Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 HEIMSMARKAÐSVERÐ á áli, miðað við staðgreiðslu, fór fyrir helgina upp fyrir 1.700 dollara tonnið og hefur ekki verið hærra í fjögur ár. Síðustu mánuði hefur það hækkað jafnt og þétt. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls á Grundartanga, segir verð- hækkunina eiga sér nokkrar skýringar. Í fyrsta lagi séu uppi væntingar um efnahagsbata í Bandaríkjunum, sem jafnan auki eftirspurn á áli. Í öðru lagi hafi veikari dollar haft þau áhrif að álverð reiknað í doll- urum hafi lækkað verulega fyr- ir t.d. kaupendur í Evrópu. „Í þriðja lagi hafa áhyggjur manna af því að álútflutningur frá Kína stóraukist dvínað, og í fjórða lagi má nefna hækkanir á verði hráefna svo sem súráls og hráefna til rafskautafram- leiðslu,“ segir Ragnar en súrál og rafskaut eru mikilvægustu hráefnin til framleiðslu á áli. Álverð ekki hærra í fjögur ár BYRJAÐ var að steypa seinni áfanga af brú yfir Kolgrafafjörð eftir hádegi í gær og var reikn- að með því að steypuvinnan tæki um 16 klukkustundir. Um er að ræða þriðjungshluta brú- arinnar í þetta sinn, eða um 80 metra af 230 metra langri brúnni. Fyrri áfangi var steypt- ur fyrir rúmum tveimur mán- uðum. Þá unnu um 20 manns við steypuvinnuna og sjö steypubíl- ar sáu um að keyra steypuna í brúna. Til þess að anna svo mik- illi steypuþörf var færanleg steypustöð reist við hlið þeirrar sem til þessa hefur þjónað Grundfirðingum. Skömmu eftir að steypuvinnan hófst í gær heimsótti samgöngu- ráðherra, Sturla Böðvarsson, vinnusvæðið ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar. Sturla kvaðst vera að koma þarna í fyrsta sinn eftir að framkvæmdir hóf- ust. Fór hann í fylgd forsvars- manna verktakanna um vinnu- svæðið og fylgdist með þegar steypunni var dælt í mótin. Eykt ehf. annast brúarsmíðina en Almenna umhverfisþjónustan ehf. á Grundarfirði á og rekur steypustöðina. Brúin kemur til með að stytta vegalengdina milli Grundarfjarðar og Stykkishólms töluvert. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, á vettvangi framkvæmda í Kolgrafafirði í gær þar sem verið var að dæla steypunni í mót. Lokahrina við brú á Kolgrafafirði Grundarfirði. Morgunblaðið. ÁRLEG raunaukning örorkulífeyris- greiðslna lífeyrissjóðanna hefur numið 8– 10% síðustu árin. Þannig er áætlað að ör- orkugreiðslur lífeyrissjóðanna hafi numið 4.600 milljónum króna á síðasta ári og hafa þær vaxið um 1.500 milljónir frá árinu 1999 þegar þær námu 3.100 milljónum. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu örorkunefndar Landssamtaka líf- eyrissjóða. Þar segir að nærtækasta skýr- ingin á þessari aukningu sé að réttinda- ávinnsla í lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði hafi aukist mjög mikið á um- liðnum árum. Þá sé einnig augljóslega um almenna viðhorfsbreytingu almennings að ræða til örorkulífeyris. „Nú þykir ekki tiltökumál að fara á ör- orku, eins og það er kallað. Almenningur er líka almennt betur meðvitaður um hugsanlegan rétt sinn, en einnig hefur at- vinnuástandið á hverjum tíma mikið að segja. Þannig eru bein tengsl á milli aukins atvinnuleysis og vaxandi örorkulífeyris- byrði sjóðanna, sérstaklega þegar um er að ræða langvarandi atvinnuleysi,“ segir meðal annars í skýrslunni. 16,5% af öllum lífeyrisgreiðslum Örorkulífeyrisgreiðslur voru 16,5% af öllum lífeyrisgreiðslum lífeyrissjóðanna að meðaltali á árinu 2002. Nefndin skoðaði einnig hvernig örorkulífeyrisbyrðin skipt- ist milli einstakra sjóða og kemur í ljós að hún er 4,8% hjá lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna og er það rakið til þess fyrst og fremst að ekki er um framreikning að ræða hjá B-deild Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna nema rekja megi örorkuna til starfs sjóðfélagans. Hins vegar voru ör- orkulífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði 26,5% af öllum lífeyrisgreiðslum árið 2002 og er þessi ör- orkulífeyrisbyrði fyrst og fremst hjá líf- eyrissjóðum sjómanna og landverkafólks að því er segir í skýrslunni. Örorkulíf- eyrir hefur aukist um 8–10% EFTIR um 120 ár verður hafið búið að vinna svo á eldfjallaeyjunni Surtsey, að eftir stendur aðeins mó- bergskjarni sem er áætlað að sé tæplega 0,4 ferkílómetrar að stærð. Móberg stenst ágang sjávar vel og er talið að Surtsey, sem þá mun líkj- ast Eldey í útliti, geti eftir það staðið í þúsundir ára. Þetta kemur fram í grein eftir Svein P. Jakobsson jarð- fræðing og Guðmund Guðmundsson tölfræðing í Náttúrufræðingnum, tímariti Hins íslenska náttúrufræði- félags. Rúmlega helmingur af flatarmáli hrauns og lausra gosefna í Surtsey hvarf á fyrstu fjörutíu árum eftir að Surtseyjareldar hófust hinn 14. nóv- ember 1963. Spá Sveinn og Guð- mundur því að það sem eftir er af hrauni og gosefni í eynni muni standa lengur en næstu 40 ár, þar sem rofið hafi verið hraðast fyrstu árin eftir gos og síðan hafi hægt á því. Eyjan var stærst 2,65 ferkíló- metrar en mældist sumarið 2002 vera 1,4 ferkílómetrar að stærð. Loftmyndir hafa verið teknar annað hvert ár af eynni . „Hún er enn að minnka og rofferillinn, frá því gosi lauk sumarið 1967, er mjög jafn. Það var hratt rof fyrst en svo dregur mjög úr því. Þetta er mjög fallegur ferill og okkur fannst tilvalið að reyna að sjá hvort hægt væri að gera líkan á grundvelli þessara mælinga frá 1967–2002 um framtíðina,“ segir Sveinn. Mun standast tímans tönn Guðmundur Guðmundsson, töl- fræðingur hjá Seðlabankanum, útbjó reiknilíkan sem spáir því að 160 ár muni líða frá goslokum þar til hafið verður búið að sverfa hraun og öll gosefni í burtu svo eftir standi að- eins móbergskjarninn. „Þegar að honum er komið mun draga mjög úr rofinu því móbergið stenst sjáv- arrofið mun betur en hraun og það sést í hinum úteyjunum þarna í Vestmannaeyjunum að rof móbergs er mjög hægt. Þegar komið er að þessum kjarna mun hann standa þarna stakur eftir, líkt og Geir- fuglasker, og hann mun standa mjög lengi, hugsanlega í þúsundir ára,“ segir Sveinn og bendir á að Eldey, suðvestur af Reykjanestá, sé orðin til á sama hátt. Hann segir að sjór- inn hafi grafið sig að móberginu vestan til í eynni, en enn sé töluvert í móbergskjarnann úr hinum átt- unum. „Fimmtíu loftmyndir hafa verið teknar af Surtsey síðan gos hófst. Þetta er alveg einstök myndaröð sem sýnir vöxt og rof eldfjallaeyjar, við teljum að það séu ekki neins staðar til sambærileg gögn.“ Surtsey mun líkjast Eldey eftir 120 ár Þessi ljósmynd var tekin í júlí 1967. Rauða línan sýnir útlínur eyjarinnar eins og þær voru árið 2002 og sést þá hversu mikið af eyjunni hefur horfið vegna ágangs sjávar. Daði Björnsson vann upp úr myndum teknum af Landmælingum Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.