Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 29.02.2004, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Einkennilega brothætt þetta / snögga tillit tveggja augna … segir á einum stað í ljóðabálki Gyrðis Elíassonar, Blindfugl/Svartflug. Ljósmyndarinn sem þeytist um landið er sífellt að leita að áhugaverðum sjónarhornum, brothættum augna- blikum; … sífellt / að leita lífrænna forma blandaðra / lita … Mörg myndbrot hanga vart saman, molna og fjúka á brott, á meðan önnur ná að bregða ljósi á veröldina sem við hrærumst í og á hversdagslíf landsmanna. Ljósmyndarinn skrásetur sögu lands og þjóðar, ekki bara hin frétt- næmu augnablik, heldur fangar hann ekki síður brot úr straumi hversdagslífsins; brot sem geta glitrað sem sjálfstæðar og áhugaverðar smámyndir, en öðlast jafnframt merkingu sem heimildir um hverfult núið. Morgunblaðið/Rax Undir vegg: Daginn lengir nú hratt og líklegt að hrossin hlakki til vorsins, eins og mannfólkið. Morgunblaðið/Jim Smart Og sprautað: Í slippnum er beitt stórvirkum tækjum við málningarvinnuna. Morgunblaðið/Sverrir Óskilamunir: Í kassa með hlutum sem hafa orðið viðskila við eigendur sína í janúar trónir efst loftlítil skjaldbaka. Morgunblaðið/Sverrir Vörðurinn: Bjarni Valtýsson, sundlaugarvörður í Sundhöllinni í Reykjavík, krækir í aðskotahluti í djúpu lauginni. Morgunblaðið/Ásdís Danslist: Á öskudag mættust kynslóðirnar í kátum dansi á elliheimilinu Grund. Morgunblaðið/Ásdís Málað: Þeir eru íbyggnir nemendurnir í Langholtsskóla, þar sem þeir velja réttu litina í listaverkin. Rispur „ÞETTA er nú fyrst og fremst eftirlit – maður er bara að horfa á fólkið. Svo þarf stundum að háfa eitthvað upp úr lauginni,“ segir Bjarni Valtýsson, sundlaugarvörður í Sundhöll Reykjavíkur. Hann hefur starfað í Sundhöll- inni í rúmt ár og segir sama fólkið koma dag eftir dag, margir hafa komið í áraraðir. „Mað- ur passar að ekkert komi fyrir, enginn fari sér að voða og farið sé eftir reglunum. Dagurinn byrjar með morgunleikfimi í lauginni, þá tekur skólasundið við og loks eru íþróttafélögin með hluta laugarinnar, alveg til níu á kvöldin. Meirihluti gesta er ellilífeyrisþegar og ör- yrkjar. Það er mikið spjallað og oft fer maður fróðari heim úr vinnunni,“ segir Bjarni. Horft og hreinsað  STARFIÐ| Sundlaugarvörður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.