar- persónur piltanna sem mættir eru við fót- stall meistarans. Ekki eru allir á sama máli, þ.á m. Bell öldungadeildarþingmaður (Harris Yulin), en Hundert hefur lent í árekstrum við son hans, hinn bráðskarpa en óstýriláta Sedge- wick (Emile Hirsch). Bell yngri virðist taka sönsum en hann er jafn ófyrirleitinn og hann er snjall og ekki á því að láta í minni pokann fyrir Hundert frekar en öðrum. Átök þeirra kristallast í Keisarakeppninni þar sem nemendur á lokaári heyja einvígi í spurningakeppni um sögu Rómaveldis. Árin líða. Hundert er sestur í helgan stein þegar Bell yngri (Joel Gretsch) býður til nýrrar keppni sem er skilyrði fyrir mikil- vægu fjárframlagi hans til skólans. Myndin tekur til meðferðar almennar, sið- ferðilegar spurningar og skyldur kennara gagnvart nemendum sínum. Hundert, sá vammlausi lærifaðir, er ekki með fullkom- lega hreinan skjöld frekar en aðrir, einnig hann verður að endurskoða afstöðu sína og biðjast afsökunar í þessu vel gerða og oft mikilfenglega uppgjöri kennara og nem- anda. Sökudólgurinn stendur hinsvegar í flestum skilningi uppi sem sigurvegari og skilur þar á milli Keisaraklúbbsins og flestra mynda á svipuðum nótum. Keisara- klúbburinn kemst ekki að neinni sláandi snjallri niðurstöðu en hún er samviskusam- lega og fagmannlega gerð í flesta staði og Kline stendur sig með prýði í hlutverki sem má segja að sé klæðskerasniðið fyrir þennan aðlaðandi leikara. Það stormar af Yulin sem endranær og Emile Hirsch er eftirtektar- verður sem óróaseggurinn Bell yngri. Vönd- uð, á sinn hátt skemmileg en ekkert þunga- vigtarverk. Ungur nemur... KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjórn: Michael Hoffman. Hand- rit: Neil Tolkin, byggt á smásögunni „The Palace Thief“ eftir Ethan Can- in. Kvikmyndatökustjóri: Lajos Koltai. Tónlist: James Newton How- ard. Aðalleikendur: Kevin Kline, Steven Culp, Embeth Davidtz, Pat- rick Dempsey, Joel Gretsch, Edw- ard Herrmann, Emile Hirsch, Rob Morrow, Paul Dano, Jesse Eisen- berg, Harris Yulin. 120 mínútur. Universal Pictures. Bandaríkin 2003. Keisaraklúbburinn (The Emperor’s Club)  Kevin Kline fer með aðalhlutverkið í Keisaraklúbbnum. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.