Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 33
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 33 FORSVARSMENN Borussia Dort- mund, sem leikur í þýsku 1. deild- arkeppninni í knattspyrnu, sögðu í gær að líklega þyrfti liðið að selja nokkra leikmenn þegar leik- mannamarkaðurinn verður opn- aður á ný í byrjun janúar. Dort- mund sigraði í Meistaradeild Evrópu árið 1997 og hefur frá þeim tíma keypt marga leikmenn en liðið er úr leik í Meistaradeild Evrópu þetta árið og á litla möguleika á að ná Meistaradeildarsæti í vor þar sem liðið er 14 stigum á eftir efsta liðinu Bremen, en Dortmund er í sjötta sæti deildarinnar. Þýskir fjölmiðlar segja að Dort- mund muni verða af rúmlega 4,4 milljarða kr. veltu þar sem félagið sé ekki í Meistaradeildinni. For- svarsmenn félagsins neita því að fé- lagið eigi við fjárhagserfiðleika að stríða, en þýskir fjölmiðlar segja að félagið hafi notað um 10,7 milljarða ísl. kr. frá árinu 1997 til kaupa á leikmönnum. Dortmund er sem áður segir úr leik í Meistaradeild Evrópu, liðið er úr leik í UEFA-keppninni og að auki er liðið ekki á meðal þeirra liða sem komust í gegnum 32-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar. Þess má geta að heimavöllur liðs- ins er sá skemmtilegasti í Þýska- landi og það er alltaf uppselt á leiki Dortmund. Dortmund þarf að selja leikmenn  HEIÐAR Helguson lék allan leik- inn fyrir Watford í gær þegar liðið sigraði Cardiff á heimavelli, 2:1. Heiðar átti heiðurinn af sigurmark- inu. Hann átti fastan skalla að marki Cardiff sem markvörðurinn varði. Hann náði hins vegar ekki að halda boltanum og Lee Cook félagi Heið- ars náði að koma knettinum innfyrir línuna tveimur mínútum fyrir leiks- lok.  BRYNJAR Björn Gunnarsson sat á varamannabekk Nottingham For- est allan tímann í gær þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir West Ham í ensku 1. deildinni.  ÍVAR Ingimarsson lék síðustu 22 mínúturnar í liði Reading sem gerði 1:1 jafntefli við Walsall. JÓHANNES Karl Guðjónsson var í leikmannahóp Wolverhampton sem lagði Leeds, 3:1, í slag botnlið- anna í ensku úrvalsdeildinni. Jó- hannes Karl kom ekki við sögu í leiknum.  BARNSLEY tapaði óvænt fyrir botnliði Chesterfield, 1:0, á heima- velli í ensku 2. deildinni í knatt- spyrnu í gær. Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar eru í 3.–4. sæti deild- arinnar með 40 stig ásamt Bristol City, QPR hefur 45 og Plymouth er efst með 49 stig.  SPÆNSKA íþróttablaðið Marca greindi frá því um helgina að ensku liðin Manchester United og Chelsea ætluðu að reyna að fá portúgalska landsliðsmanninn Luis Figo hjá Real Madrid til liðs við sig í sumar. Figo hefur sagst vilja reyna fyrir sér á Englandi en samningur hans við Real Madrid rennur út 2005.  TIM Sherwood miðjumaður Portsmouth fótbrotnaði í leiknum gegn Tottenham á öðrum degi jóla og leikur hann ekki meira með nýlið- unum á yfirstandandi leiktíð.  BLACKBURN leikmaðurinn Barry Ferguson braut hnéskel í leik liðsins gegn Newcastle í gær í ensku úrvalsdeildinni. Skoski landsliðs- maðurinn verður frá keppni út leik- tíðina en hann slasaðist eftir rimmu sína við Gary Speed leikmann New- castle. Ferguson lék áður með Rangers í heimalandi sínu en gekk til liðs við Blackburn sl. sumar.  DAVID Beckham fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu og leik- maður Real Madrid á Spáni var í finnska smábænum Muonio um jólin ásamt fjölskyldu sinni og 20 gestum. Finnska dagblaðið Pohjolan Sano- mat segir í frétt sinn frá því á laug- ardag að Beckham hafi viljað halda sig frá sviðsljósi fjölmiðla og fáir hafi vitað af för hans til Lapplands í Norður-Finnlandi.  AUÐJÖFURINN Bruce Ratner hefur gert eigendum New Jersey Nets kauptilboð uppá rúmlega 21 milljarð ísl. kr. en Ratner hefur hug á því færa aðsetur liðsins frá New Jersey til Brooklyn. FÓLK  SNORRI Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði Grosswallstadt með 6 mörk þegar liðið sigrað Göppingen, 27:19, í þýsku 1. deild- inni í handknattleik um helgina. Jaliesky Garcia skoraði 3 mörk fyrir Göppingen.  SIGFÚS Sigurðsson skoraði 3 mörk fyrir Magdeburg í sigri liðs- ins á Minden, 31:27. Magdeburg komst upp í annað sæti deildarinn- ar.  GOG varð um helgina danskur bikarmeistari í handknattleik karla í áttunda sinn þegar liðið bar sigurorð af Skjern, 33:30, í úrslita- leik.  ANJA Person frá Svíþjóð sigr- aði í svigi í heimsbikarkeppninni á skíðum í Linz í Austurríki í gær. Nicole Hosp, sem sigraði í stór- sviginu á laugardaginn, varð önnur og Monika Bergmann frá Þýska- landi lenti í þriðja sæti.  RÚMLEGA 50 þúsund áhorfend- ur sáu keppni í skíðaskotfimi sem fram fór á heimavelli þýska knatt- spyrnuliðsins Schalke á laugar- daginn. Þar tóku 12 pör þátt frá jafnmörgum löndum og sigraði norska parið Ole Einar Bjørnd- alen og Gunn Margit Andreassen með nokkrum yfirburðum.  NBA-meistaraliðið San Antonio Spurs hefur verið á miklu skriði undanfarnar vikur og á föstudag vann liðið Orlando Magic, 98;83, og var það jafnframt 12 sigurleik- ur liðsins í röð. Markið sem réð úrslitunum í leikManchester United og Middl- esbrough var sjálfsmark varnar- mannsins óstýriláta, Danny Mills, en knötturinn fór af honum í netið eftir skot Quinton Fortune. Meistararnir léku einum leikmanni færrri síðustu 25 mínúturnar eftir að Skotanum unga, Darren Fletcher, var vikið af velli. „Við erum að vonum vonsviknir með þessi úrslit og leiðinlegt að þurfa að tapa á svona marki,“ sagði Steve McLaren, knattspyrnustjóri Middlesbrough og fyrrum aðstoðar- maður Alex Fergusons. „Við bárum full mikla virðingu fyrir United í fyrri hálfleik. Við lágum of mikið til baka og gáfum þeim of mikið pláss til að athafna sig. Í þeim seinni færðum við okkur upp á skaftið en höfðum ekki erindi sem erfiði.“ Ferguson óhress með brott- reksturinn „Brottreksturinn var alveg út í hött,“ sagði Sir Alex Ferguson eftir sigurinn gegn „Boro“. „Fletcher braut tvisvar af sér og fékk spjald í bæði skiptin sem hann átti alls ekki að fá. Þetta var góður sigur, ég var sérlega ánægður með hversu vel við vörðumst. Boro átti varla færi en þetta er duglegt lið og það má aldrei slaka á gegn þeim,“ sagði Ferguson. Robbie Fowler og Nicolas Anelka skoruðu báðir gegn fyrrum félögum sínum í Liverpool þegar Manchester City og Liverpool skildu jöfn, 2:2. Fowler tryggði City annað stigið með jöfnunarmarki á lokamínútu leiksins en Anelka kom Manchester City yfir úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Vladimir Smicer og Dietmar Hamann komu gestunum í forystu í síðari hálfleik en Fowler átti síðasta orðið og skoraði fyrir City annan leikinn í röð eftir að Jerzy Dudek markvörður Liverpool hafði varið skot frá Anelka. City hef- ur ekki náð að vinna í 11 síðustu leikjum sínum en Kevin Keegan, knattspyrnustjóri liðsins, er sann- færður um að hans menn nái að rétta úr kútnum og að Robbie Fowler sé loks að hrökkva í gang. „Fowler hefur átt erfitt uppdrátt- ar en ég sé mikla breytingu á honum. Fowler er smátt og smátt að ná fyrri styrk og hann átti svo sannarlega skilið að skora. Fowler er marka- skorari af guðs náð og þó svo að formið hafi ekki alveg verið upp á það besta hjá honum þá er jákvætt að hann er byrjaður að skora á nýjan leik og það hjálpar upp á sjálfs- traustið hjá honum,“ sagði Keegan. Langþráð mörk hjá Vassell Darius Vassell náði loksins að finna netmöskvana en framherinn knái skoraði sín fyrstu mörk fyrir Aston Villa frá því á nýársdag þegar hann skoraði tvö mörk í 3:0 sigri Villa á Fulham. Juan Pablo Angel skoraði fyrsta markið, hans sjötta í sjö leikjum og lærisveinar David O’Learys hafa nú innbyrt 10 stig af tólf mögulegum og eru komnir af mesta hættusvæðinu. „Ég var glaður með þessi úrslit og ég gladdist sérstaklega fyrir hönd Vassells. Hann þurfti svo sannarlega á þessu að halda,“ sagði O’Leary eft- ir leikinn. Hinn 37 ára gamli Les Ferdinand tryggði Leicester dýrmætt stig í botnbaráttunni þegar hann jafnaði metin í 2:2 gegn Bolton á lokamínútu leiksins. Marcus Bent skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Leicester en Bruno N’Gotty og Ivan Campo komu Bolton yfir áður en varamaðurinn Ferdinand skallaði framhjá Jussi Ja- askalainen þegar komið var fram yf- ir venjulegan leiktíma. AP Nicolas Anelka framherji Manchester City í baráttunni gegn fyrrum samnherja sínum, Finnanum Sami Hyypia, í leik City og Liverpool í gær. Anelka skoraði fyrra mark Manchester-liðsins. Fowler gerði Liverpool grikk ENGLANDSMEISTARAR Manchester United náðu í gær fjögurra stiga forskoti á toppi ensku úrvaldeildarinnar í knattspyrnu. United sótti Middlesbrough heim og hrósaði þar 1:0 sigri. Manchester United hefur 46 stig en Chelsea og Arsenal hafa 42 en Arsenal á leik gegn Southampton á St.Marys í kvöld og getur þar saxað á for- skot United en Arsenal er eina taplausa liðið í deildinni. ÍR-ingurinn Einar Hólmgeirs- son tryggði úrvalsliði í hand- knattleik jafntefli gegn lands- liðinu í leik í Austurbergi á laugardaginn, 25:25. Einar jafnaði metin með þrumuskoti á lokasekúndu leiksins. Lands- liðið var 16:11 yfir í hálfleik og náði mest sex marka forskoti en úrvalsliðið átti góðan enda- sprett og skoraði 7 mörk gegn aðeins tveimur landsliðsins á lokakafla leiksins. Vignir Svavarsson, Bjarni Fritzson og Logi Geirsson skoruðu 5 mörk hver fyrir landsliðið, en hjá úrvalsliðinu skoraði Einar Hólmgeirsson 6 mörk. Jakel Kowac, mark- vörður Stjörnunnar, átti stór- leik með úrvalsliðinu. Einar tryggði úr- valsliðinu jafntefli FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.