Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá, draumaráðningar og huglækningar. Er við frá hádegi til kl. 2.00 eftir miðnætti. Hanna, s. 908 6040. Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá, draumaráðningar og huglækningar. Er við frá hádegi til kl. 2.00 eftir miðnætti. Hanna, s. 908 6040. Merktu gæludýrið Hundamerki - kattamerki, margir litir. Kr. 990 með áletrun (t.d. nafn og sími). Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, Kóp., s. 551 6488. Fjórhjólaferðir í Haukadalsskógi www.atvtours.is Símar 892 0566 og 892 4810. Þorratilboð: Tveggja manna her- bergi með morgunverði kr. 5.900. Hótel Vík, Síðumúla 19, s. 588 5588, www.hotelvik.is Hafið Bláa Útsýnis- og veitingastaður við ósa Ölfusár. www.hafidblaa.is, sími 483 1000. Crépes-frönsku pönnukökurnar Vinsælar með ýmsum fyllingum, t.d. skinku, grænmeti eða karrý- hrísgrjónum með rækjum. HEIL MÁLTÍÐ AÐEINS 690! CAFÉ SÓL, Smáratorgi hjá Rúmfatalager/Lyfju/Bónus. Vantar þig orku? Viltu losna við aukakílóin? Bókaðu tíma. Frí heilsuskýrsla og frábært eftir- fylgni. 3ja ára reynsla. Guðbjörg, sjálfstæður dreifing- araðili Herbalife, sími 698 2269. Perurnar skipta máli. Við notum eingöngu Philips hágæðaperur. Smart sólbaðstofa. Jóga og slökun í Bókasafni Kópavogs. Mjúkar orkuaukandi æfingar. Námskeið og einkatím- ar. Slökun og hvíld, þú átt það skilið. Kennari Kolbrún Þórðar- dóttir hjfr., s. 861 6317. hjukrunogheilsa@mmedia.is. Byrjendatímar í Astanga Jóga í jógastöðinni Heilsubót, mjög kröftugar jógaæfingar. Guðmund- ur kennir. Uppl. í síma 588 5711. veffang: www.yogaheilsa.is Harmonika - Saxófónn. Ítölsk harmonika, dömustærð. 7 skipt- ingar, næstum óspiluð. Verð 55 þ. Saxófónn Bundy2Selmer kr. 48 þ. Uppl. í síma 694 3636. Skrifstofustólar í úrvali. Við erum sérfræðingar í stólum. E G Skrifstofuhúsgögn, Ármúla 22, sími 533 5900 www.skrifstofa.is Skrifstofuhúsgögn í úrvali Skoðið úrvalið og leitið tilboða. E G Skrifstofuhúsgögn, Ármúla 22, sími 533 5900 www.skrifstofa.is Átthagar - leiguíbúðir - NÝTT 3ja herb. Berjavellir í Hafnarfirði. Stórglæsilegar nýjar fullbúnar 3ja herb. íbúðir með öllum þægind- um, öll heimilistæki, lýsing, gard- ínur o.fl. fylgja. Kíkið á vef okkar www.atthagar.is. Búslóðageymsla og búslóða- flutningar, píanó- og flyglaflutn- ingar. Gerum tilboð hvert á land sem er. Uppl. í s. 822 9500. HESTAR STÓÐHESTAHLUTAFÉLÖG er hið nýja eignarform á mörgum stóð- hestum í dag og leysir það að líkind- um af hólmi hlutverk hrossaræktar- sambandanna með tíð og tíma. Í það minnsta er stöðugt minna um að sam- böndin séu að kaupa hesta og gera út. Segja má að hlutafélagaformið henti mun betur því þar safnast saman áhugamenn um einstaka hesta. Gæfa og gjörvileiki Hlutafélagið um Þrist er ungur fé- lagsskapur sem stofnaður var á vor- dögum síðasta árs en eigi að síður hafa verið haldnir þrír fundir hjá fé- laginu og var ekki annað að sjá en mikil spenna og eftirvænting ríki meðal félagsmanna um framgang hestins á næstu árum en hann er að- eins sex vetra gamall og því í raun óskrifað blað sem kynbótahestur þótt hesturinn sjálfur hafi vakið mikla at- hygli fyrir gott tölt og fagra fram- göngu en löngum hefur það verið svo að sitt er hvað gæfa eða gjörvuleiki. Fyrir fundinum var einkum tvennt sem ákveða þurfti. Annars vegar hvort stefna ætti með hestinn í dóm á vori komandi og ef til vill á landsmót í framhaldinu eða hvort halda ætti hon- um til hlés frá kynbótadómum en sýna hann þess í stað í reiðhallasýn- ingum og öðrum viðburðum. Einnig þurfti að ákveða þjálfara fyrir grip- inn. Á spjallfundi félagsins í haust kom í ljós að meginþorri fundar- manna virtist á því að Þórður Þor- geirsson yrði fenginn í verkið en Brynjar Vilmundarson, ræktandi hestsins, var á öndverðum meiði. Hann vildi hafa hestinn heima í Feti og láta aðaltamningamann sinn, Guð- mund Björgvinsson, sem gert hefur hlé á Danmerkurdvöl sinni, sjá um þjálfun hestsins í vetur. Þristur áfram heima Nokkur spenna ríkti fyrir og á fundinum varðandi þessa ákvörðun og mátti heyra á málflutningi Brynj- ars að hann lagði afar ríka áherslu á að Þristur yrði ekki „að heiman“ í vet- ur og greinilegt að þetta málefni snerti viðkvæma strengi í brjósti Fetsbóndans. Nánast allir aðrir sem til máls tóku voru á því að senda ætti hestinn til Þórðar og leit málið því ekki vel út fyrir Brynjar. Í leynilegri atkvæðagreiðslu varð niðurstaðan hins vegar sú að Þristur færi hvergi og Guðmundur Björgvinsson fengi þann heiður að þjálfa hestinn í vetur. Þar með var það ljóst hver væri sterki maðurinn í Þristsfélaginu. Mála- fylgjumanninum Brynjari hafði tekist með málflutningi sínum að fá meiri- hlutann á sitt band. Þórður Þorgeirsson sem á tvo hluti í hestinum og sat fundinn tók niður- stöðunni vel og brá sér að fundi lokn- um niður á Fet og óskaði Guðmundi til hamingju með að fá hestinn til þjálfunar. Ekki var annað að heyra en fundarmenn væru sáttir með niður- stöðuna enda tveir góðir kostir í boði. Að lokinni atkvæðagreiðslunni var áfram haldið með fundarstörfin og næst rætt hvort stefna ætti með hest- inn á landsmót. Þar voru flestir á því að haga ætti þjálfun hestsins í vetur á þann veg að hægt væri að sýna hann í vor og var samþykkt tillaga þess efnis með þeim fyrirvara að skömmu fyrir sýningar myndi stjórn félagsins meta stöðu hestsins og þá endanlega ákveðið hvort farið yrði með hann í dóm. Ef það verður gert verður tekin ákvörðun í framhaldinu hvort mætt verður með hann á landsmót náttúr- lega að því tilskildu að hann nái til- hlýðilegri lágmarkseinkunn. Brynjar sagði í þessari umræðu að ef hann ætti hestinn einn myndi hann ekki fara með hann í dóm þetta árið heldur bíða eitt til tvö ár. Fram kom að möguleikar til að sýna Þrist á lands- móti væru ekki einvörðungu bundnir við kynbótadóm og var í því sambandi bent á bæði tölt- og gæðingakeppni og einnig sagðist Brynjar aðspurður stefna á að vera með ræktunarbús- sýningu á mótinu og þar væri einnig hægt að sýna hestinn. Þá var rætt um verð á folatollum hjá Þristi og fóru fundarmenn á gott flug framan af þeirri umræðu en skynsemisröddum tókst að fá menn til að tylla sér niður fast. Ekkert verð var ákveðið enda sú ákvörðun vænt- anlega tekin á aðalfundi félagsins sem haldinn verður á vordögum. Á síðasta ári seldi félagið 20 tolla til rekstrar á hestinum en á fundarmönnum var nú að heyra að áhugi væri á að jafnvel fækka þeim eitthvað. Á síðasta ári voru yfir hundrað hryssur fyljaðar með sæði úr klárnum og þykir hlut- höfum greinilega ástæða til að gæta hófs í dreifingu erfðaefnis úr honum. Tollurinn var seldur á 50 þúsund í fyrra og má gera ráð fyrir eftir því sem fram kom í umræðunni að verðið verði hækkað eitthvað. Ákvörðun um verð og fjölda mun bíða aðalfundar. Þá kom fram fyrirspurn um það hvort ekki verði mögulegt að vera með Þrist í girðingu á Vestur- eða Norðurlandi eitt gangmál á ári til að koma til móts við hluthafa í þessum landshlutum. Ákveðinn vilji fundar- manna var á því að hesturinn yrði allt- af hafður á sama stað sem er þá vænt- anlega hans heimaslóðir. Slíkur háttur hefði, að sögn Brynjars, verið hafður á með föður Þrists, Orra frá Þúfu, og gefist vel. Það stuðlaði að tryggari fyljun þegar stóðhestur þekkti allar kringumstæður og einnig hinu að þá er hægt að taka hryssur jafnt og þétt úr girðingunni eftir því sem þær fyljast og bæta nýjum inn. Virðist því allt stefna í að Þristur verði um ókomna tíð í Feti allt árið. Þá kom fram fyrirspurn um það hvort hluthafar fengju að koma aftur með hryssu að ári ef fyljun misheppn- ast og vitnaði Brynjar þar í Orra- félagið þar sem hluthafar hefðu feng- ið að koma með nýja hryssu. Er þetta enn ein ákvörðunin sem félagið á eftir að taka. Ekki lágu fyrir tölur um kostnað við rekstur Þrists á nýliðnu ári en Brynjar gat þess að hann hafi ekki enn rukkað félagið fyrir umönnun hestsins en hann hyggist byrja á því frá áramótum. Áhætta og hagnaðarvon En hvers vegna kaupa menn sér hlut í stóðhesti? Flestir hluthafar í Þristi eru hrossaræktendur misjafn- lega stórtækir eins og gefur að skilja. Þeirra tilgangur er að sjálfsögðu sá að tryggja sér öruggan aðgang að hestinum en svo eru nokkrir sem kaupa sér hlut í því augnamiði að hagnast eitthvað og fer þá sjálfsagt saman hagnaðarvon og einnig skemmtan því það mátti greinilega sjá á mannskapnum sem þarna fundaði að öllum fannst gaman að taka þátt í að byggja upp vonir í kringum Þrist. Vafalaust er hægt að gera margt gáfulegra en að fjárfesta í stóðhesti. Mjög getur brugðið til beggja vona með hagnaðinn og snýst það þá fyrst og fremst um það hvort viðkomandi hestur slær í gegn og verður vinsæll. Þótt allt líti vel út hjá Þristi enn sem komið er er langur vegur frá því að öruggt sé að hann verði góður og eftirsóttur kynbóta- hestur. Hann er núna á sjötta vetri og málin fara ekki að skýrast fyrr en eft- ir svona fjögur ár þegar ætla má að nokkur fjöldi afkvæma verði taminn undan honum. Áhættuþættirnir eru margir á þessari leið og því óhætt að fullyrða að þetta sé ekki gáfulegasti möguleikinn til góðra fjárfestingar. Hesturinn getur slasast eða drepist af ýmsum orsökum, orðið ófrjór eða bara alls ekki sá ræktunarstólpi sem menn ætluðu. Það var á landsmótinu á Vind- heimamelum 2002 sem Þristur vann hug og hjörtu margra mótsgesta. Hann þótti óvenju fallegur og vel upp settur töltari. Hans skjótti litur telst honum væntanlega til tekna því skjótt þykir vænlegur litur til sölu í dag. Þá hefur hann fram til þessa sýnt óvenju mikla frjósemi og má ætla að þessir tveir kostir eigi eftir að hjálpa til í hinni miklu vinsældakeppni stóðhest- anna. Eitt meginverkefni félagsins um Þrist næstu árin er að taka skyn- samlegar ákvarðanir sem tryggja áframhaldandi vinsældir hans. En það mun hins vegar duga skammt ef hann reynist ekki vel sem kynbóta- hestur, um það snýst málið í stóð- hestafélögunum. Aronsmenn líta til landsmóts Ætla má af því sem hér er lýst að nokkuð svipað sé í öðrum félögum og verður spennandi að fylgjast með ákvarðanatökum þessara félaga á næstum vikum. Verður til dæmis stefnt með Aron frá Strandarhöfða á landsmót? Að sögn Gunnars Jóhannssonar í Árbæ, sem er einn eigenda hans, er hann nú í þjálfun hjá Kristjóni Krist- jánssyni í Kvistum sem mun vænt- anlega þjálfa hann fram á vor en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hver muni sýna hann í dómi í vor. Taldi Gunnar nokkuð víst að þar yrði leitað til manna eins og Þórðar Þor- geirssonar, Daníels Jónssonar, Er- lings Erlingssonar eða jafnvel heims- meistarans í tölti, Jóhanns R. Skúlasonar. Skipuð var fimm manna nefnd á fundi sem nýlega var haldinn í félaginu og mun hún ákveða hver verður fyrir valinu. Kvaðst Gunnar gera ráð fyrir að hestur eins og Aron fari ekki á biðlista hjá sýningarmönn- um komist fyrirvaralítið að. Ekki hefur verið fundað hjá félag- inu um Sæ frá Bakkakoti en Hafliði Halldórsson í Ármóti sagði nokkuð líklegt að stefnt yrði með hann í A- flokk gæðinga á landsmótinu og nú væri hann að bíða eftir svari frá Sæð- ingastöðinni í Gunnarsholti um það hvort yrði hægt að koma honum í sæðingar í vor því hann gerði ráð fyrir mikilli aðsókn í hestinn í vor og dæm- ið gengi hreinlega ekki upp öðruvísi ef hann fer á landsmót. Hafliði taldi út- litið gott hjá Sæ, byrjað væri að temja undan honum og gerði hann ráð fyrir að eitthvað af afkvæmum hans kæmu fram á landsmótinu. Fyrir liggur svo hjá félaginu um Óð frá Brún ákvarðanataka um sýningu til heiðursverðlauna á landsmótinu en hann hefur nú þegar náð þeim mörk- um sem þarf til og má ætla að á næsta fundi í félaginu verði tekin ákvörðun þar um. Hlutafélög um stóðhesta njóta vaxandi vinsælda Grunnur lagð- ur að frægð og frama kyn- bótahestanna Auk þess sem keppnistímabilið er að hefjast má reikna með holskeflu stóðhestafunda á næstu vikum og mánuðum þar sem eig- endur stóðhestanna taka mikilvægar ákvarðanir. Valdimar Kristinsson sat einn slíkan fund nýlega þar sem eigendur Þrists frá Feti tóku veigamiklar ákvarðanir og lögðu grunn að öðrum. Morgunblaðið/Vakri Guðmundur Björgvinsson sýndi hluthöfum í Þristsfélaginu klárinn sem nýbúið var að taka inn og leist mönnum vel á í upphafi þjálfunartímabils.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.