Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 26
MINNINGAR 26 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Vélfræðing vantar sem vélstjóra á ísfisktogara sem veiðir eingöngu fyrir eigin vinnslu og einnig vantar vélfræðing sem vélstjóra á skip sem veiðir með flotvörpu. Allar nánari upplýsingar gefnar í síma 893 3009. RAÐAUGLÝSINGAR FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Sjómannfélags Reykjavíkur verður haldinn í Skipholti 50D þriðjudaginn 30. desember kl. 17.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórn- og trúnaðarmannaráð KENNSLA Hættu að reykja með stæl! Þú getur hætt að reykja 2004. Guðjón Bergmann heldur aðeins eitt nám- skeið 8., 13. og 15. janúar 2004 á Hótel Loftleiðum. Nýútkomin og samnefnd bók fylgir námskeiðinu. Skráning á www.gbergmann.is. TIL SÖLU Beitusíld — beitusíld Nýfryst beitusíld á heilum brettum. Ódýru grásleppunetin komin. Sigurður Ingi Ingólfsson. Netagerðameistari TILKYNNINGAR Lokað Söluskrifstofa og lager okkar á Hesthálsi 2—4 verða lokaðar föstudaginn 2. janúar vegna vörutalningar. Opinberir stjórnarhættir ráða velferð eða vesöld þjóða! Gegn jafnréttis- ákvæðum hér er opinberum sérleyfum til fisk- veiða úthlutað nánast frítt til sömu einkaaðila ár eftir ár, Kárahnúkavirkjun var ákveðin án þess að Iðnaðarráðuneytið hefði krafist lög- fræðiálita og núverandi ráðherrar hafa aflað sér afturvirkra lífeyrisréttinda með þátttöku í lagasetningu þar um. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. ÝMISLEGT Elsku besti afi minn. Ég sit hérna og er að hugsa um þig og sárs- aukinn er óbærilegur. Ég trúði því ekki að það væri hægt að sakna svona mikið. Afi, þú varst alltaf svo yndislegur og alltaf þegar ég kom til þín varstu jafn glað- ur að sjá mig og ég þig. Þú hvattir mig alltaf í öllu sem ég gerði og þá sér- staklega í náminu. Þegar ég útskrif- aðist daginn áður en þú fórst kom ég til þín að þakka þér fyrir gjöfina sem þú gafst mér og sýna þér stúdents- húfuna og þú varst svo stoltur af mér og glaður að ég skildi hafa hætt við að fara til Danmerkur að leika mér og halda áfram í skólanum. Afi, ég lofa þér að ég er ekki hætt að læra, þú átt eftir að verða ennþá stoltari. Elsku afi minn, ég kann ekki nógu mörg falleg orð til að lýsa þér og það voru forréttindi að fá að eiga eins góð- an afa og þig. Ég gæti setið hér og skrifað endalaust um þig afi minn en allar minningar mínar um stundirnar okkar saman geymum við bara í hjarta okkar. Ég vona afi minn að þér líði núna vel og þú sért laus við alla verki. Amma stendur sig eins og hetja við að reyna að hughreysta okkur og er ég alveg viss um að það er vegna þess að þú heldur í höndina á henni afi minn. Ég held eða vona, afi, að þú haf- ir vitað að ég elskaði þig útaf lífinu og á alltaf eftir að gera, elsku afi minn. Ég mun alltaf hugsa til þín. Þín dótturdóttir Kristjana (Kiddý). Hvað allt getur breytst á auga- bragði. Ekki hvarflaði það að mér þegar við kvöddumst í vikunni fyrir jól að það væri síðasta sinn sem við ræddum saman hér, elsku besti frændi. En þegar sár kveðjustund við fráfall góðs vinar rennur skyndilega upp, eru mikils virði allar góðu minn- ingarnar sem koma upp í hugann. Stóri bróðir hans pabba og uppá- haldsfrændi minn. Sumt fólk er þeim kostum búið að einhvern veginn er alltaf gaman í ná- vist þess og allar minningar þeim FINNBOGI FRIÐFINNSSON ✝ Finnbogi Frið-finnsson fæddist í Vestmannaeyjum 3. apríl 1927. Hann lést á heimili sínu aðfara- nótt 21. desember síðastliðins og fór út- för hans fram 27. desember, í kyrrþey að ósk hins látna. tengdar kalla fram góða hluti. Þannig minnist ég Boga frænda. Svo langt sem ég man. Það var aldeilis ekki ónýtt að mæta hálftíma áður en sunnudags- messan hófst og sjá frænda ræsa upp kólf- ana í klukkum turnsins í Landakirkju og hringja til guðsþjónustu og síð- an aftur í lokin. Það þótti ungum dreng vera einnar messu virði, sunnudag eftir sunnu- dag. En eftir miðja síðustu öld var Bogi hringjari í kirkjunni. Auk þess sem bræðurnir sungu saman í kirkju- kórnum á þessum árum. Allar heimsóknirnar í Bogahlíð til vina og frændfólks kalla fram góðar minningar um horfna daga í uppvext- inum. Það var stutt á milli heimila bræðranna tveggja Jóa og Boga. En þeir bjuggu sitt hvorum megin á Hólnum þar sem æskuheimili þeirra stóð. Og því var Bogahlíð eins og manns annað heimili. Það er mér minnisstæð mikil sorgarstund þegar Gunnar elsti sonur Boga fórst af slys- förum og hafði það auðvitað mikil áhrif á fjölskylduna alla tíð síðan. En samheldnin sem alltaf einkenndi fjöl- skyldu hans hefur verið mikils virði þá, ekki síður en nú. Alltaf var frændi ræðinn og áhuga- samur um hagi okkar unga fólksins. Ekki var leiðinlegt á bekknum í Eyja- búð þar sem boðið var upp á Kók og Prins. Og þá vantaði ekki greiðasem- ina þegar þurfti að fá girni og öngla í bryggjuveiðarfæri. Síðan liðu árin. Fáir staðir á land- inu hafa á undanförnum áratugum gengið í gegnum eins miklar breyt- ingar og Vestmannaeyjar. En Bogi í Eyjabúð var eins og traust stofnun sem hvorki lét undan náttúruöflunum né breytingunum sem gengu yfir eyj- arnar á þessum árum og var því einn af lykilmönnum uppbyggingarinnar sem þá fór í hönd. Greiðvikinn og æðrulaus í verslun sinni, með hnyttn- ar athugasemdir í dagsins önn, sem margar urðu fleygar. Á þeim árum sem ég eignaðist mína eigin fjöl- skyldu var þá eins og alltaf síðan, notalegt að kíkja í kaffi og spjall í Bogahlíð. Stærsta gæfa Boga var að hann eignaðist hana Kiddý. Konuna sína sem hann elskaði í 57 ár og eignaðist börnin sín fimm með. Nú er mikill harmur að kveðinn í hópi þeirra og allra barnabarnanna sem sjá á brott afa sínum og langafa sem alltaf var svo góður og tillitssamur við smáfólk- ið. Fyrir nokkrum árum áttum við frændurnir góða daga saman í veiði- túr upp í Kjós, en því miður auðnaðist okkur ekki að endurtaka þá ferð. Bogi var mikill áhugamaður um stangveiði þótt hann stundaði hana minna en hann langaði til. Og fátt held ég hon- um hafi líkað betur í matinn en ný- veiddur fiskur, enda alltaf mikill sæl- keri. Reyndar ræddum við bragðgæði hinna ýmsu fisktegunda yfir kaffinu og jólabakkelsinu hennar Kiddýar í síðasta sinn sem við hittumst. Það var því ekki ónýtt að hafa getað boðið honum af afla sínum, spriklandi sjó- bleikju, nýveiddri, þegar hann heim- sótti okkur Kötu vestur á Snæfellsnes í fyrrasumar. Elsku Bogi frændi, ég þakka þér hvað þú varst mér og fjölskyldu minni góður alla tíð og við kveðjum þig hrygg í huga. Þótt ekki hafi orðið lengri samskiptin að sinni, vil ég trúa því að við hittumst seinna þar sem all- ir hlutir eru heilir og nýir. Og þá get- um við kannski aðeins strítt henni ömmu. Elsku Kiddý og þið öll í Bogahlíð, við fjölskyldan í Langagerði vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessari sorgarstund. Megi blessun guðs ná að sefa sorgina og fylgja ykkur inn í ný ár. Ástþór Jóhannsson og fjölskylda. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Elsku afi minn, vá hvað það verður skrýtið að koma á Höfða- veginn þegar þú situr ekki inni í stofu og lest blöðin eða horfir á sjónvarpið og býður mann vel- kominn. Þín verður sárt saknað af okkur öllum og ég get ekki lýst því hvað mér þótti vænt um þig elsku besti afi minn. Ég gleymi þér aldrei og þú átt alltaf stórt pláss í hjarta mínu. Þín Bjartey. Ástkær afi okkar er dáinn. Það verður tómlegt án þín elsku afi. Sorgin nístir hjörtu okkar allra, því öllum missum við svo mikið, svo stóran part áttir þú í hjörtum okkar, en minningin um þig mun ylja okkur alla okkar ævi- daga. Við viljum trúa því elsku afi að Guð, elskulegir foreldrar þínir, ástkær bróðir og sonur hafi tekið á móti þér og að þér líði vel. Elsku amma Kiddý, megi minn- ingin um afa Boga veita birtu og yl í huga og hjarta þitt. Blessuð sé minning þín elsku afi. Kristjana, Kolbrún og Ása. HINSTA KVEÐJA Hún elsku Ásta frænka er dáin. Ég sakna hennar nú þegar svo mikið að tár- in koma fram bara við tilhugsunina um að hún muni aldrei faðma mig aft- ur. Hún mun ekki taka á móti mér í dyrunum með geislandi væntum- þykju og spjalla við mig aftur. Ég gleymi aldrei fallega brosinu hennar, sem var svo líkt fallega brosinu henn- ar ömmu. Ásta var svo einstaklega ljúf og frá- bærlega skemmtileg að minningin um hana er sterk. Ég man hvernig Ásta faðmaði mig og ég held ég gleymi því aldrei. Það er ákveðin hughreysting í því núna. Fólk eins og Ásta er ekki á hverju strái og ég er svo stolt af að hún hafi verið frænka mín. ÁSTRÍÐUR KARLSDÓTTIR ✝ Ástríður Karls-dóttir fæddist á Látrum í Aðalvík 15. febrúar 1931. Hún andaðist á Landspítal- anum við Hringbraut þriðjudaginn 9. des- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 17. desember. Ásta gaf mér svo mikið, þó ég hitti hana ekki oft. Stund- irnar með henni og Rögnvaldi undanfar- in skipti sem ég hef verið á Íslandi, voru mér til mikillar gleði. Ég hugsa mikið til ykkar í fjölskyldunni hennar. Líka til ömmu og hinna systkinanna. Ég sendi ykkur öllum samúðarkveðjur. Við erum mörg sem munum sakna Ástu. Erna Matthíasdóttir. Sumir eiga meira í manni en aðrir. Í uppvexti og þroska speglar manneskjan sig í samferðafólki sínu og reynir að líkjast sumum meira en öðrum. Ásta frænka var ein þeirra sem mig langaði mest að líkjast, bæði þegar ég var barn, unglingur og full- orðin. Þó oft væri langt á milli okkar landfræðilega séð, þá vorum við hvor með annarri í huganum alla tíð. Ég dvaldi oft á heimili hennar og Rögn- valdar og fannst ég vera meðal hinna útvöldu; að vera tekið eins og einu af börnunum og þar að auki sem frænka og einkavinkona Ástu, sem ég leit svo upp til og þótti svo vænt um. Um- hyggja hennar fyrir mér var einstök, og þegar ég stofnaði mína fjölskyldu stækkaði faðmurinn hennar Ástu enn og umlék alla mína fjölskyldu; maka, börn og barnabörn. Ásta var bæði lítil og stór, sterk og mjúk. Lítil vexti, stór í andanum, full af sannfæringu í baráttumálum sín- um og skoðunum. Sterk kona, sem lét ekki bugast þótt á móti blési, og ljúf og hlý gagnvart okkur sem áttu hana að. Minningarnar um Ástu eru ljúfar og munu varðveitast sem dýrmætur fjársjóður. Þegar ég var lítil, vildi ég gera allt eins og Ásta og ég ætlaði að verða hjúkrunarkona eins og hún. Sem bet- ur fer gerði ég það ekki, ég hefði sennilega alltaf reynt að bera mig saman við hana og verið óánægð með frammistöðu mína. Ég sá Ástu í síðasta sinn í sept- ember þegar ég kom í Faxatúnið til að kveðja áður en ég færi aftur heim til Noregs. Aldrei áður hafði verið jafn erfitt að slíta sig frá þessari blíðu og brosmildu frænku minni, ég sneri tvisvar við í dyrunum til að faðma hana einu sinni enn. Ég kveð hana Ástu frænku mína með kveðjunni okkar: Besta frænka í heimi. Besta frænka í heimi. Inga H. Andreassen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.