Morgunblaðið - 16.02.2004, Síða 20

Morgunblaðið - 16.02.2004, Síða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Margt er það, margt er það sem minningarnar vekur. Þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stef.) Elsku afi. Dagurinn í dag er af- mælisdagurinn þinn. Og enginn afi til að faðma, kyssa og óska til ham- ingju með daginn. Það var alltaf svo gott að koma til þín. Þegar við vorum lítil söngst þú fyrir okkur og fórst með ljóð og vís- ur. Og uppáhaldið okkar var kvæðið um Ókindina . Dagur litli var ekki búinn að fá að þekkja þig eins lengi og við hin, en það er svo oft sem hann spyr mömmu og pabba upp úr þurru: „Hvar er afi?“ Við eigum eftir að segja honum frá þér og öllum ynd- islegu stundunum sem við áttum með þér. Við geymum minninguna um þig í hjarta okkar, elsku afi. JÓN ÁRSÆLSSON ✝ Jón Ársælssonfæddist í Eystri- Tungu í Vestur- Landeyjum 16. febr- úar 1927. Hann lést á heimili sínu Bakka- koti á Rangárvöllum 14. desember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Akur- eyjarkirkju í Vestur- Landeyjum 20. des- ember. Þú sofnað hefur síðsta blund í sælli von um endurfund, nú englar drottins undurhljótt þér yfir vaki, sofðu rótt. (Aðalbjörg Magnúsd.) Þóra Kristín, Jón, Emil og Dagur. Elsku afi, ég gleymi aldrei hvað þú varst góður. Ég gleymi held- ur aldrei þegar ég kom ríðandi í Bakkakot og þú varst úti í glugga og fylgdist með hvernig hesturinn færi hjá mér. Þeg- ar ég kom inn að tala við þig og ömmu spurðir þú alltaf hvaða hestur þetta væri. Þegar ég var að fara ríð- andi til baka komst þú oft með mér út og fylgdist með mér þegar ég reið úr hlaði. Hvatningarorð þín veittu mér styrk og hvöttu mig til dáða í hestamennskunni. Þú komst yfirleitt á hverjum degi heim til okkar að tala við okkur og fórst síðan með pabba að skoða kindurnar og nautin á bláa bílnum þínum. Ég sakna þess að þú ert ekki að keyra skólabílinn. Elsku afi, þú varst alltaf til staðar. Þú sofnað hefur síðasta blund í sælli von um endurfund. Nú englar drottins undur hljótt þér yfir vaki, sofðu rótt. Guð blessi þig, elsku afi minn. Þín Ragnheiður Hrund. ✝ Sigurjón GísliJónsson, fyrrver- andi lögregluvarð- stjóri í Neskaupstað, fæddist í Neskaup- stað 22. júlí 1933. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 9. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Karlsson, f. 2.8. 1913, d. 27.2. 1970, og Gíslína Ingibjörg Sigurjónsdóttir, f. 5.7. 1913, d. 23.12. 2001. Systkini Sigur- jóns eru: Ingvi Pétur Jónsson, f. 1936, d. 1987, Olga Kristín Jóns- dóttir, f. 1937, Emilía Jónsdóttir, f. 1940, Sævar Jónsson, f. 1948, og Hulda Jónsdóttir, f. 1957. Sigurjón kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Hjartardóttir frá Lækjamóti í Fá- skrúðsfirði, hinn 31.12. 1955. Sig- urjón og Guðbjörg eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Jón Gunnar Sigurjónsson, f. 15.12. 1955, maki Hulda Gísladóttir, börn: Sigurjón Gísli, Guðbjörg og Páll. 2) Gíslína Ingibjörg Sigur- jónsdóttir, f. 1.10. 1957, maki Karl Jó- hann Karlsson, syn- ir þeirra eru: Karl Ingi, Björgvin og Jó- hann. 3) Páll Lárus Sigurjónsson, f. 14.10. 1961, maki Berglind Einars- dóttir, börn þeirra eru: Eva Dögg, maki Brynjar Pálsson, Aron og Anton Örn, barn Evu Daggar og Brynjars er Bjartur Páll. 4) Hjörvar Sig- urjónsson, f. 6.4. 1963, maki Sigrún Júlía Geirs- dóttir, börn þeirra eru Daníel Geir og Bríet Ósk. Sigurjón stundaði sjómennsku á eigin bátum og hjá öðrum, lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1966 og hóf lögreglu- störf í Neskaupstað sama ár og sinnti þeim störfum til ársins 2002, lengst af sem lögregluvarð- stjóri, er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Útför Sigurjóns verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Dagurinn í dag er búinn að vera einn sá erfiðasti sem ég man eftir. Í gærkvöldi hringdi pabbi í mig og sagði mér frá því að þú værir dáinn. Aðdragandinn var langur og sjálfsagt var best fyrir þig að þú fengir að fara frá okkur öllum hér, sem eigum eftir að sakna þín meira en orð fá lýst. Þetta voru fréttir sem ég hafði reynt að búa mig undir í langan tíma en það verður að segjast alveg eins og það er að sá undirbúningur hefur skilað litlu. Ég var ekki gamall að aldri þegar ég var farinn að átta mig á því að sam- band okkar var mjög sérstakt. Frá því ég man eftir mér hef ég viljað vera í kringum þig og þvælast með þér, sama hvað þú varst að brasa. Þegar ég var lítill strákur og kom inn á Víði- mýri, varst þú oft að leggja þig eftir langa næturvakt í löggunni. Þá var aðalmálið, að tertunum hennar ömmu undanskildum, að bíða eftir að þú bankaðir í rúmstokkinn og gæfir mér þannig merki um að ég mætti koma inn til þín og hnoðast í þér. Svona hef- ur þetta alltaf verið og alltaf hefur þú boðið mér með í hvað sem þú hefur gert hverju sinni ef þú hafðir ein- hvern grun um að ég hefði gaman af. Það virtist ekki skipta máli hvað við vorum að gera, hvort sem við færum á rúntinn, renndum fyrir lax eða þögð- um yfir bíómynd þá var það alltaf jafn frábært. Þær eru óteljandi minningarnar sem þú skilur eftir hjá mér um þá hluti sem við gerðum saman og ég kem alltaf til með að sakna. Frá því ég man eftir mér höfum við farið í veiði- túra á hverju einasta ári og yfirleitt fleiri en einn og fleiri en tvo. Ég fékk að fljóta með norður í Vopnafjörð á hverju ári og fylgjast með á árbakk- anum og læra af þér hvernig setja á í einn stóran. Það kom aldrei til greina að neinn vissi betur eða veiddi meira en þú því að þú varst aðalkallinn. Einu sinni vorum við að veiða við Svartabakka í Svartánni og pabbi hafði sett í einn stóran, þann lang- stærsta. Allan tímann á meðan pabbi var að þreyta laxinn tuðaði ég og tuð- aði í honum að láta þig fá stöngina svo laxinn myndi ekki sleppa. Pabbi sagði mér að hafa mig hægan og bíða og sjá, en í sömu andrá slitnaði laxinn frá. Þá vatt ég upp á mig í bræði minni og sagði við hann að hann hefði betur lát- ið þig fá stöngina því að þá hefði lax- inn aldrei sloppið. Eftir því sem ég hef vaxið úr grasi og þroskast höfum við orðið nánari með hverju árinu sem liðið hefur. Ég hef alltaf getað komið til þín og leitað ráða við því sem þurfti og fékkst þú mig þá til að sjá hlutina í réttu ljósi. Þú lást ekki á skoðunum þínum við mig og sagðir mér ákveðinn frá því hvað þér fannst en reyndir aldrei að skipa mér fyrir eða segja mér fyrir verkum heldur treystir mér ávallt til að taka rétta ákvörðun. Mér fannst gott hvernig við gátum afgreitt þau vandamál sem upp komu og í næstu andrá vorum við farnir að hlæja sam- an að veiðisögu eða einhverju öðru. Það fá því engin orð lýst hversu gríðarlega ég á eftir að sakna þín, afi minn. Ég er búinn að missa afa minn, einn besta vin minn og félaga sem ég mun nokkurn tímann eignast. Það þarf ekki að taka það fram hversu stórkostlegur maður þú varst, það vissu það allir sem þekktu þig eitt- hvað. Í mínum huga hefur þú alltaf verið einstakur maður, mér þykir svo vænt um þig og er þakklátur fyrir all- ar þær stundir sem við höfum átt saman. Þær munu lifa í minningunni. Ég vil að lokum þakka þér kærlega fyrir þá hetjulegu baráttu sem þú háðir við veikindi þín sem skilaði okk- ur ómetanlegum tíma saman yfir jól- in. Þessum tíma gleymi ég aldrei svo lengi sem ég lifi. Sigurjón Gísli Jónsson. Sigurjón Jónsson, fyrrverandi varðstjóri lögreglunnar í Neskaup- stað, er fallinn frá langt um aldur fram eftir harða baráttu við illvægan sjúkdóm. Margs er að minnast og margar minningar sækja á hugann úr starfi og leik. Sjonni eins og við félagar hans úr lögreglunni kölluðum hann alltaf hafði starfað í lögreglunni lengi og kunni frá mörgu að segja af langri reynslu sinni úr starfinu og miðlaði til okkar yngri ef svo bar undir. Ég minnist þess með þökk og hlýju mínum fyrstu kynnum af Sjonna er ég kom til starfa á Eskifjörð fyrir röskum áratug síðan. Nokkur sam- gangur var á milli þessara tveggja embætta og varð enn meiri eftir að þau voru sameinuð í eitt. Ég fór fljótlega í heimsókn á lög- reglustöðina í Neskaupstað og þar tók Sigurjón á móti mér. Ég tók sér- staklega eftir því hve vel hann bar einkennisbúninginn en hann bar ávallt mikla virðingu fyrir útliti sínu og að búningurinn væri til fyrirmynd- ar. Hlýleg framkoma og ljúfmennska einkenndi Sigurjón en hann hafði þó skap nokkuð og var fastur fyrir þegar á reyndi. Þessu tóku ég og aðrir eftir þegar við unnum saman við fjölbreytt verkefni sem fylgja lögreglustarfinu. Sigurjón var boðinn og búinn að greiða götu þeirra sem leituðu til hans og hafði samúð með þeim sem minna mega sín og höfðu orðið undir í lífinu. Góður félagi úr lögreglunni í Reykjavík kom að máli við mig er ég var að spá í að sækja um varðstjóra- starf á Eskifirði en þessi maður hafði starfað með Sigurjóni í Neskaupstað og leist heldur betur vel á að ég færi austur, þar fengi maður fjölbreytta reynslu og myndi kynnast góðum dreng sem Sigurjón svo sannarlega væri. Ég man vel eftir hve vænt Sig- urjóni þótti um starfsbræður sína í Neskaupstað og þá kom oft nafn Steindórs, „DóDó“ eins og hann er kallaður og gjarnan kom á eftir já vin- ur minn eins og DóDó sagði svo oft og svo brosti Sjonni með sínu stóra brosi, glettinn á svip. Sigurjón var einn af stofnendum Lögreglufélags Austurlands en félag- ið var stofnað árið 1972. Sigurjón var í stjórn félagsins um árabil og minnist ég þess með ánægju margra sam- verustunda á aðalfundum félagsins og þar var Sigurjón gjarnan hrókur alls fagnaðar. Sigurjón hvatti mig óspart að taka að mér formennsku félagsins og það hef ég gert síðastliðin tvö ár. Fyrir hönd Lögreglufélags Austur- lands vil ég þakka Sigurjóni fyrir öll þau góðu störf sem hann vann í þágu félagsins og votta eiginkonu hans og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu þína. Þórhallur Árnason. Við fráfall Sigurjóns Jónssonar kemur mér í hug samstarf okkar að löggæslumálum í Neskaupstað í tíu ár, frá 1978 til 1988. Sigurjón var góður og alhliða lög- reglumaður, átti gott með að um- gangast fólk, rækti þagnarskyldu sína um ýmis mál borgaranna mjög vel, hafði sérstaka hæfileika sem rannsóknarlögreglumaður, hugsaði ráð sitt vel og flanaði ekki að neinu og þegar hann hóf rannsókn var hún þaulskipulögð og úthugsuð. Hann hafði góða reglu á störfum sínum svo sem færslu dagbókar. Þar bókaði hann m.a. veðurlýsingu hvern dag og er þar góð heimild um veður í Nes- kaupstað þá áratugi sem hann var við löggæslu. Honum tókst vel að nýta sér kosti og draga úr ókostum þess að vera heimamaður en slíkt er ekki öllum gefið. Ég hygg að fáir lögreglumenn hafi starfað jafn lengi á sama stað úti á landi og Sigurjón og með jafn góð- um árangri enda voru ýmis lögreglu- mál svo sem umferðarmál og upp- ljóstran afbrota í betra lagi í Neskaupstað en víðast annars staðar. Sigurjón var skipstjórnarlærður og kom það sér vel við rannsóknir vegna sjóprófa en töluvert var um þau á þessum árum. Hann átti trillubát og réri til fiskjar þegar færi gafst og hafði mikla ánægju af því. Einnig leysti hann stundum af sem stýrimað- ur á stóru skipunum í Neskaupstað. Sigurjón var mikill áhugamaður um lax- og silungsveiði og góður og þolinmóður veiðimaður. Ég minnist með ánægju veiðiferðar sem ég fór með honum og öðrum manni í Skrið- dalsvatn og heimsóknar til hans í veiðihús í Vopnafirði er hann var þar við veiðar í sumarfríinu. Ég kom oft á hið vistlega heimili hans og Guðbjargar konu hans og átti þar alltaf góðu að mæta. Mér er minn- isstætt hve góður og vel tilreiddur matur var ávallt á borðum hjá Guð- björgu og Sigurjón var einnig vel lið- tækur í matargerðinni þegar konan var ekki heima. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa mátt starfa með og kynnast svo ágætum manni. Ég votta Guðbjörgu og fjölskyld- unni samúð mína. Þorsteinn Skúlason. Kynni okkar Sigurjóns hófust 1983 með góðri samvinnu sýslumanns- og fógetaembættanna á Eskifirði og Neskaupstað jafnframt því að sá sem þetta ritar var af og til settur bæj- arfógeti í Neskaupstað og loks skip- aður sýslumaður þar á bæ 1992–1998. Sigurjón var á þessum tíma starf- andi lögregluvarðstjóri í Neskaup- stað ásamt fastráðnum lögregluþjóni og héraðslögreglumönnum. Sigurjóni var það í blóð borið að stjórna und- irmönnum sínum af festu en hlýju og hann naut jafnframt fullkomlega virð- ingar og trausts þeirra. Mikil samskipti voru milli lögregl- unnar og starfsfólks sýsluskrifstof- unnar og var þá oft glatt á hjalla og var Sigurjón iðulega hrókur alls fagn- aðar með ómældri þátttöku Ásgeirs Lárussonar fulltrúa, sem lét sitt ekki eftir liggja. Þar voru dægurmálin krufin til mergjar, oft með hug- myndaríkum og sérkennilegum nið- urstöðum. Rannsóknir lögreglumála reyndust honum iðulega auðveldar en íbúar Norðfjarðar báru mikið traust til hans og var mikill trúnaður þar á milli en slikt greiðir mjög fyrir upplýsinga- streymi í þágu rannsókna slíkra mála og er oft á tíðum ómetanlegt. Alþekkt er að menn missa tökin á atburðarásinni og oftar en ekki með þátttöku Bakkusar, en Sigurjón og hans menn höfðu það að meginmark- miði, að leiða menn á rétta braut á nýjan leik og fóru iðulega með við- komandi heim, drukku eftir atvikum með þeim kaffisopa og röbbuðu um daginn og veginn og háttuðu þá síðan upp í rúm og málinu var lokið. Í minningunni um Sigurjón kemur upp í hugann þétt handtak, mikil út- geislun, alúð, traust og hlýja og síðast en ekki síst, góður vinur. Við fjölskyldan vottum Guðbjörgu, börnum þeirra og fjölskyldum svo og öðrum ástvinum innilega samúð okk- ar. Blessuð sé minning Sigurjóns Jónssonar. Bjarni Stefánsson. Ég kynntist Sigurjóni Jónssyni fyrst veturinn 1972 en þá tók hann að sér kennslu í umferðarlögum við námskeið til meiraprófs ökumanna á Fáskrúðsfirði. Þar varð strax ljóst í fyrstu kennslustundinni hjá honum að ekki kæmust menn upp með að læra námsefnið bara svona nokkurn veginn. En hæfileikar hans til þess að miðla til annarra af þekkingu sinni voru ekki vefengdir. Sigurjón var prúður maður og virðulegur og eng- um duldist geta hans og hæfni til þess að stjórna mannskap við löggæslu- störf. Sigurjón hafði yfir mikilli glettni að ráða og sparaði hana ekki þegar það átti við. Það er heiður að hafa orðið aðnjótandi samfylgdar Sig- urjóns Jónssonar varðstjóra. Þar fór maður sem vissi gjörla hvað hann var að gera. Ekkert var þar hérumbil, allt fastmótað og hugurinn skýr. Ég vil við fráfall Sigurjóns votta eiginkonu hans Guðbjörgu Hjartardóttur og fjölskyldum þeirra samúð mína. Úlfar K. Jónsson. Við Sigurjón unnum saman í lög- reglunni í Neskaupstað í níu ár, en ég kom þangað nýliði og Sigurjón var óþreytandi að kenna mér allt sem ég þurfti að kunna. Ég hef oft hugsað um það lán sem það var fyrir mig að kynnast honum þessi fyrstu skref mín í lögreglunni. Enn þann dag í dag heyri ég fyrir mér hans sterku rödd þegar hann var að segja mér til: „Nú tökum við það rólega, gæskur, og hugsum málið en hann anaði ekki að neinu og undirbjó sig vel fyrir hvert verk. Hann var líka af þeirri kynslóð sem fékk ekki allt upp í hendurnar og mistök gátu verið dýrkeypt, en það er eitt af því dýrmætasta sem hann kenndi mér, að hugsa málið, reyna að sjá afleiðingarnar fyrir og bulla ekki eitthvað sem maður sér eftir að hafa sagt. „Við gerum ekkert í þessu, gæskur, eða: „Þú hefðir átta að bíða aðeins, gæskur.“ Þessi orð hafa og eiga eftir að fylgja mér, en hann gat líka verið fljótur til þegar á því þurfti að halda og hafði þá reynslu og skyn- semi sem með þurfti svo allt færi vel. Hann sagði mér margar sögur af fyrri tímum á löngum vöktum, eins og þegar hann var strákur og krakkarn- ir hópuðust niður á höfn þegar síðasta skip fyrir jól kom og allir vildu sjá hvort jólaeplin væru með og þegar lestarlúgurnar voru opnaðar fundu þau eplalyktina og ánægjustuna fór um hópinn: „Jú, þau eru með.“ Þetta sagði hann glaður í bragði og hló við, en þetta allt setti saman fyrir mig þennan stóra mann sem ekkert virtist bíta á. Það var líka eins og maður hefði með sér heilt lögreglulið þegar hann var með, fólkið í bænum bar mikla virðingu fyrir honum og orð hans dugðu æði oft þegar mönnum hljóp kapp í kinn. Hann hafði gaman af að veiða sil- ung og lax og sagði mér margar sögur af því hvernig ætti að ná þessum fisk- um, en þátt fyrir að ég hefði ekki áhuga á þessum veiðum var gaman að hlusta á hann og maður skildi hvers vegna hann var eins fiskinn og hann var því þolinmæði hans var slík að mér fannst stundum nóg um, en eftir vaktina var ég oft feginn að hann hafði verið með til að leysa málin á farsælan átt. Honum þótti mjög vænt um bæinn og fólkið sem þar bjó og þrátt fyrir að menn létu reiði sína bitna á okkur lögreglumönnunum þegar við þurftum að hafa afskipti af þeim og ég hefði verið fúll á eftir, átti hann til að segja: „Já, en þetta er nú besti karl, gæskur,“ og sagði mér kannski stutta sögu um það. Ég þakka fyrir allar stundirnar með honum og votta Guðbjörgu, börnunum þeirra, barnabörnum og öðrum ættingjum samúð mína. Þorsteinn Hraundal. SIGURJÓN GÍSLI JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.