Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 13 EFTIRLITSMENN Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) skoðuðu í gær í fyrsta skipti fjórar kjarnorkustöðvar í grennd við Tripoli í Líbýu og hófu viðræður við þarlenda ráðamenn um þá ákvörðun líb- ýskra stjórnvalda að hætta við að þróa gereyðingarvopn. Tals- maður IAEA staðfesti að vopnaeftirlit stofnunarinnar væri hafið en vildi ekki greina frekar frá viðræðunum. Zjúganov ekki í framboð GENNADÍ Zjúganov, leiðtogi rússneskra kommúnista, til- kynnti í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram gegn Vlad- ímír Pútín í forsetakosningun- um í Rússlandi 14. mars. Kommún- istaflokkur- inn ákvað síðar um daginn að Níkolaj Kharítonov, lítt þekktur fyrrverandi félagi í Bænda- flokknum, yrði forsetaefni flokksins í kosningunum. Réttarhöld í beinni útsendingu RÉTTARHÖLDIN yfir Mij- ailo Mijailovic, sem grunaður er um morðið á Önnu Lindh, fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, verða send beint út í sænsku sjónvarpsstöðinni TV4, að því er fram kom á fréttavef blaðsins Aft- onbladet í gær. Verður þetta í fyrsta skipti sem útvarp- að er beint frá sænsk- um réttarhöldum en aðeins hljóðið verður sent út þar sem bannað er samkvæmt lögum að taka myndir í sænskum réttar- sölum. Gert er ráð fyrir að rétt- ahöldin hefjist 14. eða 15. jan- úar standi í rúma viku og að út- sending frá réttarhöldunum verði daglega frá klukkan 9 til 16.30. Sérfræðingar verða í sjónvarpssal til að fjalla um það sem gerist. Gíslar frels- aðir í Íran KAMAL Kharazi, utanríkis- ráðherra Írans, greindi frá því í gær að þrír Evrópubúar, sem var rænt í suðausturhluta landsins fyrr í mánuðinum, hefðu verið frelsaðir. Kharazi sagði að þremenningarnir, tveir Þjóðverjar og Íri, væru við góða heilsu. Að sögn íranskra stjórnvalda sögðust mannræningjarnir tengjast hryðjuverkasamtök- unum al-Qaeda. Þeir kröfðust sem nemur 450 milljóna króna í lausnargjald en stjórnvöld í Ír- an urðu ekki við kröfunni. STUTT Kjarnorku- eftirlit haf- ið í Líbýu Anna Lindh Gennadí Zjúganov ALMENNINGUR í Bretlandi getur sig ekki hreyft án þess að Stóri bróðir fylgist með. Þetta er mat bresku borgararéttindasamtak- anna Liberty en talsmenn þeirra segja að hvergi annars staðar í heiminum sé meira um njósnavélar, eftirlitsmyndavélar og annað í þeim dúr. „Þegar rætt er um vestræn lýð- ræðisríki þá eru hvergi stundaðar aðrar eins persónunjósnir,“ segir Mark Littleton, fulltrúi Liberty. Hann bendir á að um 10% þeirra eft- irlitsmyndavéla, sem til eru í heim- inum, séu í Bretlandi. Er áætlað að árið 2007 verði búið að koma fyrir 25 milljónum eftirlitsmyndavéla í Bretlandi – einni myndavél á hverja tvo fullorðna einstaklinga. Margir líta raunar svo á að já- kvætt sé að myndavélar fylgist með ferðum fólks í verslunarmið- stöðvum í Bretlandi. Er þar einkum um foreldra ungra barna að ræða en í Bretlandi minnast menn þess enn er morðingjar tveggja ára drengs, James Bulger, fundust eftir að myndir af þeim voru rannsak- aðar fyrir tíu árum. Þeir höfðu numið Bulger á brott úr versl- unarmiðstöð í Liverpool og náðust morðingjarnir, tveir unglingar, á myndband enda eftirlitsmyndavél á staðnum. Snjallkort tekin í notkun Fæstir gera sér hins vegar grein fyrir umfangi eftirlitsins, t.d. fjölda myndavélanna er fylgjast með hraða á götum Bretlands og ýmsum aðgangs- eða greiðslukortum sem gera mögulegt að nákvæmlega sé fylgst með athöfnum fólks. Í tengslum við rafræna gjald- heimtu, sem nú er búið að koma á í miðborg Lundúna til að draga úr bílaumferð þar, hefur verið komið fyrir um átta hundruð myndavélum til að hægt sé að góma þá sem ekki greiða fimm punda tollinn. Víðs vegar um landið eru síðan 5.000 um- ferðarmælar sem ætlað er að nappa þá bílstjóra sem kitla pinnann um of. Fer þessum mælum fjölgandi og gætu verið orðnir 20 þúsund talsins innan tíu ára, að sögn Edmunds King, framkvæmdastjóra Kon- unglega bifreiðaklúbbsins. Í London er ennfremur verið að uppfæra farmiðakerfi neðanjarð- arlesta og strætisvagna og verða svonefnd snjallkort tekin í notkun þar. Kortin þykja líkleg til að falla farþegum vel í geð, enda einföld í notkun og innleiðing þeirra mun væntanlega valda því að færri kom- ast upp með að svíkjast um að borga; sem aftur veldur því að ekki þarf að halda úti eins mörgum starfsmönnum við eftirlit. Samtök sem leggja áherslu á borgararéttindi benda hins vegar á að snjallkortin gætu leitt til þess að brotið verði á rétti fólks til einka- lífs. Kortin búa nefnilega yfir bún- aði sem veldur því að hægt verður að staðsetja einstaklinga í hvert skipti sem þeir hoppa upp í lest eða strætisvagn, og sömuleiðis þegar þeir yfirgefa almenningsfar- artækið. Engu skiptir hvort við- komandi vill eða vill ekki að aðrir viti hvar hann er niður kominn. Og dæmin eru fleiri. Ráðgjaf- arnefnd sem tengist Verka- mannaflokknum, sem fer með völd í Bretlandi, kynnti t.a.m. í október áætlun sem miðar að því að draga úr loftmengun. Yrði þetta gert með því að skattleggja sérstaklega þá bílaeigendur sem nota bíla sína þeg- ar umferð er hvað mest á götunum eða er þeir velja að aka sérstaklega fjölfarnar götur. Áætlanir þessar gera ráð fyrir að sett yrðu í bíla senditæki sem gera myndu yfirvöldum kleift að rekja ferðir fólks í gegnum gervihnött. Markmiðið er vissulega göfugt – að draga úr loftmengun – en ýmsir telja nánast um persónunjósnir að ræða. Örflaga í vörupakkningar? Talsmenn Liberty segja lúmsk- ustu njósnaáætlanir þó tengjast verslunareigendum í Bretlandi. Segja samtökin að verslanir eins og Marks & Spencer og Tesco séu að kanna möguleikann á því að setja örflögu í vörupakkningar og fatnað sem seldur er. „Yfirmenn stórmark- aða myndu auðvitað gjarnan vilja geta haft upplýsingar um hverja einustu vöru sem einstaklingur kaupir. Það myndi gera þeim kleift að búa til gagnabanka um neyslu- venjur hvers einasta viðskiptavin- ar,“ skrifar Shami Chakrabarti, framkvæmdastjóri Liberty, á vef- síðu samtakanna. „Sumir viðskiptavinir hafa engar áhyggjur af þessu, aðrir munu hins vegar álíta þetta grófa innrás í einkalíf þeirra. Það sem skiptir máli í þessu sambandi er sú staðreynd að tæknin er orðin svo mikil að setja verður reglur um notkun hennar,“ segir Chakrabarti ennfremur. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir tveim- ur árum að senn rynni upp sá dag- ur, að sum okkar væru í reynd und- ir eftirliti allan sólarhringinn, hefði ég sagt viðkomandi vera vitleysing. En nú virðist sem þetta verði raun- in.“ Stóri bróðir sagður hvergi eins öflugur og í Bretlandi London. AFP. Sagt er að í Bretlandi sé meira um eftirlitsmyndavélar en í nokkru öðru vestrænu lýðræðisríki. BRESKA stjórnin skýrði frá því í gær að vopnaðir og óeinkennisklædd- ir öryggisverðir yrðu í nokkrum breskum farþegaþotum vegna hætt- unnar á hryðjuverkum. Í yfirlýsingu frá samgönguráðuneytinu og innan- ríkisráðuneytinu í London sagði að af öryggisástæðum yrði ekki skýrt frá því í hvaða þotum verðirnir yrðu. Þá skýrði breska utanríkisráðu- neytið frá því að talið væri að hryðju- verkamenn væru að leggja lokahönd á undirbúning hryðjuverka í Sádi-Ar- abíu. Ráðuneytið ráðlagði því Bretum að ferðast ekki til landsins. „Eftir hryðjuverkin í Riyadh í maí og nóvember teljum við enn að hryðjuverkamenn séu að skipuleggja fleiri árásir í Sádi-Arabíu og að und- irbúningur þeirra geti verið á loka- stigi,“ sagði í yfirlýsingu ráðuneytis- ins. Yfirvöld í mörgum löndum hafa aukið öryggisviðbúnaðinn að undan- förnu vegna hryðjuverkahættunnar. Vopnaðir verðir í þot- um Breta London. AFP. Óttast hryðjuverk í Sádi-Arabíu TALIBANAR í Afganistan lýstu í gær á hendur sér sjálfsmorðs- sprengjutilræði, sem kostaði sex manns lífið í Kabúl í gærmorgun, og vöruðu við fleiri árásum í borginni. Talsmaður talibana, sem voru áð- ur við völd í landinu, sagði að þeir hefðu staðið fyrir tilræðinu í gær. Hann varaði við því að um 60 aðrir hryðjuverkamenn væru komnir til Kabúl og ætluðu að gera sprengju- árásir á útlendinga, hermenn og friðargæsluliða, starfsmenn Sam- einuðu þjóðanna og annarra sam- taka. Talsmaðurinn sagði að 35 ára Tétseni hefði gert sjálfsmorðsár- ásina í gær. Fimm öryggisverðir handtóku hann nærri flugvellinum þar sem grunur lék á að hann hefði sprengiefni innan klæða. Maðurinn var yfirbugaður og fluttur með bif- reið öryggisvarða. Svo virðist sem að þeir hafi ekki fjarlægt allt sprengiefnið því skömmu síðar sprakk bifreiðin í loft upp. Sex manns falla í tilræði í Kabúl Kabúl. AFP. Reuters Afganskir lögreglumenn rannsaka flak bíls eftir sprengingu nálægt al- þjóðaflugvellinum í Kabúl í gær. Talibanar lýstu tilræðinu á hendur sér. Talibanar hóta sprengjuárásum á útlendinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.