Morgunblaðið - 16.02.2004, Side 32

Morgunblaðið - 16.02.2004, Side 32
32 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. 21 Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Frábær gamanmynd með frábærri tónlist. Með hinni efnilegu Beyoncé Knowles, fimmföldum Grammy verðlaunahafa og Óskarsverðlaun ahafanum Cuba Gooding Jr. HJ. MBL  ÓHT. Rás2 Sýnd kl. 7.15. B.i. 14 ára. 6 Tilnefningar til óskarsverðlauna m.a. besta mynd ársins Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. Kvikmyndir.is DV 4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna Sýnd kl. 5.30. Heimur farfuglanna Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Mögnuð mynd með Óskarsverðlaunahöfunum Ben Kingsley og Jennifer Connelly Tilnefningar til óskarsverðlauna3 Sýnd kl. 6. ísl. tal. Sýnd kl. 10. 500 kr.-70 mín. Frábær teiknimynd frá Disney fyrir alla fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins! Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12 ára.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  Kvikmyndir.com  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið Gamanmynd eins og þær gerast bestar ! Jack Nicholson, Diane Keaton, Keanu Reevesog Amanda Peet í Rómantískri Gamanmynd frá Nancy Myers, leikstjóra „What Women Want“.  Roger Ebert  HJ MBL  ÓHT Rás2 Erótísk og örgrandi. Leikur Óskarsverðlaunahafanna er magnþrungin. Byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Philip Roth. í i i l f i . l l f i ili . Söngkonan Christina Aquilera reynir nú eftir fremsta megni að ná sáttum við æskuvinkonu sína Britney Spears en þær kynntust þegar þær komu sam- an fram í Disney þættinum The Mickey Mouse Club. Fyrir skömmu sendi hún Britney bréf þar sem hún leggur það til að þær stöllur hittist og ræði málin. Christina segist hafa miklar áhyggjur af andlegu ástandi Britney eftir skammvinnan hjú- skap hennar og Jasons Alexand- er. „Ég skrifaði Britney mjög per- sónulegt bréf. Ég held að hún sé góð stúlka en frægðin getur gert það að verkum að fólk verði gagn- tekið af einhverju sem skiptir ekki máli. Farðu að einbeita þér að því sem skiptir máli, Britney!,“ sagði Christina í sam- tali við The Sun. Britney hefur ekki svarað er- indi Christinu. ... Stórleikarinn Liam Neeson mun að öllum líkindum leika í næstu kvikmynd um Leðurblökumanninn. Samn- ingaviðræður eru á lokastigi og mun Neeson leika ónefndan þorp- ara. Hjartaknúsarinn Christian Bale fer með hlutverk Blaka og Michael Caine leikur þjón hans. Þá er Morgan Freeman orðaður við hlutverk í myndinni. Framleið- endur myndarinnar halda hlut- verki Neesons leyndu og vilja ekk- ert gefa upp um þá sem að myndinni koma. ... Söngkonan unga, Norah Jones, hefur sagt að hún þurfi að fara í meðferð. Hún náði miklum vinsældum eftir að fyrsta plata hennar Come Way With Me kom út. Norah hefur trú á því að sál- fræðiaðstoð myndi koma að miklu gagni við það að takast á við frægðina. „Sálfræðingur gæti haft svörin á reiðum höndum. Ég ætti að fara til sálfræðings því ég þarf á aðstoð að halda,“ sagði Norah. Hún trúir því varla hversu miklum vinsældum hún hefur náð vegna þess að hún er ekki eins og flestar poppstjörnur. „Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti orðið svo vinsæl. Það sem er í sjónvarpi í dag og er vinsælt er ekki í líkingu við það sem ég hef fram að færa. Ég er ekki góður dansari og hef ekki í hyggju að sýna nafla minn í sjónvarpi.“ ... Charles Koppelman, sem er fram- kvæmdastjóri hjá tónlistarmann- inum Michael Jackson, vísar því á bug að Jack- son sé í fjár- hagsvanda og eigi í erfiðleikum með að greiða rúmlega fjög- urra milljarða króna bankalán fyrir 17. febrúar. Dagblaðið The New York Times hefur greint frá því að Jackson skuldi slíka fjár- hæð og að fjárhagur hans sé slæmur. Koppelman segir að eigur hans séu metnar hærri heldur en skuld- ir, en neitar að fara nánar út í fjárhag tónlistarmannsins, að sögn ananova.com. Hann segir jafn- framt að Jackson ætli að inna af hendi umtalsverðar fjárhæðir á næstu dögum. Koppelman telur ekki að ásakanir á hendur söngv- aranum um meint kynferðisofbeldi gegn börnum eða tengsl við Þjóð íslams hafi dregið úr möguleikum hans til þess að afla fjár. Koppelman neitar því jafnframt að Þjóð íslams tengist á nokkurn hátt fjármálum Jacksons. FÓLK Ífréttum SUNNEVA Sigurðardóttir stóð uppi sem ótvíræður sigurvegari á úrslitakvöldi Söngvarakeppni Vestfjarða sem haldin var á Ísa- firði á föstudagskvöld. Stigu fjór- ir keppendur á svið lokakvöldið og sungu við undirleik hljóm- sveitar í sal tónlistarskólans. Benedikt Sigurðsson, einn skipuleggjenda, segir að ótrúleg- ur áhugi hafi verið fyrir keppn- inni frá því hún hófst 7. janúar sl. Alls hafi verið keppt fimm kvöld og troðfullt í hvert skipti. Átta voru upphaflega valdir til að taka þátt í keppninni eftir áheyrnarprufur. Hvert keppn- iskvöld duttu tveir keppendur út og voru þeir valdir af sérstakri dómnefnd. Hún treysti sér hins vegar ekki til að fella tvo úr keppni í undanúrslitum og því voru fjórir keppendur á úr- slitakvöldinu. Síðasta kvöldið tóku áheyr- endur þátt í að velja söngstjörnu Vestfjarða og giltu þeirra at- kvæði helming á móti atkvæðum dómnefndar. Benedikt segir að úrslitin hafi verið ótvíræð og allir hafi verið sammála um hver sig- urvegarinn væri. Hann segir að Sunneva hefði komist langt í Idol-keppninni hefði hún tekið þátt í henni, svo góð væri hún. Einn söngvari í þeirri keppni var einmitt gesta- dómari á lokakvöldinu, hún Ardís Ólöf Víkingsdóttir. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Fremst á sviðinu stendur sigurvegarinn í Söngvarakeppni Vestfjarða, Sunneva Sigurðardóttir. Aðrir keppendur voru Linda Pétursdóttir, t.v., Dagný Hermannsdóttir og Anna Birta Tryggvadóttir. Sunneva Sigurðardóttir söngstjarna Vestfjarða KVENNAPÖNKSVEITIN Harum Scarum hélt tvenna tónleika um helgina. Á föstudagskvöldið léku þær í Tónlistarþróunarmiðstöð- inni á Granda. Mikill galsi var í stúlkunum og fóru þær mikinn í flutningi sínum á pönktónlist. Tón- leikagestir voru vel með á nót- unum og létu vel af kraftmiklum flutningi Harum Scarum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Toni Gogin, leiðtogi sveitarinnar, fór mikinn á tónleikunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónleikagestum héldu engin bönd. Kraftmikið kvenna- pönk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.