Morgunblaðið - 16.02.2004, Qupperneq 16
UMRÆÐAN
16 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kæri auglýsandi
Sérblaðið bílar sem kemur út 18. febrúar verður
helgað umfjöllun um jeppa, jeppaferðir og vélsleða.
Sérblaðið bílar sem fylgir Morgunblaðinu, kemur út á miðvikudögum í
54.000 eintökum. Í blaðinu 18. febrúar verður ítarleg umfjöllun um
jeppa, jeppaferðir og vélsleðaferðir. Blaðið er góður kostur fyrir þá sem
vilja vekja athygli á vörum sínum og þjónustu og verðið er sérlega
hagstætt.
Pantanafrestur auglýsinga er fyrir kl. 16.00
mánudaginn 16. febrúar.
Fulltrúar auglýsingadeildar Morgunblaðsins veita þér allar upplýsingar
um auglýsingamöguleika og verð.
Auglýsingadeild, sími 569 1111 - Netfang augl@mbl.is
UNDANFARNA daga hefur kom-
ið fram í fjölmiðlum, einkum vegna
aðalfundar samtaka heildsala, Sam-
tök verslunarinnar FÍS, að mikil fá-
keppni ríki á einstökum smá-
sölumörkuðum á Íslandi. Tilgreindir
hafa verið m.a. mat-
vörumarkaðurinn,
lyfjasmásala, olíufélög
og byggingavörusmá-
sala. Jafnframt hafa
samtök heildsalanna
kvartað yfir því að smá-
salar beiti einstaka
heildsala afarkostum í
valdi stærðar sinnar, en
þar sem þeir óttist
hefndaraðgerðir þá
þori þeir ekki að koma
fram undir nafni og
greina frá þessum
dæmum. Síðan hefur formaður um-
ræddra heildsamtaka það sem fastan
lið að ræða um að samtök hans hafi í
75 ár barist fyrir frelsi í verslun og
viðskiptum og má skilja að þar hafi
farið hrópandinn í eyðimörkinni.
Já, ljótt er ef þetta væri nú allt
svona. En vitaskuld er þetta ekki eins
og þarna er lýst enda þótt Morg-
unblaðið hafi því miður endurtekið í
leiðaraskrifum gagnrýnislaust.
Lítum aðeins nánar á sviðið. Þar
eru vissulega fá og á íslenskan mæli-
kvarða stór verslunarfyrirtæki með
þorra smásöluverslunarinnar í mat-
vöru, lyfjum og byggingarvörum.
Vert er að geta þess jafnframt, að
þessi fyrirtæki reka útsölustaði víða í
landinu og hafa sjálf ákveðið að selja
vörur á sama eða svipuðu verði um
allt land. Þetta hefur
opnað landsbyggðinni
nýjan og hagstæðan að-
gang að verslunarþjón-
ustu á sama verði og
neytendur í Reykjavík
njóta og þar með yf-
irleitt lækkað útgjöld
þeirra.
Samkeppni á smá-
sölumarkaði er að sjálf-
sögðu mismunandi eftir
mörkuðum, en þó má al-
mennt telja hana tölu-
verða og jafnvel mikla
sumstaðar (t.d. á matvörumarkaði).
Yfirleitt ber mest á verðsamkeppni,
en einnig getur samkeppnin tekið á
sig aðrar myndir eins og t.d. punkta-
kerfi (olíufélög) eða afsláttarkjör
(lyfjaverslanir og byggingarvörusal-
ar). Ekki verður séð að samkeppni sé
öllu meiri á öðrum mörkuðum en til-
vitnuðum smásölumörkuðum.
Hrópað er orðið fákeppni eða fáok-
un og má næstum skilja það svo að
annars staðar í hagkerfinu sé slíkt
óþekkt. Svo er nú aldeilis ekki, enda
kalla allar aðstæður rekstrar hér á
landi á fáa og þá um leið stærri
rekstraraðila sem ná þeirri stærð að
geta komið við einhverri stærð-
arhagkvæmni. Þetta á jafnt við bæði
framleiðendur, heildsala og smásölu-
fyrirtæki. Viðskiptaráðherra orðaði
það eitthvað á þá leið í blaði um
helgina, að ekki væri hægt að banna
fyrirtækjum að verða eða vera stór,
en misbeiting markaðsráðandi stöðu
væri hins vegar bönnuð með sam-
keppnislögum.
Beita stórir smásalar á mat-
vörumarkaði (lesist Hagar, Kaupás
og Samkaup) heildsala á sama mark-
aði slíkum bolabrögðum að með ein-
dæmum er og þora viðkomandi heild-
salar ekki að segja frá af ótta við
hefndaraðgerðir (6–7 heildsalar eru
með þorra allrar heildsölu í matvöru í
landinu og þar af eru tveir ekki fé-
lagsmenn í samtökum heildsala og
því varla vísað til þeirra af for-
ystumönnum þeirra samtaka)? Slíkar
fullyrðingar verða varla teknar alvar-
lega nema viðkomandi aðilar eða
samtök þeirra leggi slíkt fyrir eft-
irlitsaðila með þessum markaði (Sam-
keppnisstofnun) og kæri þetta athæfi.
Ekki hefur komið fram að slíkar kær-
ur hafi verið lagðar fram, en ekki þarf
endilega að kæra undir nafni til stofn-
unarinnar. Þetta hljómar því fremur
sem hróp aðila sem eru í vandræðum
með sinn rekstur og eru að biðja um
opinbert skjól í einhverri mynd.
Samtök heildsalanna, Sv FÍS,
standa vörð um ákveðið versl-
unarkerfi og umræður þeirra um
ákveðið lágmarksverð er til þess að
viðhalda því áfram. Það er hins vegar
skylda smásölunnar sem stendur
næst neytendum að leita stöðugt
leiða til að geta boðið lægra verð og
sætta sig aldrei við kyrrstöðu á mark-
aði. Einmitt þess vegna hafa sum áð-
urnefnd smásölufyrirtæki leitað í út-
löndum að hagstæðari innkaupum en
hér bjóðast hjá heildsölum og mörg
dæmi eru um að mun hagstæðari kjör
hafi boðist. Þegar svo átti að hefja
innflutninginn var skyndilega haft
samband og sagt að því miður væri
ekki hægt að selja viðkomandi smá-
sala vöruna beint heldur yrði hann að
kaupa af heildsalanum á Íslandi.
Hægt er að tilgreina fleiri en eitt og
fleiri en tvö dæmi um þetta ef óskað
er eftir því. Þetta er nú öll baráttan
fyrir auknu frelsi í viðskiptum í 75 ár!
Það er reynt með öllu móti að við-
halda einkasölusamningum og um-
boðsmannakerfi sem þó hafa verið
úrskurðuð ógild á hinum evrópska
efnahagssvæði og reyndar sé alþjóða
viðskiptastofnunin á sama máli og
hafi predikað slíka breytingu til að
auka viðskiptafrelsi.
Sem betur fer hefur smásölum,
þrátt fyrir áðurgreinda tilburði heild-
sala til að koma í veg fyrir frjáls við-
skipti, tekist að lækka verð töluvert á
vörum og þar með að auka sam-
keppnishæfni við smásala í nágranna-
löndum og löndum sem Íslendingar
ferðast gjarnan til. Þannig hafa mat-
vörur sem fluttar eru inn lækkað
töluvert í verði og reyndar hafa af
þeim sökum útgjöld heimila til mat-
vörukaupa lækkað niður í 13,5% í
mars 2003 úr 15,9% í nóv. 1992. Fatn-
aður hefur einnig lækkað verulega
um leið og framboðið hefur aukist
mikið. Af þessum sökum hefur versl-
un að nokkru færst aftur inn í landið.
Ástæðulaust er að halda því fram að
heildverslunin eigi engan þátt í þessu,
að það er þó ætíð fyrst og fremst
smásalan sem knýr á um lægra verð
og betri kjör enda er það hennar hlut-
verk og ekkert öðru vísi á Íslandi en
annars staðar. Varðandi samskipti
smásölunnar við heildsala má minna
á að fyrir þrábeiðni samtaka heildsala
kynnti Samkeppnisstofnun leiðbein-
ingar um samskipti þessara aðila og
ítrekaði að ef ekki væri farið eftir
þeim gæti slíkt falið í sér brot á sam-
keppnislögum. Ef heildsalar hafa yfir
einhverju að kvarta varðandi hátt-
semi einstakra fyrirtækja á mat-
vörumarkaði þá hafa þeir þarna far-
veg til úrbóta – jafnvel nafnlaust.
Það er ósvífið og ástæðulaust af
hálfu samtaka heildsala að ala stöð-
ugt á sundurlyndi í versluninni með
hálfkveðnum vísum og aðdróttunum í
garð smásölunnar eins og for-
ystumenn þar hafa gert að und-
anförnu. Menn koma ekki svona fram
við viðskiptavini sína! Ef umbjóð-
endur þeirra hafa gildar ástæður til
kvartana þá eiga þeir að nota hinn op-
inbera eftirlitsaðila, Samkeppn-
isstofnun, til að taka á þeim málum.
Nær væri að samtök heildsalanna
sneru sér að því að auka veg versl-
unarinnar og draga fram gildi hennar
fyrir hagkerfi samtímans, en að nýta
aðferðir ónefnds Bandaríkjaforseta
sem bar sakir á menn þótt hann vissi
betur.
Vilja opinbert skjól til
að halda uppi verði
Sigurður Jónsson skrifar
um verðlagningu ’Vert er að geta þessjafnframt að þessi fyr-
irtæki reka útsölustaði
víða á landinu og hafa
sjálf ákveðið að selja
vörur á sama eða svip-
uðu verði um allt land.‘
Sigurður Jónsson
Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ
– Samtaka verslunar og þjónustu sem
eru landssamtök m.a. flestra smásölu-
fyrirtækja, olíufélaga, vöruflytjenda
og fjarskiptafyrirtækja.