Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.02.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2004 29 árið. Baldwin hefur sópað til sín fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína í Kælinum, mynd um lánlausan mann (William H. Macy) og viðskipti hans Sparrow, í vinsælli þriggja stjörnu af- þreyingarmynd. Undarlegt. Depp er vafalítið sigurstranglegur (var að vinna verðlaun Samtaka leikara í Bandaríkjunum), og mun líklegri til verðlauna en uppáhaldið mitt og von- arpeningur, Bill Murray, sem ég set efstan. Fyrir talsverðan klíkuskap, að auki hefur þessi vanmetni leikari (og víst ekkert sérlega vinsæli meðal koll- eganna) sjaldan eða aldrei verið betri en sem hinn svefnvana Bob í fram- andi næturveröld Tókýó. Hvað þá með Penn? Snillingurinn á enn einn stórleik í Dulá, en er í vanþakklátu hlutverki. Þá er ógetið meistara Bens Kings- leys sem fer langt með að gera betur í hlutverki Íranans landflótta í Hús byggt á sandi, en í Sexy Beast, Gandhi, og öllum hinum. Hann er vel að sigri kominn, ofangreindir leikarar geta allir hæglega unnið. Jude Law á minnstu möguleikana í ár. Bill Murray – Glötuð þýðing Sean Penn – Dulá Ben Kingsley – Hús byggt á sandi (House of Sand and Fog) Johnny Depp – Sjóræningjar Karíbahafsins: Bölvun Svörtu Perlunnar (Pirates of the Caribbean: Curse of the Black Pearl) Jude Law – Kaldbakur (Cold Mountain) Hvern vantar? Russell Crowe (M&S) Besta leikkona í aðalhlutverki Hér stendur maður frammi fyrir þeim vanda að enn hafa ekki borist til landsins tvær myndanna með til- nefndum leikkonum í aðalhlutverki. Þær eru breska gæðaleikkonan Sam- antha Morton sem sögð er fara á kostum í nýjustu mynd Jims Sher- idan, Í Ameríku (sem mun hljóta þau dapurlegu örlög að verða frumsýnd á myndbandi hérlendis). Morton vann Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlut- verki í hinni bráðsmellnu Sweet and Lowdown (’99). Hin er Keisha Castle- Hughes í Whale Rider, sem ekkert bólar á. Keisha er aðeins 13 ára göm- ul. Sjálfsagt er óþarfi að hafa áhyggj- ur af þessu því öfugt við aðal karlleik- araflokkinn, er þessi sá auðveldasti (frá mínum bæjardyrum). Charlize Theron vinnur með glæsibrag. Það skyggir engin á ótrúlega túlkun og hamskipti hennar í Ófreskju, hrika- legri mynd sem hún ber gjörsamlega á bakinu. Heldur athygli manns og sálarlífi í spennu frá því hún birtist á tjaldinu, allt til loka. Glæðir skrímslið sál og tilfinningum, þrátt fyrir öll voðaverkin á hún í lokin samúð manns óskipta. Það er mikið afrek sem enginn átti von á frá hinni gull- fallegu og hingað til atkvæðalitlu leik- konu. Naomi Watts er gæðaleikkona á hraðri uppsveiflu eftir Mulholland Drive. Hún á e.t.v. smásmugu við af- hendinguna í kvöld. Gefum henni 1:10. Aðrar eiga litla möguleika sem enga – jafnvel þó að enginn viti neitt. Charlize Theron – Ófreskja(Mons- ter) Diane Keaton – Eitthvað verður undan að láta (Some Thing’s Gotta Give) Naomi Watts – 21 gramm (21 Grams) Samantha Morton – Í Ameríku (In America) Keisha Castle-Hughes – Whale Rider Hverja vantar? Nicole Kidman (The Human Stain) Besti leikari í aukahlutverki Dulá er ein best leikna mynd af mörgum góðum á síðasta ári. Enginn fannst mér betri en Tim Robbins, þessi galdrakarl sem skilar öllum hlutverkum svo fagmannlega frá sér. Hann kemur við kvikuna á manni í lágstemmdum leik Dave Boyle, drengsins sem tekst ekki að ljúka við að skrifa nafnið sitt í blauta steypu gangstéttarhellunnar – þar sem líf hans endar á vissan hátt. Fyrsta til- nefning Robbins fyrir leik, þó furðu- legt sé. Hann var hins vegar tilnefnd- ur fyrir leikstjórn Dead Man Walking, fyrir nokkrum árum. Alec Baldwin er annar stórleikari í miklum metum á þessum bæ. Senu- þjófurinn er sagður í ámóta formi í Kælinum og Glengarry Glen Ross um við yfirmann sinn (Baldwin) í spilavíti í Las Vegas. Vonandi fáum við að sjá þessa umtöluðu mynd í bíó. Benicio Del Toro stendur jafnan undir sínu mikilúðlega nafni. Til alls vís því hann á frábæran dag sem fangi á skilorði í 21 grammi. Aðrir eiga vafalaust tak- markaðri möguleika. Tim Robbins – Dulá Alec Baldwin – Kælirinn – (The Cooler) Benecio Del Toro – 21 gramm Ken Watanabe – Síðasti samúræinn (The Last Samurai) Djimon Hounsou – Í Ameríku Hvern vantar? Albert Finney (Sá stóri) Besta leikkona í aukahlutverki Hér er úr vöndu að ráða. Straum- urinn liggur sjálfsagt til Zellweger fyrir ábúðarmikinn leik í litríku hlut- verki Rubyar í Kaldbak. Hún er nú tilnefnd þriðja árið í röð. Marcia Gay- Harden er einnig firnasterk sem ekkjan í Dulá, en þessi mikilvæga leikkona vann Óskarinn fyrir Pollock árið 2000. Shohreh Aghdashloo er eft- irminnileg í Hús byggt á sandi og hef- ur hlotið fjölda verðlauna og tilnefn- inga fyrir vikið. Patricia Clarkson og Holly Hunter eiga minni möguleika. Sú síðarnefnda er mistæk leikkona sem á að baki þrjár tilnefningar og vann árið 1994 fyrir frammistöðu sína í The Piano. Renée Zellweger – Kaldbakur Marcia Gay-Harden – Dulá Holly Hunter – Þrettán (Thirteen) Shohreh Aghdashloo – Hús byggt á sandi Patricia Clarkson – Brot úr apríl (Pieces of April) Hverja vantar? Natalie Portman (Kaldbakur). Teiknimynd ársins Það þarf enginn að leggja höfuðið í bleyti yfir úrslitunum hér. Leitin að Nemó ber höfuð og herðar yfir Björn bróður og er afbragðsmynd í alla SJÁ SÍÐU 30 Suður-afríska leikkonan Charlize Theron (t.h.) hefur fengið afbragðs dóma fyrir leik sinn í Monster, sem fjallar um kvenkyns raðmorðingja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.