Morgunblaðið - 16.02.2004, Síða 17

Morgunblaðið - 16.02.2004, Síða 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 17 RAFSTÖÐVAR ALL-KEEP m/DIESLMÓTOR og rafstarti 2,7 kvA kr. 62.000 3,75 kvA kr. 92.000 5,0 kvA kr. 110.000 5 kvA kr.165.000 8 kvA kr.235.000 m/HONDA MÓTOR NÝLEGA birtist ritið Sagnalist eftir Þorleif Hauksson. Þar er far- ið í margar helstu skáldsögur og smásögur íslenskar, allt frá 1850, og fram til um 1970. Hér eru afar mörg dæmi um mismunandi stíl, og glögg grein gerð fyrir lík- ingum, persónugervingum og öðr- um sérkennum. Í stuttu máli sagt, er feiknmikill fengur að ritinu, svo það er ómissandi lesning öllu áhugafólki um ís- lenskar bókmenntir. Ritið er afar vel orð- að og mikilvæg hug- tök íslenskuð. Slæm röðun Öllu þessu efni er raðað nokkurnveginn í tímaröð, einn höfund eftir annan, verk eftir verk, eins og í venju- legri bókmenntasögu. Það finnst mér mjög misráðið. Í fyrsta lagi vegna þess að á þessu ári má vænta lokabindis íslenskrar bókmenntasögu Máls og menning- ar, um 20. öld eftir fyrri heims- styrjöld. Óhjákvæmilega verður heildarkerfið eins, hér eru og oft athugasemdir sem varða bók- menntasögu, en ekki beinlínis stíl. Í öðru lagi lokar þessi framsetn- ing fyrir heildarsýn. Hefði Þorleif- ur raðað eftir stíleinkennum, hefði hann t.d. vart glæpst á að fylgja Kristjáni Eiríkssyni í að tala um „einskonar nýmyndanir Þórbergs“ (bls. 202), þar sem er bara of- urvenjulegt danskt orðalag með íslenskum orðum, t.d. „fljótandi augnaráð, fordæmandi hornauga“, o.fl. þ.h. Þótt Þórbergur prjóni eitthvað fleira í sama mynstri, er það varla umtalsvert sem nýsköp- un. Þorleifur vitnar (bls. 213) í grein mína um Halldór Stefánsson um einkenni expressjónisma. En ég tók það efni upp aftur þremur árum síðar í bók sem Þorleifur reyndar telur í heimildaskrá sinni, en vitnar aldrei til; Kóralforspil hafsins (1992). Að sjálfsögðu hefði hann þá frekar átt að vitna í þessa yngri umfjöllun, þar sem ég rek þetta (bls. 234) til áhrifa Halldórs Lax- ness á nafna sinn Stefánsson. Enn- fremur segir Þorleifur (bls. 212): „Sú stefna, nánar til tekið þýski expressjónismin, er annars svo marg- greind og markalínur óljósar að erfitt er að afmarka einstaka stíl- þætti og gefa þeim þennan merkimiða.“ Það rakti ég reynd- ar í tv. bók minni (einnig bls. 188 o.áfr.), en skipti expressjónisma í tvö skeið, ann- arsvegar frumlega nýsköpun í stíl, það skeið hefst í lok fyrsta áratug- ar tuttugustu aldar, en ekki í fyrri heimsstyrjöld, eins og Þorleifur segir (s. st.), en hinsvegar mærð- arfulla tískustefnu, sem breiddist út áratug síðar. Það sæmir ekki yfirlitsriti um stílfræði að fórna svona höndum gagnvart úttekt á expressjónisma. Nær hefði verið að tengja þetta því sem hér er sagt er um expressjónisma í Heimsljósi Halldórs Laxness og Ofvitanum Þórbergs (bls. 200 o. áfr.), og kanna hvað sé sameig- inlegt stíl þessara rita, hvaða svip þau beri af þessari erlendu stefnu, hvernig stefnan hefjist á Íslandi og þróist áfram. Skilgreining Þor- leifs (í atriðisorðaskrá) virðist mér ekki segja neitt um framsetningu: „expressjónismi: sú skáldskap- arhneigð að spegla veruleikann með birtingu þeirra tilfinninga sem hann vekur. Sem list- og skáldskaparstefna birtist hann í mjög sundurleitum myndum.“ Ætti þetta ekki alveg eins vel við impressjónísk verk frá lokum 19. aldar, eða rómantísk frá því upp úr 1800? „Þögnin hefur þung hljóð“ Þó versnar þetta enn þegar kemur að súrrealisma, sem iðulega ber á góma. Skilgreining Þorleifs: „skáldskaparstefna sem hrærist í heimi drauma og hins ómeðvit- aða“. Þetta kalla ég löngu úrelt rugl. Samkenni alls módernisma er órökleg framsetning, þar sem andstæðum er stillt saman. Í expressjónisma er þetta innan texta, en í súrrealisma er gengið lengra, einkum í ljóðum eru and- stæður gjarnan innan setningar, svo að alveg er girt fyrir röklegan skilning. Þetta rakti ég með dæm- um í tv. bók minni (einkum bls. 51 o. áfr.). Þar (bls. 192 o. áfr.) rakti ég hvernig sömu megineinkenni væru á Bréfi til Láru Þórbergs og lausamálsritum frönsku súrreal- istanna á sama tíma, uppúr 1920, þótt ekki verði sén bein tengsl, í textum eða félagslega. Nú getur fólk auðvitað verið mér ósammála um þetta. Þá er að færa rök gegn því. En hitt er ekki fræðimanna háttur að sniðganga ágreinings- efni. Það er svosem þaulreynd að- ferð, og tryggir að viðkomandi rit er að verulegu leyti úrelt á út- gáfudegi. Fyrrnefnd bók mín fjallar um módernisma í íslenskum bók- menntum, og því oft um sömu verk og Sagnalist Þorleifs. Það er þá engin furða að við komumst oft að svipuðum niðurstöðum, t.d. um fyrstu skáldverk Thors Vilhjálms- sonar. Þegar svo er, getur heið- arlegur fræðimaður ævinlega um fyrri umfjöllun, og hvað hann greini á við hana, ef eitthvað er. Þorleifur segir hvað eftir annað (t.d. bls. 123, 212) að eftir Vef- arann mikla frá Kasmír hverfi Halldór Laxness frá módernisma eða tilraunum að „félagslegu raunsæi“.. Í tv. bók rökræði ég umfjöllun ýmissa fræðimanna (bls. 200 o. áfr.), og kemst að þeirri niðurstöðu að módernismi Hall- dórs færist í aukana eftir Vef- arann mikla, einkum vegna fram- andlegs sögumanns. En Þorleifur sinnir í engu slíkum rökum. Hér verð ég að nema staðar, þótt enn væri af nógu að taka, göllum á þessu annars gagnlega riti. Ég hef haldið mig við það sem ég þekki best, en fleirum mætti þykja sér nærri höggvið. Hnökrótt stílfræði Örn Ólafsson skrifar um fræðirit ’Í stuttu máli sagt, er feiknmikill feng- ur að ritinu, svo það er ómissandi lesn- ing öllu áhugafólki um íslenskar bók- menntir.‘ Örn Ólafsson Höfundur er bókmenntafræðingur, búsettur í Kaupmannahöfn. Hvað er landbúnaður? Í dag velkist sjálfsagt enginn í vafa um að nútíma landbúnaður snýst ekki eingöngu um fram- leiðslu matvæla og umhirðu húsdýra. – hann snýst líka um umhirðu landsins – um það að skila land- inu í betra ásigkomu- lagi áfram til næstu kynslóða. Hann snýst líka um það að hlúa að því fólki sem býr í landinu og skapa því góð skilyrði bæði við störf og leik. Þannig er skógrækt eitt af verkefnum landbún- aðarins. Í stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar er þessi tegund land- búnaðar viðurkennd – og sýnd í verki með umtalsverðum fram- lögum sem varið er til lands- hlutabundinna skógræktarverk- efna, eða árlega um hálfur milljarður króna. Í ljósi þessara staðreynda liggur því beinast við að efla enn frekar nám á háskólastigi sem stuðning við þessar áherslur innan íslensks landbúnaðar, og með yfirlýstum vilja skólayfirvalda Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri mun því nám á BSc stigi (180 Ects) í skógrækt hefjast á komandi hausti. Undirstaða náms í skógrækt þ.e.a.s. grunnnámið er sam- eiginlegt með öðru námi við Landbún- aðarháskólann og því liggur beinast við að nýta þann grunn sem þegar er til staðar. Kostnaði vegna sér- stakrar skógrækt- arbrautar er því hald- ið í algjöru lágmarki og hlýtur það að vera fagnaðarefni þeim sem sitja á rík- iskassanum. Áratuga starf að landgræðslu og skógrækt hér á landi hefur skilað mikilli þekkingu og reynslu sem nauðsynlegt er að nýta og koma til skila til yngri kynslóðarinnar í formi fræðslu og möguleika á rannsóknatengdu námi og við upp- byggingu á skógræktarnáminu hefur því verið góð samvinna milli skólans og Skógræktar ríkisins, ekki síst starfsmanna á Mógilsá, sem með þekkingu sinni og reynslu munu styrkja kennslu á þessu sviði. Frá því að lögin um háskólanám á Hvanneyri voru sett árið 1999 hefur skólinn verið í stöðugri sókn. Markvisst hefur verið unnið að uppbyggingu námsframboðs við skólann með þá framtíðarsýn í huga að við stöndum frammi fyrir stórfelldum samfélagslegum breytingum hvað varðar landnýt- ingu og búskaparhætti – sennilega stærstu breytingum í marga ára- tugi. Í þeim anda var á sínum tíma gerður árangursstjórn- unarsamningur milli skólans og núverandi landbúnaðarráðherra Guðna Ágústssonar. Samkvæmt þeim samningi hefur verið unnið jafnt og þétt af hálfu skólans við að auka og styrkja háskólanámið. Hluti af þeirri vinnu er meðal annars sá, að vinna að nýjum námsframboðum sem þegar hefur verið framkvæmt svo sem með stofnun Umhverfisskipulags- brautar og núna með nýrri skóg- ræktarbraut. Það er markmið skólans að styrkja enn frekar háskólanám í landbúnaði og landnýtingu til framtíðar þannig að það verði sambærilegt og jafnvel fremra því námi sem í boði er í nágranna- löndum okkar, þannig að við hér getum miðlað af reynslu okkar og þekkingu til alþjóðasamfélagsins. Þetta er sú nýja framtíðarsýn í námi og rannsóknum sem Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri stefnir að – og þar liggja jafnframt sóknarfæri landbún- aðarins. Skógræktarnám við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri – ný sóknarfæri Auður Sveinsdóttir skrifar um skógræktarnám ’Það er markmið skólans að styrkja enn frekar háskólanám í landbúnaði og landnýtingu til framtíðar …‘ Höfundur er dósent og sviðsstjóri náttúrunýtingarsviðs við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.