Morgunblaðið - 16.02.2004, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 29
DAGBÓK
Laus staða
bíleiganda
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
23
69
8
0
2/
20
04
Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - Strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur,
ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð.
Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070.
Audi A4 Quattro
Fyrst skráður: 09.2001
Ekinn: 20.000 km
Vél: 1800 cc, 5 g
Litur: Gullsanseraður
Verð: 2.880.000 kr.
Búnaður: Leður, sóllúga ofl.
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert hvatvís, sjálfstæð/ur
og sveigjanleg/ur. Þú hefur
miklar mætur á börnum og
dýrum. Ást og vinátta munu
setja svip sinn á komandi ár.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú gætir átt alvarlegar sam-
ræður við yfirmann þinn eða
annan yfirboðara í dag.
Reyndu að líta sem best út.
Það hjálpar alltaf að koma vel
fyrir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ekki láta efasemdir um ný-
legar ákvarðanir þínar ná
tökum á þér. Það liggur ein-
hver svartsýni í loftinu.
Reyndu að ýta henni frá þér
þannig að hún trufli þig sem
minnst.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú gætir átt svolítið erfitt
með að sýna öðrum örlæti í
dag. Mundu að þú getur ekki
vænst þess að aðrir sýni þér
örlæti nema þú gerir það
sama.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Tunglið er beint á móti merk-
inu þínu og því þarftu virki-
lega að leggja þig fram til að
samskipti þín við aðra gangi
snurðulaust í dag. Reyndu að
vera vingjarnleg/ur og þol-
inmóð/ur.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Reyndu að koma vel fyrir í
vinnunni í dag. Samstarfs-
menn þínir eru að fylgjast
með þér.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ert óhrædd/ur við að taka
á þig aukna ábyrgð á börn-
um. Þetta er af hinu góða.
Barnauppeldi er eitt af mik-
ilvægustu störfum okkar hér
á jörðinni.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Láttu heimilið og fjölskyld-
una hafa forgang í dag. Þú
þarft að koma hlutunum á
hreint og horfa til framtíðar.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Láttu það ekki slá þig út af
laginu þótt hlutirnir líti ekki
sem best út. Það finna margir
til svartsýni þessa dagana en
hún mun líða hjá innan
skamms.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú vilt fá sem mest fyrir pen-
ingana þína í dag. Þú munt
því ekki eyða í neina vitleysu
heldur kaupa hluti sem munu
nýtast þér í langan tíma.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Tunglið er í merkinu þínu og
það veitir þér svolítið forskot
á önnur merki. Reyndu að
gera sem mest úr því.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú gætir fundið til einmana-
leika í dag. Reyndu að ýta
honum frá þér og njóta ein-
verunnar. Félagslífið verður
komið í samt lag innan tíðar.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú þarft tíma til að vera ein/n
með sjálfri/sjálfum þér. Þú
ert að hefja nýtt ár og ættir
því að íhuga hvert þú stefnir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÝSKELFIR
Ég liljuriddarinn rakti við stjörnuskin
hinn rökkvaða skóg með hjartað í bláum loga
og sofandi jörðin hrökk upp við dimman dyn
og dauðinn þaut í himinsins spennta boga.
Allt líf var skuggi: úr moldinni myrkrið fló
og máninn huldist skýi sem slökknað auga
og tíminn villtist og vindurinn beit og sló
er vofurnar báru gullið í sína hauga.
Svo þung var öldin að allan skilning mig þraut
og uglur vældu og loftið titraði af rógi:
ég lagði höndina á himinbogann og skaut
og hæfði fegursta dýrið í Goðaskógi.
Í saklausri angist drúpti drottningin Hind
er dreyrinn seytlaði úr brjósti konungsins Hjartar:
í nótt var eðli mitt nakið og sál mín blind
í nótt urðu hvítu liljurnar mínar svartar.
Jóhannes úr Kötlum
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6.
Be3 a6 7. Dd2 Rf6 8. O-O-O
Bb4 9. f3 Re5 10. Rb3 b5 11.
Bd4 Bb7 12. Df2 O-O 13.
Rc5 d6 14. Rxb7 Dxb7 15. g4
Hac8 16. h4 Rfd7 17. Re2
Dc7 18. c3 Bc5 19. Kb1 b4
20. cxb4 Bxb4 21. Rc3 Da5
22. Hc1 Bc5 23.
Bxc5 Rxc5 24. De3
Hb8 25. Hh2 Hb4
26. Hcc2 Hfb8 27.
g5 g6 28. h5 gxh5
29. Hxh5 Da3 30.
Hhh2 Ra4 31. Dc1
Rxf3 32. Hhf2 Rd4
33. g6 hxg6 34.
Rb5 Hxb2+ 35.
Hxb2 axb5 36. Df4
Rc3+ 37. Ka1 Hb7
38. De3 e5 39. Dg5
Ha7 40. Dd8+ Kg7
41. Df6+ Kg8
Staðan kom upp
í alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í
Gíbraltar. Jonathan Row-
son (2547) hafði með hvítu
staðið höllum fæti alla skák-
ina gegn John Emms (2501)
en tókst með leik sínum að
snúa á enska kollega sinn í
stórmeistarastétt. 42. Bc4!!
Kemur í senn í veg fyrir hót-
un svarts Rd4-b3+ og hótar
máti. Biskupinn er frið-
helgur vegna mátsins á b8.
42...d5 43. Hh2 og svartur
gafst upp enda óverjandi
mát.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
SVEINN Rúnar Eiríksson
er heimildamaðurinn á bak
við spil dagsins, sem er frá
aðalsveitakeppni Bridsfélags
Reykjavíkur.
Vestur gefur; AV á hættu.
Norður
♠–
♥K10873
♦8763
♣KDG7
Vestur Austur
♠9 ♠K1074
♥DG52 ♥94
♦KG942 ♦ÁD10
♣Á85 ♣10963
Suður
♠ÁDG86532
♥Á6
♦5
♣42
Sveinn Rúnar og makker
hans Erlendur Jónsson voru
í NS og lyktir sagna urðu
þær að Erlendur spilaði fjóra
spaða doblaða. Í andstöðunni
voru Þórður Sigurðsson og
Randver Ragnarsson:
Vestur Norður Austur Suður
Randver Sveinn Þórður Erlendur
1 tígull 1 hjarta Dobl Redobl
2 tíglar Pass Pass 3 spaðar
Pass 4 spaðar Dobl Allir pass
Sveinn sagði hækkun sína
í fjóra spaða taktíska leið til
að forðast skammir, enda
mætti auðveldlega færa rök
fyrir því að þrír spaðar væru
krafa að undangengnu re-
dobli. Og Sveinn vildi ekki
sitja undir ámæli (skömm-
um) ef Erlendur ynni þrjá
spaða með yfirslag. En það
jók ekki á vinningsvonir
sagnhafa að dobl Þórðar á
einu hjarta sýndi kerf-
isbundið fjórlit í spaða.
Út kom tígull upp á ás og
meiri tígull, sem Erlendur
trompaði og spilaði laufi að
blindum. Randver rauk upp
með ásinn og spilaði enn tígli.
Erlendur trompaði, spilaði
laufi tvisvar og henti hjarta-
ás heima! Stakk næst fjórða
tígulinn. Eftir hjarta á kóng
og hjartatrompun var staðan
orðin þessi:
Norður
♠–
♥1087
♦–
♣G
Vestur Austur
♠9 ♠K1074
♥DG ♥–
♦K ♦–
♣– ♣–
Suður
♠ÁDG8
♥–
♦–
♣–
Erlendur spilaði spaða-
drottningu og uppskar laun
erfiðis síns þegar vestur
fylgdi lit með níunni. Austur
á ekkert svar við þessu: ef
hann drepur strax djúp-
svínar sagnhafi áttunni næst,
en ef austur dúkkar verður
hann endaspilaður með
spaðaáttunni.
BRIDS
Guðmundur
Páll Arnarson
Skugginn/Barbara Birgis
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 6. desember sl. í
Dómkirkjunni af sr. Hjálm-
ari Jónssyni þau Eva Þor-
steinsdóttir og Kristján
Magnason.
Skugginn/Barbara Birgis
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 17. janúar sl. í Graf-
arvogskirkju af sr. Vigfúsi
Þór Árnasyni þau Sonja
Magnúsdóttir og Oddur
Arnar Halldórsson.
MEÐ MORGUNKAFFINU
Ó, nei … Hvern fjandann gerði ég af mér í gærkveldi!!?
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
KIRKJUSTARF
Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12 og
kl. 17.30 í neðri safnaðarsal.
Hallgrímskirkja. Æskulýðsfél. Örk kl. 20.
Laugarneskirkja. Opinn 12 sporafundur
kl. 18 í safnaðarheimilinu. Umsjón hefur
Arnheiður Magnúsdóttir. Allt fólk velkom-
ið. Vinir í bata. Tólf spora hópar koma
saman kl. 20. Gengið inn um aðaldyr safn-
aðarheimilisins. Umsjón hafa Gunnlaugur
Ólafsson og Hafdís Margrét Einarsdóttir.
Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur,
söngur, leikir og föndur.Uppl. og skráning í
síma 511 1560. TTT-starf kl. 16.30. Starf
fyrir 10–12 ára börn. Leikir, ferðir o.fl.
Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN –
starf með sjö til níu ára börnum í safn-
aðarheimili kirkjunnar.
Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full-
orðna í safnaðarheimilinu kl. 13–15.30,
spilað og spjallað. Kaffiveitingar. Þeir
sem óska eftir akstri láti vita í síma
557 3280 fyrir hádegi. Fyrirbænastund í
kapellu kirkjunnar kl. 15.30. Bænaefnum
má koma til djákna, presta eða annarra
starfsmanna kirkjunnar. Stúlknastarf fyrir
11–12 ára kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir
unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20–22.
Umsjón Stefán Már Gunnlaugsson.
Grafarvogskirkja. Kirkjukrakkar fyrir börn
á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30 í
Engjaskóla. KFUK fyrir stúlkur á aldrinum
9–12 ára kl. 17.30–18.30.
Seljakirkja. KFUK 9–12 ára kl. 17.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16
ára og eldri kl. 20–22.
Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætl-
að árg. 1990 og upp úr) á mánudögum kl.
20–22.
Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar,
Kirkjukrakkar, er í Varmárskóla. Bæna-
stund kl. 19.45. Al–anon fundur kl. 21.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16
Æskulýðsstarf fatlaðra, yngri hópur. Helgi-
stund og gott samfélag. Hulda Líney
Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Þor-
valdur Víðisson. Kl. 20 Nærhópastarf í
Landakirkju. Umsjónarfólk.
Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20.
Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30–
16.30.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heim-
ilasamband fyrir alla konur. Majór Anne
Marie Reinholdtsen talar. Allar konur vel-
komnar. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2.
og 3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5. bekk.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Ásdís
Hallgrímskirkja.