Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVÖ írösk börn og bandarískur her- maður biðu bana í sprengjuárás á götu í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærmorgun. Þá féll bandarískur hermaður í sprengjuárás nálægt íraska bænum Fallujah. Fimm bandarískir hermenn, íraskur túlkur þeirra og átta liðs- menn íraskrar öryggissveitar særð- ust í sprengjuárásinni í Bagdad. Hún var gerð í Karrada-hverfi, en meiri- hluti íbúa þess er kristinnar trúar og þar er verslunargata sem margir bandarískir hermenn venja komur sínar í. Nítján falla í Karbala Þá var greint frá því að einn af for- ystumönnum Kúrdíska lýðræðis- flokksins, sem barðist áður gegn stjórn Saddams Husseins, hefði særst og þrír lífverðir hans fallið í árás úr launsátri í kúrdísku borginni Arbil í gær. Daginn áður biðu nítján manns bana í sprengjutilræðum í borginni Karbala, þeirra á meðal tólf Írakar. Sjö hermenn í hernámsliðinu, fimm Búlgarar og tveir Taílendingar, féllu einnig í árásunum. Um 160 Írakar særðust í sprengjutilræðunum í Karbala, helgri borg sjíta, og 34 hermenn og starfsmenn hernámsliðsins, 26 Búlg- arar, sex bandarískir hermenn og tveir Pólverjar. Íraska framkvæmdaráðið í Bag- dad og hernámsliðið kenndu erlend- um hryðjuverkamönnum um árás- irnar, sem voru gerðar á tvær stöðvar hersveita undir stjórn Pól- verja og ráðhúsið í Karbala. Hátt í 30 falla í árásum í Írak AP Búlgarskur hermaður á verði við herstöð í Karbala sem varð fyrir sprengjuárás á laugardag. Nítján manns féllu þá í árásum í borginni. Bagdad. AFP. Í ÞEIM hluta Afríku, sem eitt sinn var nærri eins franskur og hvert annað hérað í Frakklandi sjálfu, er franski herinn að glíma við að halda liði þeirra sem vilja halda tryggð við tengslin við Frakkland og liði uppreisnarmanna frá því að berast á banaspjót. Jafnframt reyna erindrekar Frakklandsstjórnar að lappa upp á stoðir gamla nýlenduveldisins. Jacques Chirac Frakklandsforseti er staðráðinn í að bæla niður átök á Fílabeins- ströndinni og í hinni glæstu hafnarborg þess Vestur-Afríkulands, Abidjan, ekki að- eins í þeim tilgangi að verja franska hags- muni sem slíka, heldur ekki síður í því skyni að hjálpa til við að koma á stöð- ugleika í Suðurálfu. Í reynd er París enn þann dag í dag mik- ilvægasta stjórnsýsluborg Vestur-Afríku, þótt yfir 40 ár séu liðin frá því Charles de Gaulle veitti sjálfstæði nýlendunum sem náðu allt frá Senegal til Kongó. Og nú, er valdhafar í Washington eru farnir að líta í meiri mæli til Afríku, treysta þeir á að Frakkar leiki þar sitt hefðbundna hlutverk: að gæta friðarins á meðan afr- ískir leiðtogar vinna að því að byggja upp lýðræði og markaðshagkerfi í heimalöndum sínum. Bandaríski heraflinn í Mið-Austurlöndum treystir líka mjög á aðstoð frönsku her- stöðvarinnar í Djibouti yzt á austurströnd Afríku, en þar, við Rauða hafið gegnt Jem- en og Sádi-Arabíu, þjóna að jafnaði 3.000 franskir hermenn. Ítök Frakka eftir sem áður mikil En nýjar kynslóðir í Frakklandi og í Afr- íku spyrja sig hvort þetta gamla hlutverk nýlenduherraþjóðarinnar fyrrverandi passi inn í nýja tíma og breytt landslag heims- stjórnmála. Stuðningur meðal fransks al- mennings við kostnaðarsöm ævintýri í Afr- íku fer þverrandi. Sístækkandi hópur innflytjenda frá nýlendunum fyrrverandi bætir öðrum pólitískum kostnaði við. Þrátt fyrir áhuga sinn á Afríku er Chirac að stýra Frakklandi inn í nánara pólitískt samstarf innan Evrópusambandsins, en það stefnir að því að móta sér eigin utanríkis- og varnarstefnu. Í efnahagsniðursveiflu síð- ustu missera hefur þrýstingur aukizt á að frekari hömlur verði settar á útgjöld Frakka til varnarmála, sem nú eru um 40 milljarðar evra á ári, um 3.600 milljarðar króna. Í bili eru Frakkar þó ekki á þeim bux- unum að sleppa hendinni af Afríku. Um 10.000 franskir hermenn og liðsmenn út- lendingahersveitarinnar frægu eru á vett- vangi í fjórum Afríkulöndum, til alls búnir. Þegar uppreisnarmenn komu öllu í uppnám á Fílabeinsströndinni síðla árs 2002 sáu frönsku hermennirnir um að ferja Frakka sem og aðra útlendinga út úr landinu. Frakkland er stærsti fjárhagsbakhjarl og stærsta viðskiptaland Afríkulandanna. Franski seðlabankinn ábyrgist CFA- frankann, sem er gjaldmiðill 13 landa í álf- unni. Frönsk olíufyrirtæki eru umsvifamikil þar. Afrískir leiðtogar fljúga reglulega til Parísar til að setjast þar að snæðingi. Um miðjan síðasta áratug sýndi þáver- andi forsætisráðherra Frakklands, sósíal- istinn Lionel Jospin, viðleitni til að draga úr ítökum Frakka í Afríku. „Við fundum strax að það var engin leið að Frakkar gætu yfirgefið sögulegt hlutverk sitt eða hagsmuni á þessu svæði,“ segir Guy Tes- sier, formaður varnarmálanefndar franska þingsins, í samtali við AP. „Frakkland gegnir lykilhlutverki við að tryggja stöð- ugleika og þróun í stórum hluta álfunnar,“ segir hann. En jafnvel hörðustu fylgismenn sterkra ítaka Frakka í Afríku gera sér grein fyrir því að tímarnir hafa breytzt. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var það oft af- ráðið á fundum franskra ráðamanna á bak við luktar dyr, hverjir settust í forsetastóla í nýlendunum fyrrverandi. Í varnarsamn- ingum var svo búið um hnúta, að Frakkar ábyrgðust vernd nýsjálfstæðu Afríkuríkj- anna frá öllum ytri ógnum, og fengju í stað- inn ábatasama viðskiptasamninga og nýt- ingarrétt á náttúruauðlindum. Á sama tíma og franskir dómstólar reyna að fletta ofan af gömlum spillingarmálum í tengslum við slíka samninga og fulltrúar franskra (ríkis-)stórfyrirtækja voru oft viðriðnir vaxa og dafna ný fyrirtæki og ný viðskipti. Margt stendur þó óhaggað. Hinir árlegu fransk-afrísku leiðtogafundir eru rótgróin stofnun sem fyrrverandi nýlendur Belga – Kongó, Rúanda og Búrúndí – og Portúgala (Angóla) hafa fengið aðild að. „Við sáum hve hættulegt það væri að draga okkur í hlé frá Afríku,“ segir Pierre Morange, þingmaður á franska þinginu og formaður hóps þingmanna sem ræktar vin- áttusamband við Fílabeinsströndina. „Í okkar augum er þetta spurning um lífs- afstöðu, um mannúð, auk þjóðarhagsmuna,“ segir hann. „Það er óhugsandi að Frakk- land yfirgefi Afríku. Það mun aldrei ger- ast.“ Nýlenduvandi Frakka á nýrri öld París. AP. AP Þátttakandi í götumótmælum kastar steinum að innganginum að franskri herstöð í Abidj- an á Fílabeinsströndinni í byrjun þessa mánaðar. Frakkar eru staðráðnir í að bæla niður átök í landinu og franskir hermenn sinna friðargæzlu víða í Vestur-Afríku. ’ Það er óhugsandi aðFrakkland yfirgefi Afr- íku ‘ ROMANO Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, slapp ómeiddur þegar hann opnaði böggul, sem innihélt sprengju, á heimili sínu í Bologna á Ítalíu á laugardag. Eldur kviknaði þegar böggullinn var opnaður og húsgögn og gólf- teppi skemmdust. Í vikunni sem leið sprungu tvær litlar sprengjur í öskutunnum við heimili Prodis en engan sakaði. Áður óþekkt samtök stjórnleys- ingja lýstu þeirri árás á hendur sér og sögðu hana hafa beinst að Prodi og Evrópusambandinu. Sprengjan „ekki mjög vel gerð“ Í bögglinum var bókin „Ánægj- an“ eftir ítalska rithöfundinn Gabriele D’Annunzio sem var þekktur fyrir eldheita þjóðernis- hyggju og lést 1938. Inni í bókinni var eldfimt púður og rafhlaða. „Þetta var lítil sprengja. Ég held að hún hafi ekki verið mjög vel gerð,“ sagði Marco Vignudelli, talsmaður Prodis. Hann bætti við að lögreglan væri að rannsaka málið og því gæti hann ekki veitt frekari upplýsingar. Stjórnin sökuð um að vanmeta hættuna Prodi sagði að vegna fyrra til- ræðisins hefði hann verið mjög varkár þegar hann opnaði bögg- ulinn og haldið honum frá líkam- anum. Stjórnarandstaðan á Ítalíu gagnrýndi stjórnina harðlega fyrir að vanmeta hættuna sem Prodi stafaði af hryðjuverkum. Dagblaðið La Repubblica sagði það sæta mikilli furðu að bréf- sprengja skyldi geta borist inn á heimili Prodis og skoraði á stjórn- völd að bæta öryggisgæsluna. Var árás á Páfagarð fyrirhuguð? Prodi býr í Brussel en var í heimaborg sinni, Bologna, yfir jól- in. Hann var forsætisráðherra Ítalíu á árunum 1996–98 og talið er að hann hyggist snúa sér aftur að ítölskum stjórnmálum eftir að hann lætur af störfum sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins í október. Stuðnings- menn Prodis vona að undir forystu hans verði vinstri- og miðflokk- arnir á Ítalíu nógu öflugir til að geta fellt hægristjórn Silvios Ber- lusconis forsætisráðherra í næstu þingkosningum. Berlusconi skýrði frá því í við- tali, sem dagblaðið Libero birti á laugardag, að ítölskum yfirvöldum hefðu borist upplýsingar um að hryðjuverkamenn hefðu lagt á ráð- in um að ræna flugvél til að fljúga henni á Páfagarð á jóladag. Ítölsk dagblöð sögðu í gær að upplýsing- arnar hefðu komið frá lögreglu- manni á Miðjarðarhafseyjunni Sardiníu. Blaðið La Stampa sagði að leyniþjónustan hefði ekki talið upplýsingarnar trúverðugar þótt öryggisgæslan á flugvöllum og í grennd við Páfagarð hefði verið hert. Romano Prodi sýnt banatilræði Róm. AFP. AP Romano Prodi ræðir við blaðamenn ásamt eiginkonu sinni, Flaviu Fran- zoni, fyrir utan heimili þeirra í Bologna eftir banatilræðið á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.