Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 29

Morgunblaðið - 29.02.2004, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 29 árið. Baldwin hefur sópað til sín fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína í Kælinum, mynd um lánlausan mann (William H. Macy) og viðskipti hans Sparrow, í vinsælli þriggja stjörnu af- þreyingarmynd. Undarlegt. Depp er vafalítið sigurstranglegur (var að vinna verðlaun Samtaka leikara í Bandaríkjunum), og mun líklegri til verðlauna en uppáhaldið mitt og von- arpeningur, Bill Murray, sem ég set efstan. Fyrir talsverðan klíkuskap, að auki hefur þessi vanmetni leikari (og víst ekkert sérlega vinsæli meðal koll- eganna) sjaldan eða aldrei verið betri en sem hinn svefnvana Bob í fram- andi næturveröld Tókýó. Hvað þá með Penn? Snillingurinn á enn einn stórleik í Dulá, en er í vanþakklátu hlutverki. Þá er ógetið meistara Bens Kings- leys sem fer langt með að gera betur í hlutverki Íranans landflótta í Hús byggt á sandi, en í Sexy Beast, Gandhi, og öllum hinum. Hann er vel að sigri kominn, ofangreindir leikarar geta allir hæglega unnið. Jude Law á minnstu möguleikana í ár. Bill Murray – Glötuð þýðing Sean Penn – Dulá Ben Kingsley – Hús byggt á sandi (House of Sand and Fog) Johnny Depp – Sjóræningjar Karíbahafsins: Bölvun Svörtu Perlunnar (Pirates of the Caribbean: Curse of the Black Pearl) Jude Law – Kaldbakur (Cold Mountain) Hvern vantar? Russell Crowe (M&S) Besta leikkona í aðalhlutverki Hér stendur maður frammi fyrir þeim vanda að enn hafa ekki borist til landsins tvær myndanna með til- nefndum leikkonum í aðalhlutverki. Þær eru breska gæðaleikkonan Sam- antha Morton sem sögð er fara á kostum í nýjustu mynd Jims Sher- idan, Í Ameríku (sem mun hljóta þau dapurlegu örlög að verða frumsýnd á myndbandi hérlendis). Morton vann Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlut- verki í hinni bráðsmellnu Sweet and Lowdown (’99). Hin er Keisha Castle- Hughes í Whale Rider, sem ekkert bólar á. Keisha er aðeins 13 ára göm- ul. Sjálfsagt er óþarfi að hafa áhyggj- ur af þessu því öfugt við aðal karlleik- araflokkinn, er þessi sá auðveldasti (frá mínum bæjardyrum). Charlize Theron vinnur með glæsibrag. Það skyggir engin á ótrúlega túlkun og hamskipti hennar í Ófreskju, hrika- legri mynd sem hún ber gjörsamlega á bakinu. Heldur athygli manns og sálarlífi í spennu frá því hún birtist á tjaldinu, allt til loka. Glæðir skrímslið sál og tilfinningum, þrátt fyrir öll voðaverkin á hún í lokin samúð manns óskipta. Það er mikið afrek sem enginn átti von á frá hinni gull- fallegu og hingað til atkvæðalitlu leik- konu. Naomi Watts er gæðaleikkona á hraðri uppsveiflu eftir Mulholland Drive. Hún á e.t.v. smásmugu við af- hendinguna í kvöld. Gefum henni 1:10. Aðrar eiga litla möguleika sem enga – jafnvel þó að enginn viti neitt. Charlize Theron – Ófreskja(Mons- ter) Diane Keaton – Eitthvað verður undan að láta (Some Thing’s Gotta Give) Naomi Watts – 21 gramm (21 Grams) Samantha Morton – Í Ameríku (In America) Keisha Castle-Hughes – Whale Rider Hverja vantar? Nicole Kidman (The Human Stain) Besti leikari í aukahlutverki Dulá er ein best leikna mynd af mörgum góðum á síðasta ári. Enginn fannst mér betri en Tim Robbins, þessi galdrakarl sem skilar öllum hlutverkum svo fagmannlega frá sér. Hann kemur við kvikuna á manni í lágstemmdum leik Dave Boyle, drengsins sem tekst ekki að ljúka við að skrifa nafnið sitt í blauta steypu gangstéttarhellunnar – þar sem líf hans endar á vissan hátt. Fyrsta til- nefning Robbins fyrir leik, þó furðu- legt sé. Hann var hins vegar tilnefnd- ur fyrir leikstjórn Dead Man Walking, fyrir nokkrum árum. Alec Baldwin er annar stórleikari í miklum metum á þessum bæ. Senu- þjófurinn er sagður í ámóta formi í Kælinum og Glengarry Glen Ross um við yfirmann sinn (Baldwin) í spilavíti í Las Vegas. Vonandi fáum við að sjá þessa umtöluðu mynd í bíó. Benicio Del Toro stendur jafnan undir sínu mikilúðlega nafni. Til alls vís því hann á frábæran dag sem fangi á skilorði í 21 grammi. Aðrir eiga vafalaust tak- markaðri möguleika. Tim Robbins – Dulá Alec Baldwin – Kælirinn – (The Cooler) Benecio Del Toro – 21 gramm Ken Watanabe – Síðasti samúræinn (The Last Samurai) Djimon Hounsou – Í Ameríku Hvern vantar? Albert Finney (Sá stóri) Besta leikkona í aukahlutverki Hér er úr vöndu að ráða. Straum- urinn liggur sjálfsagt til Zellweger fyrir ábúðarmikinn leik í litríku hlut- verki Rubyar í Kaldbak. Hún er nú tilnefnd þriðja árið í röð. Marcia Gay- Harden er einnig firnasterk sem ekkjan í Dulá, en þessi mikilvæga leikkona vann Óskarinn fyrir Pollock árið 2000. Shohreh Aghdashloo er eft- irminnileg í Hús byggt á sandi og hef- ur hlotið fjölda verðlauna og tilnefn- inga fyrir vikið. Patricia Clarkson og Holly Hunter eiga minni möguleika. Sú síðarnefnda er mistæk leikkona sem á að baki þrjár tilnefningar og vann árið 1994 fyrir frammistöðu sína í The Piano. Renée Zellweger – Kaldbakur Marcia Gay-Harden – Dulá Holly Hunter – Þrettán (Thirteen) Shohreh Aghdashloo – Hús byggt á sandi Patricia Clarkson – Brot úr apríl (Pieces of April) Hverja vantar? Natalie Portman (Kaldbakur). Teiknimynd ársins Það þarf enginn að leggja höfuðið í bleyti yfir úrslitunum hér. Leitin að Nemó ber höfuð og herðar yfir Björn bróður og er afbragðsmynd í alla SJÁ SÍÐU 30 Suður-afríska leikkonan Charlize Theron (t.h.) hefur fengið afbragðs dóma fyrir leik sinn í Monster, sem fjallar um kvenkyns raðmorðingja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.