Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 24
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést aðfaranótt 27. desember á Landspítalanum Fossvogi. Ragnar Guðmundsson Bryndís Ragnarsdóttir Garðar Svavarsson Sigurbjörg Ragnarsdóttir Ármann Ármannsson og ömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KORMÁKUR SIGURÐSSON, Urðartjörn 5, Selfossi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þriðjudaginn 23. desember. Útförin fer fram í Fossvogskirkju mánudaginn 5. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Guðmundsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HJÖRLEIFUR GÍSLASON Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, lést á heimili sínu 27. þessa mánaðar. Guðbjörg K. Hjörleifsdóttir, Hörður Björgvinsson, Júlí H. Hjörleifsson, Auður Helga Jónsdóttir, Guðbjörg Júlídóttir, Kristinn Jónsson og fjölskyldur. MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ársæll OttóValdimarsson fæddist á Akranesi 2. október 1921. Hann lést 20. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Rannveig Þórðardóttir frá Leirá í Leirársveit, f. 8.5. 1895, d. 20.3. 1925, og Valdimar Eyjólfsson vega- vinnuverkstjóri, f. í Hábæ á Akranesi 19.8. 1891, d. 6.6. 1976. Ársæll var yngstur þriggja systkina, eldri eru Þórður, f. 23.7. 1916 og Jóna, f. 21.4. 1919. Eftir andlát móður sinnar ólust þau upp á Hvítanesi hjá móðurömmu sinni Guðnýju Stefánsdóttur og móður- systkinum sínum Stefaníu og Þórði. Árið 1928 kvæntist Þórður Sigríði Guðmundsdóttur, þau eignuðust fjögur börn, þau eru: Ástríður Þórey, f. 8.3. 1929, Þórð- ur, f. 26.11. 1930, d. 30.11.2002, Ævar Hreinn, f. 8.4. 1936 og Sig- urður, f. 9.7. 1947. Ársæll átti heimili hjá þeim þar til hann kvæntist 1948. Hálfsystkin Ársæls eru fjögur: Geir, f. 5.6. 1927, Rann- veig, f. 22.10. 1928, d. 29.6. 1945, Valdimar, f. 15.9. 1931 dáinn 25.11 1933 og Jón Valdi- mar, f. 10.4. 1935 d, 8.5. 1999. Hinn 27.11. 1948 kvæntist Ársæll Að- alheiði Maríu Odds- dóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð, f. 14.9. 1923. Þau eiga þrjár dætur, þær eru; 1) Guðný, f. 5.3. 1949, börn hennar Ársæll Már, Áslaug og Alda, 2) Helga Jóna, f. 14.8. 1952, maki Þráinn Ólafsson, dætur þeirra Aðalheiður María, Berglind og Harpa Sif og 3) Sigþóra, f. 16.4. 1962, maki Björn Björnsson , börn þeirra Heiðar Mar, Ársæll Ottó, Björn Þór og Brynja Rún. Barna- barnabörnin eru sjö. Ársæll starfaði lengst af sem bifreiðastjóri og ökukennari, hann var starfsmaður Akraneskaup- staðar bæði við íþróttamannvirki og hafnarvog. Hann sat í bæjar- stjórn Akraness og í stjórn Dval- arheimilisins Höfða um árabil. Útför Ársæls fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þessi jól og áramót verða skrítin. Við vissum öll að afi var mikið veik- ur en bægðum frá þeirri óbærilegu hugsun að hann yrði kannski ekki hjá okkur um jólin. Á þessum tíma er erfitt að kveðja afa en hann var mikið jólabarn. Hann var alltaf með á hreinu hvar og hvernig hann vildi hafa jólaljósin og skreytingarnar. Þessi jól voru engin undantekning þrátt fyrir veikindi hans. Í okkar huga koma jólin ekki fyrr en jóla- húsið hans afa er komið á sinn stað í stofunni á Espigrundinni. Fjölskyldan skipaði stærstan sess hjá afa og ömmu og við nutum þess í ríkum mæli. Allt árið var eitthvað í gangi í fjölskyldunni og flest okkar þekkja ekkert annað en áramót hjá ömmu og afa. Mesti spenningurinn hefur falist í að sjá hverslags bombum karlinn lumaði á, þó yfirleitt segðist hann engar ætla að kaupa. Það var náttúrulega bara fyrirsláttur því fáir höfðu eins gaman af sprengingunum á gaml- árskvöld og hann. Afi og amma voru mjög sam- rýnd. Á kvöldin tók afi alltaf einn rúnt um bæinn með ömmu áður en hann setti bílinn inn í bílskúr. Sunnudagskaffi hjá þeim var fastur liður hjá fjölskyldunni og hittist hún þar alla sunnudaga árið um kring. Þá var mikið um að vera enda ekki við öðru að búast þegar 30 manns á ýmsum aldri og með mikla tjáningarþörf eru saman- komnir. Við komum yfirleitt við hjá ömmu og afa á leið í og úr skóla og mestan part sumarleyfisins vorum við hjá þeim. Best var samt þegar við fengum að vera hjá þeim yfir nótt. Þá fékk maður ömmumat sem færustu kokkar gætu aldrei slegið við, súkkulaði og gráfíkjur voru maulaðar frameftir kvöldi og rús- ínan í pylsuendanum var svo nátt- staðurinn; á milli. Við minnumst ótal sumarbústaðaferða,veiðitúra og utanlandsferða þar sem afi lagði aðaláherslu á að snattast með barnabörnunum á milli þess sem hann fékk sér lúr í mjúkri laut með velktan sixpensarann á nefinu. Afi fylgdist vel með og hafði oft afar ákveðnar skoðanir á málefn- um. Og fátt þótti honum skemmti- legra en að standa í heitum rök- ræðum um þau. Hann var sannfærður sósíalisti, þó pólitík hans byggðist lítið á flóknum marx- ískum kenningum en meira á hans eigin hugmyndum um samhjálp og rétt þeirra sem minna mega sín. Afi gat æst sig í umræðum um stjórnmál og fótbolta, en þess utan skipti hann aldrei skapi og hann talaði aldrei illa um nokkurn mann. Afa þótti nefnilega vænt um fólk. Það kom berlega í ljós undir það síðasta hvað afi og amma voru náin. Hann gat ekki séð af henni og ef honum leið illa varð hann að hafa hana hjá sér. Afi og amma hafa alla tíð haldið vel utan um fjölskylduna sína en nú er kominn tími til að við höldum vel utan um ömmu því eng- inn hefur misst meira en hún. Þrátt fyrir að við eigum aldrei framar eiga eftir að finna skegg- broddana rispa kinnarnar eða hlæja að honum hrjótandi hvar sem hann settist niður, þá finnum við öll sterkt fyrir því hversu margar og góðar minningar hann hefur skilið eftir hjá okkur. Hann er farinn en skildi okkur eftir með gott vega- nesti sem enginn getur tekið frá okkur. Við þökkum góðum Guði fyrir hann afa okkar og allar frá- bæru stundirnar sem við áttum með honum. Barnabörn og barnabarnabörn. Hreinlyndi, lífsgleði og ljúf- mennska er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Ársæl. Minningarnar um þétt faðmlagið, glettna augnaráðið og innilegan hláturinn ylja mér um hjartaræturnar og ég veit að ég er ríkari en áður. Auðæfin eru þau að hafa fengið að kynnast einstökum manni sem kenndi okkur hinum svo margt. Hann kenndi okkur hvernig njóta á líðandi stundar og bera virðingu fyrir öðrum. Hann sýndi okkur hvað umburðarlyndi og heið- arleiki er og hvernig allir eiga að mæta skilningi. Aldrei heyrði ég hann segja styggðaryrði um nokk- urn mann og honum reyndist létt að sjá það jákvæða í fari hvers og eins. Heiða og fjölskyldan voru honum allt. Hann umvafði þau ástúð og hlýju og í faðmi þeirra leið honum best. Barnabörnin eiga dýrmætar minningar um yndislegan afa sem alltaf var tilbúinn til að leika og spjalla. Ársæll hafði ríka réttlætiskennd og lífssýn hans einkenndist af sam- úð og sanngirni. Hann kenndi okk- ur að bera umhyggju fyrir þeim sem minna mega sín og mæta þeim af fordómaleysi. Fyrst og fremst sýndi hann okkur þó hvað það er að vera góð manneskja. Nú kveð ég hann með söknuði og kæru þakk- læti fyrir allt og allt. Guðlaug (Gulla). Að kveðja vin við leiðarlok er sárt. Ársæll Valdimarsson var einn af okkar bestu vinum og tengdur okkur fjölskylduböndum. En þó að það sé þungbært að kveðja slíkan samferðamann er hugurinn fullur af þakklæti fyrir langa samleið þar sem aldrei bar skugga á. Ársæll var allt í senn hlýr, stað- fastur og raungóður en einnig hressandi og skemmtilegur í um- gengni. Við eigum minningar um margar liðnar samverustundir með honum og fjölskyldu hans. Fjölskyldan á öll þennan vingjarnlega glettna tón eða lit á lífið og daga þess er renna hjá sem hann var svo ríkur af en er fáum gefinn. Ársæll hafði ódrepandi áhuga á þjóðmálum. Hann var einarður sósíalisti og baráttumaður fyrir fé- lagslegum viðhorfum. Hann var þess vegna alla tíð mikill áhuga- maður um stjórnmál á landsvísu en ekki síður um bæjarmálin. Hann sat í bæjarstjórn á Akranesi til margra ára og lét sig miklu varða um hag Akranessbæjar alla tíð. Hann var hreinn og beinn við alla og sagði hug sinn í hverju máli tæpitungulaust við pólitíska and- stæðinga en líka við samherjana. Að hitta Ársæl var stundum bók- staflega eins og að lenda í þjóð- arsálinni sjálfri í eigin persónu. Þetta gat hann einhvern veginn gert og verið samt vinsæll maður og virtur bæði af samherjum og andstæðingum í stjórnmálum. Þeg- ar ljóst varð hvert stefndi með heilsu Ársæls var það hans heitasta ósk að geta verið heima til loka hjá Heiðu og í faðmi fjölskyldunnar sem annaðist hann á þann fallega hátt að við sem fylgdumst með er- um djúpt snortin. Við kveðjum Ársæl með þakklæti og virðingu. Fjölskyldunni vottum við okkar dýpstu samúð. Guðbjörg og Jóhann. Móðurbróðir minn Ársæll Valdi- marsson er látinn áttatíu og tveggja ára gamall. Ársæll var Akurnesingur í húð og hár, var fæddur þar og bjó þar alla sína ævi. Hann var sonur Valdimars Eyj- ólfssonar skipstjóra og síðar vega- verkstjóra, ættaður af Seltjarnar- nesi, og konu hans Rannveigar Þórðardóttur frá Leirá í Leirár- sveit. Ársæll missir móður sína á fjórða ári og eftir það er hann alinn upp ásamt tveimur eldri systkinum af móðurömmu sinni Guðnýju Stef- ánsdóttur og móðurfólki sínu á Hvítanesi á Akranesi og var oft kenndur við það hús eins og frænd- garðurinn sem þar bjó og ólst upp. Starfsævi Alla eins og hann var ævinlega kallaður snerist að mestu um akstur vöru- og fólksbifreiða og ökukennslu. Hann og kona hans Aðalheiður Oddsdóttir hófu sinn búskap á neðri hæðinni í húsi for- eldra minna á Jaðarsbraut 17. Á þeim tíma vorum við bræður börn. Við tengdumst frænda okkar sterk- um böndum og að öðrum ólöstuðum var hann uppáhalds frændinn enda með afbrigðum barngóður. Þegar ég fór að vaxa úr grasi fylgdist hann alltaf með mér meðan ég bjó ÁRSÆLL OTTÓ VALDIMARSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SR. GUÐMUNDUR ÓSKAR ÓLAFSSON, Fornuströnd 7, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Neskirkju á morgun, þriðjudaginn 30. desember, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili. Ingibjörg Þ. Hannesdóttir, Guðbjörg R. Guðmundsdóttir, Páll Vilhjálmsson, Guðmundur Óskar Pálsson, Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir, Inga Þóra Pálsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, GUNNAR ÞÓR ÍSLEIFSSON Njarðvíkurbraut 25b, Njarðvík, lést 23. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Júlíana Sóley Gunnarsdóttir. Ástkær bróðir okkar, mágur, stjúpfaðir og frændi, LOFTUR GRÉTAR BERGMANN Lindargötu 61, Reykjavík, lést annan dag jóla. Jarðarförin auglýst síðar. Guðlaugur Bergmann og fjölskylda, Ásgeir Theodór Bergmann og fjölskylda, Aðalheiður Óladóttir Helliday og fjölskylda. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma RUTH KAHN-PHILIPP, lést í London 5. nóvember sl. Hennar verður minnst með kærleika. Elías Davíðsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.