Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 17 Hulduhlíð - 2ja herb. Rúmgóð 66 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli með sérinngangi. Stórt svefnherbergi, baðherbergi m/kari, sérþvottahús, geymsla sem nú er notuð sem svefnherbergi, ágæt stofa og eldhús með borðkrók og fallegri innréttingu. Góð staðsetning, stutt í skóla og leikskóla. Íbúðin er í leigu og af- hendist í maí 2004. Verð kr. 10,5 m. Íbúð í Álafosskvos 108 fm 3ja her- bergja íbúð, ásamt 107 fm kjallara, í Álafosskvos- inni. Íbúðin skiptist í forstofu, borðstofu, hjóna- herbergi, eldhús, stofu, baðherbergi og barnaher- bergi. Kjallari er í löku ástandi og þarfnast endur- bóta. Íbúðin stendur á fallegum stað, rétt við Varmána. Þetta er sérstök eign með mikla mögu- leika. Verð kr. 13,9 m  Dalatangi - einbýli m/aukaíb. 361 fm einbýlishús á 2 hæðum ásamt 52,5 fm bíl- skúr, með möguleika á aukaíbúð. Aðalhæðin er 155 fm auk bílskúrs og skiptist í eldhús, stofu, sjónvarpshol, 4-5 svefnherb., baðherb., gestasal- erni og þvottahús. Kjallarinn er 207 fm með sér- inngangi og 4 herbergjum, baðherbergi m/sturtu, stofu og stórri geymslu. Steypt bílaplan og ver- önd með heitum potti. Verð kr. 33,5 m. Fálkahöfði - parhús m/bílskúr Sérlega glæsilegt 160 fm parhús á einni hæð með bílskúr á fallegum stað. 3 góð svefnherbergi, bað- herbergi, flísalagt í hólf gólf, eldhús með glæsi- legri kirsuberjainnréttingu, stór stofa með arni, sólstofa og gestasalerni m/sturtu, þvottahús og 30 fm innbyggður bílskúr. Rauð eik og flísar á gólfum og innfelld halogenljós í loftum. Falleg eign á vinsælum stað. Verð kr. 24,5 m. Grenibyggð - parhús m/bílsk. Erum með 140,4 fm parhús á einni hæð með bíl- skúr innst í botnlanga í gróinni götu í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í 2 góð svefnherbergi, vinnuher- bergi, flísalagt baðherbergi m/baðkari og sturtu, eldhús m/góðum borðkrók og stóra og bjarta stofu/sólstofu. Rúmg. bílskúr og hellulagt bílaplan m/snjóbræðslu. Verð kr. 18,5 m. Hlíðarás - einbýli/tvíbýli Stórt og mikið 407 fm einbýlishús á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. Fallegt einbýli í botnlanga við óbyggt svæði með gríðarmiklu útsýni yfir Mos- fellsbæ. Hugmyndir eru um að skipta húsinu í tvær 150 fm íbúðir auk 44 fm bílskúrs og kjallara undir bílskúr. Verð 29,5 m. - Áhv. 16,0 m. Jörfagrund - endaraðhús 145 fm endaraðhús ásamt 31 fm innbyggðum bílskúr á stórri hornlóð með miklu útsýni á Kjalarnesi. Í íbúðinni eru 3 mjög stór svefnherbergi, baðher- bergi m/kari, sérþvottahús, stór og björt stofa og gott eldhús með borðkrók. Stór og mikil lóð er af- girt með góðri girðingu, timburverönd er við stofu og eldhús. Verð kr. 16,9 m.- Áhv. 8,5 m. í húsbr. Súluhöfði - efri hæð í 2býli Er- um með 181,7 fm íbúð á 2 hæðum í tvíbýlishúsi ásamt 41 fm bílskúr innst í botnlanga við golfvöll- inn í Mosfellsbæ. Á aðalhæð er gert ráð fyrir stofu, eldhúsi, borðstofu, 2 svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu og á neðri hæð eru tvö svefnherbergi og sjónvarpshol. Hús- ið er í byggingu í dag, tæplega tilbúið til innrétt- inga og selst í því ástandi. Verð kr. 21,9 m. Nýjar íbúðir fyrir 50 ára og eldri Erum með í sölu 4 hæða lyftuhús með 20 íbúðum fyrir 50 ára og eldri í Klapparhlíð í Mosfellsbæ. Sérinngangur er í hverja íbúð af svalagangi með glerskermun. Innangengt er í bílageymslu með 16 bílastæðum. Húsið er einangrað að utan og klætt með bárumálmklæðningu og harðvið. 2ja her- bergja íbúðir 90 fm, verð frá kr. 13,3 m. 3ja her- bergja íbúðir 107-120 fm, verð frá kr. 15,4 m. Íbúðirnar verða afhentar í september 2004. Skeljatangi - 4ra herb. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 4ra her- bergja, 94 fm Permaform-íbúð á 2. hæð í litlu fjórbýli við Skeljatanga. Flís- ar á stofu, eldhúsi, baðherbergi, þvottahúsi og forstofu, en eikarplast- parket á hjónaherbergi og 2 barnaher- bergjum. Frábær staðsetning, stutt í skóla og leikskóla. Íbúðin getur verið til afhendingar mjög fljótlega. Verð kr. 14,2 m. Markholt - 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 81 fm 3ja herbergja íbúð í eldra fjórbýlishúsi við Markholt í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í tvö góð svefnherbergi, stofu, eldhús með fallegri U-laga viðarinnrétt., flísa- lagt baðherbergi m/sturtu og rúmgott þvottahús og geymslu. Þetta er rúm- góð og björt íbúð á góðu verði. Verð kr. 10,8 m - áhv. 8,3 m. Flugumýri - atvinnuhúsnæði Erum með í sölu snyrtilegt iðnaðarhús- næði við Flugumýri í Mosfellsbæ. Hús- ið er samtals 545 fm, þar af 301 fm vinnslusalur með 5-7 m lofthæð, 3 inn- keyrsludyr, (4 m x 4,5 m). Mögulegt er að stækka vinnslusalinn um ca 300 fm. Samtengt vinnslusalnum er 244 fm skrifstofu- og starfsmannabygging á 2 hæð- um. Mjög gott útipláss er við húsið. Húsið afhendist tilbúið að utan, vinnslusalur er fullbúinn en skrifstofuálma er tilbúin undir tréverk. Verð kr. 33.400.000. Tígulsteinn - einbýli *NÝTT Á SKRÁ* 181 fm einbýlishús með tvöföldum bílskúr við jaðar byggðar rétt við Reyki í Mosfellsbæ. Húsið er 131 fm á einni hæð með 4 svefnherbergjum, góðri stofu og opnu eldhúsi. 50 fm bílskúr við hlið íbúðar- húss, sem eftir er að fullklára. Húsið stendur á 1.000 fm eignarlóð rétt við bakka Varmár. Verð kr. 19,8 m. - áhv. 6,3 m. Við hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar viljum óska þér og fjölskyldu þinni farsældar á komandi ári, um leið og við þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Hildur, Einar Páll og Lína ÁRIÐ 1982 kom út Rangvellingabók. Tveggja binda rit í samantekt Valgeirs Sigurðssonar í Þingmúla. Þótti það verk afar vel unnið. Í fram- haldi af því tók Valgeir að sér að efna til jarða- lýsinga og ábúendatals fyrir fleiri svæði í Rang- árvallasýslu. Vann hann að því í níu ár ásamt öðrum störfum, þar til hann féll frá árið 1994. Þá hafði hann safnað geysimiklum gögnum, en ekki voru þau tilbúin til útgáfu. Þá tók Ragnar Böðv- arsson upp merki hins fallna foringja ásamt að- stoðarmönnum sínum. Undir ritstjórn hans kom út árið 1999 mikið og gott rit um jarðir og bú- endur í Austur-Landeyjum, Landeyingabók. Síðan hefur verið haldið ötullega áfram og nú er nýútkomið ritið Landmannabók um Land- sveitina. Hún er ámóta stór og sú fyrri og með sama sniði. Frávikin eru helst þau, að á eftir Inngangi ritstjórans, þar sem gerð er glögg grein fyrir tilhögun verksins, kemur alllöng rit- gerð, Ágrip af sögu Landsveitar eftir Ófeig pró- fast Vigfússon. Sú ritgerð birtist upphaflega í Óðni árið 1934 og var tileinkuð Eyjólfi Guð- mundssyni í Hvammi á 50 ára oddvitaafmæli hans. Það er mætavel skrifuð ritgerð eins og vænta mátti. Að því búnu hefst aðalefni bókar, jarðir og ábúendur þeirra. Eru bújarðirnar tilgreindar í stafrófsröð og telst mér til að þær nálgist sjö tugi. Eru það allar jarðir, höfuðból, kot og hjá- leigur, sem einhvern tíma hefur verið búið á. Ekki er nema hluti þeirra í byggð nú. Getið er jarðarstærðar, landamerkja, eignarhalds o.fl. og ábúendur eru tilnefndir svo langt aftur sem heimildir hrökkva til. Gerð er grein fyrir bú- setutíma hvers ábúanda, þeir eru rækilega ætt- færðir og greint er frá börnum þeirra. Allt virð- ist þetta vera unnið af hinni mestu vandvirkni og ártöl dyggilega tilgreind. Mikill fjöldi mynda er í ritinu, bæði nýjar og gamlar. Aftan við jarða- og búendatal eru kaflar svo sem kaflinn Um einstakar ættfærslur. Eru það einkum leiðréttingar við villur í öðrum ritum. Þá er forvitnilegur kafli um bæjanöfn í Land- sveit. Aðallega eru það skýringar á nöfnum, sem vandskýrð þykja. Þann kafla hefur Svavar Sigmundsson, forstöðumaður Örnefnastofnun- ar, samið. Þá eru birt þrjú Ljóð úr Landsveit. Skrá er yfir hreppsnefndir í Landmannahreppi 1874–1993. Nokkur rithandarsýnishorn eru birt. Skrá er yfir heimavarnarlið Levetzovs frá 1788. Mannfjöldatafla í Landmannahreppi, 1703–1990 er hér saman tekin af Þorgilsi Jón- assyni. Svipmyndir úr Landsveit eru á nokkr- um blaðsíðum. Þá er heimildaskrá og loks nafnaskrá. Hún er gríðarlöng. Telst mér til að þar séu taldir ekki færri en talsvert á tíunda þúsund einstaklingar. Sýnir það vel umfang þessarar bókar. Þeir sem ekki þekkja til vinnu af því tagi, sem liggur að baki bók sem þessari, gera sér varla grein fyrir um hversu óhemjumikið starf er að ræða. Oft getur verið löng leit að einu nafni eða ártali. Því eiga þeir sannarlega hrós skilið, sem eiga til þá elju og þolinmæði sem bók eins og þessi útheimtir. Sé sú vinna samviskusamlega af hendi leyst, eins og mér virðist hér vera raun á, er um ómetanlega heimildasöfnun að ræða. Bók þessi er myndarlega og vel útgefin og sómir sér vel við hlið hinna fyrri. Búendur í Landsveit BÆKUR Ábúendatal Valgeir Sigurðsson tók saman. Viðbætur unnu: Ragnar Böðvarsson, Þorgils Jónasson og Ingólfur Sigurðsson. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Útgef.: Rangárþing ytra, Hellu, 2003, 516 bls. LANDMANNABÓK. LANDSVEIT Sigurjón Björnsson ÞRJÚ ár eru liðin síðan síðasta bindi af Skag- firskum æviskrám kom út. Það sem nú birtist er fimmta bókin fyrir tímabilið 1910–1950. Áður höfðu komið út fjögur bindi fyrir tímabilið 1890– 1910 og sjö bindi fyrir 1850–1890. Er þetta því sextánda bindi Skagfirskra æviskráa. Að þessu sinni eru 95 æviþættir í bók. Áður höfðu komið 423 æviþættir fyrir þetta tímabil. Þarna eru því samankomnir á sjötta hundrað æviþættir Skagfirðinga, sem héldu heimili á um- ræddu tímabili. Höfundar þáttanna 95 eru alls 21, en mikinn meirihluta hafa þrír menn samið, Gísli Víðir Björnsson, Hjalti Pálsson og Árni Gunnarsson. Þeir eiga samtals sjötíu þætti. Skagfirskar æviskrár eru sérstæðar að því leyti að þær eru í rauninni stuttar ævisögur við- komandi einstaklinga. Fyrir utan venjulegar ættfræðiupplýsingar er æviferillinn rakinn og persónunni yfirleitt lýst. Ýmis sérstök atvik eru tilgreind, vísur eru gjarnan látnar fljóta með, smásögur sagðar og sagt frá óvenjulegum til- svörum og viðbrögðum, ef svo ber undir. Þegar til þess er litið að hér ræðir um fólk, sem stofnað hafði heimili árið 1910 – það elsta – og það sem nýstofnað hafði heimili árið 1950 – það yngsta – er sjáanlegt að þessar æviskrár spanna meginhluta síðustu aldar, þó að aðal- þunginn hvíli á fyrri hluta hennar. Á sjötta hundrað æviþættir (og einstaklingarnir eru mun fleiri, því að flestir hafa átt maka) úr einu héraði er ekki lítið safn og því áreiðanlega réttmætt að líta á það sem traustan þverskurð mannlífs á þessum slóðum. Og hvað segir þá þessi þver- skurður okkur? Hann segir okkur vissulega margt. Hér mætum við mikilli fátækt alþýðu manna, miklu striti, miklum barnafjölda, mikl- um barnadauða og margra fullorðinna varð æv- in stutt. Fyrri hluti aldarinnar var tími „hvíta dauðans“. Hér er órækur vitnsisburður um þau miklu skörð, sem hann hjó í fylkingar mannlífs. Þetta var líka tími lungnabólgunnar, sem lagði marga hrausta menn að velli langt fyrir aldur fram. Ég hygg að vart verði fundin traustari saga kynslóðanna sem voru fullvaxta á fyrri helmingi tuttugustu aldarinnar en sú sem hér er skráð milli spjalda. Skagfirskar æviskrár eru vandað rit. Þeir sem þættina skrifa eru yfirleitt vel ritfærir, sumir ágætlega. Lesturinn verður því auðveldur og á köflum skemmtilegur, því að þrátt fyrir margan mótbyr hefur sitthvað skemmtilegt gerst í Skagafirði. Æviskrárnar eru því fjarri því að vera eingöngu uppflettirit, þó að auðvitað sé safnið allt kjörið til slíks brúks. Ég fæ ekki betur séð en hér sé vel að verki staðið líkt og í fyrri bókum. Þættirnir fylgja ákveðnu skipulagi. Tilvísanir eru í önnur bindi safnsins og um skyldleika einstaklinga innan bókarinnar. Heimildaskrá og skrá yfir rit þar sem meiri vitneskju er að fá er í lok hvers þátt- ar. Í bókarlok er skrá um helstu heimildir, bæði prentuð rit, óprentuð rit og heimildamenn. Þá er að lokum mannanafnaskrá. Skagfirðingar á liðinni öld BÆKUR Æviþættir Tímabilið 1910–1950, V. bindi. Umsjón og ritstjórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki, 2003, 319 bls. SKAGFIRSKAR ÆVISKRÁR Sigurjón Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.