Morgunblaðið - 16.02.2004, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 33
KRINGLAN
Sýnd kl. 4, 6.30 og 9.
ÁLFABAKKI
kl. 3.45. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
kl. 3.40. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
KRINGLAN
kl. 7.
ÁLFABAKKI
kl. 4, 6, 8 og 10.
4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna
AKUREYRI
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
KRINGLAN
Sýnd kl. 4 og 5. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30.
AKUREYRI
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8 OG 10.30.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. / Sýnd kl. 4 og 8. Enskt tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6.
Gamanmynd eins og þær gerast bestar !
Kvikmyndir.com
Diane Keaton tilnefnd til
Óskarsverðlauna fyrir leik sinn
í myndinni
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8.
grams21
HJ MBL
„Fínasta
skemmtun“
B.Ö.S. Fréttablaðið
Sannkölluð stórmynd
sem hlotið hefur
frábæra dóma og
viðtökur um allan heim.
Tom Cruise hefur aldrei
verið betri!
Kvikmyndir.is
DV
ÓHT Rás 2
i i .i
4 Tilnefningar til óskarsverðlauna
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL.5.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15 og 10. b.i. 14 .
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.20.
KRINGLAN
Sýnd kl. 9. b.i. 14.
Tilnefnd til Óskarsverðlauna
sem besta teiknimyndin.
Frábær teiknimynd frá Disney fyrir alla
fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins!
il f til r r l
t t i i i .
r r t i i fr i f rir ll
fj l l t li t ftir il lli !
www.lyfja.is
Kvikmyndir sem MAX FACTOR hefur séð um förðun eru m.a.: Mona Lisa Smile, LOVE actually,
Chicago, Die Another Day (James Bond), About a Boy, Vanilla Sky, Bridget Jones´s Diary, Charlotte Grey,
Chariles Angels I og II, Anna and the King, Notting Hill, Titanic, The English Patient, Evita, Bugsy Malone...
MAX FACTOR förðun í söngleik VÍ SÓLSTING í Loftkastalanum, sjá solstingur.is, einnig notað í
Made in USA/2003, Wake me up before you go go/2001.
KYNNINGAR á nýja andlitsfarðanum frá kl. 14-17:
• Mánudaginn 16. feb. LYFJA - LÁGMÚLA
• Þriðjudaginn 16. feb. LYFJA - SMÁRATORGI
• Miðvikudaginn 17. feb. LYFJA - SETBERGI
• Fimmtudaginn 18. feb. LYJFA - LAUGAVEGI
• Föstudaginn 19. feb. LYFJA - KRINGLUNNI
• Laugardaginn 20. feb. LYFJA - SMÁRALIND
KAUPAUKI á KYNNINGUM
EKKI HYLJA
NÁTTÚRULEG
LITBRIGÐI
COLOUR adapt
AÐLAGAST
HVERJUM OG EINUM
ANDLITSTÓN
NÝTT
Í EINNI andrá tekur tilveran í
litlu sjávarþorpi stökkbreytingum úr
hversdagslegri lognmollu í fjar-
stæðukennt skelfingarástand. Skip í
höfninni er yfirtekið af vopnuðum
ræningjum og mannskapurinn um
borð í gíslingu.
Montessori (Moses Rockman),
annar glæpamannanna, hefur orð
fyrir þeim, hann krefst þess að fá að
tala við Láru (Elma Lísa Gunnars-
dóttir) og fá tvær milljónir dala í
reiðufé. Hákon (Hjalti Rögnvalds-
son), yfirvaldið á staðnum, reynir að
leysa málin ásamt hjálparmanni sín-
um, Arnari (Þröstur Leó Gunnars-
son). Þeir fá aðstoð frá bandarískum
sérsveitarmanni (Glenn Conroy), og
lögfræðingnum Esju (Guðfinna Rún-
arsdóttir). Hákon byrjar á að yfir-
heyra Láru, unga og fallega konu
sem vinnur á bókasafni staðarins, og
lætur lengi vel sem hún kannist ekk-
ert við málið né Montessori, en
smám saman kemur sannleikurinn
upp á yfirborðið.
Það er fyrst til að taka að Þriðja
nafnið (gott heiti á bíómynd), er gerð
fyrir sáralítið fé og ber því að líta á
hana að einhverju leyti sem æfingu
og tilraunastarfsemi af hálfu leik-
stjórans og handritshöfundarins
Einars Þórs, og reyndar kvikmynda-
gerðarfólksins alls. Upphaflega
byggðist hugmyndin utan um flug-
vélarrán, en fæddist á óheppilegasta
tíma –
rétt áður en hryðjuverkaárásirnar
voru gerðar á Bandaríkin. Hún var
afskrifuð í hvelli og höfundarnir
breyttu flugvélinni í vertíðarbát.
Engin spurning að þau umskipti eru
í alla staði til hins verra.
Óhemju mikið er talað í Þriðja
nafninu, jafnvel svo að á undan sýn-
ingunni gantaðist höfundurinn með
að verkið sitt væri fyrsta, íslenska
talmyndin. Masið og lokað rýmið
virkar leikhúslegt og skiptist á slen,
sem einkennir dulúðina sem lengi vel
svífur yfir vötnunum, og líflegri
sprettir, sem byggjast einkum á
fyndnum línum Þrastar Leós og
Hjalta. Veldur hver á heldur. Sam-
tölin eru allt frá því að vera
heimspekileg í munni Montessori,
niður undir vandræðamörkin,
sérstaklega tilsvör og viðbrögð
Láru.
Fléttan í myndinni hefði að ósekju
mátt vera þéttari, þó það sé ekki að-
alatriði, og brennidepillinn Montes-
sori mun skarpari. Það stafar ekki af
honum sú ógn sem er áherslu verkn-
aðarins nauðsynleg og útgeislun
leikarans takmörkuð. Elma Lísa
virkar heldur ekki sannfærandi með
textann sinn en þrátt fyrir vankant-
ana er að finna vísbendingar um að
forvitnilegt verður að fylgjast með
Einari Þór í bitastæðari og einkum
fjárhagslega rýmri framtíð.
Hljóðvinnslan er góð, einnig lýs-
ing og stafræn kvikmyndatakan.
Burðarásar Þriðja nafnsins eru þó,
og skyldi engan undra, þeir mögn-
uðu leikarar Hjalti Rögnvaldsson og
Þröstur Leó. Það er unun að sjá þá
galdra fram ljóslifandi persónur þó
ekki sé mulið undir þá.
Gutlandi
í höfninni
„Burðarásar“ Þriðja nafnsins eru „þeir mögnuðu leikarar“ Hjalti Rögn-
valdsson og Þröstur Leó sem „unun“ er að sjá „galdra fram ljóslifandi per-
sónur þó ekki sé mulið undir þá“, segir í umsögn um mynd Einars Þórs
Gunnlaugssonar.
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó
Leikstjórn og handrit: Einar Þór Gunn-
laugsson. Tónlist: Dimitri Kaklovski.
Hljóð: Ian Bang. Framleiðendur Einar Þór
Gunnlaugsson og Ian Bang. Aðalleik-
endur: Moses Rockman, Elma Lísa Gunn-
arsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Þröstur
Leó Gunnarsson, Glenn Conroy, Guðfinna
Rúnarsdóttir. 90 mínútur. Passport
Films. Ísland 2003
Þriðja nafnið
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYNDIN Konungur ljónanna 1½ hefur selst í meira en þremur millj-
ónum eintaka á DVD og VHS síðan hún var gefin út sl. þriðjudag. Myndin
er, að sögn talsmanna Walt Disney, sú mest selda af þeim kvikmyndum sem
ekki fara í kvikmyndahús heldur beint á sölumyndband eða DVD. Á út-
gáfudegi hafði myndin selst í 1,5 milljónum eintaka.
Konungur ljónanna 1½ er byggð á hinni vinsælu mynd Konungur ljón-
anna sem kom út árið 1994 og hefur nú selst í meira en 55 milljónum ein-
taka á DVD og VHS. Í myndinni sjáum við söguna frá sjónarhorni Tímons
og Púmba, hreysikattar og vörtusvíns sem vöktu mikla hrifningu í fyrri
myndinni.
Konungur ljónanna
1½ nær metsölu
LEIKSTJÓRINN Quentin Tarant-
ino, sem gert hefur myndir á borð
við Reservoir Dogs og Pulp Fict-
ion, mun verða formaður dóm-
nefndar á kvikmyndahátíðinni í
Cannes sem fram fer í maí.
Á Cannes-hátíðinni árið 1994
vann Tarantino hin virtu Palme
d’Or-verðlaun, sem veitt eru fyrir
bestu myndina. Það var kvik-
myndin Pulp Fiction sem tryggði
honum verðlaunin en hún naut
mikillar hylli og lagði grunninn
að vinsældum Tarantinos, sem
einnig hlaut Óskarsverðlaun fyrir
handritið að myndinni.
„Stærsta augnablik
tilveru minnar“
„Fyrir leikstjóra og kvikmynda-
unnanda er ekki hægt að hugsa
sér neitt betra en að vera með-
limur í dómnefnd hátíðarinnar,“
sagði Tarantino í yfirlýsingu sem
hann gaf út fyrir skömmu. „Að
vera formaður dómnefndarinnar
er mikill heiður en því fylgir einn-
ig mikil ábyrgð. Þetta er stærsta
augnablik tilveru minnar, sem
eingöngu hefur verið tileinkuð
kvikmyndum,“ sagði Tarantino.
Kvikmyndahátíðin í Cannes
hefst hinn 12. maí og henni lýkur
23. maí.
Tarantino
formaður
dómnefnd-
arinnar í
Cannes
Reuters
Quentin Tarantino er mikill sprelli-
gosi. Á Grammy-verðlaunahátíð-
inni, sem fram fór fyrir skömmu,
gerði hann gys að óknyttum Janet
Jackson.