Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 37
Hörkustuð á diskó- kvöldi Margeirs Morgunblaðið/Eggert Sammi í Jagúar söng með sveit sinni af mikilli innlifun og stíl. ÞAÐ var gríðargóð stemmning á árvissu diskókvöldi plötusnúðsins Margeirs Ingólfssonar, sem þekktur er fyrir skopskyn sitt og líflega framkomu. Diskó- kvöldið, sem hefur verið árviss viðburður á öðru kvöldi jóla undanfarin ár, var nú haldið á skemmtistaðnum Kapital, sem hefur skipað sér sess sem eitt helsta diskótek borgarinnar þegar kemur að „house-“ og diskótónlist. Margir góðir gestir litu við og fluttu tónlist með Margeiri, sem er með en- demum vinamargur maður og naut góðs af því. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 37 KRINGLAN Sýnd kl. 4.40, 7.15, 9 og 11.05 Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Vinsælasta myndin á Íslandi 3 vikur í röð! AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10.10. Enskt. tal. KEFLAVÍK Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ Kalli Kanína og félagar eru mættir í splunkunýju bráðfyndnu ævintýri. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! „Jólamyndin 2003“ KRINGLAN Sýnd kl. 1, 3, 5 og 7. Ísl. tal.  Kvikmyndir.com  Roger Ebert ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 4, 8 og 12 á miðnætti. KEFLAVÍK Kl. 4, 8 og 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl. tal KEFLAVÍK Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Veistu hvað gerðist í húsi þínu, áður en þú fluttir inn ?? ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. „Snilld! Frábær!“ Peter Jackson, leikstjóri Lord of the Rings KRINGLAN Sýnd kl. 9.30 og 11.30. B.i. 16 ára. KEISARAKLÚBBURINN Frábær mynd með Óskarsverðlaunahafanum Kevin Kline en hann fer hreinlega á kostum í myndinni. MYNDIN HEFUR FENGIÐ FRÁBÆRA DÓMA. „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.45, 3.50 og 5.55. Ísl. tal. Sýnd kl. 1. 45, 3.50, 5.55, 8, 10.10. Enskt. tal. LEIKRITIÐ Jón Gabríel Borkmann eftir Henrik Ibsen var frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu annan í jólum við mikinn fögnuð leikhúsgesta. Leikritið fjallar um mann sem fórnar öllu til að ná met- orðum í samfélaginu. Henrik Ibsen spáði mikið í hvað „mikilmennum“ leyfist og hvort leyfilegt sé að traðka á öllum í nafni velgengninnar. Leikstjóranum Kjartani Ragnarssyni var vel fagnað við lok sýningarinnar og ekki síður leikurum sýningarinnar, þeim Arnari Jónssyni, sem fer með titil- hlutverkið, Önnu Kristínu Arngríms- dóttur, Ragnheiði Steindórsdóttur, Sig- urði Skúlasyni, Elvu Ósk Ólafsdóttur, Rúnari Frey Gíslasyni, Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur og Eddu Arnljótsdóttur. Arnar Jónsson fagnar fjörutíu ára leikafmæli um þessar mundir. Hann seg- ir Ibsen vera afar krefjandi höfund og menn þurfi að taka á öllu sem þeir eigi þegar ráðist er í Ibsen. Ekki var þó ann- að að sjá en að Arnar tæki hlutverkið liprum og óþvinguðum tökum, enda er það merki góðra listamanna að láta erf- iða hluti líta út fyrir að vera auðvelda. Jón Gabríel Borkmann frumsýndur í Þjóðleikhúsinu Hvað leyfist mikilmennum? Morgunblaðið/Eggert Áhorfendur fögnuðu leikhópnum ákaft og sérstaklega Arnari Jónssyni sem stóð í þungamiðju verksins. Morgunblaðið/Eggert Fjölskylda Arnars fagnaði honum innilega eftir sýningu. Frá vinstri tal- ið: Oddný Arnarsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Geir Sveinsson, Arnar Jónsson, Jón Magnús Arnarsson og Sólveig Arnarsdóttir SVIÐS- og kvikmyndaleikarinn Alan Bates er látinn, sextíu og níu ára að aldri. Hann hafði glímt við krabba- mein um langa hríð. Ferill Bates spannaði sex áratugi og var hann sleg- inn til riddara fyrr á þessu ári. Hann var hluti af nýrri kynslóð breskra leikara eftir seinna stríð sem þóttu nokkru grófari en forverar þeirra. Frægðarsól Bates hófst á loft þegar hann lék í leikriti Johns Osbornes „Líttu reiður um öxl“ árið 1956. Bates lék einnig í mörgum sígildum leik- ritum. Á kvikmyndatjaldinu lék hann meðal annars í myndunum Zorba the Greek og Women in Love, þar sem sjá má fræga senu þar sem Bates glímdi nakinn við Oliver Reed. Af nýrri myndum Bates má nefna bún- ingadrama Roberts Altmans Gosford Park og The statement, þar sem Michael Caine fer með aðalhlutverkið. Leikarinn Alan Bates allur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.