Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Beini framhald ... ÉG ÆTLA AÐ FÁ EINN BJÓR ... © DARGAUD © DARGAUD ÉG HEF SETT UPP GEÐVEIKA DAG- SKRÁ FYRIR ÞIG! ... FORELDR- ARNIR ERU EKKI Á STAÐNUM ... PARÍS ER OKKAR! ... HAMINGJAN HJÁLPI MÉR! ÉG HEF Á TILFINN- INGUNNI AÐ ÞESSIR DAGAR MÍNIR MEÐ YÐUR VERÐI EKKI LAUSIR VIÐ ÓVÆNTAR UPPÁKOMUR ... NEI HVAÐ SÉ ÉG! SÖR HARALDUR WILBERFORSE CLIFTON! ... JARÐÁLFUR UNDIRFORINGI!? DETTI MÉR ALLAR DAUÐAR ... HVAÐ ERUÐ ÞÉR AÐ VILJA HÉR?... ALÞJÓÐLEG LÖGREGLURÁÐSTEFNA ... ÉG VAR VALINN TIL AÐ VERA FULLTRÚI OKKAR GÖMLU GÓÐU ALBÍON! ... ÞAÐ LIGGUR VIÐ AÐ ÉG SELJI BRESKA RÍKISBORG- ARARÉTTINN MINN !... HÆSTBJÓÐ- ANDA! OFURSTINN ER MINN ALLRABESTI "VIÐSKIPTAVINUR" Í LONDON! ... SKO TIL MÓRIS NÚ ER TÆKIFÆRI TIL AÐ SÝNA ÞÉR HVERNIG ÉG VINN ... EN ... JÆJA! ... NÚMERAPLATAN EKKI SAMKVÆMT REGLUM! ... STÝRIÐ VINSTRA MEGIN! ... DEKKIN .. JA ..Á MÖRKUNUM! ... SKOÐUNARMIÐINN? ...ENGINN! ... MATTÍAS! GERIÐ SVO VEL, OFURSTI! OG TAKIÐ EFTIR HVAÐ ÉG ER GÓÐUR VIÐ YÐUR Í DAG, ÉG BAÐ EKKI UM SKILRÍKI! ... OG HANN VILL APPELSÍNUSAFA EH ... NEI, HEYRÐU ANNARS HANN VILL FREKAR ANNANASSAFA ... ....MEÐ RÖRI GLUGG! POUUITT! ÞÚ ERT EKKI BÚINN AÐ SJÁ ALLT. ÞAÐ ER EKKI BARA AÐ HANN SÉ FLOTTUR ... HUNDURINN ÞINN ER FRÁBÆR. HANN KEMUR MEÐ ÞÉR Á KNÆPUNA ... HANN DREKKUR ÁVAXTASAFAN SINN ... Í GLASI, EINS OG ALLIR AÐRIR. VEL AF SÉR VIKIÐ! ... HELDUR BORGAR HANN LÍKA! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÝLEGA var sagt frá því í Morg- unblaðinu að fyrir Alþingi hefðu verið lagðar tillögur um breytingar á umferðarlögum. Í tillögum þessum eru m.a. settar fram reglur um auk- ið öryggi barna í bílum. Þar er lagt til að börn sem eru lægri en 150 sm sitji ekki í framsæti bíls sem er með öryggispúða fyrir framan framsæt- ið. Þess misskilnings hefur gætt bæði í lesendabréfi og hjá Víkverja Morgunblaðsins að átt sé við alla sem eru 150 sm á hæð. Það er ekki rétt þar sem hér er fyrst og fremst átt við börn en ekki lágvaxið fullþroska fólk. Það er einnig hægt að hafa annað viðmið, t.d. 12 ára aldur og/eða 150 sm á hæð eins og gert er í sumum ríkjum Bandaríkjanna. Í Evrópustaðlinum er hins vegar eingöngu miðað við hæð. Líkamsbygging barns er öðruvísi en hjá fullorðnum, ekki aðeins með tilliti til stærðar heldur eru öll hlut- föll önnur. Því yngra sem barnið er þeim mun stærra er höfuð þess sem hlutfall af líkamanum. Beinagrindin er einnig óþroskuð og getur ekki eins vel dreift þeim kröftum sem myndast við utanaðkomandi högg. Þess vegna þola börn ekki að fá á sig höggið sem öryggispúðinn veitir þegar hann blæs upp og skellur á nokkrum sekúndum á þeim sem sit- ur fyrir framan hann. Þess misskiln- ings virðist einnig gæta að börn og fullorðnir geti kafnað af völdum ör- yggispúðans. Þetta er ekki rétt. Ör- yggispúðinn blæs upp við árekstur framan á bíl sem ekur að lágmarki á 30 km hraða, síðan tæmist púðinn á nokkrum sekúndum. Hættan sem börnum stafar af öryggispúðanum felst í högginu sem hann veitir en ekki í köfnun. Vissulega hefur fólk skrámast og hruflast af völdum ör- yggispúðans og fólk með gleraugu hefur orðið fyrir áverkum en það eru í flestum tilvikum lítil meiðsli í samanburði við það sem hefði getað orðið ef öryggispúðinn hefði ekki varið viðkomandi. Einnig ber að hafa í huga að öryggispúðinn getur skaðað fólk ef það notar ekki bílbelti vegna þess að kerfið er hannað til þess að virka með bílbeltinu. Í rannsókn Árvekni, Slysavarna- félagsins Landsbjargar og Umferð- arstofu árið 2003 kom fram að 29 börn yngri en 6 ára (af 1995 börn- um) sátu í framsæti bíls með örygg- ispúða fyrir framan sætið. Þessi börn voru öll í lífshættu. MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR, fræðslufulltrúi Umferðarstofu. Að gefnu tilefni Frá Margréti Sæmundsdóttur: EINN virtasti lögmaður landsins, Ragnar Aðalsteinsson, hefur komið því á framfæri við íslensku þjóðina, að hérlendis hafi grafið um sig ótti meðal almennings, sem lýsi sér með- al annars í því, að fólk þori ekki leng- ur að leita réttar síns, gagnvart hinu opinbera. Þetta þarf engum að koma á óvart. En Ragnar gleymdi alveg hinni hlið málsins. Og hún er sú, að sá ótti sem um ræðir, hann ríkir síð- ur en svo eingöngu meðal almenn- ings. Ragnar er í þeirri stöðu, að hann þarf ekki að leita á náðir ís- lenskra lögmanna, ef hann þarf að fara í mál við hið opinbera. Það er nefnilega þannig, að ef almenningur hérlendis þarf að fá sér lögfræðing, þá hafa afar fáir íslenskir lögmenn áhuga á því að taka að sér mál, sem beinast gegn hinu opinbera. Hvers vegna? Jú, einfaldlega vegna þess, að sá ótti sem Ragnar talar um að ríki meðal almennings, ríkir einnig innan hinnar íslensku lögfræðinga- stéttar. Ef sá sem hyggst leita réttar síns hér á landi, á ekki seðla, eða háttsetta vini innan kerfisins, þá get- ur sá hinn sami gleymt því, að finna einhvern lögmann. Þeir eru annað- hvort allir allt of uppteknir af því að græða peninga, hræddir um að hrapa niður metorðastigann sem þeir eru að klifra upp, innan kerf- isins, eða þá að viðskiptavinurinn til- heyrir ekki réttum flokki. Þú getur lesið bókina Skýrsla um Samfélag, eftir fyrrverandi starfsbróður þinn, hann Tómas Gunnarsson, Ragnar. Hann hlýtur að vita um hvað hlut- irnir snúast hér. Eða hvað? ÓSKAR ÞÓR ÓSKARSSON, Nesgötu 13, 740 Neskaupstað. Land lögfræð- inganna – Ísland Frá Óskari Þór Óskarssyni á Norðfirði:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.