Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNGIR jafnaðarmenn (UJ), ung- liðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa sent frá sér tvær fréttatilkynn- ingar varðandi málefni SPRON. UJ biðja embættis- og stjórnmálamenn í röðum stofnfjáreigenda í SPRON að afsala sér og skila öllum hugs- anlegum gróða af sölu SPRON um- fram eðlilega vexti og verðbætur. Jafnframt óska ungir jafnaðarmenn eftir að fá aðgang að lista yfir stofn- fjáreigendur í SPRON. Í fréttatilkynningu UJ segir: „Það er hvorki í samræmi við lög né ríkjandi siðferði á Íslandi að fólk hagnist á því persónulega að gegna opinberum embættum. Fólk sem trúað er fyrir slíkum hlutverkum gegnir þeim sem fulltrúar almenn- ings og allur gróði eða annar ávinn- ingur sem því áskotnast vegna þess- ara hlutverka skal skilast aftur í sameiginlega sjóði fólksins í landinu. Komið hefur fram að í röðum þeirra sem vegna stöðu sinnar hefur verið boðið að gerast stofnfjáreig- endur í SPRON eru m.a. fyrrver- andi borgarstjórar í Reykjavík, borgarfulltrúar, alþingismenn og ýmsir embættismenn. Afar mikil- vægt er að það fólk sem gegnt hefur þessum embættum geri nú hreint fyrir dyrum sínum og skýri hvernig því gafst kostur á að kaupa stofn- fjárhluti í SPRON á nafnverði þegar allur almenningur átti þess ekki kost. Taka skal fram að hluti stofnfjár- eigenda hefur eignast hluti í Spari- sjóðnum vegna persónulegs fram- lags til hans s.s. vegna sölu á fyrirtækjum til hans, starfa fyrir hann eða annars slíks. Við þessu amast Ungir jafnaðarmenn ekki sér- staklega en fagna því að rekstrar- formi Sparisjóðsins verði nú breytt. Ungt fólk í Samfylkingunni treystir því að okkar ágætu kjörnu fulltrúar, sem þáðu boð stjórnar SPRON um að kaupa stofnfé á nafn- verði, sjái að sér nú þegar ljóst er að hægt verður að selja þessi hluti á margföldu kaupverði. Það ætti að vera öllum morgunljóst að þeir geta með engu móti selt hluti sína á genginu 5,5 og ætlast til að geta stungið mismuninum í vasann. Slíkt væri andstætt almennu siðferði og því opna og gagnsæja samfélagi sem samstaða hefur verið um að skapa á Íslandi. Einnig er mikilvægt að þeir skýri hvernig þeim datt í hug að þiggja slíkt boð í upphafi, enda hljóti þeim að hafa verið ljóst að það væri lagt fram vegna stöðu þeirra í þjónustu við almenning.“ Óskað eftir lista yfir stofnfjáreigendur Í tilkynningu frá í gær óska ungir jafnaðarmenn eftir því að fá aðgang að lista yfir stofnfjáreigendur í SPRON. Í tilkynningu frá UJ segir: „Ungt fólk í Samfylkingunni hefur áhuga á að komast að því hvaða stjórnmálamenn eru á þeim lista. Hyggjast ungir jafnaðarmenn því næst spyrja stjórnmálamennina hvernig þeir hafi komist yfir stofn- féð og hvort þeim finnist verjandi siðferðislega að hagnast á sölu þess. Ungir jafnaðarmenn óska eftir að fá aðgang að listanum strax á mánu- dag enda er afar brýnt að viðskipti þungavigtarfólks í íslenskri pólitík með stofnfé í SPRON séu dregin fram í dagsljósið. Best væri þó ef stjórnmála- og embættismenn með- al stofnfjáreigendanna kæmu sjálfir fram og skýrðu frá málinu.“ Ungir jafnaðarmenn álykta um málefni SPRON Vilja fá nöfn stofnfjáreigenda Fólk í opinberum embættum afsali sér gróða af sölu SPRON gekk fram fyrir Dyrhólaey og síð- an upp á eyna og fram að vita. Dyrhólaey er einn af þessum stöð- um á landinu sem eru fallegir á hvaða árstíma sem er og nutu menn þar veðurblíðu og útiveru. Á myndinni eru Einar Hjörleifur Ólafsson, Hugborg Hjörleifsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir á vesturbrún Dyrhólaeyjar á jóladag og suður- ströndin í fjarska. JÓLADAGUR var mjög fallegur í Mýrdalnum, yfir jörðinni var lag af fallegum jólasnjó og logn og stillt veður var úti. Því var upp- lagt að fá sér gönguferð eftir all- an jólamatinn. Hópur Mýrdælinga Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Jólaganga á Dyrhólaey Mýrdalur. Morgunblaðið. ÓLAFUR Jensson, fyrrum bæjarverk- fræðingur Kópavogs- bæjar og fyrrverandi yfirverkfræðingur Landsvirkjunar, lést á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi 24. desem- ber sl., 81 árs að aldri. Ólafur fæddist 17. ágúst 1922 á Bolungar- vík, sonur Jens E. Níelssonar barnakenn- ara og Elínar Guð- mundsdóttur. Hann kvæntist Margréti Ólafsdóttur, f. 19. októ- ber 1920, hinn 29. maí 1948. Þau eignuðust tvö börn, Björgu og Ara. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943, fyrri hluta verkfræðiprófs frá Há- skóla Íslands 1945 og lokaprófi í byggingarverkfræði í Danmörku ár- ið 1948. Ólafur var verkfræðingur hjá Al- menna byggingarfélaginu 1948–51 og fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1951–54. Árið 1954 stofnaði hann ásamt öðrum Verkleg- ar framkvæmdir hf. og var hann framkvæmda- stjóri þar til 1964. Ólaf- ur var bæjarverkfræð- ingur í Kópavogi 1964–71, rak eigin verk- fræðistofu 1972–75 og var verkfræðingur hjá Rafmagnsveitum ríkis- ins, og síðar Lands- virkjun, frá 1975–82. Ólafur starfaði lengi með samtökum fram- sóknarmanna í Reykja- vík, Kópavogi og Reykjaneskjördæmi, og starfaði í miðstjórn flokksins. Hann var bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Kópavogs 1962–70 og for- seti bæjarstjórnar 1962–63. Ólafur yfirgaf Framsóknarflokkinn ásamt „Möðruvellingunum“ svokölluðu og gekk í Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1974. Ólafur var formaður Lionsklúbbs Kópavogs 1960–61 og var í umdæm- isstjórn 1962–63 og var í fulltrúaráði Samvinnutrygginga frá 1964. ÓLAFUR JENSSON Andlát ÞORSTEINN Gísla- son, málarameistari og fyrrverandi kaupmað- ur, lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 25. desember sl., 90 ára að aldri. Þorsteinn fæddist í Reykjavík 1. október 1913, sonur hjónanna Gísla Þorsteinssonar skipstjóra og Steinunn- ar Pétursdóttur. Þor- steinn kvæntist Elínu Sigurðardóttur árið 1942 og eignuðust þau þrjár dætur, og átti hann eina dóttur af fyrra hjónabandi. Þorsteinn lauk málarameistara- prófi árið 1933, og hélt svo til Dan- merkur og sérhæfði sig í húsgagna- lökkun. Eftir að hann kom heim opnaði hann húsgagnaverkstæði og verslun á Vesturgötunni. Einnig vann hann sem málarameistari á Keflavík- urflugvelli. Síðar opnaði hann verslunina Mál- arameistarann og hóf innflutning á málningu. Hann lét af störfum fyr- ir þremur árum. Þorsteinn hóf að æfa hnefaleika tíu ára gam- all og varð Íslands- meistari aðeins fjórtán ára. Hann var oft kall- aður Steini box. Þegar hann var við nám í Dan- mörku öðlaðist hann kennsluréttindi í grein- inni og árið 1935 stofn- aði hann Hnefaleika- skóla Þorsteins Gíslasonar í ÍR-húsinu, og starfrækti hann þang- að til hnefaleikar voru bannaðir hér á landi. Einnig þjálfaði hann á þessum árum háskólastúdenta, menntaskóla- nema, marga alþingismenn og ráð- herra og gaf út bók um hnefaleika ár- ið 1948. ÞORSTEINN GÍSLASON FORSTJÓRI Tryggingastofnunar (TR) hefur nú svarað bréfi Félags eldri borgara (FEB) og telur hann stofnunina ekki geta orðið við er- indi FEB þar sem stofnunin fari ekki með lagasetningarvald. Í erindi eldri borgara var bent á að samkvæmt dómi Hæstaréttar sé ljóst að skerðing á bótum vegna tekna maka standist ekki ákvæði stjórnarskrár þegar kemur að ör- yrkjum, og segja þeir að sama eigi að gilda um aldraða. Einnig var í bréfinu skorað á TR að hlutast til um leiðréttingu vegna skerðingar- reglna fyrir greiðslu tekjutrygging- ar ellilífeyrisþega árin 1999 og 2000. Afrit af bréfi FEB til forstjóra TR var sent til heilbrigðisráðherra, en engin svör hafa enn borist frá ráðherra. Stjórn FEB sendi honum því bréfið formlega 21. nóvember sl. Þar skorar stjórnin á hann að hlutast til um leiðréttinguna, eftir atvikum með lagafrumvarpi á Al- þingi. Enn hefur ekkert svar borist við því bréfi. TR verður ekki við erindi Félags eldri borgara Ráðherra hefur ekki svarað bréfi FEB Forstjóri TR svarar eldri borgurum ÞAÐ hefur margborgað sig fyr- ir Alcan í Straumsvík að flytja inn svokallað umbræðsluál, breyta því í verðmætari afurð og selja aftur úr landi. Fram kom í Morgunblaðinu á laugar- dag að þessi innflutningur hefði verið 14 þúsund tonn á árinu, um 40% meira en reiknað var með í upphafi ársins. Að sögn Hrannars Péturs- sonar, upplýsingafulltrúa Alc- an, er þessari tegund áls breytt í barra, eða völsunarbarra, sem er meginafurð álversins af um 200 vörutegundum. „Við erum að fá miklu betra verð fyrir þessa afurð en það sem kostar að flytja hráefnið inn,“ segir Hrannar. Borgar sig að flytja inn um- bræðsluál OLÍUSKIPIÐ Keilir, sem er í eigu Olíudreifingar, siglir eftir áramót undir færeysku flaggi. Í tilkynningu frá Olíudreifingu segir að þetta hafi í för með sér fjárhagslegan ávinn- ing fyrir útgerðina. Helmingur áhafnarinnar verður skipaður átta til tíu íslenskum sjómönnum á hér- lendum kjarasamningum, sem munu skipta með sér fjórum til fimm stöðum um borð. Olíudreifing segir fjárhagslegan ávinning vera tvískiptan. Annars vegar með endurgreiðslu tekju- skatts áhafnar til útgerðarinnar og hins vegar að útgerðin sé ekki bundin af þjóðerni skipverja. Rekstrarumhverfið sem Færeying- ar hafi skapað útgerðum kaupskipa, sem sigla undir færeyskum fána, hafi leitt til þess að nú séu 17 kaup- skip skráð þar í landi. Alþjóðlegt umhverfi Um 40% af starfstíma Keilis fer í strandflutninga við Ísland, að öðru leyti er skipið í verkefnum erlendis og í flutningi milli landa. Segir Olíu- dreifing skipið því starfa í alþjóð- legu umhverfi þar sem útgerðir í nær öllum löndum Evrópusam- bandsins njóti skattaívilnana í sínu skráningarlandi og sveigjanleika um samsetningu áhafna sinna skipa. „Útgerð Keilis lýtur sömu lög- málum og þeir sem á þessum mark- aði starfa og þarf því á sama rekstrarumhverfi að halda. Olíu- dreifingu er því nauðugur einn sá kostur að færa útgerð Keilis úr landi ef mögulegt á að vera fyrir ís- lenska eigendur að halda rekstri skipsins áfram,“ segir ennfremur í tilkynningu Olíudreifingar. Íslenskt olíuskip verð- ur skráð í Færeyjum ELDUR kviknaði í sjónvarpstæki í húsi á Sauðárkróki um kl. 20 á laug- ardagskvöld. Enginn var heima þeg- ar eldurinn kviknaði, en miklar skemmdir urðu á húsi og innbúi. Húsráðandi varð var við eldinn þegar hann kom heim og kallaði til slökkvilið. Ekki var mikill eldur, en íbúðin var full af reyk og mikið tjón af hans völdum. Kviknaði í sjónvarpi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.